Tíminn - 02.11.1971, Blaðsíða 10

Tíminn - 02.11.1971, Blaðsíða 10
10 ÍÞRÓTTIR TIMINN i í ÞRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 2. nóvember 1971 Allt á sunnudögum! Það er undarlcg ráðstöfun forráðamanna íþróttamála hér á höfuðborgarsvæðinu, að hrúga öllu sem um er að vera í íþróttalífinu á helgarnar, en láta nær alla aðra daga vikunn ar vera ósnerta. Þetta kom bersýnilega í ljós í síðustu viku, þegar ekkert var um að vera hina 6 virku daga — m. a. var laugardagurinn, sem að þessu sinni var tilvalinn til keppni í utanhússíþróttum (eins og t. d. leik Fram — Breiðabliks í undankeppni bik arkeppninnar í knattspyrnu) laus, en öllu var hrúg- að á sunnudaginn. En þá var veður svo slæmt að ekki var nokkurt vit í að leika knatt spyrnu, þó það væri nú gert, en síðan voru settir á leik ir í handknattleik, körfuknatt leik og badminton, þar fyrir utan, og fór sumt af þessu fram á sama tíma, t.d. badmin tonið, karfan og 1. deidlarleik urinn í Hafnarfirði. Fyrir þá sem vildu horfa á þetta allt, var ekki nokkur möguleiki að komast yfir það, og þeir sem völdu úr, voru svo til stanzlaust að frá kl. 14,00 til kl. 22,30. Þetta er ótækt með öllu og þarf nauðsynlega að koma á betra skipulagi hvað fyrirkomu lag leikja og móta snertir fyr ir veturinn. Forráðamenn hinna ýimsu greina íþrótta verða að ræðast við og finna út heppilega daga og tíma og nauðsynlega að koma leikjum sínum og mót um fyrir þannig að sem flestir geti fylgzt með þeim — en það er ekki hægt ef allt er sett á helgar og það jafnvel á sama dag. Þetta verður að gerast ef ekki á að kafsigla allt í mótum og leikjum. T. d. væri tilvalið að láta 1. deildarleikinn í körfuknattleik fara fram á laugardagseftirmiðdögum, en ekki á sunnudagskvöldum á sama tíma og keppnin fer fram í 1. deild í handboltan um. Einnig þarf að koma fyrir rnótum, þar sem lítil aðsókn hefur verið, í miðri viku, og má þar t. d. benda á badmin ton, borðtennis, lyftingar, glímu, sund o. fl. Er vonandi að þetta verði haft til athugun ar, og framkvæmt eftir beztu geu. — klp. Þessi auglýsing hefði mátt vera uppi á Melavellinum á sunnudaginn. „Strákarnir unnu - strákarnir unnu“ — og við gerum það líka, sungu Breiðabliksstúlkurnar og sigruðu KR, 9:5, og leika í 1. deildinni í vetur „Strákarnir unnu — strákarnir unnu“ sungu Breiðabliksstúlkurn- ar í handknattleik og dönsuðu stríðsdans um fjalir Laugardals- hallarinnar, þegar þær í hálfleik í leiknum gegn KR um lausa sætið í 1. deild kvenna, lieyrðu að Breiðablik hefði sigrað Fram í undanúrslitum bikarkcppninnar í knattspyrnu og væri þar með kom ið í úrslit í keppninni. „Við verðum að gera það líka“ sögðu þær, og þær stóðu við það. Sigruðu KR 9:5 og leika því í 1. deildinni í vetur. En KR verður að gera sér að góðu að leika í 2. deild, þar sem mótherjinn er að- eins einn, lið frá FH í Hafnar- firði. Breiðabliksstúlkurnar höfðu 4:2 yfir í hálfleik og komust í 7:3 í þeim síðari, þegar mesti gals inn var i þeim eftir góðu fréttirn ar af Mcla-cllinum; KR ni3i að minnka í 7:5 en komst ekki nær, því tvö síðustu mörkin voru skor uð af Breiðabliki, og þar með var sigur Breiðabliks í höfn 9:5. Ekki er því að neita að KR- stúlkurnar léku fallegri handknatt leik, þar sem knötturinn gekk vel á milli, en það var engin ógnun í spilinu og það var eins og eng in þyrði að skjóta á markið. Þann ig er ekki hægt að sigra í leik. Breiðabliksstúlkurnar léku þyngri handknattleik, en þess meira afgerandi. Það voru frjáls íþróttastúlkurnar Alda Helgadótt ir, Arndís Björnsdóttir og Kristín Jónsdóttir, sem báru uppi liðið og skoruðu öll mörkin (Alda og Krisín 4 hvor) og markvarzlan var einnig góð. — En það er líka hægt að verja vel þegar skot in eru svo laus að þau varla drífa að markinu, eins og flest skot KR stúllrnanna voru — klp. Frá leik Fram og Breiðabiiks í undanúrslitum bikarkeppninnar í knattspyrnu. Þorbergur Atlason, markvörS- ur Fram handsamar knöttinn rétt fyrir framan nefiS á GuSmundi ÞórSarsyni. ÞaS gekk ekki svo glattt í síSari leiknum, þegar Þorbergur óS út úr markinu og á meSan skoraði GuSmundur sigurmark BreiSabliks í leiknum, (Tímamynd Róbert). Breiðablik í úrslit — Um 500 áhorfendur létu sig hafa það að mæta til að sjá Breiðablik sigra Fram 1:0 í undanúrslitum bikarkeppninnar í knattspyrnu. — Fengu lítið að sjá af knattspyrnu, en eitt fádæma klaufamark sem sendi fyrrverandi Bikarmeistara út úr keppninni — Allt lætur fólk bjóða sér, varð manni að orði, þegar maður var búinn að berjast áfram gegn roki og stórrigningu út á Mela- völl á sunnudaginn til að atliuga hvort ekkí hefði orðið úr að fresta leik Fram og Breiðabliks vegna veðurs. Þar voru nefnilega samankomnir um 500 knattspyrnu unnendur, sem horfðu á 22 menn leika í einu versta knattspyrnu veðri, sem hér hefur komið í langan tíma. Þessir 500 áliugasömu menn héldu sér undir regnlilífum og kápum undir skúrunum á vellin um. Var þar illa stætt, livað þá lieldur úti á sjálfum vellinum, þar sem leikmennirnir voru að reyna að leika knattspyrnu, enda var hjá þeim í húfi að komast í úrsltt í Bikarkeppni KSÍ. Nokkrir áhorfendur höfðu látið sig hafa það að borga 150 krónur til að fá að sitja í stúkunni, en þar rigndi alveg upp á öftustu bekki. Varla hefur samt nokkur látið freistast af auglýsingum, sem kom í útvarpinu, þar sem menn voru hvattir til að koma á Mela- völlinn til að horfa á góða knatt spyrnu í fallegu veðri!!, því hvor- ugt var til staðar. Framarar léku undan vindinum í fyrri hálfleik, og sóttu þá nær stanzlaust allan tímann. En Breiðabliksmenn gáfu þeirn ekk ert færi á að koinast í almenni- lega skotstöðu, og þau fáu skot þeirra sem komu í átt að marki, hittu ekki „ran.mann". Tvö þau beztu voru frá Kristni Jörunds- syni, sem skaut í stöngina að ut- anverðu og það síðara frá Arnari Guðlaugssyni, sem Ólafur Ilákon arson var'ði meist.aralega. Breiðabiiksmenn léku upp í vindinn og sagði einn þeirra við okkur á eftir að hann hefði oftast þurft að snúa höfðinu til að ná andanum. Þeir voru samt, eins og í fyrri leikjum sínum, ákveðnir og gáfu engin grið, þar sem knött urinn var, og þeir héldu út hálf leikinn án þess að gefa Fram færi á að skora. f síðari hálfleik kom það í hlut Fram að berjast gegn vindin um, og það gerðu leikmennirnir með miklum sóma. Fram var nefnilega betra liðið í þeim hálf leik ■— átti m. a. nokkur upphlaup sem voru nálægt því að ganga upp, t. d. þegar Arnar komst einn að marki og skaut þrumuskoti í stöng, og Erlendur átti einnig gott færi á að skora skömmu síðar. Leikaðferð Breiðabliks ■ var fólgin í því að sækja ekki of framarlega, heldur láta Framar ana koma, og reyna svo að senda knöttinn fram þegar búið var að dreifa úr varnarmúr þeirra. Þetta var viturlegt og það nægði þeim til sigurs í leiknum. Á 35. mín. þegar Fram var búiS að sækja nokkuð vel og lengi, kom stungubolti fram á Guðmund Þórðarson, sem lítið hafði gert annað í leiknum en að slá frá sér og puðast. Hann óð upp að marki og var ekki sýni leg mikil hætta á að hann gæti Hermann fer Klp-Reykjavík. Hinn kunni handknattlciks- og knattspyrnumaður úr Val, Her mann Gunnar son, mun ekki fara til Akureyrar og leika mcð 2. deildarliði KA i vetur, eins og við höf'ðum áður sagt frá. Hann mun verða áfram fyrir sunnan og að öllum líkindum skorað, því tveir menn voru með hann í takinu. En allt í einu rýk- ur Þorbergur Atlason markvörð ur Fram út úr mariknu og í átt að þeim, og skilur eftir markið galopið. Þetta sá Guðmundur og hann renndi knettinum fram hjá honum og alla leið inn. Síðustu metrana fauk knötturinn, því skot iö var laust og munaði engu að Jóni Péturssyni tækist að bjarga. Ekki er hægt að segja að þessi leikur hafi verið góður á einn eða annan hátt, um það sá veðr ið. Varla er heldur hægt að hrósa einstaka leikmönnum, því þeir gátu ekkert sýnt við aðstæðurn ar á vellinum. En ekki fór á milli mála að Fram var betra lið ið og átti sigurinn skilinn, þó hann félli Breiðabliki í skaut. Dómari leiksins var Ragnar Magnússon, og var hann ekki öfundsverður af að standa í dóm- gæzlu og því síður línuverðirnir, sem urðu að vaða polla í ökkla til að geta fylgzt með. Ragnar dæmdi leikinn vel. En hann hefði gert rétt í að neita að láta hann fara fram við þessar aðstæður, sem ekki voru boðlegar leikmönnum né 500 áhugasömum áhorfendum, sem þarna sýndu enn einu sinni dyggan stuðning við íþróttina. — klp. ekki norður leika með Val i 1. deildinni í handboltanum í vetur. Ástæðan fyrir því að hann hættir við, er sú, að hann ætlar að fara út í íbúðarkaup, en einnig hefur 1. deildarkeppninni í handboltan- um svo og tilkoma Óla B. Jóns sonar, sem þjálfara 1. deildarliðs Vals í knattspyrnu, haft sitt aS segja í þessu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.