Tíminn - 14.03.1973, Blaðsíða 1

Tíminn - 14.03.1973, Blaðsíða 1
WOTEL miMIfí SUNDLAUGIN er eitt af mörgu, sem „Hótel Loftleidir" hefur til síns ágætis og umfram önnur hótel hérlendis. En þaö býöur líka afnot af gufubadstof u auk snyrti-, hárgreiöslu- og rakarastofu. VíSID VINUM Á HOTEL LOFTLEIDIR. Gasupp- streym- ið mælt Unnið að lestun vikurs I Sundahöfn f gær um borð f brezka skipið Cairnranger Fyrsti vikurfarmurinn til útlanda á þessu ári: (Timamynd G E) RAÐGERT AÐ FLYTJA UT VIKUR FYRIR 60 MILLJ. í ÁR KJ-Reykjavík.i gærdag var byrjað að iesta fyrsta vikurf lutningaskipið á þessu ári, en allt útlit er fyrir, að í ár verði um veru- legan útflutning á vikri að ræða. Ásgeir Hallsson, framkvæmdastjóri Heklu- vikurs, telur ekki ólíklegt, að útflutningsverðmæti vikursins í ár verði 50-60 milljónir króna. Tvö skip verða lestuö vikri i Sundahöfn I Reykjavik I þessari viku. Stærra skipiö heitir Cairn- ranger og siglir það til Rochester i Bretlandi. Minna skipið heitir Nicoto og siglir það með farminn til Orkanger i Noregi. Alls eru það um fimm þiisund rúmmetrar, sem fara meö þessum tveim skip- um, eða I kring um fjögur þúsund tonn. Asgeir Hallsson, fram- kvæmdastjóri Hekiuvikurs, sagði Timanum að athuganir á útflutningi vikurs hefðu haf- izt siðast á árinu 1967, en út- flutningur hófst árið 1969. 1 ár hafa svo borizt verulegar pantanir i islenzka vikurinn, og er þetta fyrsta árið, sem framleiösla og sala verður umfram það lágmark, sem teijast má skynsamlegt rekstrarlega séð. Gffurleg vinna liggur að baki, þegar þessi útflutningur er kominn á rekspöl, og er þar bæði um að ræða rannsóknir á efninu sjálfu, og markaðskönnun. Vikurinn er tekinn á þrem stöð- um i Þjórsárdal, og fluttur á bil- um i Sundahöfn, þar sem hann er harpaður og blandaður. Er þrem tegundum blandaö saman, og mjög strangt eftirlit haft með gæðum blöndunnar. Asgeir sagöi, aö öll staða i Sundahöfn væri mjög erfið, og gætu þeir ekki flutt að og blandað nægilega mikið til að anna eftir- spurninni. Rysjótt tiö hefur komið illa við þá hjá Hekluvikri, eins og marga aðra. Framtíðaraöstaða í Hveragerði 1 viðtalinu við Timann, sagöi Asgeir, að þeir væru búnir aö kaupa landspildu I Hveragerði, og væri ráögert að flytja vikurinn þangað úr Þjórsárdal, þar sem hann yrði harpaður og blandaöur. Yrði hverahitinn væntanlega nýttur i þessu sambandi. Eftir sem áður yröi vikrinum skipað út i Reykjavik, þar sem aðstaöa til útskipunar væri enn ekki nógu góð i Þorlákshöfn. Vikurinn fer í hleðslusteina Eins og að framan segir, fer stærri farmurinn að þessu sinni til Bretlands, en kaupandinn er fyrirtækið Lytag, sem er dóttur- fyrirtæki mikillar samsteypu, sem annast byggingar og verk- legar framkvæmdir. Vikurinn er notaður í hieðslusteina i innri veggi I hús, og er gert ráð fyrir mikilli sölu á vikri til þessa fyrir- tækis. A næstunni er gert ráö fyrir aö tvö til þrjú skip til viöbótar lesti vikur hér til þessa fyrirtæk- is. I Noregi hafa þrjár verksmiöj- ur keypt vikur héðan, en sending- in, sem fer meö Nicoto, fer til nýs viöskiptavinar. Varðandi nýtingu á gosefn- um I Heimaey sagði Asgeir Hallsson, að þeir hjá Heklu- vikri hefðu ákveönar hug- myndir um nýtingu gosefn- anna, og væru með athuganir I gangi á efnunum. Þeir hefðu gert viökomandi yfirvöldum viðvart um hugmyndir sinar, en vegna óvissuástandsins I Eyjum væri ekki fariö aö ákveöa neitt f þessu sam- bandi, en Asgeir sagöist telja, aö þeir heföu reynslu og þekk- ingu i þessum efnum, sem ætti eftir aö koma aö góöu haldi, þegar ákvaröanir yröu teknar um nýtingu gosefnanna. KJ-Reykjavík. Samkvæmt mælingum gasathugunar- manna í Vestmannaeyjum, hefur orðið lítil en stöðug aukning á eldgosagasi í Vestmannaeyjum siðustu vikuna, og í fyrrakvöfd voru t.d. allir reknir út úr félagsheimilinu, og loft- skeytastöðinni í Eyjum var lokað vegna gasmengunar. Að sögn gasathugunarmanna þá hefur orðið aukning á upp- streymi gassins, og það finnst viðar en áöur I bænum. Sem dæmi . má nefna, að gasuppstreymiö var 6metrar á sekúndu á Urðarvegi i dag, og hafði aukizt um einn metra frá þvi I gær. Þá mældist gasuppstreymið viö Landagötu vera 5.7 m á sek, Gasmagniö er nokkuð mismunandi frá degi til dags, en undanfarna fimm daga hefur verið stöðug en hæg aukn- ing á gasuppstreyminu. Alls er gasuppstreymiö athugaö á fjór- tán stöðum i bænum, og i gær var gasið komiö upp fyrir hættumörk á Bústaöabraut, og bendir það til að gasiö sé að breiðast út um bæ- inn. Að sögn Odds Sigurössonar jaröfræðings, er aöalhraun- rennsli nú i suð-austur, eða hjá svonefndum Flugnatanga. Þar hefur hraunið skriöiö fram á 100- 200 metra belti. Engar verulegar breytingar hafa oröið á hraun- jaðrinum.sem snýr aö bænum, en haldið er áfram að dæla vatni á hrauniö af fullum krafti og eins hafa allar tiltækar jarðýtur verið notaðar til að styrkja varnar- garðinn við Grænuhliö. Hraun- kanturinn er nú orðinn um 30 metra jafnhár, miöað við jafn- sléttu, en einstakir hlutar kants- ins eru allt aö 45 metra háir. Óverulegt gjóskufall var yfir miöbæinn I gær. Enn varð banaslys á Hríngbrautinni 65 ára gamall maður, sem varð fyrir bíl á Hring- braut á mánudagskvöld, lézt í gær af völdum meiðsla, án þess að komast til meðvitundar eftirslysið. Kl. rúmlega 22 á mánudags- kvöld var blll á leið austur Hring- braut á hægri akrein. A móts viö Umferöarmiðstööina, skammt frá gangbraut, varð maður, sem var á leiö yfir götuna, fyrir biln- um. Var maðurinn fluttur á Borgarspitalann og lézt hann þar siödegis I gær. ökumaðurinn ber, að hann hafi ekki séö manninn fyrr en rétt áö- ur en hann kom að honum. Var maöurinn dökkklæddur með dökkan hatt. OÓ Mývetningar aka sorpi til eyðingar á Húsavík — vona að aðrir fari að dæmi þeirra og hagnýti sér sorpeyðingarstöðina nýju Erl-Reykjavík. — Eins og sagt hefur verið frá í fréttum var á sl. hausti tekin í notkun ný sorpeyð- ingarstöð á Húsavík. Stöð þessi annar sorpeyðingu af mun stærra svæði en Húsavík einni saman, og eru nú Mývetningar farnir að hagnýta sér hana, og aka þangað rusli til brennslu einu sinni í hálfum mánuði. Við byrjuöum á þessu um mánaðamótin jan-febr. og erum búnir að senda rusl þrisvar sinnum sfðan, sagði Siguröur Þórisson oddviti á Grænavatni, er viö hringdum til hans i gær til aö spyrja hann frétta af fyrir- tækinu. — Enn er þetta allt á til- raunastigi, og ekki búið að ganga frá neinum samningum við Húsavikurbæ um afnot af stöðinni, en fyrst i stað reiknum við meö að fara með rusl tvisvar i mánuði yfir vetúrinn og einu sinni 1 viku á sumrin. Nú er sorpið tekiö eftir vigt inn I stöðina frá okkur, og viö vonum að aðrir hreppar hér I nágrenninu feti I fótspor okkar meö að hagnýta sér þá leið, sem þarna fékkst til að losna viö sorpiö. Þaö er óllkt að geta brennt þvi i fullkominni stöö eins og þessari, eða hafa það fjúkandi eða fljótandi út um allt, eins og raunin hefur viða viljaö veröa. — Eins og ég sagöi áðan, er þetta allt á tilraunastigi ennþá, sagði Siguröur, og eins er þaö ekki frágengiö, hvort við tökum eitthvert gjald fyrir hreins- unina. Eins og er kaupa menn sér sjálfir plastpoka og grindur fyrir þá, og koma þeim siðan á þjóðveg, eöa út af sinum lóðum þar sem bill á vegum hreppsins tekur það. Það er pokafyrir- komulagið, sem gerir þetta svo auðvelt sem raun ber vitni, en hér væri t.d. alls ekki hægt að nota öskutunnur. Þetta hefur allt gengiö vel til þessa, og ekkert ætti aö veröa þvi til fyrirstööu aö svo veröi áfram. Viö vonum svo bara aö aörir veröi til aö hagnýta sér þá möguleika, sem opnuöust meö tilkomu nýju stööv- arinnar. Þaö er stórt spor I þvi aö fegra og bæta umhverfiö, og þá getum viö kannski fariö aö eygja hreint land — fagurt land.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.