Tíminn - 23.07.1971, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.07.1971, Blaðsíða 1
ESráðahirgðalög gefin út í gær að tillögu forsætisráðherra: Verðstöðvunin framlengd til ára- móta og kaupmáttur launa aukinn sem svarar 3,3 vísitölustigum 2 kaupgjaldsvísitölustig koma til útborgunar en 1,3 stigum verður eytt úr framfærsiuvísitölu með greiðslum úr ríkissjóði TK-Reykjavík, fimmtudag. 1 dag barst Tímanum fréttatilkynning frá forsætisráSu- neytinu um að forseti íslands hefði að tillögu Ólafs Jóhannes- sonar, forsætisráðherra, sett bráðabirgðalög um framleng- ingu verðstöðvunarlaganna til áramóta, en þó með þeirri breytingu, að þau 2 vísitölustig, sem ákveðið var í verð- stöðvunarlögunum, að ekki skyldu reiknuð inn í kaupgjalds- vísitölu fyrr en 1. sept. 1971, skuli nú þegar tekin inn í kaupgjaldsvísiíölu og að frá 1. ágúst skuli kaupgjaldsvísi- talan leiðrétt um þau 1,3 vísitölustig, sem felld voru niður Á neSri myndinni stigur Jóhann úr þyrlunni við Þórisós og á þeirrl efrl eru þeir Gestur og Sigurður ásamt móður Gests. með verðstöðvunarlögunum, þ.e. þessum 1,3 stigum verður eytt úr framfærsluvísitölunni, þannig að kaupmáttur launa eykst sem svarar samtals 3,3 vísitölustigum. Ekki mun full ákveðið ennþá, hvernig 1,3 vísitölustigum verður eytt, en unnið er að athugun á því og fleiri atriðum, er snerta verðlagið og framhald verðstöðvunar til áramóta. Fréttatilkynning forsætisráðuneyt isins er svohljóðandi: „f gær setti forseti íslands að tiiiögu forsætisráðherra bráða- birgðalög um framlengingu verð- stöðvunarlaganna til áramóta, fen þó með þeirri breytingu, að þau 2 vísitölustig, sem ákveðið var í verðstöðvunarlögunum, að ekki skyldu reiknuð inn í kaupgjalds- vísitölu fyrr en 1. sept. 1971 skuli nú þegar tekin inn í kaupgjalds- vísitölu og, að frá 1. ágúst n.k. skuli kaupgjaldsvísitala leiðrétt um þau 1,3 vísitölustig, sem felld voru niður með verðstöðvunar- lögunum.“ Ólafur Jóhannesson. Eins hreyfils flugvél nauðlenti fyrir sunnan Vatnajökul Steinarnir voru háliur til einn metri þar sem lent rar Flugmaðurinn og tveir drengir sváfu í vélinni um nóttina KJ—Reykjavík, fimmtudag. — Ég var búinn að gera mér grein fyrir að þarna yrði stórslys, sagði Jóhann Líndal Jóhannsson í Ytri-Njarðvík, flugmaðurinn á einshreyfils flugvélinni, sem nauð- lenti fyrir sunnan Vatnajökul skömmu fyrir miðnætti á miðviku- dag. Jóhann var að koma frá Vopna firði og á leið til Kcflavíkur þegar dimmdi svo að, að ekki var annars úrkosta en lenda þar sem liann var staddur, við suðvestur horn Vatnnjökuls. Tóksl lendingin vel miðað við aðstæður, því steinarnir voru liálfur til einn metri, sem stóðu upp úr jarðveginum. Jóhann Líndal Jóhannsson skadd- aðist nokkuð í andliti við lending- una, og lá hann á Borgarspítalan- um þegar hann sagði fréttamanni Tímans ferðasögu þcirra félaga. — Við vorum að koma úr lax- veiði í Vopnafirði, og auk mín voru tveir drengir í vélinni þeir Gestur Ólafur Pétursson Skálagerði 11, 14 ára gamall og Sigurður Sig- urðsson 7 ára úr Keflavík. Við fórum frá Vopnafirði og lentum á Egilsstöðum til að taka benzín á flugvélina. Var benzínið til 4 y2 klukkutíma flugs. Ég flaug upp Jökuldalinn og beygði síðan til vesturs á móts við Öskju. Þegar ég var komin þangað, var alveg lokað þar í suður, og ég flaug í norður frá Öskju, en varð að hörfa til austurs og flaug síð- an í norður. Aftur sný ég í vest- ur, og sé þá til jökla á vinstri hönd og taldi það vera Hofsjökul, en uppgötvaði svo síðar að það hefur verið NA hornið á Vatna- jökli. Áfram flýg ég í vestur og ætla að fljúga að Langjökli og niður í Borgarfjörð. Flaug ég þarna meðfram jökulröndinni og finnst það vera anzi langt, og geri mér síðan ljóst, að ég er að fljúga meðfram Vatnajökli, pg er kominn á móts við SV horn hans, þegar allt er lokað fyrir framan mig. Ég sagði þeim í flugturn- inum að ég væri einhvers staðar við suðvesturhorn Vatnajökuls, og síðan var meiningin að fljúga yfir fjallgarðinn og að Kirkjubæjar- klaustri eða vestur í Þórisós. Þá var algjörlega lokað þarna yfir fjallgarðinn, og þegar ég reyndi að fara í norður aftur lenti ég í svörtu éli. Ég var því innilokaður þarna eins og í potti, og komst ég eitt- hvað um 400 metra áfram í hvora átt. Þarna hringsólaði ég svo í um 20 mínútur, og var í sambandi við Loftleiðavél. Ég gerði aðflug til að skoða lendingarskilyrði þarna, og leizt ekki á þau, því steinar, hálfur til einn metri á hæð stóðu upp úr jörðunni. Ég sagði flugmanninum í Loftleiða- flugvélinni, að mér litist ekkert á að lenda þarna, en hann taldi í mig kjarkinn, og sagði mér að ég skyldi reyna. Þegar hingað var komið, var ég búinn að gera mér grein fyrir, að þarna gat orðið stórslys, og fór að undirbúa lend- ingu. Tíndi ég poka og annað laus legt fram til að verja drengina höggi við lendinguna, og lét þá spenna sig vcl í sætin. Síðan flaug ég inn til lendingar á skársta staðnum, hélt nefinu á flugvélinni Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.