Tíminn - 11.10.1970, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.10.1970, Blaðsíða 1
Átta látinna þingmanna minnzt í gær á Alþingi EB-Reykjavík, laugardag. Alþingi kom saman í dag til fyrsta þingfundar á þessu hausti. Aldui-sforseti þingsins, Sigurvin Einarsson, alþingismað- ur, minntist í upphafi fundar, átta þingmanna, sem látizt hafa eftir að Alþingi var sliti'ð s.l. vor. — Minntist Sigurvin fyrst Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, og sagði m.a.: „f dag, þegar Al- þingi kemur saman að rúmum fimm mánuðum liðnum frá lok- um síðasta þings, eru mönnum ofar lega í huga þau sorglegu tíðindi, er spurðust frá Þingvöllum að morgni hins 10. júlí síðastl., að Bjarni Benediktsson, forsætisráð- herra, hefði þá um nóttina látið lífið, ásamt konu sinni og dóttur- syni, í bruna ráðherrabústaðarins þar. Á þeirri nóttu var þjóðin svipt forustumanni sínum og við alþingismenn sáum á bak mikil- hæfum þingskörungi, sem vegna stöðu sinnar og hæfileika hefur öðrum fremur mótað störf AI- þingis mörg undanfarin ár“. Síðan rakti Sigurvin Einarsson, æviferil Bjarna Benediktssonar, og sagði að lokum: „Bjarni Benediktsson hlaut í vöggugjöf miklar gáfur, viljastyrk og starfsorku. Námsferill hans var glæsi'.egur og frami hans að námi loknu eigi síður. Hann varð há- skólakenaari 24 ára að aldri, siðan borgarstjóri, ráðherra, forustumað ur fjölmennasta stjórnmálaflokks þjóðarinnar og að lokum forsætis- ráðherra. f föðurhúsum gafst hon- um kostur á að hlýða á rökræður um sjálfstæðismál íslendinga og stjórnmál, í háskólanum kenndi hann meðal annars stjórnlaga- fræði og samdi innan þrítugsald- urs mikið rit um deildir Alþicigis, störf þeirra og meðferð þingmála. Hann var því vef búinn til starfa, er hann settist á þing, og jafnan kvað mikið að honum við þing- störf. í skilnaðarmáli íslands og Danmerkur var hann málsvari þeirra, sem stefndu að stofnun lýðveldis á íslandi á árinu 1944. í ráðherradómi kom það oft í hlut hans sem utanríkisráðherra og síðar forsætisráðherra, að hafa forastu um aðild íslands að al- þjóðasamtökum og ýmsum sam- tökum öðrum þjóða í milli. Síð- ustu árin var það nokkrum sinn- um hlutskipti hans að hafa af hálfu ríkisstjórnarinnar milligöngu um sættir í torleystum vinnudeil- um. Að öllum störfum gekk hann af heilum hug og fékk miklu áorkað. Þess er ekki að dyljast, að miklar deilur hafa staðið um störf Bjama Benediktssonar á vett- vangi stjórnmála. Slíkt er eðli þeirra mála, og stjórnmálaforingi getur ekki vænzt þess að sitja á friðarstóli. Bjarni Benediktsson var mikill stjórnmálamaður. Að Framhald á bls. u tzfts— FmrsTiKisnm FRYSTISKÁPAR * * * * * * * * * * AjF « mmummmm —uiwm **• mm Forseti íslands, biskupinn yfir íslandi, séra Friðrik A. Friðriksson, ráðherrar og alþingismenn, ganga til Dómkirkjunnar við setningu Alþingis í gærdag. (Tímamynd — GE) Gylfí þverbrýtur lög og reglur við veitingu prófessorsembættis Staðan ekki auglýst eins og skylt er lögum samkvæmt og veiting stöðunnar ekki borin undir al- mennan deildarfund í læknadeild, svo sem mælt er fyrir um í reglugerð, sem ráðherrann hefur sjálf- TK-Reykjavík, laugardag. í gær gaf menntamálaráð- herra, Gylfi Þ. Gíslason, út tilkynningu þess efnis, aS hann hefði þann sama dag,! veitt Kristbirni Tryggvasyni, | prófessorsembætti í barna-j iækningum viS læknadeildi i Háskóla íslands. Lögum sam-i kvæmt skai auglýsa prófess-j orsstöður við háskólann meðj lögmætum fyrirvara og jafn j ur sett og gildi framt eru ákvæði um að dóm- nefnd skuli dæma um hæfni umsækjenda og viðkomandi deild háskólans um málið fjalla. í reglugerð um lækna- deild háskólans, sem þessi sami ráðherra gaf út og gekk ; gildi fyrir tæpum mánuði, er meðal annars kveðið á um það, að siík mál skuli deildin ræða á almennum deildar- fundi. Þetta prófessorsem tók 15. september. bætti var ekki auglýst til um- sóknar og um þetta mál hefur ekki verið fjallað á almenn- um deildarfundi í læknadeild svo sem skylt var og hefur því Gylfi Þ. Gíslason þverbrot ið bæði lög og reglugerðir, er hann hefur sjálfur sett. Þessi embættisveiting er þvi freklegra brot fyrir þá sök, að læknadeild hefur lagt mik.’a vinnu í undirbúning þeirra reglna, sem gilda skulu við veitingu embætta við deildin-a, og gildi tóku með regfugeúð ráðherrans 15. septem- ber sl. Um þetta mál var ekki fjallað á almennum deildarfundi í læknadeild, en prófessonaembætti í barna’ækningum var hins vegar á óskalista deildarinnar fyrir ár- ið 1971. Á deildarfundi um mið- bik þessarar viku kom það eitt fram, að kvisast hefði um þá fyrir- ætlan Gylfa Gíslasonar að veita þetta embætti án þess að auglýsa það og ganga fram hjá þeim regl- um, um embætti, sem hann í sam- ráði vi@ deiMina var nýbúinn 5 setja. Komu þá fram kröfur um það, að þetta mál yrði stöðvað og tekið til meðferðar svo sem reglur mæltu fyrir um. Verður álframleiðslan I Straumsvík fjórfölduð? OÓ—Reykjavjk, laugardag. Þegar álverksmiðjan í Straums- vík var upphaflega tciknuð var gert ráð fyrir að hægt yrði að stækka hana í áföngum fjórfalt miðað við framleiðslumagn fyrsta áfanga, sem nú er í notkun. f byggingu er annar kerjaskáli jafn stór, sem tekinn verður í notkun eftir tvö ár. Eftir það verður enn hægt að auka framleiðsluafköst um helming verði nægileg orka fyrir hend>, og Landsvirkjun hef- ur áhuga á að virkja viö Sigöldu og Hrauneyjarfossa.en það þýðir að auka orkufrckan iðnað, til að nýta þá orku sem þar verður framleidd. Tíminn spurði Ragnar Halldórs son, forstjóra Álverksmiðjunnar hvort í ráði væri að stækka verk smiðjuna enn frekar, en búið er að semja um. Sagði hann, að hægt væri að stækka áiverksmiðjuna fjórfalt miðað við þá stærð, sem nú er á fyrirtækinu, en verið er að byggja kerjaskála sem verður tilbúinn árið 1972 og aukast af- köstin þá um helming. Það er nóg pláss til að bæta við tveimur kerkjuskálum til viðbótar. en eng- ir samningar þair að lútandi eru í gangi. Engin ákvoðin plön eru um stækkun verksmiðjunnar. Hins vegar hefur Landsvirkjun lýst yf- ir áhuga á að selja meiri orku ef virkjanir verða gerðar við Hrauneyjarfoss og Sigöldu. Líklegt er að byrjað verði á virkjun við Sigöldu og síðar við Hrauneyjarfoss, en hvenær þær framkvæmdir hefjast fer eftir hvort kaupendur fást að orkunni, sem þar verður hægt að fram- leiða. Tæpast kemur tii mála að virkja á þessum stöðum nema til að selja orkufrekum iðnaði raf- Framhaid á bls. 11.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.