Tíminn - 07.03.1973, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.03.1973, Blaðsíða 1
[uotellof™/?] FUNDARSALIR ,,Hótel Loflleiðir" miðast við þarfir alþióðaráðstefna og þinga, þar sem þýða þarf ræður manna jafnharðan á ýmis tungumál. LITIÐ Á SALARKYNNI HOTELS LOFTLEIOA — EINHVER ÞEIRRA MUN FULLNÆGJA ÞÖRFUM YÐAR. V. Skorið aftan úr átta sama sólarhringinn Statesman hvarf af miðunum Vestmannaeyjasöfninin: ÁTTA MILLJÓNIR FRÁ SOVÉZKA RK ÞÓ, Reykjavík — Það er ekki hægt að segja annað, en tiðinda- samt hafi verið á miðunum norður af Rauðanúpi á Sléttu siðasta sólarhring, þvi þar hafa isienzku varðskipin klippt átta sinnum á vira brezkra togara, auk þess sem Ægir hlcypti af púðurskotum I eitt skipti. Bretar eru að vonum illir yfir þessum aðgerðum varðskipanna, og reyndu margir brezkir togarar að sigla Ægi niður I fyrrinótt. Viraklippingarnar byrjuðu á tiunda timanum I fyrramorgun eftir sex vikna hlé. Eftir það hefur alltaf eitthvað verið að gerast á miðunum. Um klukkan 18 I fyrrakvöld voru varðskipin búin að klippa á vira fjögurra brezkra togara, og að sögn Haf- steins Hafsteinssonar, blaðafull- trúar Landhelgisgæzlunnar, skar svo varðskipið óðinn á báða vira brezka togarans Real Madrid GY 674, um klukkan 22.35 i fyrra- kvöld, þar sem togarinn var að veiðum 30 sjómflur norður af Melrakkasléttu. Um klukkan tvö i fyrrinótt gerðu margir brezkir togarar samtimis tilraun til að sigla á varðskipið Ægi, en án árangurs. Það vakti furðu varðskips- manna i fyrrinótt, að dráttar- báturinn Statesman, sem á að vera brezkum togurum til verndar, hvarf af miðunum um miðnætti Svo var það um klukkan 9.25 i gærmorgun, að Ægir skaut tveimur púðurskotum að Brucella H 291, eftir að togarinn hafði margsinnis reynt að sigla á varðskipið. En þess er skemmst að minnast, að þann 28. desember siðastliðinn sigldi þessi sami tog- ari á á skut varðskipsins Óðins, og við það skemmdist varðskipið talsvert. Ægir var ekki fyrr búinn að losa sig við Brucella, en hann skar á annan togvir St. Cap H 20, þar sem togarinn var að veiðum 28 sjómilur norður af Rauðanúp-. Og skipsmenn Ægis létu ekki þar við sitja, þvi að klukkan 10.30 skar Ægir á togvira Ross Kelvin GY Framhald á bls. 13 Þessi loftmynd var tekin af Vestmannaeyjum I heiðskiru veðri I fyrra dag, og sést glöggt á henni, hvernig hraunið gengur I sjó fram — svart næst gosstöðvunum og hinni fyrri strönd Heimaeyjar, en sveipað gufumekki, er lengra kemur fram. Landaukinn nemur 1,6 ferkilómetrum. Ljósmyndir: Landmælingar islands. SENDIHERRA Sovétrikjanna Svergei T. Astavin, kom I morgun á fund Ólafs Jóhannes- sonar forsætisráðherra og skýrði honum frá þvi, að Rauði kross Sovétrikjanna hafi ákveðið að gefa Rauða krossi islands 60 þúsundrúblur (um 8 milljónir) til hjálparstarfs vegna náttúruham- faranna i Vestmannaeyjum. Forsætisráðherra barst einnig bréf frá atvinnurekendasam- tökum Noröurlanda, ásamt ávisun að upphæð 400.000 danskar krónur (um 6,2 milljónir króna) sem framlag i viðlagasjóð vegná hjálparstarfsins i Vest- mannaeyjum. Ennfremur hefur forsætisráð- herra borizt, um hendur Hall- grims F. Hallgrimssonar, aðal- ræðismanns, 25.000 dollara (um 2.4milljónir króna) framlag i við- lagasjóð frá landshlutastjórn British Columbia I Kanada. Þá hefur forsætisráðherra einnig borizt bréf frá fram- kvæmdastjórn firmans Jóhns- Manville Corporation, þar sem skýrt er frá þvi, að firmað hafi ákveðið að leggja fram lOþúsund Bandarikjadollara (um 960 þúsund krónur) i söfnun Ameri- can Scandinavian Foundation til viðlagasjóðs Forsætisráðherra hafa borizt mörg fleiri, smærri og stærri, framlög til viðlagasjóðs vegna hjálparstarfsins i Vestmanna- eyjum. Hefur hann þakkaö þessar gjafir og þá vinsemd og þann skilning, sem gjafirnar bera vott um. Hér séstströndin eins og var áður en gosið I Heimaey hófst og hraunið rann I sjó fram. Verðlauna- keppni sölubarna Tímans HJA TIMANUM er alltaf eitthvað nýtt á prjónunum. Um næstu helgi hefst sölu- keppni barna, sem selja blaðið I lausasölu, og mun keppnin standa I þrjá mánuði. Þau börn tvö, er atorkusömust reynast við söluna, fá i verðlaun ferð til Kaupmannahafnar, þar sem meðal annars verður komið i Tívoli og dýragarðinn. En auk þess verða smærri verð- laun, er seinna verður tekin ákvörðun um. Þessi keppni er miðuð við sölu á laugardags- og sunnu- dagsblöðum Timans, og mun hefjast þegar næsta laugar- dag, og stendur fram i júni- byrjun. Börn, sem eiga heima i úthverfum Reykja- víkur, geta fengið blöð flutt heim til sin — laugardags- blaðið snemma laugardags- morguns og sunnudagsblaðið að kvöldi laugardags. Um allt, sem lýtur að þessari keppni, má snúa sér til afgreiðslu Tfmans I Banka- stræti eða hringja i sima 12504 eða 12323. Eins og áður er tekið fram, verður tveim börnum, sem drýgst reynast, boðið til Kaupmannahafnar, og verður maður frá Timanum þeim til samfylgdar. Farið verður héðan á föstudegi og komið aftur á mánudegi. Eltir eins og þægur hundur KJ, Reykjavik — Hann fylgir okkur eins og þægur hundur, sagði Kristján Arnasonskipstjóri á björgunarskipinu Goðanum i viðtali við Timann i gær, en Goðinn var þá með vélbátinn Framnes i togi undir Jökli, og var ferðinni heitið suður i Njarð- vikur, þar sem Framnes veröur tekið i slipp. Veörið er nú heldur leiðinlegt, sagði Kristján ennfremur, þvi hann er beint á móti. Kristján sagði, aö vel hefði gengið aö ná bátnum á flot á flóðinu i gærmorgun. Voru þeir búnir að ná bátnum út um klukkan hálf sjö, og höfðu þá togað i hann i hálfiima. Búið var að gera rás aftan við bátinn, og auðveldaði það björgunina. Taugin, sem notuð var við að ná Framnesi út, var 900 metra löng. Þegar báturinn var dreginn á flot, skemmdist stýrið, og fyrir varvélinbiluð, svoaðGoðinn dró Framnes bæði vélarvana og stýrislaust til Njarðvikur. Þegar báturinn var dreginn á flot, voru fjórir menn um borð, skipstjórinn, stýrimaður og vél- stjóri auk fulltrúa frá trygginga- félagi skipsins. Páll Andrésson kaupfélags- stjóri á Þingeyri sagði i viötali við blaðið, að vonazt væri til, að Framnesið gæti hafið róðra á ný i næstu viku, en eftir væri að taka skipið i slipp og skoða það vel eftir strandiö.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.