Fréttablaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 32 Leikhús 32 Myndlist 32 Bíó 36 Íþróttir 30 Sjónvarp 38 KVÖLDIÐ Í KVÖLD AFMÆLI Ung og vitlaus eitt ár enn ÍÞRÓTTIR Langstærsta ferðasumarið FÖSTUDAGUR 9. maí 2003 – 105. tölublað – 3. árgangur bls. 30 bls. 44 KVIKMYNDIR Bíó Reykjavík efnir til allsherjar vísindaskáldskapar- veislu í húsnæði Mír í dag og á morgun. 19 klassískar vísinda- skáldskaparmyndir verða sýndar dagana tvo. Veislan hefst klukkan 10. Innrás úr geimnum FÓTBOLTI Keflvíkingar freista þess að vinna deildabikar karla í fyrsta sinn. Skagamenn eiga möguleika á að vinna titilinn í þriðja skipti, oft- ar en nokkurt annað lið. Leikurinn fer fram á Valbjarnarvelli í Reykjavík og hefst klukkan 18. Bikar hampað FUNDUR Dr. Janez Potocnik, ráð- herra Evrópumála í slóvensku rík- isstjórninni, fjallar um áhrif stækkunar Evrópusambandsins á smærri ríki í árlegum Schuman fyrirlestri í boði sendinefndar ESB gagnvart Noregi og Íslandi. Fund- urinn hefst klukkan 18 og fer fram í Norrænahúsinu. ESB og smáríkin KÖNNUN Það er hrein jafnstaða í ís- lenskum stjórnmálum samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var í gær og fyrradag. Sjálf- stæðisflokkur og Samfylking eru nánast með sama fylgi – Sjálfstæð- ismenn 32,7 prósent og Samfylking- in 32,6 prósent. Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna er 49,4 prósent en stjórnarandstöðunnar 50,6 pró- sent. Eftir sem áður myndi ríkis- stjórnin halda velli með eins manns meirihluta ef þessi niðurstaða gengi eftir þar sem atkvæði Nýs afls og T- lista féllu dauð niður. Samfylkingin hefur aukið fylgi sitt frá könnun Fréttablaðsins um síðustu helgi. Fylgið mælist nú 32,6 prósent en var 28,8 prósent. Þetta er bati upp á tæp 4 prósentustig. Á sama tíma dalar fylgi Sjálfstæðis- flokksins um rúm 2 prósentustig – úr 35,0 prósentum í 32,7 prósent. Framsókn eykur enn við sitt fylgi og fer úr 15,6 prósentum í 16,7 prósent. Vinstri grænir dala hins vegar og fara úr 8,7 prósentum í 8,0. Fylgi Frjálslynda flokksins minnkar meira eða um tæp 2 prósentustig – fer úr 10,7 prósentum í 8,9 prósent. Ef þetta yrðu niðurstöður kosn- inga myndi fylgi Sjálfstæðisflokks- ins falla um 8,0 prósentustig frá kosningunum 1999 og fylgi Fram- sóknar um 1,6 prósent. Samfylking myndi bæta mestu við sig eða 5,8 prósentustigum en Frjálslyndir 4,8 prósentum. Vinstri grænir myndu sjá fram á fylgistap einir stjórnar- andstöðuflokka og missa 1,2 pró- sentustig. Í þingmönnum talið felur þessi könnun í sér að Framsókn fengi 11 þingmenn og missti einn en Sjálf- stæðismenn fengju 21 þingmann og missti fimm. Samfylkingin fengi 21 þingmann einnig og bætti við sig fjórum og Frjálslyndir fengju 5 þingmenn – þremur fleiri en 1999. Vinstri grænir myndu missa einn þingmann og fá 5. Úrtakið í könnuninni var 3.000 manns. Þar af svöruðu 91 prósent. Af þeim sögðust 3 prósent ekki ætla að kjósa og 14,5 prósent sögðust enn óákveðnir. Það er hærra hlutfall en tvær síðustu vikur í könnunum Fréttablaðsins og bendir til að enn sé mikil hreyfing á fylgi. Það ætti að tryggja spennandi kosninganótt ásamt spennandi stöðu í dag sam- kvæmt könnun Fréttablaðsins. ■ LISTAVERK „Þetta eru stórtíðindi og merkileg- ur fundur. Á þeim þrett- án árum sem ég hef verið í þessum bransa hafa rekið á fjörur mín- ar tvær Nínu-myndir. Þær eru mjög sjaldgæf- ar og liggja ekki á lausu,“ segir Bjarni Sigurðsson sem rekur Smiðjuna - listhús. Nýverið fékk Bjarni í hendur 13 áður óþekkt verk eft- ir Nínu Tryggvadótt- ur til innrömmunar og umboðs. Verkin bárust honum frá Danmörku, úr dánar- búi dansks listmál- ara, sem eftir bestu upplýsingum deildi vinnustofu með Nínu. Verkin eru árituð en ekki ársett. Bjarni telur víst að þau séu frá námsárum Nínu, sennilega allar frá árinu 1934 til 1939, en um er að ræða olíumálverk á striga, fimm talsins. Þrjú eru olíuverk á spjöld og afgangurinn klippi- verk sem eru minni myndir. Nú stendur Bjarni í samn- ingaviðræðum við eigendur verkanna en ganga þarf frá ýmsum lausum endum. Stefnt er að því að halda á verkunum sölu- sýningu nú í þessum mánuði. - sjá nánar í blaðinu á morgun. Valgerður Sverrisdóttir skipar 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í Norð-austur kjördæmi Kjósum uppbyggingu í atvinnumálum STA Ð R EY N D UM MEST LESNA DAGBLAÐIÐ Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í mars/apríl 2003 22,1% 52,3% 61,7% FR ÉT TA B LA Ð IÐ M O R G U N B LA Ð IÐ D V REYKJAVÍK Austlæg átt 3-8 m/s og skúrir. Hiti 5 til 8 stig. VEÐRIÐ Í DAG + + VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 3-5 Skúrir 6 Akureyri 3-8 Skýjað 8 Egilsstaðir 3-8 Skúrir 8 Vestmannaeyjar 3-8 Skúrir 5 ➜ ➜ ➜ ➜ + + „NÝTT“ NÍNU-VERK Módel, olía á striga. Verk sem er fyrst að líta dagsins ljós núna, um 70 árum eftir að það var málað. 13 verk eftir Nínu Tryggvadóttur koma fram: Merkur málverkafundur 16,7% 32,7% 8,9% 32,6% 8,0% 18,4% 40,7% 4,2% 26,8% 9,1% 0 5 10 15 20 25 30 35 40 45 1999 1999 1999 1999 19992003 2003 2003 2003 2003 1999 - Úrslit síðustu alþingiskosninga 2003 - Skoðanakönnun Fréttablaðsins 12 11 26 21 2 5 17 21 6 5 -1 -5 +3 +4 -1 Jafntefli Ríkisstjórnar- og stjórnarandstöðuflokkarnir njóta svo til jafns mikils fylgis í skoðanakönnun Fréttablaðsins. Sjálfstæðisflokkur og Samfylking eru einnig jafn stór. Ríkisstjórnin næði eins manns meirihluta. Samfylkingin og Framsókn gætu myndað samskonar stjórn. HALLDÓR Framsókn treystir sig. DAVÍÐ Sjálfstæðismenn missa fylgi. GUÐJÓN Það dregur úr fylgi Frjálslyndra. INGIBJÖRG Samfylkingin er að sækja á. STEINGRÍMUR Vinstri grænir undir kjörfylgi. Niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins benda til mikilla breytinga frá kosningunum 1999. Nýtt afl fær 0,7 prósenta fylgi og T-listinn á Suðurlandi fær 0,4 prósenta fylgi á landsvísu. Hvorugur listinn kemur manni að.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.