Tíminn - 15.03.1973, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.03.1973, Blaðsíða 1
WQTEL LOFTlöflW 1 SUNDLAUGIN er eitt af mörgu, sem ,,Hótel Loftleiðir" hefur til síns ágætis og umfram önnur hótel hérlendis. En þaö býður líka afnot af gufubaðstofu auk snyrti-, hárgreiðslu- og rakarastofu. VISIÐ VINUM A HÖTEL LOFTLEIÐIR. 7 Flúorveiki í búpeningi í uppsiglingu? BEITARHROSS í LÁGSVEITUM í RANGÁRÞINGI FARIN AÐ SÝKJAST Sallafín gosaskan drepur allan mosa AJ-Skógum undir Eyjafjöllum. Það er nú komið á daginn, að gosið I Vestmannaeyjum mun draga dilk á eftir sér I Rangár- valiasýslu. Hér hefur verið nokkurt öskufall, og sýnilegt er, að askan er eitruð, bæði bú- peningi, sem beitt er, og gröðri jarðarinnar. öskufall hefur verið f suðvest- anátt, einkum ef gengið hefur á með éljum, og hér undir Eyja- fjöllum eru svo miklar ösku dreifar heima við bæjarveggi, að ekki sér i svörðinn. Yfirleitt er sporrækt á bæjarstéttum. Þetta er sallafln, svört aska, sem smýgur inn i hús manna, þó allt sé lokað, dyr og gluggar. Kvillar koma fram Farið er að bera á þvi, að hross undir Eyjafjöllum veikist, og i Seljalandsseli hefur hestur þegar drepizt. Telur dýralæknirinn I Skógum, Þorsteinn Lindal, að flúoreitrun hafi orðið honum að bana. Einkum hefur þó borið mjög á óeðlilegri helti i hrossum, og I Holti hjá séra Halldóri Gunnarssyni hafa hvorki meira né minna en sjö hross helzt, án þess að kunnugt sé um aðra ástæðu til þess en öskueitrun. 1 Landeyjum þar sem öskufall er þó öllu minna, hafa hryssur látið folöldum. Það ér einkennilegt að þessi aska virðist brenna allan mosa, þar sem hún fellur og kemur þetta mjög glöggt fram, þar sem tún og móar mætast. Allar brekkur og híiðar eru áþekkar þvi, að nýbúið sé að brenna þar sinu og hafi siðan rignt i. A þessu bryddir ekki aðeins undir Eyja- fjöllum, heldur einnig i Fljótshlið innanverðri og sums staöar I Landeyjum. Þetta hefur vakið nokkurn ugg. A sliku hefur ekki bólað i Heklu- gosum, og menn vita ekki hvað viðnámsþróttur heiðalanda getur veikzt, þegar mosinn drepst og eftir er ber mold á milli gisins gröðurs. Þessu getur fylgt veru- leg hætta á uppblæstri og viö hér eystra teljum þörf á, að vandlega sé fylgzt með þessu. Flúormagn mjög mismunandi Mörg öskusýni hafa verið send til Reykjavikur til rannsóknar. Timinn snéri sér til Guðmundar Péturssonar, læknis á Keldum, þar sem sýni að austan hafa verið rannsökuö. Sagði Guðmundur, að litið sem ekkert flúor hefði verið I sumum þessara sýna, en mjög mikið I öðrum, viðlika og þegar mest var I sýnum frá Heklu. Innfluttu húsin 200 á 10 staði KJ-Reykjavik. Nú hefur verið ákveðið hvar fyrstu innfluttu húsin verða sett niður, en alls er um að ræða 200 hús, sem Viðlaga- sjóður hefur ákveðið að kaupa til- búin frá frændþjóðunum. Flest húsin, eða 40 talsins, fara til Keflavíkur, en að ööru leyti dreifast þau til eftirtalinna staða sem hér segir: Grindavik 25 hús, Mosfellssveit 10 hús, Hveragerði 10 hús, Eyrarbakki 10 hús, Stokkseyri 10 hús, Þorlákshöfn 25 hús, Seifoss 30 hús, Akranes 10 hús og Hafnarfjörður 30 hús. Samkvæmt fréttum frá Noregi, þá verða flest húsin i þessari fyrstu sendingu þaðan og af nokkrum gerðum. Norsk hús hafa áður veriö flutt hingað til lands, og likaö vel. Má nefna að nokkur hús i Reykjahliðarhverfi i Mývatnssveit eru norsk, og viðár i landinu er norsk innflutt hús. Atvinnuleysi lok ið á Raufarhöfn HH—Raufarhöfn. — Hér hefur verið bezta veður að undanförnu, oftast þiðviðri, en snjó tekur þó hægt, enda var hér nær alit á kafi, og ef brugðið hefði til skyndi- hálku, hefði það valdið miklum vandræðum. Vegir eru nú allir færir að nafninu til, en sums stað- ar slæmir vegna bleytu. Verið er að setja báta ofan, og einn er farinn að róa á rauð- maga. Aðrir biða eftir gráslepp- unni, en verð á hrognum er nú mjög hátt, og hyggja menn gott til veiðanna. Litiö hefur fiskazt af bolfiski, enda þær veiðar litt verið stundaðar að undanförnu. Þó róa Kínverska sendiráðið á Víðimel KÍNVERJAR eru i þann veginn að festa kaup á hús- eigninni Vföimel 29, eign Odds Jónassonar, sem kenndur er við Glæsi. Mun þar verða bústaður kin- verska sendiherrans, sem og skrifstofur sendiráðsins. Kinverski sendiherrann hefur búið á Hótel Loftleið- um til þessa, en aö öðru leyti hefur sendiráðið haft bæki- stöð inni i Fellsmúla sfð- an það tók til starfa hér i Reykjavik. nú tveir bátar með net, en afli hefur verið litill. Við vonum að úr þeim málum greiðist, þegar nýi togarinn kemur, en hann er nú I Panama. Nú er búið að bræða alla þá loðnu, sem hér hefur borizt á land, og beðið eftir þvi, hvort ekki verður landað hér aftur. Þetta var góð hrota, og veitti mikla at- vinnu. Ekki verður heldur annað sagt en vel hafi gengið að bræða, einkum ef tilliter tekiö til þess, að mikill hluti tækjanna i verksmiðj- unni hefur ekki veriö notaður i 5 ár. Verði næstu árin áframhald á loðnuveiöum hyggja menn gott til glóðarinnar og ekki ætti þá að þurfa að kviða atvinnuleysi, fái verksmiðjan hér eitthvað af henni til bræðslu. Þá binda menn og miklar vonir við væntanlegan afla Rauðanúps, og eru þvi bjart- sýnir á komandi ár. Flakkarinn — fjallið, sem enn er vanséð, hvar lætur staöar numið. — Timamynd Róbert. Flakkarinn eins og bændahöllin tíföld KJ-Reykjavik. Gasmengun jókst mjög I Vestmannaeyjum I fyrri- nótt og var hluti af miðbænum lýst bannsvæöi, eftir að þrfr menn urðu fyrir gaseitrun á götu úti. Flakkarinn heldur stöðugt sfnu striki, og hefur hann skriðið fram um 20-25 metra á siðustu 12 sólar- hringum. Að þvi er Oddur Sigurðsson jarðfræöingur sagði I viðtali við Timann I gær, þá er flatarmál Flakkarans nú um 100 x 170 metrar, og hæð fjallsins mældist siðast 45 metrar. Flakkarinn er þrihyrningslaga, og samkvæmt þessum tölum, þá er fjallið nú i kring um 255 þúsund rúmmetrar, eða álika og Bændahöllin við Hagatorg tiföld. Oddur Sigurðsson sagði, að Flakkarinn ætti nú eftir 300 metra ísjófram, og með sama áfram- haídi ætti hann að vera kominn fram á hraunbrúnina móts viö Heimaklett eftir u.þ.b. 15 daga. Överulegar breytingar urðu s.l. sólarhring á hraunkantinum við bæinn, en mælanlegt skrið hraun- kantsins i vestur við Leiðarvörðu, var 1 metri á þessum tima. Aðal- hraunstraumurinn er I suð austur við Flugnatanga og einnig sáu varðskipsmenn á Aibert I gær, hvar hraunið skriður nú i sjó fram I norð-austur, eða I Bjarnarey. áttina aö Norðmenn i Eyjum I gær komu til Vestmannaeyja fimm Norðmenn, sem eru á leið til Jan Mayen á næstunni. Er þarna um að ræða jarðfræðinga og verkfræðinga, sem hyggjast kynnast ástandinu I Eyjum af eigin raun, en aðstæður I Vest- mannaeyjum og á Jan Mayen eru að mörgu leyti svipaöar. Þar gaus eitt eldfjallið fyrir ekki mörgum árum, og vilja Norð- mennirnir vera betur viðbúnir gosi þar næst. VERÐMÆTIÐ ALLS A 3. MILLJARÐ, HÆSTI HÁSETAHLUTUR 700 ÞÚSUND Klp—Reykjavik. — I gær var heildaraflinn á loðnuvertiðinni kominn yfir 330 þúsund lestir, og er það mesti loönuafli, sem hér hefur borizt á land. Talið er, að heildarverðmæti þessa afla sé komið hátt á þriðja milljarð króna. Verðmæti þess afla, sem hefur farið I bræðslu, er um tveir milljarðar og verðmæti þess afla, sem hefur farið I fryst- ingu, um 500 milljónir. Aflahæsta skipið á þessari ver- tið er Guðmundur RE, sem hefur fengið um 13 þúsund lestir, en hann er nú á leiðinni til Seyöis- fjarðar með um 700 lestir, sem hann fékk út af Skaftárósum i gær. Verðmæti þess afla, sem Guðmundur RE, hefur komið með á land, er um 30 milljónir króna. Hásetahluturinn er orðinn um 700 þúsund krónur og hlutur skipstjóra yfir 2 milljónir króna. 1 augum flestra eru þetta góö tveggja mánaða laun. En hafa skal I huga, að skipverjar á Guð- mundi, svo og á öðrum aflaskip- um á þessari vertið hafa margir hverjir starfað aö undirbúningi hennar siöan I haust.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.