Tíminn - 21.12.1972, Blaðsíða 20

Tíminn - 21.12.1972, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Fimmtudagur 21. desember 1972 Meistari tungutaks og fegurðardýrkandi málsins Jón Sigurðsson frá Kaldað- arnesi: RITSAFN Kristján Albertsson sá um útgáfuna Helgafell. Jón Sigurösson frá Kaldaðar- nesi átti óskipta aðdáun allra þeirra, sem yndi sækja i fegurð og styrk islenzks máls, fyrir þýðing- ar sinar á öndvegisverkum. Færri veittu athygli þvi, sem hann orti eða frumsamdi. Ham- sun-þýðingar hans eru meistara- verk og ekkert minna. Fer þar saman tigið islenzkt málfar, djúp innsýn i skáldverkin og kröfuhörð vandvirkni. Þessar þýðingar is- lenzkuðu verkin svo vel, að þau urðu islenzkum rithöfundum fyrirmynd um slil og frásögn á marga lund, og má mikið vera, ef þeirra áhril'a gælir ekki enn. Mörgum skyngóðum mönnum urðu bækur eins og Viktoria l'ull- komin opinberun um fegurð skáldskapar og beitingu og ögun máls, og Hamsun, sem engan veginn er auðlesinn, hvað þá auð- þýddur, hlaut gott gengi og skiln- ing bókhneigðrar alþýðu hér á landi mjög l'yrir verk Jóns frá Kaldaðarnesi. Það er þvi vonum siðar, að frumsamin verk Jóns og sýnis- horn þýðinga eru gefin út i ril- safni ásaml nokkurri grein fyrir honum sem rithöfundi, og enginn Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi er betur til þeirrar umsjónar fall- inn en Krislján Alberlsson, sem bæði þekkti hann vel og verklag hans, var honum samliðarmaður og er trútt vitni um þau áhrif, sem mál- og slilvöndun Jóns hafði. Helgafell hel'ur nú senl þessa bók frá sér, og sér Kristján nú um það, að Jón getur enn verið sá lærimeistari, sem hann var og ekki er siður þörf á en áður. Anna Guðmundsdótlir, ekkja Jóns, ritar lormála, sem er allrar athygli verður. Þar er brugðið upp svo skýrri, hlutlægri og nær- færinni mynd af manninum og rithöfundinum, að óvenjulegt má telja af hendi svo nákominnar manneskju. Það er alkunna, að Jón orti töluvert á yngri árum, og brá þeim skáldskap fyrir i tima- ritum og á góðum stundum. En siðan hætti hann, og var þaö ráð- gáta þeim, sem kunnað höfðu að meta sterkt og fágað ljóðmál og skáldleg tilþrif i þessum kvæðum. Um þetta segir Anna: „Mér var það ráðgáta, að Jón skyldi hætta að yrkja. Ég held, að hann hafi verið of auðmjúkur gagnvart listinni”. Þessi skýring er liklega hárétt. Aðdáun hans á hinu bezta i is- lenzkri ljóðag. fyrr og siðar var svö djúp, eins og til að mynda kemur fram i ritgerð hans um Jónas Hallgrimsson, að hann sætti sig ekki við, eða taldi þarf- litið að auka þar við þvi, sem stæði skör lægra. Þetta kemur vel heim við strangt og vægðarlaust sjálfsmat hans. Ýmis kvæði Jóns eru þó meira en frambærilegur skáldskapur, og væri mikils misst, ef þau hefðu fallið i fyrnsku. Þvi er mikilvægt, að þeim skuli hafa verið saman safnað i þessa bók, þó að markvis og hnyttin gamansemi hans i lausavisum sé undan dregin. Á eftir kvæðunum i bókinni birtist Angalangur, snjöll smá- saga, sem margir muna. Hún vakti viða óskipta athygli á sinni tið, og enn er myndin jafnhugtæk, þótt margt hafi breytzt. Þá eru birtar i safninu nokkrar ræður og ritgerðir, og er greinin um Jónas Hallgrimsson þeirra minnilegust, enda rik af skilningi á skáldinu. Loks eru birt nokkur sýnishorn af þýðingum Jóns úr verkum Knuts Hamsuns, Jóhannesar V. Jensen, Maxims Gorkis, Ivans Bunins, Sigurðar Ibsens og Johans Bojers. Tvær greinar, er birtust i blöð- um við lát Jóns, eru fremst i bók- inni, önnur eftir Sigurð Nordaþhin eftir Kristján Albertsson. Þær eru ritaðar af næmleik þeirrar skilnaðarstundar og af mikilli að- dáun á manninum og verki hans. Sigurður Nordal segir um Jón: „Jón Sigurðsson var gæddur svo miklu og fjölbreyttu listfengi, að ekki var nein furða, þótt okkur jafnöldrum hans og félögum fyndist það rikasti eðlisþáttur hans. Það er ekki ofsagt, að hann hafi verið snillingur i meðferð is- lenzkrar tungu og orðfæris, eins og þýðingar hans og það litla, sem eftir hann liggur frumsamið, hvort sem það er i bundnu máli eða óbundnu, sýna og sanna. Dómgreindin var örugg og smekkurinn næmur”. Kristján Albertsson segir: „Ég er enn sannfærður um, að meistaraverk Hamsuns sé falleg- asta saga, sem skrifuð hefur ver- ið, og ekki til fegurra ástarbréf i bókmenntum heimsins en bréf Viktoriu i sögulok. Og málblærinn var dýrlegri en á nokkurri annarri nýrri tima sögu á isl., og bar með sér ilm, langt utan úr heimi, af skógum, vegum og görðum, þar sem ungir elskendur gengu — fjarlendan ilm, sem með undarlegum hætti var i orðum minnar tungu seidd- ur inn i stilinn. Málið og sagan eitt, óaðskiljanl., eins og i hverri frásögu, sem er æðsta list. Ég hafði haldið, að aldrei gæti orðið til islenzka jafnáhrifasterk sögu- málinu forna, en þarna var hún, tárhrein og fersk, jafnfullkom- lega eðlileg og hún hefði ailtaf verið til, og gat þó ekki hafa litið ljós dagsins fyrr en nú. Mál sins tima og afturelding nýrrar orð- listar á Islandi”. Þetta eru auðvitað dálitið vafa- söm sterkyrði hrifningarinnar á viðkvæmri skilnaðarstund, en þó er kjarni þeirra sannur. Sá grun- ur læðist að manni, að kröfuharka og næm málkennd Jóns — metnaður hans vegna málsins — hafi að nokkru verið haft á skáld- skap hans sjálfs. Mikil þörf væri á þvi að skrifa skilmerkilega um þýðingarstarf Jóns og málbeitingu hans þar, og hefði slík ritgerð farið vel i þess- ari bók. Einnig sakna ég þess, að ekki skuli hafa verið tekin saman skrá um þýðingar og rit Jóns, smá og stór, sem viða eru dreifð og jafnvel i glatkistu blaða og timarita. Hefði slik skrá hæft vel aftast i þessari bók, af þvi að rit- safnið er ekki tæmandi og að verulegu leyti sýnishorn. Prentvillur eru nokkrar i bókinni og fara þar illa. — AK. Anna Þórhallsdóttir BRAUTRYÐJENDUR Á HÖFN í HORNAFIRÐI Þórhallur Daníelsson kaupmaöur og útgeröarmaöur og Ingibjörg Friögeirsdóttir kona hans fjölþætta og skemmtilega bók Stórmerk bók um brautryðjendur á Höfn í Hornafirði, Þórhall Danielsson kaupmannogútgerðarmann, og konu hans Ingibjörgu Frið- geirsdóttur. — Anna Þórhallsdóttir, söngkona, dóttir þessara merku hjóna, hefur hér ritaö 283 blaösiður að stærð— með á þriðja hundrað myndum og teikningum, m.a. af niðjum kaupmannshjónanna, svo og fjölda stórmerkra mynda úr atvinnusögu og frá uppbyggingu Þórhalls Daníelssonar á Höfn i Hornafirði — og er bókin því um leið ágæt heimild um stóra þætti í sögu staðarins, sem átti 75 ára afmæli nú á þessu ári. Bókin fæst i bókaverzlunum viða um land (verð kr. 1.190.00) eða gegn póstkröfu frá útgefanda: Pósthólf 1097, Reykjavik. Innihald: 1. Ævisaga. 2. Brot af verzlunarsögu íslands. 3. Itarlegt niðjatal, í orðum og myndum. 4. Brot af manntali á Höfn. 5. Uppbygging Hafnar frá 1897-1923. 6 Loðnuveiðar byrja á Hornafirði. 7. Skrá um vélbata sem gerðir voru ut frá Hornafirði i tið Þorhalls Danielssonar, slik skrá er ekki til annars stax>ar. 8. Verzlun og viðskipti. 9. Myndir af byggingum Þórhalls Daníelssonar. 10. Ætthringir, ný uppsetning.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.