Tíminn - 22.12.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.12.1972, Blaðsíða 3
Köstud-agur 22. desember lt)72 TÍMINN 3 Yerölauualiul'arnir l'rá vinstri: Laila Björnsson, Valur Þorvaldsson, l.inda Wendel, Pórunn Sif;urftardóttir ofí (iufibjörií Blöndal 2000 uppskríftir með skyrí SB-Iteykjavik Greinilega hefur nú komift i ljós aö liægt er aft boröa skyr á annan liátt en aft setja út á þaft mjólk efta rjóma og spæna þaft siðan i sig. i samkeppni um skyrupp- skriftir, sem efnt var til fyrir skömmu. bárust milli 1500 og 2000 uppskriftir af réttum, sem skyr er notaö i. Verftlaun voru aflient á miðvikudaginn. Fyrstu verðlaun hlaut Linda Wendel, Blöndubakka 15, Reykja- vik, fyrir uppskrift af bakaðri ýsu með skyrsósu. Fern verðlaun voru veitt sem önnur verðlaun. Hlutu þau Guðbjörg Blöndal, Melabraut 39, Seltj.nesi fyrir sildarrétt með skyri. Valur Þor- valdsson, Vallholti 28, Selfossi fyrir fjallagrasaskyr, Þórunn Sigurðardóttir, Vonarstræti 8, Reykjavik fyrir rétt, sem hún kallar Gerplu,og Laila Björnsson, Geitlandi 4, Reykjavik fyrir sinnepssild með skyri. Hér á eftir fara þessar fjórar uppskriftir, en i ráði er að birta fleiri siðar. Bökuö ýsa meö skyrsósu 500-600 gr. ýsuflök. 2- 3 msk. smjör 2 laukar 1-e/ hvitalauksrif 100-150 gr. nýir sveppir (má sleppa) 1 1/2 msk. ný steinselja eða 1 1/2 tsk. þurrkuð 3/4 tsk. timian Múskat eftir smekk Sage á hnifsoddi (má sleppa) Salt og pipar. Ofninn er hitaður i 175° C. Grunnt ofnfast fat er smurt. Ýsuflökin eru roðflett, skorin i mátuleg stykki og raðað i botninn á fatinu. Salti og pipar stráð yfir. Smjör brætt á pönnu. Laukur skorinn i þunnar sneiðar og hvit- laukur brytjaður smátt. Sveppir hreinsaðir og sneiddir þunnt og steiktir i smjörinu ásamt lauk og hvitlauk. Kryddað með steinselju, timian, múskati, sage, örlitlu salti og pipar. Blandan steikt unz laukurinn er meyr. Laukblandan er svo sett á fiskinn i fatinu. 250 gr. skyr majónes, jafnt rúmmál og skyrið ca. Karrý, þurrsinnep, salt og pipar. Skyri og majónesi blandað saman og kryddað eftir smekk. Sósunni svo jafnaö vel yfir fiskinn og laukblönduna svo hylji. Lok eða álpappir settur yfir fatið. Rétturinn bakaður i ofni i 30 min. eða unz fiskurinn er tilbúinn. Sildarréttur m/skyri 3 marineruð sild 1 litil dós skyr 4 msk. rjómi 1 epli 1 laukur 1 harðsoðið egg 1 1/2 tsk. karrý 3- 4 tsk. sykur Siidarflökin skorin i smáa bita raðað á fat. Eplið skrælt og skorið í litla bita, raðað ofan i sildina ásamt söxuðum lauknum. Karrý, rjóma og sykri hrært samanvið skyrið. Helít yfir sildina. Smátt saxað harðsoðið eggið látið yfir. Borðað með rúgbrauði og smjöri. Fjallagrasaskyr Þjóðlegur skyrréttur, uppskrift fyrir fjóra. 2 dl. fjallagrös (þvegin og söxuð) 2 dl mjólk 4 msk. púðursykur (ljós) 1/8 tsk, salt 1 dós skyr (5 dl) Þvoið fjallagrösin vel og saxið þau eöa klippið smátt. Hitið mjólkina að suðu og bætið fjalla- grösunum og púðursykrinum út i. Sjóðið við vægan hita i 10 minútur og hrærið stöðugt i. Saltið. Hrærið skyrið samanvið, og berið réttinn fram i pottinum. Fjallagrasaskyr er Ijúffengur ábætisréttur, með rjómablandi, en einnig er rétturinn kjörinn uppistaða i litla máltið, t.d. á móti einni heitri máltið á dag, og er þá gott að bera sneiðar af súrmat og/eða grófu brauði með. Rétturinn bragðast bezt ný- lagaður, með hitastigi nálægt likamshita. ,/Gerpla" 100 gr. skyr (hrært) 100 gr. þeyttur rjómi 100 gr. rækjur (nýjarj 100 gr. gaffalbitar i vinsósu 1/2 litill laukur Sólseljugrein (helzt ný eða fryst, annars þurrkuð) 5-6 kartöflur. „GERPLU” má framleiða bæði heita og kalda. Heit „Gerpla" Kartöflurnar eru hráar flysjaðar, og skornar i þunnar sneiðar. Laukurinn skorinn mjög smátt gaffalbitarnir skornir i minni bita. öllu blandað varlega saman vinsósunni af gafl'al bitunum hellt saman við. Sólseljan klippt eða mulin yl'ir. Rétturinn er settur i ofn i eldföstu móti og bakaður i ca. 30 minútur. Köld „Gerpla” Kartöflurnar eru hér soðnar, en að öðru leyti er eins að farið. Borið fram iskall. Hér geta góðir sildarmenn aukið magnið af gaffa.lbitunum. „Gcrpla” er ljúffeng með islenzkum flatkökum og smjöri, góðum pilsner að ekki sé talað um Egil sterka l'yrir þá sem i hann ná, til þess að styrkja enn þjóðræknis- kenndina. Varðandi innihaldið i „Gerplu” má minnka eða auka það innbyrðis eftir smekk, t.d. má auka magnið af skyri og rjóma, einkum i köldu „Gerplunni", fer það nokkuð eftir bragðstyrkleika gaffalbitanna, sem getur verið nokkuð misjafn. Að sjálfsögðu eru bæði rækjurnar og gaffal- bitarnir rammislenzk. Og að lokum, bezt er að hafa flat- kökurnar vel heitar. Sinnepssild 2 sildarflök (marineruð) 1 epli ca 1 dl. majones ca. 1. dl. skyr (hrært með vatni og sykri) 2-3 msk. sinnep 1 tsk. Paprikuduft örlilil kryddsósa (t.d. HP sósa) Epli og sildarflökin skerist i smábita. Siðan er öllu blandað vel saman. Borðist með brauði. Tilvalin jólagjöf RICHARD WURMBRAND Neðan- jarðar kirkjan Scra Magnus Runólfsson þyddi Bok. sem vckur othyqli oq umt.il Bok. som hcfur komiö ut i morqum utqafum i yfir 30 londum, oq viða veriö mct solubok. Bok. scm l|allar um h.itur, þjomnqu oq vald hins ill.i i hciminuin. Bok, scm svarar mcöal annars eftir farandi spurnmgum: Hvcr cr Jesus? Hvaö cr kirk|a? Tiökast truarofsokmr a 20. old.Bókin cr kroftugur vitnisburöur manns, scm var fangi kommúnista i 14 ár. i-r ...i.im.i__________k., i... .....n ..'.ft. v.-i.i i i»..nIk.«.ti. • Iiit ......... ...............n.i,l,.rk]..H V.-.ð k. .•••.....• lchthys bokafclagið, pósthóll 330, Akureyri Jólaskeiðin 1972 komin Kaffiskeiö: Gyllt eða silfr- uó, verð kr. 495.00. Desertskeiö: Gyllt eða silfruð, verð kr. 595.00. Hringið í sima 2-49-10 og pantið skeið i póstkröfu. Jón og Óskar Laugavegi 70 Sími 2-49-10 TAIKO T 805 stereo segul bands tæki ARMULA 7 - SIMI 84450 w al ti lanti' Magnús E. Ðaldvinsson Laugavegi 12 - Simi isson J ni 22804^A Efnahagsvandinn 1970 1 sambandi við umræður stjórnarandstæðinga nú um gengislækkunina og að efna- hagsvandinn sé rikiístjórninni að kenna, er lróðlegt að rifja upp atburði, sem gerðust sumarið 1970. Árið 1970 var mikið uppgangsár. Afli var þá miklu meiri en hann er á þessu ári og verðlag útflutningsvara fór stórhækkandi i hverjum mánuði ársins 1970. Þá lýsti formaður Sjálf- stæðisf lokksins, Jóhann Hal'stein, þvi yl'ir, að flokkur hans teldi, að þjóða r hagsm u n i r k re f ðus t þess. að Alþingi yrði roíið og efnt til nýrra kosninga. Þetta álit Sjálfstæðis- flokksins rökstuddi lormaður flokksins og þáverandi lor- sætisráðherra á þann veg, að við mikinn vanda va>ri að etja i efnahagsmálum og hann trcysti ekki stuðnings- mönnum stjórnarflokkanna til að leysa þann vanda svo vel v;eri á siðasla þingi l'yrir kosningar. Þess vegna þjónaði það þjóðarhags- munum, að þjóðin veitli Alþingi umboð sitt til 4 ára að nýju svo þingmönnum yxi kjarkur til að leysa el'nahags- vandann á viðunandi hátt. Auðvitað var ekki talað um það þá i herbúðum Sjáll- stæðisflokksins, að efnahags- vandinn væ'j'i heimalilbúinn þótt náttúruöflin til lands og sjávar inn á við og út á við va'ru eins hagstæð og frekast vaM'i á kosið. En Jóhann Hafstein lékk ekki vilja sinn. Alþýðu- flokkurinn, sem sjállsagl hefur verið farinn að finna fyrirboða þess fylgistaps flokksins, sem siðar kom á daginn.vildi fresla kosningum eins lengi og frekast var kosl ur i von um aþ staða llokksins gæli eitthvað batnað. Jóhann Ilafstein og Sjáll'stæðis- flokkurinn urðu að sætla sig við afstöðu Alþýðuflokksins og sitja l'ram til vors. Beil Sjálí- stæðisflokkurinn á það agn. sem Alþýðuflokkurinn beitti. Gylli benti á, að kosninga- verðstöðvunin 1967, hel'ði dugað mjög vel til að blekkja kjósendur og ekkert væri þvi til fyrirstöðu að beila þessu herbragði aftur og taka upp nýja kosningavorðstöðvun. sem undanl'ara kosninganna og taka svo til við að „leysa oInah a gsvanda nn " ef t i r kosningar i „viðreisnarstil” að sjállsögðu , þ.e. þá hel'ði þingmiinnum Sjálfstæðis- llokks og Alþýðuflokks, som komnir væru yfir „kosningaskrekkinn" og með Ijögurra ára umboð i vasanum, aukizt svo kjarkur, að unnt væri að taka til við verulega kjaraskerðingu launþega að nýju með gömlu viðreisnarráðunum. Lausn vandans var frestað Jóhann Hafstcin varð þó að játa á Alþingi er hann mælti fyrirþessari nýju verðstöðvun, að hún leysti uí aí t'yrir sig engan vanda, heldur væri aðeins frestun á þvi að takast á við hann. Það myndi ný rikisstjórn gera að kosningum loknum. Það var þessi vandi, sem Ólafur Björnsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins, nefndi hrollvekjuna, nokkru eftir að verðstöðvunarlögin voru sett, sem rikisstjórn Ólafs Jóhannessonar tók við i júli 1971. Þá brá svo við að leiðtogar Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokks, sem siðustu daga fyrir kosningar, örstuttu áður, höfðu báðir játað, að við vanda var að fást i efnahags- málum og það biði næstu Framhaid á bls. 19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.