Tíminn - 20.03.1973, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.03.1973, Blaðsíða 1
WOTEL miMlfí SUNDLAUGIN ereittaf mörgu, sem ,,Hótel Loftleiöir" hefur til sins ágætis og umfram önnui hótel hérlendis. En það býður líka afnoi af gufubaðstof u auk snyrti-, hárgreiðslu og rakarastofu. ViSID VINUM A HOTEL LOFTLEIDIR. V ■ i / 3 varðskip með 2 byssur hvert KJ—Reykjavík Á sunnu- daginn var fyrstu kúlu- skotunum hleypt úr fallbyssu varöskips frá því fiskveiðitakmörkin voru færö i 50 milur 1. september. Þaö var varö- skipið óðinn, sem skaut tveim skotum fyrir framan dráttarbátinn Statesman, eftir aö báturinn haföi hvað eftir annað gert sig liklegan til að sigla á varðskipið og brotið alþjóð- legar siglingareglur. Óðinn er eitt þriggja varðskipa, sem er búið tveim fallbyssum, og er hlaupvidd byssanna á skipunum 57 og 47 millimetrar. Hin varðskipin,sem eru með tvær byssur, eru Þór og Ægir. Siðari byssunni var bætt við á bór þegar skipið var i klössun i Álaborg s.l. sumar, en ekki er nema mánuður siðan siðari byssan var sett um borð i Ægi. Er byssan á Ægi aftast á skipinu, og fær skyttan þar skýli af lunningunni. Úr Búastríðinu Hinar stærri fallbyssur land- helgisgæzlunnar eru upphaflega úr Búastriðinu og ganga undir nafninu Flaadens halvautoma- tiske kanóner. Þetta eru mjög traustar og nákvæmar byssur og með 57 og 47 mm. hlaupvidd. Ekki mun mikið vera eftir af vopnum af þessari gerð, þvi raf- eindatækni verður ekki beitt við notkun þeirra. ‘Byssurnar hafa olíudempara, sem tekur skothöggið, en alltaf er samt nokkur hætta á meiðslum við að skjóta úr þeim, þegar að- stæður eru slæmar. Talið er að skjóta megi 10 kilómetra leið með byssunni og kúlurnar fara gegnum hvaða stálplötur sem eru venjulega notaðar i skip. 12 hús KJ. Reykjavik. — Um helgina og i gær fóru alls 12 hús undir hraun við Austurhlið i Vestmannaeyj- um, og bætist þar með enn við tölu þeirra húsa, sem grafizt hafa undir hraun og ösku. barna er ekki um að ræða renn- andi, glóandi hraun, heldur hrundi úr um 30 metra háum Skildingaumslagið hlngað á sýningu? HHJ, Uppsölum. — islcnzka skildingaumslagið, sem selt var i Hamborg á dögunum, er enn til umræðu i blöðum hér i Sviþjóð, enda hvarvetna vakið stórmikla athygli þeirra, sem fást við fri- merkjasöfnun og frimerkjasölu. Á sunnudaginn skýrði Svenska dagblaðið frá þvi, og bar fyrir sig orð frimerkjakaupmanna, að sennilega yrði umslagið sent á frimerkjasýningu, sem haldin verður i Reykjavik i sumar i til- efni af hundrað ára afmæli is- lenzkra frimerkja og hefst 31. ágúst. Þvi má bæta við þetta sim- skeyti fréttaritara Timans i Upp- sölum, að mjög treglega hefur gengið að rekja feril þess marg- fræga og fokdýra skildingaum- slags, sem upphaflega var sent Þorsteini sýslumanni Jónssyni á Kiðjabergi -i Grimsnesi. Hafa þeir, sem að rannsókninni vinna hjá sakadómaraembættinu, ekki getað rakið slóðina. Þó hefur þar nýlega komið fram maður, sem telur það hafa verið i vörzlu konu i Rangárvallasýslu, Jóhönnu Albertsdóttur i Káragerði i Austur-Landeyjum, frá þvi um siðustu aldamót og fram á siðari áratugi. Er þetta maður, sem sjálfur ólst upp i Káragerði. Hér er þó aðeins við minni eins vitnis að styðjast, og er að sjálfsögðu hugsandi, að um annað umslag með skildingafrimerkjum kunni að hafa verið að ræða. Káragerði i Landeyjum um siöustu aldamót, er skildingaumslagið ætti að hafa borizt þangað. Nýja fallbyssan á Ægi — myndin tekin I Reykjavikurhöfn i gær. — Timamynd: GE. Landhelgisgæzlan beitir þessum vopnum aðeins af stuttu færi og þegar skipið hefur „skotið sig inn” er nákvæmnin mikil. Gamlar skyttur á varðskipunum léku sér að þvi að skjóta milli brúar og skorsteins á togurum i landhelgi. Þótt byssur landhelgis- gæzlunnar séu gamaldags og þvi hætt við að þær gangi nær veiði- þjófunum en upphaflega er ætlazt til, það er að segja þegar of nærri er miðað i fyrsta skoti og menn gefa sér ekki tima til að skjóta sig inn á skotmarkið, þá eru þetta einföld og traust verk- færi og hafa aldrei orðið alvarleg slys i notkun þeirra i langri sögu þeirra i landhelgisgæzlunni. Eins og áður er getið, þá eru nú tvær byssur á þrem varð- skipanna, og eykur það að sjálf- sögðu notagildi skipanna við gæzlustörf. Liklegt er að byss- urnar afturá komi sérstaklega að notum þegar verið er i návigi við togarana, eins og að undanförnu, en áður fyrr var oftast um það að ræða að skotið var á togara á flótta, og þá var gjarnan skotið milli brúar og skorsteins, eða þá i reykháfinn sjálfan . Wúrzburg og Albert Á laugardagskvöldið tilkynnti togarinn Freyja RE 38, að vestur-þýzki togarinn Wiirzburg NC-450 væri að veiðum innan 12 milna markanna suður af Súlna- skeri (skammt sunnan Surts- eyjar). Varðskipið Albert, sem hefur að undanförnu haldið sig við Vestmannaeyjar, var sent á staðinn, en þegar Albert litli kom á vettvang, togaði togarinn út. Virahnifar eru engir um borð i Al- bert, en varðskipsmenn þar um borð voruekkiá þvi að láta tog- arann sleppa alveg, og tókst aö koma kröku á forvir togarans, sem er tæplega eitt þúsund lestir, en Albert er aðeins 200 lestir. Þrátt fyrir stærðarmismuninn tókst Albertsmönnum, að slita forvirinn, en urðu svo siðar að höggva á krökuvirinn, þegar togarinn beitti vélarafli sinu i viðureigninni. Á laugardaginn skar svo Óðinn á fótreipi vörpu brezka togarans Robert Hewett LO 65, og átti þetta sér stað út af Horni. Siðari hluta sunnudagsins hitnaði heldur betur i kolunum á miðunum út af Horni, en þá reyndu báðir brezku dráttar- bátarnir Englishman og Statesman ásamt brezka tog- aranum William Wilberforce GY 140, að sigla á varðskipið Óðin . Skeði þetta skömmu fyrir klukkan sex á sunnudagirin, að undir hraun hraunkantinum, og grófust húsin þannig i kaf. Flest þessara húsa voru ný, eða nýleg, og hafa þarna grafizt i hraunið verðmæti fyrir tugi milljóna króna. Þar sem hraunið skreið fram og yfir húsin, var engin kæling á hrauninu, en i gær var verið að koma leiðslum á framskriðsstað- inn, og átti að freista þess að hefta frekara framskrið. Svona eru klippurnar á varðskip- uuuni. sögn Landhelgisgæzlunnar. Stat- esmann reyndi að sigla á Óðin' bakborðsmegin , en það sern bjargaði varðskipinu var að sett var á fulla ferð, og gátu varð- skipsmenn siglt Statesman af sér. Eítir þetta lét skipherrann á Óðni hlaða byssurnar með kúlu- Framhald á bls. 19 19.500 eintök seidust upp ALLT er fertugum fært var bókarheiti, sem eitt sinn var á allra vörum. Nú er Timinn á 57. ári, og virðist aldur ekki baga hann, þvi að hann hefur tekið mikinn vaxtarkipp að undanförnu. Nú um nýliðna helgi átti i fyrsta skipti að prenta blað- ið i nitján þúsund eintökum, en i reynd voru þó það 19.500 eintök, sem prentvélarnar skiluðu af blaðinu á sunnu- daginn. Upplagið seldist upp, nema hvað i gær voru eftir fáein eintök, sem nauðsyn- legt er talið að eiga til þess að geta uppfyllt óskir fólks, er seinna kann að spyrja um þetta tölublað. Um þetta leyti i fyrra var blaðið prentað i 17.000 ein- tökum á sunnudögum. Þessar tölur segja sina sögu um söluaukninguna. Þvi má þó bæta við, að siðustu tvo mánuðina hafa blaðinu bætzt fleiri nýir, fastir áskrifendur en allt árið 1972, og varð þó töluverð aukning siðari hluta þess.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.