Tíminn - 02.06.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 02.06.1972, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Föstudagur 2. júni 1972. Föstudagur 2. júni 1972. TÍMINN „Hliö hcimsins" — Aöaljárnbrautarstöö Hamborgar Svo furðulegt sem það má annars þykja, skrifa fáir ferðamenn um Hamborg. En fáar munu þær borgir, sem fleiri koma til árlega. Flestir hafa þar þó litla eða enga viðdvöl, skipta að- eins um skip, lest eða þotu. Það er þvi ekki út i bláinn, að þessi mikla borg við mynni Elfar (Elben) hefur verið nefnd ,,Hlið heimsins,” og er enn i daglegu tali kölluð hlið Evrópu, meginlands þess. Alla daga og mikinn hluta hverrar nætur streyma þúsund- irnar og milljónirnar gegnum Hauptbahnhof, en það er aðal- járnbrautarsöðin, fyrir nú utan alla þá, sem koma og fara með flugvélum og skipum. En það er eins og enginn megi eða vilji stanza lengur en brýnasta nauð- syn krefur i þessu mikla hliði. Þetta gæti samt gjarnan verið á annan veg. Hamborg er merki- legur staður fyrir margra hluta sakir, ein af mestu verzlunar- borgum Evrópu og álfunnar helzta hafnarborg, sögufrægog sjálfstætt viðskiptariki á miðöld- um. I nágrannalöndum, t.d. Noregi og Danmörku, eru heil borgar- hverfi og götur við hana kennd. Og jafnvel hér norður á tslandi lét hún sig ekki án vitnisburðar i verzlun, viðskiptum og trúmál- um, sem helzta verzlunarsetur á vesturhveli jarðar og hefðarstóll erkibiskupa og andlegra preláta og pótentáta. Enn i dag er Hamborg stórbrot- in og köld við fyrstu sýn, með há- um turnum og gráum, gömlum byggingum, borg andstæðna og óhreininda, hraða og glaums, sem minnir mest á New-York, ekki sizt i nánd við höfnina. En þar leynast einnig friðsælir gróðurreitir, fallegir garðar og grænar lendur. Og helzta ósk fjöl- margra borgarbúa felst i þeirri frómu ósk, sem birtist i yfirskrift og einkunnarorðum æskulýðs- og hugsjónamanna þar, orðunum: „Gerum Hamborg græna”. En þaö eru samtök, sem berjast gegn eitrun og mengun stórborgalifs- ins og vinna með öflum vors og gróandi lifs. Talið er,að Hamborg hafi upp- haflega verið byggð sem vigi á dögum Karls mikla, sem uppi var um 800 f. Kr. Og þetta var vigi við mynni Elfar gegn innrásum Slava, og kennt við skóginn, sem þarna var og hét Hamme. Arið 811 lét Karl k'eisari reisa kirkju eina mikla á þessum slóð- um, og segja má, að siðan eigi borgin við Elfi óslitna merka sögu allt fram á þennan dag. Og þaðan breiddist kristnin út til nágrennis og Norðurlanda, og þar varð eins og áður er að vikið erkibiskups- setur eitt hið fyrsta i Evrópu norðanverðri. Hvað eftir annað og i fyrsta sinni 845 var Hamborg rænd og brennd og aðrar borgir áttu að taka við af henni. En hún reis allt- af úr eldinum öflugri en fyrr. Og seint á 12. öld hefst veldi hennar sem einnar helztu verzlunarborg- ar Evrópu. Hún verður þá þegar, það sem kalla mætti og nefnt var „Hlið heimsins” fyrir Norður- lönd, auk þess sem „Ráðið”, það er þing Hamborgar, aflaði henni valds og virðingar um álfuna alla. En það vald jókst enn meira við samtök hennar við fleiri borgir þarna á norðurströnd þýzka- lands, sem mynduðu hið svo- nefnda Hansasamband. Og á 16. öld var Hamborg frjálst og full- valda þjóðriki. Þótt siðar gengi á ýmsu fyrir Hamborg, var hún alltaf meðal helztu staða Þýzkalands og slapp raunar stundum vegna sérstöðu og sjálfræðis framhjá vandræð- um þess. En frá 1871 er hún og hefur verið óaðskiljanlegur hluti þýzka veldisins. 1 siðari heimsstyrjöldinni var hún „bombarderuð” miskunnar- laust, og yfir 50 þúsundir borgar- búa fórust i látlausum loftárás- um. Nú hefur hún náð sér að mestu og gert að sárum sinum fyrir 300 þús. milljónir þýzkra marka og telur nú um tvær milljónir ibúa og hefur auk þess innlimað nágrannaborgir. Sá staður, sem flestir hafa séð i Hamborg nútimans, er Aöal- brautarstöðin — Hauptbahnhof —, hliðið sjálft. En þaðan liggur leið margra til frægustu götu og frægasta hverfis borgarinnar. Það stræti heitir Reeperbahnen og hverfið heitir St. Pauli, kennt viö sjálfan sankti Pál. Það er i nánd við höfnina og er eitt þekkt- asta hverfi skemmtana, nautna og skefjalausra ásta i viðri ver- öld. Hvergi er meiri kvendýrkun, ef svo mætti segja. Hvarvetna blasa við myndir af allsnöktu kvenfólki við dyr og gættir, ungir menn hrópa um ágæti sinna skemmti- staða og koma jafnvel þjótandi út á strætið taka undir arm vegfar- and og hvetja hann með brosi og bliðmælum til að lita inn. Og láti komumaður að orðum þeirra og gægist bak við dyratjöldin, sem hanga fyrir opnum húsdyrum, grillir i djúpu rökkri og rauðum, döprum ljósglórum á blikandi augu kvenna, sem risa upp af mjúkum hægindum i krókum og kimum óræðrar vistarveru. Hvað gerist þegar inn er komið verður ekki sagt, en margur kom þar auðugur en fór þaðan fátækur, svo einhverju er fórnað við fót- skör og altari þessara fögru kvenna. Vart mun dýrkun sú, sem þeim er veitt, vera ódýrari dýrk un annarra guða. Fleiri staðir eru forvitnilegir i Hamborg en Reeperbahnen i St. Pauli- hverfinu. Hamborg á marga næturklúbba og spilaviti, danshallir og drykkjustofur. Og þar er drukkið fast, svo að sumir gestannaskiljavit sitt eftir, ganga meira eða minna naktir út á strætin og hafa það til að gera Reeperbahnen að rekkju sinni, svo að bifreiðastjórar og aðrir vinnandi vegfarendur verða að draga þá upp á gangstéttir, þar sem betri ró gefst til svefns, unz lögregluverðir bisa þeim inn i vagna sina. Sums staðar sofna og sofa gestirnir oft, bæði karlar og konur, á bekkjum ölstofanna, unz þeir vakna eftir væran dúr og er veittur hrokaður, djúpur diskur af soðnum baunum og hefja svo drykkju við „barinn” á nýjan 'leík. En Hamborg á lika annað andlit. Hún á stilhreinar og stór- fagrar kirkjur, einn fjölskrúðug- asta urtagarð, þar sem lækir og gosbrunnar seitla ljúfum nið eins og langt uppi i öræfum Islands. Og þar er meira að segja islenzkt blóðberg og ilmandi brönugrös i sinu rétta, en þó af höndum gjörða umhverfi, en þetta er Planten-und Blumen garðurinn. Og hún á höfn, þar sem skip frá öllum löndum heims koma og fara, kveðja og fara, kveðja og heilsa hljóð og hátiðleg. Og hún á stórt vatn eða lón þar sem litlar skemmtisnekkjur með fannhvit- um seglum þreyta kapp i hægum vestanblæ, þar sem kvöldsólin gyllir ofursmáar öldur við kjölrák dugganna. En söngvar unga fólksins i bátunum blandast ljúfu hvisli golunnar i greinum tjánna handan breiðgötunnar, sem ligg- ur meðfram ióninu og flytur fjölda bifreiða með forvitnum áhorfendum. Og ekki ætti að gleyma öllum gömlu og öðrum endurbyggðu kirkjunum, P é t ursk irk ju , Katrinarkirkju, Jakobskirkju, eða hvað þeir nú heita allir þessir turnkrýndu helgidómar, sem setja svip á þessa söguriku og syndugu borg og minna á upphaf hennar i óskum og draumum Karls mikla. Og þá má ekki gleyma, að það eru einmitt þessar kirkjur, sem hverfi borgarinnar eru kennd við. Það er tákn aldagamallar trú- rækni. En ofar öllum þessum turnum er Nikulásarturninn, sem á nú raunar engan helgidóm framar að fótum sér. Nikulásarkirkjan i Hamborg stóð á hæsta sjónarhóli borgarinnar i gotneskum stil. Hún eyöilagðist i eldsvoða 1842, en þá eyddist meginhluti gömlu borgarinnar, sem heitir i daglegu tali Der Altstadt. Nú er þessi fagri og tignarlegi turn sem minnismerki fornrar frægðar án kirkju og klukknaspils. Nú siðast eftir eyðileggingu i siðari heims- styrjöld og enn nýja endurbygg- ingu, er Nikulásarturninn tákn þess, að aldrei verði Hamborg svo langt leidd af hönd örlaganna, að hún risi ekki úr rústum að nýju, og ásamt ráðhústurninum er hann einn sterkasti dráttur i ásjónu Hamborgar. Og að lokum, hvernig er fólkið, sem nú byggir þessa borg járn- veldis og járnkanslara hins vold- uga Vestur-Þýzkalands. Fegurð og veldi kvenfólksins eru að nokkru gerð skil viö Reep- erbahn. En iturvaxna Prússa . ■ Hamborg viö höfnina Hamborgar getur þú hitt á ein- hverri ölstofu i hljóölátu stræti, þar sem góðborgarar masa yfir glasi af þýzkum bjór eöa sætu Rinarvini á siðkvöldum. Og jafn- vel þótt þýzkan þin sé ekki æfð daglega til viðræðna, er ekkert liklegra en einhver þessara myndarlegu manna strjúki af sér allan þótta, setjist hjá þér við borðið þitt úti i horni og spyrji um land þitt og þjóð. Og af þvi að þú ert fslendingur er liklegt, aö hann finni út, að einhver Hansa- kaupmanna, sem var afi hans eða langafi, hafi haft viðskipti við ein- hvern viröulegan höfðingja þessa eylands noröur i höfum. Og eftir það þarftu ekki að börga drykk þinn framar þetta kvöldið, þú ert kominn undir verndarvæng þýzk- rar gestrisni höföingjanna i Ham- borg. Og eftir nokkur glös tæmd við borðið er þér boðiö heim i stofu Hamborgarbúans og leiddur að borði meö fljótmatreiddum réttum, boðið til hvilu, en vakinn i þann mund, sem lestin þin á hæfi- legan tima til brottfarar. Heimamaðurinn leiöir þig gegn um fallegan trjágarð, sem er i dá- litilli fjarlægð frá húsinu hans. Þar rikir yfirjarðneskur friður moguns yfir lognkyrru vatni, þar sem endur og svanir synda eins þögui og hverfandi skuggar næturinnar fyrir geislum sólar hins komandi dags, sem gægist gegnum greinar trjánna ofar fjarlægum hæðum. Er þetta draumur eöa einhver paradis ofar hversdagslegri til- veru? Nei, það er morgunn, sólaruppkoma i Hamborg — Hliði heimsins, syndugri stórborg i góðvild og gestrisni eins af henn- ar sonum, sem jafnvel þar tekst að færa himin friðarins niður á friðvana jörð. Svona er Hamborg, borgin við Elfina. BOBnOB Gerður Steinþórsdóttir: Starfsfræðsla í nútímaþjóðfélagi A borgarstjórnarfundi þann 18. mai 1972 fluttu borgarfulltrúar Framsóknarflokksins svohljoð- andi tiilögu: I. Borgarstjórn Reykjavikur sam- þykkir að beina þvi til mennta- málaráðuneytisins, að hið fyrsta verði komið á fót innan fræðslu- kerfisins miðstöð, sem annist eft- irgreind verkefni: a) Söfnun upplýsinga um starfs- greinaskiptingu i þjóðfélaginu og kröfur þær, sem gerðar eru til fólks i hinum ýmsu störfum. b) Aætlanagerðum vinnuaflsþörf ýmissa starfsgreina, og verði þar bæði um langtimaáætlanir aö ræða og til skemmri tima. c) Leiðbeiningar um starfsval. Miðstöðin starfi i nánum tengsl- um við samtök atvinnuveganna og Háskóla Islands. Hún miðli upplýsingum til skóla, einstak- linga og annarra, sem áhuga hafa á þessum málum. II. Meðan rikisvaldið hefur ekki komið á fót starfsemi sem að framan greinir, leggur borgar- stjórnin enn frekari áherzlu á, að aukin verði starfsfræðsla, kynn- ingar- og leiðbeiningastörf fyrir unglinga i skóium Ileykjavikur- borgar. Felur borgarstjórnin fræðsluráði að sjá svo um, að þessi þáttur skólastarfsins veröi ekki vanræktur. Var tillagan samþykkt sam- hljóöa, ásamt viðaukatillögu frá Kristjáni J. Gunnarssyni, borgar- fuiltrúa Sjálfstæðisflokksins. A fundinum flutti ég framsögu- ræðu meö tillögunni, og fer hún hér á eftir. Breyttþjóðfélag Hvers vegna er þörf á upp- lýsingasöfnun um störf i þjóðfé- laginu? Svo sem kunnugt er, bauð hið kyrrstæöa, fábrotna bænda- þjóðfélag litið val eða sérhæfingu i störfum. Meö myndun bæja og kaupstaða hefst nýr kapituli i þjóðarsögunni, sem margir hafa kennt við byltingu og óþarft er að rekja hér. En i nútimaþjóðfélagi skapast stöðugt nýjar þarfir, tæknin vex, þjóðfélagið tekur sifelldum breytingum og verður æ flóknara. Um störfin er það að segja, að ný koma fram á sjónar- sviöið, hin eldri taka breytingum eða hverfa. Kröfur um sérþekk- ingu verða stööugt meiri, og þörf fyrirófaglært verkafólk minnkar. Af þessu leiöir, að erfiðara verður fyrir unglinga að fá nauð- syniega yfirsýn yfir þá mögu- leika, sem fyrir hendi eru, og mörgum verður vandrötuð leiðin úrskólunum út i atvinnulifiö. Við þetta bætist, að margir eru van- þroska þegar að starfsvali kemur. Einnig hafa unglingar ólj- ósar eða rangar hugmyndir um þær kröfur, sem gerðar eru til fólks i hinum ýmsu störfum, ekki aöeins um menntun, heldur og lundarfac ábyrgð o.s.frv. Hér ætti fræðsla i skólum landsins að koma til, fræðsla um starfsgrein- ar og aðstoð við aö meta hæfileika og áhugasvið hvers einstaklings. Slik aðstoð ætti að hjálpa til aö leggja grundvöll að starfsvali og getur orðið mörgum leiðarljós. Aldrei fyrr hafa hæfileikar manna getað ráðið meira um starfsval en einmitt nú. Ég vil geta þess, að ekki einungis ungl- íngar innan tvitugsaldurs vaða reyk i þessum efnum, heldur eru lika mörg dæmi þess i Háskóla íslands, að stúdentar eyði nokkrum árum i það að fara úr einni deild i aðra i von um að finna eitthvað við sitt hæfi. Ef þetta unga fólk hefði gert sér grein fyrir hæfileikum sinum og eðli væntanlegs starfs, væri þaö betur á vegi statt. Söfnun upplýsinga Ég hef hér að framan lagt áherzlu á, að það eigi að búa unga fólkið undir starfsval með þvi að kynna sem bezt hvaða möguleik- ar eru fyrir hendi. En til þess að svo verði, þarf ákveðinn aðila, sem stöðugt safnar upplýsingum um starfsgreinaskiptingu og þau störf, sem þjóðfélagið hefur að bjóða og er i þörf fyrir hverju sinni: hvaða menntunar sé krafizt, hvaða eiginleikar séu æskilegir o.s.frv. Mikill fengur Gerður Steinþórsdóttir væri að þvi, að slikar upplýsingar væru aðgengilegar á einum stað. Þaðan verði þeim miðlað til þeirra, sem áhuga hafa. Á slikan stað á fólk á öllum aldri að geta leitað til að fá upplýsingar og að- stoð. Þörf þjóðfélagsins Þá er komið að b-lið tillögunn- ar. Það er ekki nóg að hafa upp- i lýsingar um ýmis störf, heldur þarf einnig að áætla um þörf þjóð- félagsins fyrir þau. Leiðbeiningar um starfsval veröa aö hafa hliö- sjón af henni. Slik áætlun þarf stöðugt að vera i endurskoðun. 1 þessu sambandi langar mig að vitna I alþjóðlega yfirlýsingu frá 1949 um meginmarkmið starfs- fræðslu. Þar segir svo: „Með orð- inu „starfsfræðsla” er átt við þá hjálp, sem veitt er einstaklingi til að auövelda honum val ævistarfs og val menntunar með hliösjón af þeim atvinnumöguleikum, sem til staðar eru...Starfsfræðsla er grundvölluð á frjálsu starfsvali. Aðalmarkmið hennar er að gefa hverjum einstakling sem bezt tækifæri til að þroskast og öðlast starfsgleði, en taka samtimis til- lit til nýtingar vinnuafls þjóðar- innar...Stöðugt er þörf fyrir starfsfræðslu, byggða á sömu grundvallaratriðum, hver sem aldur þeirra er sem hennar njóta. Starfsfræðslan stuðlar að aukinni farsæld allra þjóðfélagsþegna og framþróun þjóðanna”. Hér á landi þyrfti að koma á áætlanagerð um vinnuaflsþörf til lengri og skemmri tima. Rikis- valdiö verður að gera sér grein fyrir þörfum sinum og til hvaða starfa það er að mennta fólk. Hér hefur vissulega ráðið handahóf i þessum efnum. Afleiðingin er sú, að i sumum störfum er framboð meira en eftirspurn, en annars staðar skortir vinnuafl. Með áætlanagerð og upplýsingastarf- semi getur rikisvaldiö beint straumnum i þá farvegi þar sem þörfin er mest. Fæstir hafa svo afmarkaða hæfileika, að þeim henti aðeins eitt starf. Hins vegar eru hæfileikar manna bundnir við ákveðin svið, til dæmis verzlunar- , uppeldis- eða tæknisvið, svo að nokkuð sé nefnt. Skylt er að benda fólki á möguleikana og hvar þörfin er brýnust. Siöan er valið i höndum hvers einstaklings. Einstaklingsbundin leiðsögn Næst vik ég að c-lið tillögunnar. Aöur hef ég minnzt á, að skólarnir eigi að veita undirstöðufræðslu um störf i þjóðfélaginu. Einnig geta fjölmiðlar hjálpað hér til, til að mynda sjónvarpið með gerð fræðslumynda um atvinnuvegina. Engu að siður mun alltaf vera þörf fyrir einstaklingsbundna leiðsögn. Nemandi flosnar upp úr námi. Hvert á hann að leita? Þörfin minnkar fyrir ófaglært fólk. Hvert á það að snúa sér? Húsmæður, sem ekki hafa sér- menntun eða þurfa endurhæf- ingar viö, vilja fara út i atvinnu- lifið að nýju. Hvert eiga þær að snúa sér? Er það ekki verkefni opinberra aðila aö koma til móts við þetta fólk? Þeim ófaglæröu þarf að leiðbeina um val nýs starfs og halda námskeið. Her erum viö komin að fullorðins- menntun eða simenntun, sem svo er nefnd. Hún felur i sér þann skilning, að fólk verði stöðugt að tileinka sér nýja þekkingu við breyttar aðstæður. Við þurfum jafnvel i náinni framtið að búast við þvi aö skipta einu sinni eða oftar um starf, og hefja undirbún- ingsmenntun að nýju starfi. Leið- beiningar um starfsval með hliðsjón af fyrri menntun, störf- um, áhugasviðum og þjóðfélags- legri þörf, ættu hér aö hjálpa mikið. Starfsemin skipulögð Eins og sjá má af þvi, sem hér hefur verið sagt, þyrfti miðstöð sem þessi að starfa i nánum tengslum við samtök atvinnuveg- anna. Einnig gæti Háskóli tslands unnið að ýmsum gagnlegum athugunum, sérstaklega félags- fræðideildin og e.t.v. viðskipta- deild. Æskilegt er, að fljótlega verði ráðinn starfsmaður til að skipuleggja starfsemi slikrar miðstöðvar, og fengi hann siðan aðstoðarmenn, eftir þvi sem hæfir starfskraftar fengjust og miðstöðinni yxi fiskur um hrygg. Þess mun ekki langt að biða, að starfskraftar fáist, þar sem kennsla i félagsfræði og sálar- fræði er hafin i háskólanum. I Danmörku sér 16 manna ráð um framkvæmd starfsfræöslunn- ar, skipað fulltrúum frá atvinnu- og fræðslumálaráðuneyti, vinnu- veitendum, launþegum og sam- tökum kennara. Arið 1963 starfaði 71 ráðunautur við starfsfræðsl- una. I Sviþjóðsjá þrjár deildir um framkvæmd fræðslunnar.Sér ein deildin um stjórnunar- og skipu- lagsmál, ásamt málefnum, sem snerta skólana, önnur deildin sér um útgáfustarfsemi og upp- lýsingaþjónustu, og hin þriðja gerir áætlun um vinnuaflsþörf o.fl. í skipulagi þessara mála hér getum við stuðzt við reynslu ná- grannaþjóðanna, þótt vitanlega verði að sniða sér stakk eftir vexti i þessu sem öðru. Starfsfræðsla verði efld. Þá vil ég vikja að öðrum lið til- lögunnar. Meðan ekki hefur verið komið á fót miðstöð þeirri, sem tillagan gerir ráð fyrir, leggjum við áherzlu á,að efld veröi starfs- fræðsla i skólum Reykjavikur- borgar. Er þvi ekki úr vegi að rifja upp.hvað gert hefur veriö i þessum efnum hér á landi. Ólafur Gunnarsson sálfræð- ingur var sá maður, sem fyrstur vakti athygli á gildi starfs- fræðslu. Arið 1951 var hann ráð- inn starfsmaður Reykjavikur- borgar við starfsvalsleiðbein- ingar, hæfnipróf o.fl. Einnig skipulagði hann fyrstu starfs- fræðsludaga i skólum og gaf út bæklinginn „Hvað viltu veröa?” 1954. Við þetta starfaði Ólafur i rúman áratug. Starfsfræðsla var sett á náms- skrá annars bekkjar gagnfræöa- stigs árið 1960, og fimm árum siðar var ákveðiö i reglugerö, aö starfsfræösla og leiðbeiningar um náms- og stööuval færi fram i fyrsta og öðrum bekk gagnfræöa- skóla I nánum tengslum við félagsfræði og þann þátt landa- fræði, sem lyti að atvinnuvegum landsmanna. Slik fræösla getur ekki oröið markviss nema til sékennslubók i aðgengilegu formi. Þvi var þaö, að Stefán 01. Jónsson, sem þá hafði verið settur starfsfræðslu- námsstjóri, og Kristinn Björns- son sálfræöingur tóku saman bók- ina,,Starfsfræði" áriö 1966. Er bókin i mjög samþjöppuöu formi og fjallar um atvinnuþróun á Islandi, helztu starfsgreinaskipt- ingu, námsbrautir o.fl. Mikill fengur er að þessari bók, en hún þarf vitanlega stöðugrar endur- skoöunar við. Nokkur misbrestur mun vera á þvi,að hún sé kennd sem skyldi, enda fellur efni henn- ar inn i nám I félagsfræði, og mun áhugi hvers kennara að mestu ráða þvi, hver hlutur starfsfræö- innar er. 1 Sviþjóð er kennurum, sem sjá um starfsfræðslu, gert aö sækja sex mánaða námskeið, þar sem einkum er lögð áherzla á sál- arfræði, kynningu atvinnulifs, og kennsluaöferöir við starfs- fræðslu. Hér á landi hafa fjögur námskeið verið haldin, hið fyrsta 1963 og stóð i tiu daga. En betur má ef duga skal. óveruleg starfsemi Eins og nú er málum háttað, er starfsfræðsla óveruleg i skólum landsins. Hægt er að fá upp- lýsingar um nám og námsbrautir á fræðsluskrifstofunni, en þar eru engar upplýsingar að fá um störf eða starfsmöguleika. Starfs- fræðsludagar hafa verið felldir niður, nema i æðri skólum, enda mun það álit margra, að þeir séu gagnslitlir án undirstöðuþekk- ingar, og geti jafnvel orsakaö ótimabærar ákvarðanir vegna sefjunar eða skyndihrifningar. Nú er svo komiö, að enginn fastur starfsmaður vinnur við skipulagningu starfsfræðslu eða leiðbeiningar um starfsval. Stefán ól. Jónsson, sem kunn- ugastur er þessum efnum hér, hefur ekki getað einbeitt sér að þeim. Stóöu þó vonir til að svo yröi, enda var hann til þess studd- ur, og kynnti sér meöal annars framkvæmd starfsfræðslu á Norðurlöndum veturinn 1963-’64. Að endingu vil ég leggja áherzlu á þann vilja okkar, flutningsmanna þessarar tiilögu, aö hreyfing komist á framkvæmd þessara þýöingarmiklu mála. Hefja verður markvissa söfnun gagna um atvinnulif þjóðarinnar og einstakar starfsgreinar, og þær kröfur, sem geröar eru um undirbúningsmenntun i hverju starfi. Við lifum i örsmáu sam- félagi, þar sem hver einstakl- ingur er miklu dýrmætari en meðal stórþjóða. Við megum ekki við því, að neinir starfskraftar fari til spillis. Hver maður þarf að eiga kost á þvi starfi þar sem hæfileikar hans njóta sin bezt. Sú aðstoð, sem gert er ráð fyrir i tillögunni, ætti þvi að koma að miklum notum og stuðla að meiri farsæld einstaklinga sem þjóðf- élagsins alls.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.