Tíminn - 10.12.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.12.1972, Blaðsíða 1
IGNIS KÆLISKAPAR RAFTORG SÍMI: 26660 RAFIÐJAN SIMI: 19294 + * * 284. tölublað — Sunnudagur 10. desember — 56. árgangur kæli- skápar 23!/iö6Ca/tvéía/t A/ RAFTÆKJADEILD Hafnarslræti 23 Simar 18395 & 86500 Kíló af hassi ÞÓ—Reykjavik. Tveir útlendingar voru handteknir á Keflavikurflug- velli i gærmorgun, grunaðir um sölu á hassi og reyndist svo vera, þvi að þegar starfsmenn fikniefnadeildar lögreglunnar fór að leita á þeim, þá fannst um það bil eitt kiló af hassi, sem menn- irnir geymdu i fisibelg, sem þeir höfðu meðferðis. Mennirnir, sem eru Bandarikjamaður og Holl- endingur, munu hafa dvalið á Islandi um hrið, og hafa þeir legið undir grun um eitur- lyfjasölu um nokkurt skeið. Þeir hafa oft verið á íslandi, en skroppið út annað slagið, og þá sjálfsagt til að sækja nýjar birgðir. Þrátt fyrir itrekaðar til- raunir tókst okkur ekki að ná i yfirmenn lögreglunnar á Keflavikurflugvelli, en eftir þeim heimildum, sem við gátum aflað okkur, þá er talið,að mennirnir hafi stundað söluna i samvinnu við aðra aðila, og að mennirnir hafi einkum reynt að selja hassið á Keflavikur- flugvelli. Þær hassbirgðir, sem lögregla tók af mönnunum, munu vera þær mestu,sem islenzka lögreglan hefur fundið. Cat Stevens til íslands? ÞÓ—Reykjavik. Miklar likur eru á þvi, að hinn heimsfrægi popp-- söngvari Cat Stevens, komi til Reykjavikur og haldi hér hljómleika eftir áramótin. Sá, sem stendur á bak við hingaðkomu Cat Stevens, er Eskfirðingurinn Þorsteinn Viggósson, en sem kunnugt er, þá rekur Þorsteinn skemmtistaðina Pussycat og Bonaparte i Kaupmanna- höfn. Þorsteinn brá sér til London á dögunum og ræddi hann þar við umboðsmann Cat Stevens og Gilberts O Sullivans, en hugmyndin hjá Þorsteini er.að Gilbert O Sullivan haldi hljómleika i Kaupmannahöfn i vetur. Ekki þarf að efa það, að Cat Stevens verður vel tekið, ef hann kemur til Islands, en hér á hann fjölmarga aðdáendur, og hefur senni- lega verið vinsælasti erlendi söngvarinn á tslandi allt þetta ár. Til dæmis hefur lagið „Morning has broken” verið geysivinsælt allt frá þvi að það kom fyrst út á plötu s.l. vetur. i dag eru fjórtán dagar til jóla. Þær raddir hafa heyrzt, að allir hlutir, jólunum viökomandi séu óvenju daufir i ár. Jólaskreytingar með minnsta móti, bækurnar varla farnar að hreyfast i búðunum og fleira i þeim dúr. En eitt er áreiðanlega samt við sig, jafn löngu fyrir jól og alltaf hefur verið: Tilhlökkun barn- anna. Þau teyma mæðurnar með sér i ieikfangabúðirnar, „bara til að skoöa” eða fara á eigin spýtur. Úrv»l barnaleikfanga er nú meira og margvislegra en nokkru sinni fyrr og þó jólastjörnurnar séu ef til vill fáar á götunum, eru þær margar, sem kvikna i augum barnannailcikfangabúðunum um þessi jól. ^Timamynd Róbert). Leigubifreiðastjórar: Fimm tíma lenging næturvinnu Stp~Reykjavik Akvæði.sem Bandalag leigubif- reiðastjóra samþykkti á fundi sinum 28. nóv. s.1., kom til fram- kvæmda á föstudaginn. Akvæði þessi fela i sér færslu næturvinnu- taxta yfir á lengri tima, en fela aftur á móti ekki i sér hækkun á taxtanum. t viðtali við Bergstein Guð- jónsson, formann leigubifreiða- stjóralelagsins Krama.i gær kom einnig fram, að um eins tima næturvinnulengingu er að ræða á föstudögum, næturvinnutaxti gildir nú frá kl. 17.00 i stað 18.00 áður. A laugardögum er um fjög- urra tima lengingu að ræða, er frá kl. 08.00 nú, en var áður frá kl. 12.00. — Við ætlum að reyna þetta og sjá, hvað út úr þvi kemur, sagði Bergsteinn, — og þetta er að sjálfsögðu upp á okkar eindæmi, — hefur ekki verið samþykkt al' opinberum aðilum ennþá. — Bergsteinn kvaðst búast við, að l'æstir leigubifreiðasljórar hel'ðu farið eftir hinni nýju samþykkt á föstudaginn, en myndu hins vegar flestir eða allir fara eftir henni framvegis. Klukkan hálf tvö eftir hádegi i gær hófst l'undur hjá Eraina.og átti þar að skýra hin nýju ákvæði fyrir félagsmönnum, að sögn Bergsteins. Vegna fundarins var öllum leigubifreiða- stöðvum lokað milii kl. eitt og fjögur i gær. TÍÐAR FERÐIR SENDIMANNA ER- LENDRA VERKTAKAINN A SIGÖLDU — vetvangsskoðun á öræfum Sendimenn útlendra verktaka, sem hyggja á tilboð i fram- kvæmdir við Sigöldu, gera nú tið- ar ferðir upp á öræfin til svokall- aðrar vettvangsskoöunar. Þetta eru yfirleitt verkfræðingar, oftast tveir þrir menn frá hverju fyrir- tæki, en stundum eru fjármála- menn i för með verkfræðingun- um. Bendir allt til þess, að mörg erlend verktakafyrirtæki hafi hug á þvi að bjóða i þessar fram- kvæmdir, enda ckki uni neina smámuni að tefla, þar sem hið fyrirhugaða orkuver mun kosta milljarða. Tilboð þau, sem verktakarnir eiga aö gera, eru i tvennu lagi — annars vegar vélar og rafbúnaður og hins vegar byggingarfram- kvæmdirnar sjálfar. Verða til- boðin i vélarnar opnuð 9. febrúar i vetur, en i byggingarfram- kvæmdir mánuði siðar, 9. marz. EINIR KOMA, ÞEG- AR AÐRIR FARA — Það hafa þegar komið hingar sendimenn frá tiu fyrirtækjum, sem ætla að gera okkur tilboð um vélar og rafbúnað og fleiri boðað komu sina, sagði Agnar Friðriks- son, skrifstofustjóri hjá Lands- virkjun, og eins hafa margir, sem hafa hug á að taka að sér bygg- ingarframkvæmdirnar boðað komu sina. Við sendum alltaf mann með þeim inn á Sigöldu, og siðast fórum við með þrjá Norð- menn inn eftir núna á þriðjudag- inn var. Siðan eru þeir á fundi með verkfræðingum okkar hér i bænum, ef þeir kynnu að vilja bera upp spurningar, sér til frek- ari glöggvunar. SB—Reykjavik. Kaupfélögin i landinu og SÍS vinna nú að þvi að samræma útlit húsa sinna. Verða húseignir allra kaupfélaga og sam vinnufyrir- tækja máluð i sömu litum og á þau sett samvinnumerkið. Þá verður merkið einnig sctt á bif- rciðar fyrirtækjanna. Þá liefur verið ákveðið, að starfsfólk taki upp sérstakan búning. Þegar hafa nokkur hús verið máluð i hinum nýju litum, sem eru ljós-kremgulur á veggi, LANDABRÉF IÐ SEGIR EKKI ALLT UM STAÐHÆTTINA Við höfum ýtt undir það, að þau verktakafyrirtæki, sem hafa hug á að taka að sér framkvæmd- ir á vegum okkar, sendi hingað menn, sagði Agnar enn fremur. Útlendingar fá ekki rétta hug- mynd um staðhætti, þótt þeir at- nokkru dekkri á sökkul og grænt á þök. Aðalverzlunarhús KEA á Akuréyri ber þegar þessa liti, svo og kaupfélagshúsin á Akranesi. Merkin, sem sett verða á bifreiðarnar, eru samvinnu- merkiðúr hvitu plasti og limd á. Merkin eru smiðuð hjá Plastiðj- unni Bjargi á Akureyri. A öllum fasteignum kaupfélag- anna og StS verða stærri merki, 75x75 sm og upplýst. Þegar hafa verið smiðuð yfir 100 slik merki og annað eins þarf til viðbótar. hugi legu slaðarins á landabréfi, og það getur komið i veg fyrir eftirmál, að væntanlegir verktak- ar glöggvi sig sem bezt á öllu. A þetla er lögð áherzla af okkar hálfu. Við höfum verið svo heppnir, sagði Agnar að lokum, að færð hefur verið góð fram að þessu, svo að menn hafa komizt greitt og vel inn eftir og getað svipazt þar um að vild sinni. - JH. Munu þessi merki viðast veröa sett upp i byrjun næsta árs, en þau eru um þessar mundir að berast kaupfélögunum úti um landið. Þá hefur verið ákveðið að mælast til bess við kaupfélögin, að starfsfólk þess laki smám saman i notkun sérstaka sloppa. Eru þeir ljósgulir með bláum kraga og samvinnumerkinu i. Er þetta að sænskri fyrirmynd, en þar notar starfsfólk samvinnu- sambandsins slika sloppa. 011 kaupfélagshús lands- ins verða eins á litinn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.