Tíminn - 22.12.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 22.12.1972, Blaðsíða 9
Föstudagur 22. desember 1972 TÍMINN 9 Útgefandi: Framsóknarfíokkurínn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór-g arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson,:|:i Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaös Timáns).:| Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislasón , ■ Ritstjórnarskrif-;:; stofur í Edduhúsinu við Lindargötu, símar 18300-18306.:;: Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiðslusimi 12323 — auglýs-;: ingasimi 19523. Aðrar skrifstofur:simi 18300. Askriftargjald;:; 225 króuur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur ein-x: takið. Blaðaprent h.f. Leið Alþýðuflokksins Af hálfu stjórnarandstöðuflokkanna beggja er þvi haldið fram, að það hafi verið rangt af rikisstjórninni að gripa til gengisfellingar undir þeim kringumstæðum, sem nú eru. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur samt vikizt undan að svara þvi, hvað hann hefði gert, ef hann hefði verið i sporum rikisstjórnarinnar. Hann segist muni i fyrsta lagi gera grein fyrir þvi, þegar vantrauststillaga hans kemur til umræðu, en samkvæmt ósk hans verður það ekki fyrr en þing kemur saman aftur. Forustumenn flokksins hafa þó fengið greiðan aðgang að öllum skýrslum og útreikningum sérfræðinga um þessi mál og hafa þvi ekki haft neitt lakari aðstöðu til að átta sig á þessum málum en stjórnarflokkarnir. En það vefst samt fyrir þeim Jóhanni og Geir að segja til um, hvað þeir hefðu viljað gera. Þeir segja aðeins, að leið rikisstjórnarinnar hafi ekki verið rétt, án þess að nefna nokkuð, sem hefði átt að gera i staðinn. Varla mun slik framkoma auka traust manna á Sjálfstæðisflokknum og forustu- mönnum hans. Alþýðuflokkurinn má eiga það, að hann hefur nefnt þá leið, sem hann hefði viljað fara i stað gengislækkunar nú. Gylfi Þ. Gislason lýsti yfir þvi, við umræðurnar i neðri deild um gengis- skráningarfrumvarpið, að flokkurinn hefði tal- ið rétt að fara nú sömu leið og Alþýðuflokkur- inn og Sjálfstæðisflokkurinn völdu haustið 1958, þegar Emil Jónsson varð forsætisráðherra. Þessi leið var fólgin i þvi að setja lög um að ógilda nýgerða kaupsamninga og lækka grunn- akupið. Ef farið hefði verið að ráðum Alþýðu- flokksins nú, myndi Alþingi sennilega vera að glima við það nú að setja lög um ógildingu kaupsamninga og grunnkaupslækkun. Á sama tima og Gylfi Þ. Gislason boðar þessa stefnu á Alþingi, keppast leiðtogar Alþýðuflokksins við það i verkalýðssam- tökunum að krefjast þess, að gildandi kaup - samningar séu haldnir i öllum atriðum. Full- vist er lika, að grunnkaupslækkunarleið Gylfa Þ. Gislasonar hefði þegar sætt harðvitugustu mótspyrnu verkalýðssamtakanna. Hún hefði leitt til nýrrar styrjaldar á vinnumarkaðnum. Með henni hefði vafalitið verið tjaldað til einn- ar nætur, eins og lika varð reyndin varðandi leið Emils Jónssonar, en henni lauk með geng- isfellingu eftir eitt ár. Núverandi rikisstjórn taldi þessa leið hvorki hyggilega né færa. Hennar leið er sú að reyna að gera efnahagsráðstafanir i sem mestu samráði við verkalýðssamtökin. Formaður Alþýðusambands íslands hefur lýst yfir þvi, að rikisstjórnin hafi valið þá leið, sem hann áleit hyggilegasta. Þess er að vænta, að verkalýðs- samtökin kunni að meta það, að rikisstjórnin hafnaði grunnkaupslækkunarleið Gylfa Þ. Gislasonar og vill halda gerða kaupsamninga. Sú gagnrýni stjórnarandstæðinga hefur mikið til sins máls, að þetta getur orðið erfitt i framkvæmd. Það mun vafalitið velta mikið á vilja og skilningi forustumanna i verkalýðs- hreyfingunni, hvort þessi leið heppnast. S. Astavin, sendiherra Sovétríkjanna: Fimmtfu ára afmæli Sovétríkjanna - sameiningarríkis margra bjóða Þann 30. des. 1922 lýsti fyrsta sambandsþing ráðanna að tillögu Lenins yfir stofnun Sambands sósialiskra sovét- lýðvelda, sem fjögur sovétlýð- veidi áttu þá aðild að — Rúss- neska bandalagið, Úkraina, Hvita-Rússland og Kákasus- bandalagið (Azerbædzjan, Armenia og Grúsia). Stofnun þessa sameiningar- rikis margra þjóða var i raun réttri mjög þýðingarmikill at- burður i sögunni. Aðeins með sameinuðu átaki sovétþjóða var unnt að skapa hagkvæm skilyrði fyrir uppbyggingu nýrra, sósialiskra lifnaðar- hátta, lyfta undir efnahag og menningu allra sovétlýðvelda og efla alþjóðlega stöðu Sovfel- rikjanna. Sameiningarmiðstöð sovét- þjóða varð fyrsta sovézka bandalagið, Rússneska lýð- veldið, sem stofnað var i árs- byrjun 1918. Einmitt Sovét- Rússland varð einskonar fyr- irmynd að Sovétrikjunum. Rússnesku þjóðinni tókst með hjálp annarra þjóða að verja ættjörðina i baráttu við ihlut- un 14 erlendra rikja og innlend vorugagnbyltingaröfl. 1920 voru Úkraina og Hvita-Rúss land frelsuð. Árin 1919-1921 veitti RSFSR þjóðum Kaz- akstans, Mið-Asiu og Kákas- uslanda hjálp i baráttu þeirra fyrir frelsi og sjálfstæði, fyrir endurreisn atvinnulifs, sem hrunið var i rústir vegna styrjalda og erlendrar ihlut- unar. Veruleikinn sjálfur og sú stefna, sem Lenin fylgdi i þjóðernamálum, sýndu fram á nauðsyn þess, að þjóðirnar sameinuðust innan sovézks lýðveldasambands. Fyrsta sambandsþing ráð- anna staðfesti yfirlýsingu og samning um stofnun SSSR og krýndi þar með hið mikla starf Kommúnistaflokksins, Len- ins, að þvi að sameina sovét- lýðveldi á grundvelli jafnréttis og frjálsrar inngöngu i sam- bandið. Traustleiki þessa rikis margra þjóða, vináttu þjóð- ann, kom á sannfærandi hátt fram bæði við friðsamleg störf og á hinum þungbæru árum íöðurlandsstriðsins 1941-1945, sem kostaði meira en 20 milljónir manna lifið. Þau 50 ár, sem liðin eru sið- an Sovétrikin voru stofnuð, eru timi stöðugrar eflingar og þróunar hins bróðurlega sam- bands lýðvelda, efnahags þeirra og menningar. Nú eiga 15 lýðveldi aðild að SSSR, 20 sjálfstjórnarlýðveldi og ýmsar aðrar einingar á þjóðernisgrundvelli. Hvert lýðveldi byggir aðild sina á fullveldi og jöfnum rétti, tekur virkan þátt i mótun sovézkrar stefnu i innanlands- og utan- rikismálum. Sambandslýð- veldi hefur sinar rikisstofnan- ir, stjórnarskrá og löggjöf, samþykkir efnahagsáætlun og fjárlög fyrir sig. Æðsta stofnun rikisins er Æðsta ráðið, eða þing i tveim jafnréttháum deildum, Sam- bandsráði og Þjóðernaráði. Tveggja deilda skipan Æðsta ráðsins gerir mögulegt aö staðfesta i lögum, áætlana- gerð og fjárlögum bæði hags- muni rikisins i heild og hags- muni og þjóðleg sérkenni hvers lýðveldis. Hvert sambandslýðveldi kýs fulltrúa til Sambandsráðs- ins i hlutfalli við höfðatölu — einn fulltrúa fyrir 300 þús. ibúa. En i Þjóðernaráði eiga S. Astavin, semlihcrra fulltrúa öll sambands- og sjálfstjórnarlýðveldi, sjálf- stjórnarhéruð og þjóðasýslur. Hvert sambandslýðveldi sendir til Þjóðernaráðs án til- lits til ibúafjölda 32 fulltrúa. Þvi eiga stærsta lýðveldið, RSFSR (131,8 milljónir ibúa), og hið fámennasta, Eistland (1,4 m illjónir ibúa ), jafn- marga fulltrúa i Þjóðernaráð- inu. Forseti Æðsta ráðs hvers lýðveldis er um leið varafor- seti Æðsta ráðs rikisins. Forsætisráðherra sam- bandslýðveldis á um leið sæti i sovézku stjórninni með fullum atkvæðisrétti. 50 ára afmæli Sovétrikjanna gefur tækifæri til að leggja margþætt mat á þann árangur, sem allar sovétþjóðir hafa náð á sviðum atvinnulifs og menn- ingar. t þvi sambandi langar mig til að nefna nokkur ein- kennandi dæmi. Árið 1922 var efnahagslif til- tölulega þróaðra héraða SSSR svo til i rústum. Þá voru i landinu framleiddar 800 milljónir kólóvattstunda af raforku. Hálfri öld siðar hafði framleiðslan þúsundfaldazt. Oliuvinnsla óx úr 4,7 millj. smál. 1922 i 400 millj. 1972, stálvinnsla úr0,3 i 126 milljón- ir smál. Á 50 árum hafa verið reist rúmlega 40 þúsund meirihátt- ar iðnfyrirtæki. Framleiðsla á neyzluvöru er i örum vexti. Nú er á fimm daga vinnuviku framleitt i landinu meir af iðn- varningi en i keisarans Rúss- landi á heilu ári. Árið 1922 framleiddu Sovét- rikin um 1% af heimsfram- leiðslunni, en nú verður þar til um íimmtungur iðnfram- leiðslu heimsins. Þau eru i fyrsta sæti i framleiðslu á kol- um, járngrýti, hrájárni, drátt- arvélum, sementi og nokkrum tegundum öðrum. Heildar- framleiðslan er hin nxesta i Evrópu og næstmest i heimi. Aö landbúnaði starfa 32,3 þús. samyrkjubú bænda og 15,5 þús. rikisbú. Heildarland- búnaðarframleiðslan hefur tæplega fimmfaldazt siðan 1922. Áður var aöeins til visir að iðnaði i Kákasuslöndum, en Mið-Asiulýðveldin voru litt Sovétrikjanna á Islandi. þróaðir úlkjálkar undir léns- skipulagi, þar sem ólæsi var n;rr algjört. Smáþjóðir norðurhéraðanna og Kyrra- hafshéraða voru að deyja út, margar þjóðir áttu sér ekki ritmál. Innan sameinaðs sósialisks rikis hefur átt sér stað ör þró- un atvinnulifs og menningar allra þjóða Sovétrikjanna. Þegar á árinu 1941 voru öll sovétlýðveldi orðin þróuð iðn- riki. Jaðarlýðveldin þróuðust örar en miðhéruð landsins. Yfir allt landið hefur iðnaðar- framleiðsla 92-faldazt siðan fyrir byltingu, en i Kirgisiu hefur hún 190-faldazt og 185- faldazt i Armeniu. B.K. Singha, þekktur ind- verskur félagsmálafrömuður, sem nýlega heimsótli Sovét- rikin, segir i bók,er hann hefur ritað, að Kazakstan, .. sem áður var land snauðra og kúgaðra hirðingja, flytur nú út vörur til 80 landa heims”. Fyrir byltingu störfuðu i Rússlandi 11,6 þús. visinda- starfsmenn, en nú eru þeir rúmlega milljón, eða fjórð- ungur allra.sem slik störf vinna i heiminum. Framfarir i Sovétrikjunum hafa gegnt miklu hlutverki i tilorðningu og örri þróun sam- veldis sósialiskra rikja. Innan ramma COMECON fer fram stöðugur vöxtur þjóðarbú skapar sósialiskra rikja á grundvelli gagnkvæms stuðnings, jafnréttis og virð- ingar fyrir fullveldi hvers og eins. Sovézka rikið fylgir með virkum hætti eftir á alþjóða- vettvangi stefnu friðar og vin- áttu þjóða. 24ða þing KFS,sem fram fór árið 1971,staðfesti þá stefnu sovétstjórnarinnar að þróa samskipti við þau riki, sem ekki eru sósialisk, á grundvelli friðsamlegrar sambúðar, en við sósialisk riki á grundvelli alþjóðahyggju öreiganna. Sovétrikin hafa viðtæk við- skipti, efnahags- og menning- arsamskipti við fjölmörg lönd, stór sem smá. I Sovétrikjun- um er álitið, að þróun póli- tiskra, viðskiptalegra, efna- hagslegra og menningarsam- skipta sem og annarra tengsla við ísland sé þjóðum beggja landa i hag. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.