Fréttablaðið - 03.06.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 03.06.2004, Blaðsíða 48
36 3. júní 2004 FIMMTUDAGUR KUERTEN GRETTINN Brasilíski tenniskappinn Gustavo Kuerten grettir sig hér eftir tap gegn Argentínu- manninum David Nalbandian í 8 liða úrsli- tum Opna franska mótsins í tennis. TENNIS Vill sjá meiri samvinnu hjá Everton og Liverpool: Með sama heimavöll FÓTBOLTI Trevor Birch, nýr fram- kvæmdastjóri enska úrvalsdeild- arliðsins Everton, segir að félagið þurfi að deila heimavelli með ná- grönnunum úr Liverpool ætli fé- lagið sér að komast aftur í hóp bestu knattspyrnuliða Englands en liðið hefur átt í basli undan- farin ár og oftar en ekki verið í neðri hluta deildarinnar. Fyrrnefndur Birch trúir því að félagið þurfi að brjóta á bak aftur 112 ára hefð og yfirgefa Goodison Park eigi það að breytast en völl- urinn tekur aðeins 40 þúsund manns. Það þykir Birch ekki næg- anlegt til að keppa við lið eins og Manchester United, Arsenal, Chelsea og svo auðvitað nágrann- ana og erkifjendurnar í Liverpool. Borgaryfirvöld í Liverpool hafa tekið vel í að setja peninga í nýjan völl fyrir bæði liðin en Liverpool er þegar komið vel af stað í því byggja nýjan leikvang sem á að vera tilbúinn 2006. Everton lék á Anfield á árunum í kringum 1880 en flutti sig yfir á Goodison Park 1892 eftir rifildi við landeigendur. Umræddir land- eigendur brugðu þá á það ráð að stofna nýtt félag, Liverpool. Það má því sjá að allt frá fyrs- ta degi hafa félögin skipað sér í andstæðar fylkingar en nú er að sjá hvort þau sameinist í framtíð- inni á nýjum glæsilegum leik- vangi. ■ Varinn fyrir Charlotte Bobcats Staða Jóns Arnórs hjá Dallas Mavericks virðist traust þar sem hann fer ekki í pottinn sem nýja liðið í NBA-deildinni getur valið sér leikmenn úr. KÖRFUBOLTI Jón Arnór Stefánsson, leikmaður Dallas Mavericks í NBA-deildinni, virðist vera nokk- uð fastur í sessi hjá liðinu þrátt fyrir að hafa ekki spilað einn ein- asta leik á tímabilinu. Félagið ætl- ar sér að verja Jón Arnór fyrir nýja liðinu sem kemur inn í deild- ina á næsta keppnistímabili, Charlotte Bobcats. Þannig er mál með vexti að þegar ný lið koma inn í deildina geta þau valið sér ákveðna leik- menn úr hinum liðum deildarinn- ar eftir að þau eru búin að skila inn leikmannalista til stjórnar NBA-deildarinnar. Á listanum er oftast um að ræða leikmenn sem einhverra hluta vegna mega missa sín, frammistöðunnar vegna, launa eða annarra þátta. Þannig byggja nýju liðin sig upp auk þess að fá leikmenn úr nýliða- valinu. Samkvæmt dallasnews.com ætla forráðamenn Dallas Maver- icks að setja Jón Arnór á lista þeirra leikmanna sem nýja liðið, Charlotte Bobcats, getur ekki val- ið sér.ÝÞetta segir ýmislegt um stöðu Jóns Arnórs, forráðamenn Dallas líta á hann sem framtíðar- leikmann og þá er samningur þeirra við Jón þeim hagstæður. Benedikt Guðmundsson, þjálf- ari nýliða Fjölnis, þekkir vel til Jóns Arnórs en hann þjálfaði hann í yngri flokkunum hjá KR. Frétta- blaðið sló á þráðinn til hans og fékk viðbrögð við tíðindunum: „Jón er greinilega inni í framtíð- aráætlunum Dallas og þetta eru mjög góð tíðindi fyrir hann. Donnie Nelson lét Jón vita að það væri uppi orðrómur um það að Bobcats ætlaði að velja hann ef hann yrði á listanum. Hann sagð- ist ætla að gera allt sem hann gæti til að halda Jóni í Dallas og nú hef- ur það gengið eftir. Bobcats hefur ekki séð hann spila en forráðamenn félagsins vita að ef Donnie Nelson er að gera samning við einhvern óþekktan strák frá Evrópu er eitt- hvað spunnið í hann. Það er því al- veg greinilegt að þú færð gæða- stimpil á þig ef Donnie Nelson semur við þig. Á hinn bóginn hefði það ekkert þurft að vera neitt slæmt að fara til Bobcats – Jón hefði alls ekki slegið hendinni á móti því en hann vildi þó heldur vera áfram í Dallas þar sem hann er búinn að koma sér fyrir og líður vel. Hann vill halda áfram að byggja sig upp þar og nú er orðið ljóst að Travis Best verður ekki áfram og spurn- ing hvað Steve Nash gerir, en hann er með lausan samning. Möguleikar Jóns á því að spila á næsta tímabili eru því ágætir og þetta er auðvitað stór og metnað- arfullur klúbbur sem ætlar sér meira en á síðasta tímabili,“ sagði Benedikt Guðmundsson. Talið er líklegt að þeir leik- menn Dallas sem verði óvarðir fyrir Charlotte Bobcats séu þeir Danny Fortson, Tariq Abdul-Wa- had, Tony Delk og Shawn Bradley en þessir fjórir leikmenn eru með háa samninga sem Dallas vill losna við. ■ KÖRFUBOLTI Ágúst Sigurður Björg- vinsson hefur skrifað undir samn- ing um að taka við þjálfun meist- araflokks kvenna í körfubolta hjá Haukum. Liðið vann sér sæti í deildinni á nýjan leik með miklum glæsibrag í vetur, vann alla 16 leiki sína með 62,2 stigum að meðaltali í leik. Ágúst tekur við af Predrag Bojovic sem hefur þjálfað Hauka- stelpurnar undanfarin tvö ár. Ágúst er þekktastur fyrir störf sín hjá Val en hann hefur einnig þjálfað á vegum KKÍ. Ágúst þjálfaði síðast karlalið Vals í úrvalsdeildinni fyrir tveim- ur árum en hann dvaldi í Litháen síðasta vetur og vann þar fyrir eitt af sterkustu atvinnumannalið- um landsins. Ágúst mun samhliða þjálfun meistaraflokks kvenna sjá um þjálfun allra yngstu flokka deild- arinnar. Nú hafa fjögur af sex lið- um deildarinnar ráðið þjálfara fyrir næsta vetur og aðeins Njarð- vík og ÍS eru enn þjálfaralaus. Öll liðin nema KR verða með nýjan þjálfara næsta vetur en Gréta María Grétarsdóttir stýrir KR- stúlkum annað árið í röð. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 31 1 2 3 4 5 6 Fimmtudagur JÚNÍ SJÓNVARP  18.15 Olíssport á Sýn. Endursýndur þáttur.  18.30 Saga EM í fótbolta (15:16) á RÚV.  19.30 Kraftasport á Sýn.  20.00 Kraftasport á Sýn.  20.30 Inside the US PGA Tour á Sýn. Sýnt frá bandarísku PGA- mótaröðinni í golfi.  20.40 Leiðin á EM 2004 (4:4) á RÚV. Sýnt frá leikjum liðanna sextán sem spila á EM í Portúgal í undankeppni EM.  21.30 European PGA Tour 2003 á Sýn. sýnt frá Volvo-mótinu í evr- ópsku PGA-mótaröðinni sem fram fór í fyrra.  22.00 Olíssport á Sýn. 1. deild kvenna í körfubolta: Ágúst þjálfar nýliða Hauka næsta vetur HAMILTON OG PRINCE FAGNA Richard Hamilton og Tayshaun Prince, leik- menn Detroit Pistons, fagna hér sigrinum á Indiana Pacers að hætti hússins. Detroit Pistons mætir Lakers í úrslitum: Lögðu Pacers með 4 stigum KÖRFUBOLTI Detroit Pistons tryggði sér í fyrrinótt sigur í austurdeild NBA-deildarinnar þegar liðið bar sigurorð af Indiana Pacers, 69-65, í sjötta leik liðanna í Detroit. Pi- stons vann einvígið, 4-2, og mætir Los Angeles Lakers, sigurvegur- um vesturdeildarinnar, í lokaúr- slitum. Þau hefjast á sunnudaginn og er fyrsti leikurinn í Los Angel- es. Indiana byrjaði leikinn mun betur og hafði átta stiga forystu eftir fyrsta leikhluta. Detroit minnkaði muninn jafnt og þétt eftir því sem leið á leikinn og tryggði sér síðan sigur í lokaleik- hlutanum. Richard Hamilton var at- kvæðamestur hjá Detroit með 21 stig, Ben Wallace skoraði 12 stig og tók 16 fráköst, Rasheed Wallace skoraði 11 stig og tók 11 fráköst og Chauncy Billups skor- aði 10 stig. Jermaine O’Neal var stiga- hæstur hjá Indiana með 20 stig og tók 10 fráköst, Austin Croshere skoraði 12 stig og Ron Artest 11 stig og tók 10 fráköst. ■ Grönkjaer er ósáttur við meðferð Chelsea á Ranieri: Einn stór brandari FÓTBOLTI Jesper Grönkjær, Daninn hjá Chelsea, er ósáttur með þá meðferð sem Claudio Ranieri fékk frá klúbbnum en hinn 52 ára gamli Ítali var rekinn í vikunni eftir að það hafði legið í loftinu í langan tíma. Daginn eftir var Jose Mourinho ráðinn í staðinn. Grönkjaær, sem spilar ekki með Chelsea á næsta tímabili, er líklega á leiðinni til Birmingham á næstu vikum. Hann efast um ástæðurnar fyr- ir því að Ranieri missti starfið sitt en undir hans stjórn endaði Chel- sea í 2. sæti í ensku úrvalsdeild- inni og komst í undanúrslit meist- aradeildarinnar. „Þetta hefur ver- ið einn stór brandari í langan tíma.“ sagði Grönkjaær við Ekstra Bladet. ■ JÓN ARNÓR STEF- ÁNSSON Staða hans hjá Dallas Mavericks virðist trygg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.