Tíminn - 06.03.1973, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.03.1973, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Þriðjudagur 6. marz, 1973. i- ► I Veljið yður í hag OMEGA Úrsmíði er okkar fag Nivaáa nOAMEn Jtlpina. PIERPOÍIT E. Baldvlnsson Laugavegi 12 - Slmi 22§04 Höfum á boðstólum mikið úrval gardínustanga bæði úr tré og járni. Einnig nýja gerð af viðarfylltum gardínubrautum. Kappar í ýmsum breiddum, spón- lagðir eða með plastáferð í flestum viðarlíkingum. Sendum gegn póstkröfu. Gardinubrautir h/f Brautarholti 18, s. 20745 •••••• •••••• ****** ****** ****** ■•*•**• ****** ****** n::n ■••♦••• •••<“- ♦♦*• OHNS-MANVILLE glerullareinangrun er nú sem fyrr vinsælasta og örugglega ódýrasta glerullar- einangrun á markaðnum í dag. Auk þess fáið þér frían álpappír með. Hagkvæmasta einangrunarefnið í flutningi. Jafnvel flugfragt borgar sig. MUNIP Hiiii.TS.'.r.vt’iTns f alla einangrun Hagkvœmir greiðsluskilmálar. sem er. *••••• JON LOFTSSON HF. Hringbraut 121 ® 10 600 . ••••••••*••*• ....................................... ••♦••••••••••••♦••••••••••••••••♦•••••••••••••••••••••••••••••:•■•••••____ _______ ..........................................................••••••.••••••••^•••••••i ....-----•♦••••••••••• . .♦♦•••**•♦•••••••••••••••••••••♦••♦•••♦•••♦•••♦••••••••••••♦♦•****, !*♦•♦••♦♦♦••••••♦•••••••♦••••••••••••••••••♦♦•••••••••••••••••••••. . ■•♦♦♦♦♦•••♦•♦••*••••••••••••••••••♦•••••••«••••••••••••••*••••••• ■lJ**********'“----............---------------------------------- ••••••••••••••• •••••••••••••••• ••••••••••♦ ••••••••••• ••••••••••• Enn um útvarpið Kæri Landfari. Það var einhverntimann i janú- ar, að einhver skrifaði um að spara útvarpsefnið ogm.a. hætta stuðningi við Sinfoníuna o.fl. Svo kom gosið I Heimaey og maður steinhætti að hugsa um slikt. En ég skrifaði þér þarna strax svar, sem hér hefir legið hjá mér æ slðan. I morgun las ég þetta svar mitt yfir og hugsaði með mér, að ekki skaðaði þött það birtist nú, þrátt fyrir allt, ef pláss er fyrir það hjá þér. Greinarstúfur minn var svona! Sinfónian og Rlkisútvarpið. Rikisútvarpið hefir verið talsvert á dagskrá að undan- förnu. bað er fjárhagslegur rekstrargrundvöllur stofnunar- innar, sem nú hefir dregið athygli að málefnum hennar. Ötal margt hefir þar verið spjallað og skrifað. Hér i dálkum þinum var fyrir nokkru grein um málefnið þar var stúngið uþp á ýmsu til hressingar fyrir fjárhag- inn. Það átti að stytta send- ingartimann, hætta að lesa segja, að samræmi sé i þvi að hætta að lesa Njálu og svo hinu að hætta að styðja fjárhag Sinfoni- unnar. Um gildi þess, að halda Njálu á lofti, þarf þrátt fyrir allt ekki aö ræða. Bókmenntir skipa, hvaðsem öðru liður, svo öruggan sess með þjóðinni, aö stöðu þeirra veröur ekki haggað, — jafnvel þótt helztu menningarmiölar eins og útvarp hættu gjörsamlega að sinna bókenntum okkar. Um vandaða tónlist gildir allt annað hér á landi. Við eigum okkur að kalla engar erfðavenjur i tónlist og það tekur llklega margar kynslóðir að mynda sér- stæða islenzka tónlistarhefð. Af þeirri sök er það fullkomlega skiljanlegt að menn spyrji, hvaða nauðsyn beri til þess að spila vandaða tónlist, þegar peninga þurfi til svo ótal margs annars. Ég geri ráð fyrir, að það sé alveg rétt, aö spara megi mikiðfé með þvi að leggja menningarviðleitn- ina yfirleitt niður. Liklega er við- leitnin I menningarvafstrinu eins- konar munaður. Tónlist þarf að verða almenningseign. Vönduð tónlist, af hvaða tegund sem vera skal, má ekki vera sérréttindi nokk- urra útvaldra. Þar gildir sama um tónlist og önnur menningar- verðmæti. Hér eru allir læsir á beztu bókmenntir okkar nýjar og gamlar og þykir sjálfsagt. Um tónlist gegnir allt ööru máli. Hér fer ekki fram neitt tónlistar- uppeldi né skipulögð kynning. Það þarf að kenna tónlist á miklu breiðari grundvelli en nú er gert hér á landi, m.a. i þeim tilgangi að gera uppvaxandi kynslóðum kleift að njóta þess bezta, sem mannsandinn hefir skapað á sviði tónanna. Það er óskapleg tilhugs- un að enn skuli tónlistaruppeldi okkar vera þannig háttað, að þús- undir barna og ungl. um allt land komast aldrei i kynni viö vandaða tónlist — gamla og nýja. Ég er viss um það, að til geta verið þær aðstæður í okkar þjóð- félagi, að spara þurfi menning- una og þar með vitleitni útvarps- ins okkar til þess að reka menningarpólitik. Sárt er þó til þess að hugsa, ef svo er sorfið að okkur i menningarlegum efnum, að við höfum nú ekki efni á að reka útvarpsstöð með einni dag- skrá. Vafalitið þurfum við enn um stund einhver ókjör og harðviði og steinsteypu. Missum samt ekki alveg sjónar af öllum verðmætum eins og dýrð náttúrunnar i kringum okkur, góðum leikhús- verkum, og öðrum bókmenntum, myndlistinni og tónlistinni. Strits- ins verður lika að sjá staö i auk- inni viðelitni til æðra menningar- lifs fyrir alla þjóðina — ekki bara fyrirfáaútvalda. Þarna er útvarp- ið mikið tæki. Starfsemi þess má ekki eyðileggja með þvi að skammta því of naumt. Útvarpið menntakerfið, leikhúsin, sjón- varpið, Sinfónian og svo margt og svo margt þurfa að vera öflugar og heilbrigðar greinar á sama menningarstofni. Er ekki útvarpið þrátt fyrir allt orðið svo almenn eign þjóðarinnar, að rétt sé að reka það fyrir almannafé. Er ekki rétt, t.d. i áföngum, að fella afnotagjöldin alveg niður? Beztu kveðjur, Birgir Þórhallsson. Endurmat lífsgæðanna UMRÆÐUR á alþingi aö undan förnu um áfengi, tóbak og kaup- gjaldsvisitölu gefur tilefni til hugleiðinga um, hvort núverandi verðmætamat okkar sé ekki eitt- hvað brenglað. Þó alþingismenn eins og al- menningur hafi áhuga á vaxandi verðbólgu með þvi að fjölga sem örast krónunum — þá mun ýms- um sýnast vafasöm nauðsyn að nota verðhækkun á áfengi og tóbaki til að herða á dýrtfðarhjól- inu, þvi ennþá munu æði margir telja neyzlu áfengis og tóbaks fremur alltof útbreiddan ósið en æskilegar lifsvenjur, sem ekki megi gjöra tilraun til að draga úr með hækkuðu verðlagi, nema fyrir komi fullar verðbætur. N á t tú r u h a m f a r i r n a r i Vestmannaeyjum er þungt áfall fyrir þjóðina. En erfiðleikarnir eru til þess að sigrast á þeim og reynast jafnvel stundum hvati aukins þroska einstaklinga og þjóða. Þessi reynsla hefir þegar fært okkur heim sanninn um, að við erum ekki einir þegar á reynir, þvi svo stórmannlega hafa frænd- þjóðir okkar á Norðurlöndum brugðizt við okkur til hjálpar. Þakklæti fyrir þá ómetanlegu hjálp og bróöurhug verður máske bezt sýnt i verki með þvi að okkar eiginn hlutur liggi ekki eftir I uppbyggingarstarfinu. Gjaldeyristapið við, að um sinn leggst niður ein virkasta fram- leiðslubyggð landsins, mun ekki verða full bætt á næstunni, og er ekki óþarft að gjöra sér þær stað- reyndir ljósar, þegar verðmetin eru störf til þjóðnytja. Minnkandi þjóðartekjur krefj- ast aukins sparnaðar, ef allt á að verða með felldu. Sé einblint á krónufjölda I mati góðs mannlifs verður öll tekjurýrnun kvíðvæn- leg. En trúverðug úttekt á þjóðar- neyzlunni síðustu áratugi myndi óefað leiða i ljós ósmáar upphæðir i óhollri og óhófslegri eyðslu, sem spara mætti án þess hagsæld þverri. Og er ekkj einmitt núna rétti timinn, til þess að við tökum dálitið í lurginn á okkur og endur- skoðum mat lifsgæðanna. Við öllum blasir t.d., hversu óskaplegir fjármunir hljóta að fara til kaupa á sælgæti og gos- drykkjum, sem er hversdagsleg neyzla fjölda barna oft á dag. Þetta er aðeins eitt dæmi af ótal mörgum um óhófseyðsluna — og er máske alvarlegust, vegna þess að tilgreint dæmi er beinlinis kennsla I óhollum lifsvenjum komandi kynslóða. Oft er þörf,en nú er nauðsyn, að landsmenn i sameiningu hefji til virðingar ráðdeild, hófsemi og at- orku. En meðal annarra orða alþingismenn góðir, látið ekki ykkar eftir liggja til áhrifa á heil- brigðara mat lífsgæðanna og herðið ykkur upp i að afnema sem fyrst það regin hneyksli, að miða meðal annars útreikning kaup- gjaldsvisitölu við verðbreytingar á áfengi og tóbaki. Björn Stefánsson. /------------------------- Jón Grétar Sigurðsson I héraðsdómslögmaður Skólavörðustig 12 18783. • • Oskudagsmerkjasala Rauða krossins Á öskudaginn er hinn árlegi merkjasöludagur Rauða krossins. Merkin verða afhent á neðantöldum útsölustöðum frá kl. 9.30. Börnin fá 10% sölu- laun og þau söluhæstu fá sérstök verðlaun. Vesturbær og Miðbær: Smáibúða- og Fossvogshverfi: Skrifstofa R.K.l. öldugötu 4. Efnalaug Vesturbæjar Vesturg. 53. Melaskólinn. Sunnubúðin, Sörlaskjóli 42. Kron, Dunhaga 20. Skerjaver, Einarsnesi 36- Austurbær: Fatabúðin, Skólavörðust. 21. Axelsbúð, Barmahlíð 8. Silli og Valdi, Háteigsvegi 2. Sunnukjör, Skaftahlið 24. Hlíðaskóli, Hamrahlíð. Dagheimilið Lyngás, Safamýri 5. Austurbæjarskóli. Skúlaskeið, Skúlagötu 54. Breiðagerðisskóli. Fossvogsskóli. Vefnaðarvöruverzlunin Faldur- inn, Háaleitisbraut 68- Laugarneshverfi: Laugarnes-apótek, Kirkjuteigi 21. Kleppsholt, Vogar og Heimar: Kjörbúðin Laugarás, Norður- brún 2. Verzl. Búriö, Hjallavegi 15- Verzl. Þróttur, Kleppsvegi 150- Langholtsskóli- Vogaskóli- Þvottahúsið Fönn, Langholts- vegi 113. Árbær: Arbæjarskóli- Árbæjarkjör, Rofabæ 9. Breiðholt: Breiðholtsskóli- Matvörumiðstöðin, Leirubakka 36. Seltjarnarnes: Mýrarhúsaskóli. Kópavogur: Kópavogsskólinn v/Digranesvegv Kársnesskóli v/Skólagerði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.