Fréttablaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 30 Leikhús 30 Myndlist 30 Bíó 32 Íþróttir 10 Sjónvarp 34 KVÖLDIÐ Í KVÖLD ÍÞRÓTTIR Sigursæll stjóri FÓLK Elskar forsetann LAUGARDAGUR 24. maí 2003 – 118. tölublað – 3. árgangur bls. 28bls. 20 TÓNLIST Ævintýri Birgittu bls. 23 Ræktunarblót við Mógilsá SAMKOMA Ræktunarblót verður haldið við Aronsbústað í landi Skógræktarinnar í Mógilsá klukkan 14. Jóhanna Harðardóttir Kjalnes- ingagoði helgar blótið og síðan verður grillað, leikið og sungið fram eftir degi. Birgitta stígur á svið SÖNGVAKEPPNI Birgitta Haukdal stíg- ur fyrst keppenda á svið í Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva sem hefst í kvöld. Birgitta syngur lagið „Open Your Heart“ eftir Hallgrím Óskarsson. Keppnin fer fram í Riga í Lettlandi og verður sýnd beint í Sjónvarpinu. Útsendingin hefst klukkan 19. Þróttur á Skagann FÓTBOLTI Þrír leikir verða í Lands- bankadeild karla í knattspyrnu. ÍA tekur á móti Þrótti, ÍBV sækir Val heim og KA mætir FH. Leikirnir hefjast allir klukkan 14. Fjórir leik- ir verða í Landsbankadeild kvenna. Klukkan 14 mætast: FH - Breiða- blik, Stjarnan - Þór/KA/KS, ÍBV - Þróttur/Haukar. Klukkan 16 tekur KR á móti Val. STA Ð R EY N D UM MEST LESNA DAGBLAÐIÐ Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í mars/apríl 2003 22,1% 52,3% 61,7% FR ÉT TA B LA Ð IÐ M O R G U N B LA Ð IÐ D V STJÓRNMÁL Óánægja er innan Framsóknarflokksins vegna skip- unar ráðherra þar sem gengið var framhjá Jónínu Bjartmarz, alþingismanni í Reykjavík suður, og Magnúsi Stefánsson, al- þ i n g i s m a n n i Norðvesturkjör- dæmis. S t u ð n i n g s - menn Magnúsar og Jónínu benda á að misskipting ráðherrasæta sé sláandi þar sem norðurkjördæmi Reykjavíkur eigi tvo ráðherra, formanninn Halldór Ásgrímsson og nýliðann Árna Magnússon, sem þó höfðu einungis 14 atkvæðum meira að baki sér en Jónína. Samkvæmt heimildarmanni Fréttablaðsins innan Framsóknar- flokksins eru stuðningsmenn Jónínu mjög ósáttir og finnst þeim hafa verið gengið harkalega framhjá henni. „Menn hafa hótað því að hætta í stjórnum innan flokksins,“ segir heimildarmaður. „Þetta eru afar skrítin skilaboð frá formanninum. Fólki er ekki umbunað fyrir góðan árangur. Árni dettur inn á síðasta korterinu og Jónína fær 14 atkvæð- um færra en Halldór hinum megin. Með þessu eru menn samt ekki að gagnrýna Árna, því hann er auðvit- að allra góðra gjalda verður.“ Aðspurð um það hvort ákvörð- un um ráðherraskipan hefði ein- hverjar afleiðingar í för með sér sagði Jónína að hún myndi ganga að sínum störfum á Alþingi svo sem verið hefði. „Ég er ánægð með kosningaúr- slitin og stjórnarsáttmálann og hlakka til að takast á við verkefni á komandi þingi,“ segir Jónína. „Ég hefði samt talið eðlilegra að ráðherra hefði verið fenginn úr mínu kjördæmi.“ Magnús Stefánsson tók í sama streng. Hann sagðist hafa verið tilbúinn til að axla ráðherradóm en fyrst svona hefði farið tæki hann niðurstöðunni. „Ég er ekki reiður, því enginn á neitt í pólitík. Þetta varð niður- staða sem ég verð að taka. Alþingi er mikilvægur vettvangur og ég var kjörinn til að sitja þar,“ segir Magnús. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins hefur hann lýst sig fúsan til að takast á hendur formennsku í fjárlaganefnd. Núverandi for- maður þingflokksins er Kristinn H. Gunnarsson en áhugi er fyrir því að Hjálmar Árnason taki að sér þingformennsku. Síðast náði Kristinn því embætti með sjö at- kvæðum gegn fimm. rt@frettabladid.is trausti@frettabladid.is Sjá nánar fréttaskýringu á bls. 4 JERÚSALEM, AP Ariel Sharon, for- sætisráðherra Ísraels, hefur fall- ist á það að leggja vegvísinn til friðar í Mið-Austurlöndum fyrir félaga sína í ríkisstjórninni. Búist er við því að Sharon muni mæta andstöðu ýmissa harðlínu- manna í ríkisstjórninni. Raanan Gissin, ráðgjafi forsætisráðherr- ans, segist þó eiga von á því að meirihluti ráðherranna samþykki vegvísinn í ljósi þess að bandarísk yfirvöld hafi heitið því að tillit verði tekið til athugasemda Ísra- ela. Palestínumenn, sem sam- þykktu vegvísinn í síðustu viku, fögnuðu yfirlýsingu Sharon en ít- rekuðu jafnframt að yfirvöld í Bandaríkjunum og Evrópu hefðu heitið því að ekki yrðu gerðar breytingar á áætluninni. Colin Powell, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, hefur fullyrt að vegvís- inum verði ekki breytt. Á meðan leiðtogarnir þrefuðu um vegvísinn gerðu Hamas-sam- tökin sprengjuárás á ísraelska rútu á Gaza-ströndinni með þeim afleiðingum að tveir særðust. Skömmu áður hafði Mahmoud Abbas, forsætisráðherra Palest- ínu, átt fund með leiðtoga Hamas og farið fram á að samtökin hættu að gera árásir á Ísraelsmenn. ■ Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels: Samþykkir vegvísinn til friðar GLAÐBEITTUR Á BESSASTÖÐUM Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, mætir á ríkisráðsfund á Bessastöðum í gær- morgun. Gamla ríkisstjórnin hittist klukkan 11 en sú nýja klukkan 13.30. Tveir nýir ráðherrar tóku sæti í ríkisstjórninni, þeir Björn Bjarna- son og Árni Magnússon. Óánægja innan Framsóknarflokks Menn hafa hótað því að segja sig úr stjórnum innan flokksins. Skrítin skilaboð frá formanninum. Jónína Bjartmarz segir eðlilegra að ráðherra hefði komið úr Reykjavík suður. Áhyggjur vegna Kristins H. Gunnarssonar. Horfðu kl. 18:54 í kvöld á RÚV Verður sett heimsmet?SKEMMDIRNAR SKOÐAÐAR Ísraelskur drengur horfir út um brotna rúðu á rútu skammt frá Netzarim, land- nemabyggð Ísraela á Gaza-ströndinni. Hamas-samtökin sprengdu rörasprengju skammt frá rútunni með þeim afleiðingum að tveir særðust. „Þetta varð niðurstaða sem ég verð að taka. Yfirmaður vopnaeftirlits: Efins um vopnaeign BERLÍN Hans Blix, yfirmaður vopnaeftirlitssveita Sameinuðu þjóðanna, segist vera farinn að hallast að því að Írakar hafi aldrei haft yfir gereyðingarvopn- um að ráða. Blix ítrekar þó að liðsmenn hans séu reiðubúnir að snúa aftur til Íraks ef þess verði óskað. „Mig er farið að gruna að það hafi aldrei verið nein gereyð- ingarvopn fyrir hendi,“ sagði Blix í viðtali við Berlínarblaðið Der Tagesspiegel. Hann benti á að ef þessi grunur reyndist rétt- ur mætti skýra undanbrögð Saddams Husseins með því hversu stoltur hann hefði verið fyrir hönd írösku þjóðarinnar. ■ REYKJAVÍK Suðaustan, 5-10 m/s og lítilsháttar rigning. Hiti 6 til 11 stig. VEÐRIÐ Í DAG + + VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 5-10 Skýjað 9 Akureyri 3-5 Skýjað 12 Egilsstaðir 3-8 Skýjað 7 Vestmannaeyjar 5-10 Rigning 11 ➜ ➜ ➜ ➜ + + FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.