Tíminn - 21.12.1972, Blaðsíða 21

Tíminn - 21.12.1972, Blaðsíða 21
Kimmtudagui' 21. desember 11)72 TÍMINN 21 L/JWiY Glitrandi gamansemi og heit mannlund í garði þjóðlegrar listar Hjúkrunarkona óskast til starfa við Vifilsstaðahæliðá næturvöktum frá kl. 23.00 til 8.00. Illuti úr starfi kemur einnig til greina. Upplýsingar gefur forstöðukonan i sima 42800. Reykjavik, 18. desember 1972. Skrifstofa rikisspitalanna. Eírikur Sigurösson: MEÐ ODDI OG EGG Minningar Ríkarðs Jóns- sonar Skuggsjá gaf út. t>að hefur lengi verið á margra vitorði, að Rikarður Jónsson, myndhöggvari, væri ekki aðeins snillingur með hnif og meitil, heldur lika orðsnjall, sögufróður og skemmtinn maður i bezta lagi, lagvirkur visnasmiður og fjör- kálfur i andanum. Hann hefur mörgum skemmt með kimilegri sögu, tekið þátt i gáska góðra stráka og átt sálufélag við kjarnakarla, bæði austur á fjörðum og i Reykjavik, lil að mynda séra Árna og Jón i Sjálg. Það er vonum seinna, að út koma i bók minningar Rikarðs, eðafrásagnir af honum og samtöl við hann — raunar ailt of seint, þvi að Rikarður gerist nú ald- raður og kappinn i honum farinn að stirðna. Rikarðs-bók hefði þurft að koma út fyrir einum fimm eða tiu árum. Þá hefði eld- huginn notið sin. Þá er lika álitamál, hvert snið hefði átt að velja slikri bók. Átti að birta þaö, sem Rikarður hefur skrifað og láta þar við sitja, eða láta hann segja góðum ritara og höfundi frá, og hann siðan skila þvi i sinni samningu? Báðir þessir bókarhættir hefðu verið góðir og gildir. Rikarður hefur margt ritað og birt i blöðum og timaritum, og hefði það verið nóg bókarefni og geymdar virði. Með þeim hætti hefði þó maðurinn sjálfur, lif hans og viðhorf, og listamaðurinn ckki komizt nægi- lega vel tii skila. Bezt bók um Ilikarð hefði vafalitið fengizt með þvi, að góður höfundur helði samið hana á sinn hátt af sam tölum við hann og tiltækum heim- ildum. Eirikur Sigurðsson virðist hafa larið bil beggja i verki sinu, og má fallast á, að það sé skynsam- leg aðferð, eins og á slóð. Hins vegar er þessi samtvinnun miklu vandasamari, ef vel á að takast, og viðbúið,að slik bók verði laus i böndum og vanti samræmi og heildarsvip, enda verður sú raunin. 1 annan stað virðist bókin tekin saman á nokkuð löngum tima og verða á bláþræðir vegna þess. Fyrri hluti bókarinnar, þar sem segir frá æsku og æskuslóðum Rikarðs, fólki hans eystra og lifsbragnum upp úr aldamótun- um, stórhug og baráttu æsku- mannsins, ferðum i önnur lönd og kynnum af listum, er ritaður eltir frásögn Rikarðs, og er það allt saman sérlega læsilegt og á þvi samfelld tök. Ferðasögur með góðkunnum Islendingum, til að mynda Davið skáldi á ttaliu og viðar,eru bráðlifandi og fullar af gamni. Seinni hlutinn er miklu sundurleitari og með brag annarrar bókar. Þar er sitthvað birt úr dagbókum Rikarðs, kaflar úr greinum eftir hann , getið nokkurra samferðamanna með hugblæ liðinnar minninga- stundar, sem varla á við lengur, og ýmislegt fleira. Þar er auð- 'vitað margt vel og skemmtilega sagt, eins og Rikarðs var von, en samt eru þetta nú l'remur frá- sagnarefni, sem hefði þurft að koma á framfæri i nýju samhengi til þess að þau nytu sin. Ýmsir munu sakna þess, að listastarfi Rikarðs skuli ekki Brasilíufararnir munu enn njóta mikilla vinsælda Jóhann Magnús Bjarnason: BRAZI Li UFARARNIR Bókaútgáfan Edda, Akureyri Eins og kunnugt er af fréttum stendur yfir heildarútgáfa á verkum vestur-islenzka skáldsins Jóhanns Magnúsar Bjarnasonar, og eru áður komin út tvö bindi verksins, en nú fyrir jólin kom þriðja bindið og hefur að geyma lengstu og að ýmsu leyti beztu skáldsögu Jóhanns, Braziliufar- ana. Árni Bjarnarson býr söguna undir prentun, svo og allt rit- safnið. Braziliufararnir eru íslend- ingum ekki ókunn saga. Þeir voru lesnir um þvert og endilangt landið fyrir svo sem fjórum eða fimm tugum ára og nutu mikilla vinsælda, enda er sagan bæði fjörlega rituð og full af sögu- legum atvikum. Frásagnir af ævintýrum íslendinga i fjörrum löndum voru einnig i hávegum, og er svo enn. Braziliufararnir munu enn njóta vinsælda nýrra kynslóða. Söguefni þeirra er ekki siður ævintýralegt nú, þegar tækni og hraðsamgöngur hafa breytt heiminum og hann er orðinn enn ólikari þvi, sem menn þekktu áður af afspurn og beinum kynnum. Sagan er lika einkar li lega skrifuð og koma beztu rit- höíundakorstir Jóhanns þar fram. Það er mikið og þakkarvert átak áf Árna Bjarnarsyni aö gefa ritsafn Jóhanns Magnúsar Bjarnasonar út að nýju með svo myndarlegum hætti um þær mundir, sem aldarafmæli land- náms lslendinga i Vesturheimi er minnzt. Bækur hans hafa bein- linis verið lesnar upp til agna hér á landi og ekki fengizt siðustu áratugi. Nú geta menn endur- nýjað kynnin i vandaðri útgáfu, og ungt fólk mun hafa hið mesta yndi af Braziliuförunum ekki siður en eldra fólkið.þegar það var ungt. gerð meiri skil, en við þvi er lik- lega ekki gott að gera héðan af. Um list Rikarðs þyrfti þó að rita miklu skilmerkilegar en gert hefur verið af manni, sem kann á þvi góð skil og kannar þaö vel, og þá án beinna persónulegra tengsla við Rikarð. En auðvitað er bók þeirra Rikarðs og Eiriks stórskemmti- leg aflestrar og brugðið upp fjölda lýsandi mynda af kynnum Rikarðs við þjóðkunna menn og fróðlegar persónur. Gamansemi Rikarðs og karlmannlegt lifsvið- horf nýtur sin ágætlega, og hið heita hjarta hans slær landi og þjöðlegum verðmætum af fölskvalausri ást aldamóta- mannsins. Þessi bók er þvi til þess fallin að veita lesanda gleði- stundir i kynnum við stórbrotna mannlund, heið lifsviðhorf og göf- uga list. Bókin er fallega út gefin. — AK. Laust embætti, er forseti íslands veitir Héraðslæknisembætti i Flateyrarhéraði er laust til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknarfrestur er til 20. janúar 1973. Ileilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 1S. desember 1972. HUfíð pappirunum víð óþarfa hnjaski og yður við stöðugriieit /óreiðunni Notið til þess plastáhöldin vinsælu frá Múla- lundi. Þau hjálpa yður til að halda pappírun- um á sínum stað. Við fylgjumst með þörfinnj og framleiðum nú flestar gerðir af möppum og bréfabindum í mörgum stærðum og lit- um, til hvers konar nota, ennfremur hulstur og poka úr glæru plasti t.d. fyrir skírteini, reglugerðir, 1. dags umslög o.fl. Fyrir fundarhöld getið þér fengið skjala- möppur með rennilás og einnig aðrar teg- undir, ásamt barmmerki með nafni hvers þátttakanda. Fyrir bridgekeppnir framleiðum við Bridge- bakkann góða. Vörur okkar eru stílhreinar og vandaðar og við allra hæfi. MÚLALUNDUR— ÁRMÚLA 34 — REYKJAVÍK -SÍMAR 38400 OG 38401 —AK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.