Tíminn - 20.10.1970, Blaðsíða 7

Tíminn - 20.10.1970, Blaðsíða 7
w JWroniDAGUR 20. október 1970. TÍMINN f /rp v • •* 7 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN PraraÆvæmidastjórl: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómas Karlsson. Augiýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Ritstjórnar. skriístofur i Edduhúsinu, símar 16300—18306. Skrifstofur Bankastræti 7 — Afgreióslusími 12323. Auglýsingasími 19523. Aðrar sfcrifstofur sími 18300. Áskriftargjald kr. 165,00 á mánuOi, innamlands — í lausaisölu br. 10,00 eint. Prentsm. Edda hf. Endurskoðun stjórnsýslunnar í ræðu þeirri, sem Ólafur Jóhannesson flutti á ATþingi s. l. fimmtudag, þegar rætt var um yfirlýsingu forsætis- ráðherra, lýsti hann því sem einu af helztu stefnumálum Framsóknarflokksins að láta fara fram endurskoðun og endurskipulagningu á stjórnsýslukerfinu. Ólafur sagði meðal annars: „Það er að mínum dómi mjög brýn nauðsyn á því að taka stjórnsýslukerfið sjálft til gagngerðar endur- skoðimar og þá sérstaklega með það fyrir augum að gera það einfaldara, skilvirkara og opnara. Það þarf að opna stjómsýsluna þannig, að almenningur og þar með blöðin, eigi greiðari aðgang en nú að því að fylgjast með afgreiðslu mála í embættiskerfinu, geti m.a. kynnt sér ýmis gögn mála á stjórnarstiginu og feng- ið upplýsingar um mál, sem almenning varðar. Um það hefur nú, að ég bezt veit, verið sett löggjöf á Norður- löndunum öllum. Það er líka ástæða tH að athuga, hvort ekki er þörf á því að setja sérstaka löggjöf um starfsaðferðir á vett- vangi stjómsýslunnar, en sum Norðurl. a.m.k. hafa einmitt nýlega sett slíka löggjöf hjá sér. Það þarf .einnig að taka til gaumgæfilegrar athugunar, hvort það er ekki rétt að setja hér á stofn embætti umboðsmanns Alþingis, líkt og gert hefur verið á Norðurlöndunum öllum öðrum en íslandi, en sá embættismaður hefur einmitt það hlut- verk að hafa sérstakt eftirlit með stjómsýslunni. Ég held, að það sé þörf á slíku aðhaldl Að mínum dómi þarf að hverfa frá hinni óhóflegu hleðslu á einstaka menn, sem átt hefur sér stað á sviði stjómsýslunnar að undanfömu. Og það þarf að draga úr nefndafjöldanum. Þar er að mínum dómi komið út í algerar öfgar. Menn minnast þeirra umræðna, sem fóra fram um það efni á Alþingi s.l. vor. Ég ætla ekki að rifja þær upp hér, en auðvitað tek ég það fram, að margar nefndir era að sjálfsögðu nauðsynlegar og marg- ar þeirra vinna sitt starf vel, en það verður að halda þessu innan eðlilegra marka. í þessu efni erum við komnir í ógöngur. Umfram allt þurfum við svo að hverfa frá þeim óeðlilega og óviðeigandi starfsháttum, að ráð- herra sitji í sjóðstjómum og úthlutunamefndum, sem þeir hafa svo yfir að segja sem æðra stjómvald. Slíkir stjórnarhættir þekkjast ekM lengur í nálægum löndum, t. d. er það bannað í Danmörku með lögum frá 1959, að ráðherra hafi nokkur aukastörf á hendi. En hér munu nú flestir ráðherramir eða kannsM allir hafa nokkur auka- störf, að vísu misjafnlega mikil. Ég held, að allir rétt- sýnir menn sjái, að þetta nær ekM nokkurri átt. Menn hljóta að sjá og skilja, að svona stjómarhættir hljóta að draga dilk á eftir sér. Ég flutti á síðasta Alþingi í byrjun desembermánaðar þingsályktunartillögu á þá lund, að Alþingi lýsti því yfir, að það teldi óviðeigandi að ráðherrar sætu í slíkum stjómamefndum og úthlutunarnefndum. Þessi tillaga var því miður aldrei tekin til umræðu, og segir það kannsM sína sögu. Ég mundi fagna þvi, að ég þyrfti ekki að flytja þessa tillögu aftur á þessu þingi, ef ráðherrar fyndu það hjá sjálfum sér, að þeir eiga að hverfa frá þessum starfs- háttum.“ Ýmis mál, sem Framsóknarflokkurinn mun fylgja á þessu þingi, munu verða 1 samræmi við þær tillögur um endurskoðun og endurbætur á stjórnsýslunni, sem koma fram í ummælum Ólafs Jóhannessonar hér á undan. Þ.Þ. Stefán Valgeirsson, alþm: Frumkvæði Ingólfs Jónssonar Leiðari MorguablaSsins hinn 25. sept. s.L var tileinkaSur landbúnaðinum. Þar er margt vel sagt og viturlega, og sann- leikanum ekki mikið meira hag rætt en venjulega, þó að óðum styttist nú i kosningar. f upphafi leiðarans er sagt að margt hafi verið rætt um landbúnaðarmál að undan- fðmu, og þær nmræður hafi einkennzt af einskisverðu karpi milli Framsóknarmanna, Alþýðublaðsins og kommúnista. Það sem er athyglisverðast við þessa uppsetningu er það, að annars vegar eru nefndir i þessu sambandi Framsóknar- menn og kommúnistar, en hins vegar Alþýðublaðið, ekki Al- þýðuflokkur eða Alþýðuflokks- menn. Nú kann að vera, að Morgun blaðsmenn séu með þessum hætti að undirstrika það, að skoðanir forustumanna Alþýðu flokksins séu ekki þær sðmn og þeirra sem skrifa að jafnaði í Alþýðublaðið. En eitthvað hljómar það undarlega í eyr- um, ef doktor Gylfl telur sér henta að fylgja landbúnaðar- stefnu Ingólfs Jónssonar, að minnsta kosti þeirri stefnu sem Ingólfur telur sig fylgja. Hitt kemur víst fáum á óvart, þó að skiptar skoðanir séu um ðll mál í Alþýðuflokknum að undanskildum landbúnaðarmál- um. Um þáu mál hefur miánrii skilizt að ríkt hafi einhugur fram að þessu. Eitt af því bezta í umrædd- um leiðara er á þessa leið: „Þá hefur því verið haldið fram, að vextir hafí hækkað og lánakjðr versnað. Það kem- ur vissulega úr hörðustu átt þegar þessu er haldið fram af hálfu Framsóknarmanna. Þeg- ar þeir létu af stjóm landbún- aðarmála, voru lánasjóðtr land- búnaðarins í kalda koli og þeir voru gjörsamlega vamnegnugir að veita eðlileg lán til fram- kvæmda í landbúnaði. Undir forustu Sjálfstæðismanna hef- ur stofnlánasjóður landbúnaðar ins verið efldur, og lán til land búnaðarins stóraukin með lág- um vöxtum." Mikið mega nú bændur ve-a þakklátir Ingólfi fyrir hans frumkvæði í þessum málum. En lítum nú á þetta ðgn nánar. Hvað voru nú vextirn- ir háir af stofnlánum meðan þessir vondu Framsóknarmenn réðu öllu? Af lánum til íbúðahygginga 2,5%, en nú 6%. Af öðrum stofnlánum 4% en nú 6,5%. Er ekki greinilegt að vext- irair hafa lækkað? Og þegar stofnlánaskatturinn er reiknað ur til viðbótar sem settur var að frumkvæði Ingólfs Jónsson- ar, og hann talinn með rentun- um, eins og eðlilegt er að gera, þá eru þær greiðslur, sem Stefán Valgeirsson bændur eru Iátnir inna af hendi til stofnlánadeildarinnar, yfir 11%, miðað við þær skuld ir, sem þeir voru í við stofn- lánadeildina í árslok 1967. Þá er að lfta á hitt atriðið, hinar stórauknu lánveitingar. Jú, krónunum hefur fjðlgað, um það verður ekki deilt Hin giftudrjúga viðreisnarstefna hefur leltt það af sér. En er það hinn rétti mælikvarði, að miða við lánsupphæð þar sem framkvæmdamáttur hverrar krónu er aðeins brot af því sem áður var? Til að sannprófa, hvernig hefur verið staðið að þcssum þætti málsins, athugaði ég lán- veitingar á 12 ára tfmabili úr stofnlánasj óðum Búnaðarbank- ans árin 1955 tfl 1967. Ég um- reiknaði lán hvers árs yfir á byggingarvísitðlu ársins 1955, tfl að fá sambærflega tðlu. Síð- an tók ég meðaltal af árunum 1955 tfl 1958 að báðum árunum meðtðldum, og hins vegar af ár unum 1959 tfl 1967. Kemur þá í Ijós, að meðaltal lánsupphæð- ar fyrra tfmabflsins reyndist vera 40.768 krónur, en hins síðara 36.398 krónur. Misnmn- urinn því 4.370 krónur, eða framkvæmdamáttur lánanna var því rúmlega 10% minn! á „viðreisnarárunum" en áður var. Það munar nú um minni hækkun. Þá segir f leiðaranum, «rð- rétt: „Fyrir 4 árum hafði Ingólf- ur Jónsson, landbúnaðarráð- herra, forgðngu um að bónda konu væru reiknuð nokkur laun fyrir hennar stðrf á búinu, en svo sem kunnugt er falla marg- vísleg ðnnur stðrf en húsfreyju störf á hendur húsmóður á sveitabýli. Auðvitað leiddi þessi leiðrétting til einhverrar hækkunar á búvðruverði, en hver vill halda því fram, að ósanngjarnt sé að bóndakonu séu rciknuð nokkur laun fyrir hennar mikla starf? Að vísu voru Framsóknarmenn þeirrar skoðunar, að það væri ástæðu- laust, eai það er önnur saga“. Svo mörg eru þau orð. Á aðalfundi Stéttarsambands bænda, sem haldinn var 4. sept. 1963 í Bændahöllinni, var m. a. samþykkt samhljóða tiflaga þess efnis, að hafin yrði bar- átta fyrir því að tekið yrði tillit tfl vinnuframlags eigin- konu og barna innan 16 ára aldurs við framleiðslustðrfln. Var það Vilhjálmur Hjálmars- son, sem fyrir tillöguuni tal- aðL Krafa um þetta efni hafði áður verið fram borin og sam- þykkt á fundum bænda, og var því þetta mál ekki nýtt af nál- inni. í yfiraefnd þá um haustið bar hinn nýi formaður stéttar- sambandsins. Gunnar Guðbjarts son, þessa tillögu upp, en hún naut ekki náðar fyrir augum hinna háu herra. Og tfl þess að varpa enn sikýr ara ljósi á þctta mál er hér kafli úr ræðu landbúnaðarráð- herra, er hann fluttl á Alþingi 25. aprfl 1965, en tfl umræðu var breyting á Iðgum um Fram leiðslnráð Landbúnaðarins o.fl. en f það vitnar leiðarahðfund- ur Morgunblaðsins, sem fyrr er getið: „Bændur hafa haldið því fram, að þeir hafi ekki fengið viðurkennda alla þá vinnn, sem Iðgð er fram og verður að leggja fram við meðal bú. Hvort það er á röktun byggt hjá bændum skal ég ekkert fuflyrða um, en þeir hafa hald ið því fram, að vinna eiginkonu og skylduliðs og aðkeypt vinna hafl ekki verið tekin til greina að nndanfömn, nema að sára- litlu leyti. Það er ekki mitt að dæma um það, hvort þeir hafa endi- lega rétt fyrir sér eða neytend- ur. En nú er meiningin að leggja á borðið gðgn sem sýna hvað rétt er í þessu efni“. Þetta sagði Ingólfur Jónsson f aprflmánuði 1965. Ef þetta er borið saman við leiðara Morgunblaðsins frá 25. sept sj. þá ætti mðnnum að skilj- ast á hvern hátt er hollast að lesa það blað, þegar það skrif- ar um okkur Framsóknarmenn og afstððu okkar til hinna ýmsu mála. Ingólfur Jónsson og baráttu bræður hans hafa haft frum- kvæði í fleiri málum á undan- fðraum árum á svipaðan hátt og hér hefur verið lýst. Hvort álit þeirra og fylgi eykst við slíkt frumkvæði skal ósagt látið. Það kemur f Ijós um Jónsmessuleytið næsta sumar. ÞRIÐJUDAGSGREININ J KASTAÐ í LAUGARDALSHÖLL Kastnámskeið þau, er Stanga- veiðifélag Hafnarfjarðar og Kast- klúbbur Reykjavíkur hafa haldið sameiginlega undanfarin ár, eru hafin að nýju í íþróttahúsinu í Laugardal. Kennt er alla sunnudaga kl. 10,20 til tólf og stendur hvert námskeið fimm sunnudaga. Flugukast er nú mest iðkað með stuttum einhendistöngum, og til- gangur ofangreindra félaga með þessum námskeiðum er fyrst og fremst sá. að kenna rétta með- ferð veiðarfæranna, og gera nem endum kleift að hefja þessa skemmtun sína upp úr því að vera tómstundagaman viðvaninga, í það að vera íþrótt. Þátttaka að námskeiSum þessum tilkynnist: Ástvaldi Jónssyni, sími 35158; Halldóri Erlendssyni, sími 18382 og .Svavari Gunnarssyni sími 52285.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.