Fréttablaðið - 06.03.2003, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 06.03.2003, Blaðsíða 20
6. mars 2003 FIMMTUDAGUR20 hvað?hvar?hvenær? 3 4 5 6 7 8 9 MARS Fimmtudagur ■ ■ FUNDIR  12.20 Fræðslufundur Keldna verður haldin í bókasafni Keldna. Sigur- björg Þorsteinsdóttir, líffræðingur á Keldum, flytur erindi um sumarexem í íslenskum og erlendum hestakynjum.  15.00 Fundur um viðskipti við Ítalíu verður haldinn í fundarsalnum á 14. hæð í Húsi verslunarinnar. Í upphafi fundarins munu Geir H. Haarde fjár- málaráðherra og Daniele Molgora, að- stoðarfjármálaráðherra Ítalíu, flytja ávörp. Fundurinn fer fram á ensku. Ekk- ert þátttökugjald.  16.15 Dr. L. Donald Duke flytur fyrirlestur um hagnýtingu takmarkaðra náttúruauðlinda og tekur dæmi af vatnabúskap í Kaliforníu. Dr. Duke er dósent í Suður-Flórídaháskóla og Ful- bright gistiprófessor við Umhverfisstofn- un HÍ á vormisseri 2003. Fundarstaður er stofa 157 í húsi verkfræði- og raunvís- indadeildar VRII við Hjarðarhaga.  19.30 Námskeið fyrir aðstandend- ur geðklofasjúklinga verður haldið á vegum geðsviðs Landspítala – háskóla- sjúkrahúss í kvöld og næsta fimmtu- dagskvöld í húsi iðjuþjálfunar að Kleppi, austan við skrifstofubygginguna.  20.00 Málþing um atvinnu- og velferðarmál á Suðurnesjum verður haldið í boði Útskálaprestakalls í Safn- aðarheimilinu Sandgerði. Yfirskrift mál- þingsins er „Trú, velferð og stjórnmál“. Framsögurerindi flytja Árni M. Mathiesen, Guðni Ágústsson, Stein- grímur J. Sigfússon og Össur Skarp- héðinsson.  20.00 Biblíuskólinn við Holtaveg gengst fyrir fræðslukvöldi um spádóms- bók Daníels í Gamla testamentinu í húsi KFUM og KFUK á horni Sunnuvegar og Holtavegar í Reykjavík. Pétur Björgvin Þorsteinsson, fræðslufulltrúi Háteigs- kirkju, fjallar um bókina.  20.00 Ný dögun, samtök um sorg og sorgarviðbrögð, bjóða til samtals um sorg í Safnaðarheimili Háteigskirkju. Rætt verður saman í litlum hópum. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis.  20.00 Orgelnefnd og kirkjukór Kristskirkju Landakoti heldur bingó til fjáröflunar fyrir viðhaldssjóð orgels kirkj- unnar og kirkjukórsstarfið. Bingóið fer fram í safnaðarheimili kirkjunnar að Há- vallagötu 14 í Reykjavík. ■ ■ SÝNINGARLOK  Þórarinn Eldjárn hefur verið skáld mánaðarins í Þjóðarbókhlöðu. Sýning- unni lýkur í dag. ■ ■ LEIKLIST  20.00 Söngleikurinn Með fullri reisn eftir Terrence McNally og Davit Yazbek á Stóra sviði Þjóðleikhússins.  20.00 Söngleikurinn Sól og Máni eftir Sálina hans Jóns míns og Karl Ágúst Úlfsson á Stóra sviði Borgarleikhúss- ins.  20.00 Maðurinn sem hélt að konan hans væri hattur eftir Peter Brook og Marie-Hélène Estienne á Nýja sviði Borgarleikhússins. Ég sit ekkert tímunum samanvið sjó eða læki að hlusta á nið- inn, heldur nota ég hljóðið fyrst og fremst sem hráefni í myndlistina,“ segir Finnbogi Pétursson mynd- listarmaður. „En ég hef alltaf haft áhuga á hljóði. Þetta er eitthvað sem ég byrjaði á sem barn, að eiga við elektróník og hljóð. Nálgunin er samt alltaf út frá myndlistinni.“ Finnbogi er með sýningu í Kúlunni í Ásmundarsafni, þar sem hann sýnir inn- setningu sérstaklega hannaða fyrir þetta sérstæða rými. Hljómburðurinn í kúlunni er engu lík- ur. Þar magnast hvert hljóð svo minnsta hvísl berst auðveldlega milli fólks. „Ég byrjaði á því að mæla eigintíðni kúlunnar, sem reynd- ist vera 55 til 56 rið. Ég gerði það með því því að búa til hljóð í tóngjafa og hækkaði tíðnina þangað til eigin- hljóðmögnun verður sem mest. Svo nota ég hljóð á tíu riða bili, fer fimm rið upp fyrir og fimm rið niður fyrir þessa eigintíðni.“ Þessi hljóð koma úr fjórum lágtíðnihátölurum, sem Finnbogi hefur stillt upp andspæn- is hver öðrum á jaðri kúlunnar. „Ég beini þeim að veggjunum og læt hljóðið þannig berast upp með- fram veggjum kúlunnar. Hljóðinu er síðan beint ofan í skál með vatni, sem stendur á stöpli í miðri kúlunni. Í stöplinum er ljós sem lýsir í gegnum vatnið þannig að hljóðbylgjurnar verða í raun sýnilegar í hvelfingunni.“ Úkoman er töfr- andi samspil ljóss og tóna sem leik- ur um hvelfing- una alla. „Ég er alltaf að færa mig nær og nær því að m y n d g e r a hljóðið. Ég reyni að hafa uppsetning- una sem ein- faldasta til þess að gera þetta aðgengi- legra fyrir áhorf- endur.“ ■ MYNDLISTARSÝNING Með samspili hljóðs, vatns og ljóss reynir Finnbogi Pétursson að myndgera hljóð á sýningu sinni í Ásmundarsafni. Gerir hljóðið sýnilegt FINNBOGI PÉTURSSON Finnbogi sýnir innsetningu í Kúlunni í Ásmundarsafni, þar sem hann reynir að myndgera hljóð. gudsteinn@frettabladid.is ✓ Borgarskjalasafn Reykjavíkur www.rvk.is/borgarskjalasafn Sími: 563 1770 LESSTOFA OG AFGREIÐSLA opin alla virka daga kl. 10-16. www.ljosmyndasafnreykjavikur.is ljós-hraði -fjórir íslenskir samtímaljós- myndarar 28. febrúar - 4. maí 2003 Afgreiðsla og skrifstofa opin virka daga frá 10 - 16. Opnunartími sýninga virka daga 12 - 19 og 13 -17 um helgar. Upplýsingar í síma 563 1790 Aðgangur ókeypis www.listasafnreykjavikur.is Sími 590 1200 HAFNARHÚS Lýsir, Hugarleiftur, Erró Leiðsögn sunnud. kl. 15.00 KJARVALSSTAÐIR Helgi Þorgils (frá 8.3.), Sveitungar, Kjarval Leiðsögn sunnud. kl. 15.00 ÁSMUNDARSAFN Finnbogi Pétursson, Ásmundur Sveinsson Minjasafn Reykjavíkur Árbæjarsafn - Viðey www.arbaejarsafn.is Safnhús Árbæjarsafns eru lokuð en boðið er upp á leiðsögn alla mánud., miðvikud. og föstudaga kl. 13. Einnig er tekið á móti hóp- um eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar í síma 577 1111. Upplýsingar um leiðsögn í Viðey í síma 568 0535. Menningarmiðstöðin Gerðuberg www.gerduberg.is sími 575 7700. Sýning: Ingibjörg Sólrún velur verk á sýninguna Þetta vil ég sjá! Sýning í félagsstarfi: Ríkarður Ingibergsson sýnir tréskurð. Sýningar opnar frá kl. 11-19 mán.-fös., kl. 13-17 lau.– sun. Ókeypis aðgangur. Verið velkomin s. 563 1717 Upplýsingar um afgreiðslutíma: s. 552 7545 Nýtt í bóksafninu Gerðubergi Nettengdar tölvur fyrir almenning. Upplýsingar í síma 557 9122 www.borgarbokasafn.is www.bokmenntir.is Minjasafn Orkuveitunnar Minjasafn Orkuveitunnar í Elliðaárdal er opið sun. 15-17 og eftir samkomulagi í s. 567 9009 ✓

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.