Fréttablaðið - 06.02.2004, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 06.02.2004, Blaðsíða 39
Fréttiraf fólki 39FÖSTUDAGUR 6. febrúar 2004 ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Tottenham Hotspur. Frakkland. Kristinn H. Gunnarsson. 1 5 6 7 8 13 14 16 17 £5 18 2 3 11 9 1210 4 Hagfiskur Lyngási 12 - Garðabæ - S. 567 7033 www.hagfiskur.is BOLTAKJÚKLINGUR Tilboð 499 kr/kg Sent heim: Til stendur að endurreisarokksveitina Egó tímabundið á þessu ári. „Við erum búnir að vera tala um að gera þetta og þetta er í startholunum,“ viðurkennir Bubbi Morthens. „Ég veit þó ekkert hvað morgundagurinn ber í skauti sér.“ Bubbi segir málið vera á við- ræðustiginu og að að það sé vilji á meðal liðsmanna. Hann hefur greinilega borið þessa hugmynd í kollinum á sér í einhvern tíma. „Kannski myndum við taka eina tónleika um Verslunarmannahelg- ina. Síðan einhverja fimm aðra. Jafnvel eina í Laugardalshöll,“ segir Bubbi en leggur aftur áherslu á að ekki sé búið að negla neitt niður. „Við erum að skoða landið sem liggur. Ef úr þessu verður förum við að æfa í maí.“ Ekkert hefur verið ákveðið um það hvort sveitin ræðst í gerð nýs efnis á þessari stuttu endurvakn- ingu og segir Bubbi að lagavalið yrði aðallega af breiðskífunum klassísku, Ímynd og Breyttir tím- ar. Bergþór Morthens, gítarleikari og bróðir Bubba, virðist líka spenntur fyrir endurvakningunni. „Þetta var alveg brilliant tímabil og eitt af þeim skemmtilegri í lífi mínu,“ segir hann. „Ég lít hvorki á þetta tímabil með skömm né hrylling. Þetta var bara mjög skemmtilegt. Þessu hefur verið fleygt fram en ég veit ekki hvað hefur verið ákveðið endanlega.“ ■ Lárétt: 1 undirförull, 5 lyftist, 6 kvað, 7 sérhljóðar, 8 herbergi, 9 stór skepna, 10 varðandi, 12 fæða, 13 óhljóð, 15 tví- hljóði, 16 makar, 18 ungviði. Lóðrétt: 1 gírugar, 2 borg, 3 spil, 4 kartö- flutegund, 6 hrópa, 8 sáld, 11 samkoma, 14 ábreiða, 17 kyrrð. Lausn. Lárétt: 1grár, 5rís,6ku,7áó,8sal,9 fíll,10um,12ala,13gól,15au,16atar, 18kópa. Lóðrétt: 1gráðugar, 2ríó,3ás,4gullau- ga,6kalla,8sía,11mót,14lak,17ró. Tónlist EGÓ ■ Bubbi segir það á teikniborðinu að endurreisa rokksveitina Egó á þessu ári. EGÓ Ef guð lofar þá koma Egó-liðsmenn saman í ár og halda nokkra tónleika. Egó endurreist Miklar umræður hafa fariðfram á póstlista starfs- manna Háskóla Íslands um breyt- ingu á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Í gær ákvað Júlíus Sólnes, fyrrum umhverfisráðherra og núverandi prófessor í verkfræði, að blanda sér í umræðuna og deilir með öðrum þeirri skoðun að hætta sé á að breytingarnar hafi það í för með sér að ríkisstarfsmenn verði reknir fyrir pólitískar skoðanir sínar og segir að það sé ólíkt því sem gerist í einkageiranum. Sem dæmi segir hann að ef starfsmað- ur sé góður sé yfirmönnum hans væntanlega sama um hvað hann kýs eða hvort hann sé á móti Kárahnjúkavirkjun. „Ég er hins vegar hræddur um, að svo verði ekki með starfsmenn ríkisins.“ Í framhaldi af því veltir hann því fyrir sér hvort við séum að stefna inn í þjóðfélag í líkingu við Simbabve. Eins og þegar hefur veriðgreint frá verður nýjasta mynd Hrafns Gunnlaugssonar, Opinberun Hannesar, kynnt á sérstökum markaðssýningum í tengslum við Berlínarkvik- myndahátíðina. Hugmyndin mun þó ekki vera sú að markaðssetja myndina til almennra sýninga í kvikmyndahúsum þar sem hún verður kynnt til sögunnar sem myndband. Björgólfsfeðgar fjár- festu á sínum tíma í dreifingar- rétti myndarinnar í Þýskalandi, eins og frægt er orðið, og það verður fróðlegt að sjá hvort þeir fái eitthvað fyrir sinn snúð á þýska myndbandamarkaðnum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.