Tíminn - 02.06.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 02.06.1972, Blaðsíða 9
Föstudagur 2. júni 1972. TÍMINN 9 V Ctgefandi: Fra'msóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, |:;SS:Andrés Kristjánsson (ritstjórn Sunnudagsblaös Timans). Vuglýsingastjóri: Steingrimur Gislason,. Ritstjórnarskrif- stofur i Gdduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300-18306. Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiöslusími 12323 — auglýs- ingasimi 19523. Aörar skrifstofurrsimi 18300. Askriftargjald 225 krónur á mánuöi innan lands, i iausasölu 15 krónur ein- takið. Blaöaprent h.f. Rekstrarlánin verða að hafa forgangsrétt Á blaðamannafundi, sem bankastjórn Landsbankans hélt siðastl. þriðjudag, kom það m.a. fram, að bankarnir muni þurfa að gera sérstakar ráðstafanir til að hamla gegn of mik- illi útlánaaukningu á þessu ári. Tilraunir Seðla bankans og viðskiptabankanna til að hafa hemil á útlánum með samkomulagi sin á milli báru ekki tilætlaðan árangur á árunum 1970 og 1971. Nú hefur verið gert nýtt samkomulag milli Seðlabankans og viðskiptabankanna um nýjar aðferðir til að hamla gegn útlánaaukn- ingunni. Það var ljóst þegar á árinu 1970, að nauðsyn bæri til að draga úr lánaaukningu viðskipta- bankanna. Kom hér til hvorttveggja i senn, al- menn efnahagsleg rök og mikilvægi þess fyrir bankana sjálfa, að lausafjárstaða þeirra versnaði ekki um of. Var gert samkomulag um það milli Seðlabankans og viðskiptabankanna bæði árin 1970 og 1971 að stefna að þvi, að út- lánaaukningin færi ekki fram úr vissu marki. Hvorugt árið tókst að ná settum markmiðum, enda þótt samkomulagið hafi stuðlað að þvi að halda útlánaaukningunni i nokkrum skefjum. 1 skýrslum Landsbankans segir, að lausa- fjárstaða bankans hafi verið orðin mjög erfið um siðustu áramót. Hún hafi heldur batnað fyrstu mánuði þessa árs, en almennar horfur i efnahagsmálum bendi mjög eindregið til þess, að hún muni versna á siðari helmingi þess. Svipað mun gilda um aðra viðskiptabanka. Þeim er þvi nauðugur einn kostur að gæta ýtr- asta aðhalds i útlánum, enda hniga önnur al- menn efnahagsleg rök i þá sömu átt. Á blaðamannafundinum með bankastjórn Landsbankans kom fram, að bankinn myndi við framkvæmd aukinna útlánshamla, fyrst og fremst telja það skyldu sina að fullnægja þeirri auknu rekstrarfjárþörf, sem nú væri hjá sjávarútvegi, landbúnaði og iðnaði. Hinsvegar væri það skoðun bankastjórnarinnar, að verzlunin hefði meira svigrúm en aðrir at- vinnuvegir til að mæta þeim erfiðleikum, sem nú væri við að etja. Hún gæti dregið úr fram- kvæmdum, haft stjórn á birgðum o.s.frv. Undir það skal eindregið tekið hér, að rekstrarlán undirstöðuatvinnuveganna verða að hafa algeran forgangsrétt. Nýju iðnaðarlánin Áður nefndum blaðamannafundi Landsbank ans var það upplýst, að Seðlabankinn hafði óskað eftir, að viðskiptabankarnir tilnefndu fulltrúa i nefnd, sem ynni að undirbúningi hinna nýju iðnaðarvixla, sem keyptir verða út á framleiðsluvörur og birgðir og Seðlabankinn endurkaupir. Hér er um að ræða framkvæmd á hinum nýju lögum um veðtryggingu iðn- rekstrarlána, sem sett voru á siðasta Alþingi. Þess ber að vænta, að framkvæmd þeirra verði hraðað. Úr yfirlýsingu Nixons og ráðamanna Sovétríkjanna: Hagstæðir atburðir eru að gerast í Evrópu Lýst fulium stuðningi við sáttatilraunir Jarrings Að loknum fundum Nixons forseta og ráða- manna Sovétríkjanna vargefin út löng sovézk- bandarisk yfirlýsing. I inngangi hennar er vikið að gagnkvæmum sam- skiptum Bandaríkjanna og Sovétríkjanna og er þar aðallega vitnað i samninga þá, sem voru undirritaðir i Moskvu um takmörkun eld- flaugavopna, tækni- og vísindasamstarf, sam- skipti á sviði verzlunar- og efnahagsmála o.s. frv. I síðari hluta yfir lýsingarinnar er svo vik- ið að alþjóðamálum og afstöðu til annarra ríkja. Þykir rétt að birta þann kafla yfirlýsingarinnar hér, en hann hljóðar á þessa leið: Evrópa Við umræður um alþjóða- mál kom það fram hjá báðum aðiljum, að hagstæðir atburðir væru að gerast i Evrópu og að dregið hefði þar úr spennu. Með tilliti til mikilvægi þróunar mála i Evrópu, þar sem báðar heimsstyrjaldirnar áttu upptök sin, fyrir örlög heimsins og minnug þeirrar ábyrgðar og skuldbindinga, er þau deila með öðrum rikjum samkvæmt þar að lútandi sáttmálum, hyggjast Sovét- rikin og Bandarikin gera nýj- ar tilraunir til að tryggja Evrópu friðsamlega framtið, án spennu, kreppu og árekstra. Þau telja, að öll riki álfunnar skuli halda land- svæði sinu óskertu. Báðir aðiljar telja, að fjór- veldasamkomulagið um Vest- ur-Berlin frá 3ja sept. 1971 sé gott dæmi um árangursrika samvinnu hlutaðeigandi rikja. Framkvæmd þessa sam- komulags ásamt fleiri aðgerð- um mun að beggja dómi bæta enn ástandið i Evrópu og stuðla að nauðsynlegu trausti milli rikja. Báðir aðiljar fagna sam- komul. milli SSSR og Vest ur-Þýzkalands frá 12. ágúst 1970. Þeir benda á mikilvægi þessa samnings og annarra nýgerðra sáttmála milli rikja i Evrópu fyrir aukinn trúnað og samvinnu milli rikja álfunnar. SSSRog USA eru fú$ til að leggja fram sinn skerf til þeirrar jákvæðu þróunar, sem á sér stað i Evrópu i átt til ósvikinnar slökunar og efling- ar friðsamlegrar sambúðar milli Evrópurikja á grundvelli óskerts landsvæðis, friðhelgi landamæra, sjálfstæðis, full- komins jafnréttis, banns við ihlutun i innanrikismál, vald- beitingu og hótunum um vald- beitingu. SSSR og USA eru á einu máli um, að marghliða samráð til undirbúnings ráðstefnu Evrópurikja um öryggis- og samstarfsmál mætti hefja að lokinni endanlegri undirritun samkomulagsins frá 3ja september 1971. Stjórnir beggja landanna eru sammála um, að vel þurfi að vanda til þessarar ráð- stefnu til að hún geti tekið til raunhæfrar meðferðar prakt- isk vandamál öryggis og sam- vinnu og þar með stuðlað að þvi að eyða stig af stigi þeim orsökum, er leitt hafa til spennu i álfunni. Þessa ráð- stefnu ber að kveðja saman innan ákveðins tima, er hlutaðeigandi riki koma sér saman um, en án óþarfa tafa. Aðiljar lita svo á, að stöðug- leika og öryggi i Evrópu mundi verða hagur að gagn- kvæmum niðurskurði herafla og herbúnaðar, einkum i Mið- Evrópu. Ekkert samkomulag um þetta atriði má skerða öryggi neins aðilja. Ná þarf viðeigandi samkomulagi milli hlutaðeigandi rikja svo fljótt sem frekast er unnt, um hversu haga skuli viðræðum um þetta atriði á sérstökum vettvangi. Nálægari Austurlönd Baðir aðiljar skýrðu sjónar- mið sin i þessu máli. Þeir árétta stuðning sinn við frið- samlega lausn fyrir botni Mið- jarðarhafs i samræmi við 242. ályktun Oryggisráðsins. Með tilliti til mikilvægis já- kvæðs samstarfs hlutaðeig- andi aðilja við sérstakan er- indreka aðalritara SÞ, Jarr- ing, itreka Sovétrikin og Bandarikin vilja sinn til að leggja sinn skerf til, að erind- rekstur hans beri árangur og lýsa sig einnig fús til að gera sitt til, að friðsamleg lausn ná- ist i Austurl. nær. Að dómi SSSR og USA mundi slik lausn opna nýja möguleika á þvi að koma ástandinu fyrir botni Miðjarðarhafs i eðlilegt horf og gera það m.a. kleift að huga að frekari ráðstöfunum til að draga úr hernaðar- ástandinu á þessu svæði. Indókina Hvor aðili um sig túlkaði viðhorf sin til styrjaldarinnar i Vietnam og ástandsins i Indó- kina i heild. Sovétrikin áréttuðu sam- stöðu sina með réttlátri bar- áttu þjóða Vietnam, Laos og Kambodju fyrir frelsi, sjálf- stæði og félagslegum framför- um. Þau styðja einarðlega til- lögur Norður-Vietnams og Suður-Vietnamlýðveldisins, sem eru raunhæfur og upp- byggjandi grundvöllur til lausnar Vietnamvandamáls- ins, og beita sér fyrir þvi, að loftárásum á Norður-Vietnam verði hætt, fyrir skilyrðislaus- um brottflutningi alls herliðs Bandarikjanna og banda- manna þeirra frá Suður-Viet- nam til að þjóðir Indókina fái tækifæri til að ákveða sjálfar örlög sin án nokkurrar utan- aðkomandi ihlutunar. Bandarikjamenn lýstu þvi yfir, að að þeirra dómi væri fljótvirkasta og árangursrik- asta aðferðin til að ná téðum markmiðum viðræður,' er leiddu til þess, að allir banda- riskir fangar á þessu svæði fengju að snúa heim, vopnahlé i öllu Indókina undir alþjóð- legu eftirliti og siðan brott- flutningur alls bandarisks herliðs i Suður-Vietnam á fjórum mánuðum, og skyldu þá þjóðir Indókina leysa sjálf- ar pólitisk ágreiningsmál. Bandarikin lýstu sig fús til að hefja alvarlegar viðræður við Norður-Vietnama til að finna lausn á striðinu i Indó- kina, er réttlát mætti teljast fyrir alla aðilja. Afvopnunarmál Aðiljar skýrðu viðhorf sin varðandi takmarkanir á vig- búnaði og afvopnun, og tóku fram, að sameiginlegar eða samræmdar aðgerðir þeirra hafi stuðlað á margan hátt að samningum, er gerðir hafa verið á siðustu árum og tak- marka vigbúnaðarkapphlaup- ið eða banna ýmsar hættuleg- ustu tegundir vopna. Ennfremur er tekið fram, að flest riki heims hafi tekið þessum samningum með fögnuði og gerzt aðiljar að þeim. Sem mikilvæga aðgerð i af- vopnunarmálum telja aðiljar sáttmáiann um bann við gerð, framleiðslu og birgðasöfnun sýkla- og eiturvopna og um eyðileggingu þeirra, en þau ásamt Bretlandi eru þau riki, sem yfir slikum vopnum hafa að ráða. Þessi sáttmáli var nýlega gerður öllum rikjum frjáls til undirritunar. SSSR og USA munu halda áfram viðleitni sinni til að koma á al- þjóðlegu samkomulagi um kemisk vopn. Vegna nauðsynjar þess að taka tillit til hagsmuna örygg- is beggja rikja á grundvelli jafnræðis og án þess að skerða öryggi annarra landa, munu SSSR og USA taka virkan þátt i samningum um frekari að- gerðir til að stemma stigu við og stöðva vigbúnaðarkapp- hlaupið. Lokatakmarkið er al- menn og alger afvopnun, er nái einnig til kjarnavopna, undir ströngu alþjóðlegu eftir- liti. Það gæti gegnt jákvæðu hlutverki i þessum efnum ef kvödd yrði saman i fyllingu timans alþjóðaráðstefna um afvopnun. Efling SÞ Aðiljar munu leitast við að auka áhrifavald SÞ á grund- velli þess, að virða stofnskrá þeirra i einu og öllu. Þeir lita á SÞ sem tæki til að varðveita frið og öryggi i heiminum, koma i veg fyrir átök og efla alþjóðlega samvinnu. Þeir munu þvi gera allar nauðsyn- legar ráðstafanir til að styðja viðleitni SÞ til að varðveita friðinn. Aðiljar taka skýrt fram, að samkomulagi þvi og samning- um, er náðust i viðræðunum i Moskvu, sem og eðli og inntaki viðræðnanna, sé á engan hátt beint gegn einum né neinum. Báðir aðiljar viðurkenna hlut- verk, ábyrgð og sérstöðu ann- arra hlutaðeigandi rikja og virða gildandi alþjóðlegar skuldbindingar og samninga og meginreglur og markmið stofnskrá SÞ. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.