Tíminn - 15.04.1973, Blaðsíða 13

Tíminn - 15.04.1973, Blaðsíða 13
Sunnudagur 15. april 1973, TÍMINN 13 DESMOND BAGLEY Desmond Bagley og kona hans Joan. Þeir, sem lesiö hafa bækur Bagley’s, hafa eflaust margir hverjir imyndaö sér hann sem stóran, sterklegan og ævintýra- legan mann. Sannkallaö ,,súper- karlmenni”. En þeir hafa vaðiö I villu og svima, þvi maöurinn er fremur væskilslegur i útliti og langt frá þvi að vera nokkuö ævintýralegur. r\ Desmond Bagley, brezki rit- höfundurinn, hefur orðiö Is- lendingum næsta vel kunnur á siðustu árum, eða öllu heldur reyfarabækurhans. Má þar nefna bækurnar „Gildran”, Eiturlyfja- smyglararnir", „Felliby lur”, „Skriöan”og siðast en ekki sizt „Út i óvissuna” eða „Running blind”,eins og hún heitir á frum- málinu. En eins og menn muna gerist þessi siðastnefnda bók á okkar ástkæra föðurlandi. „Út i óvissuna'var að visu all mjög reyfarakennd. Bagley lét harðsviraða njósnara frá þrem þjóðum (eða fleirum) þvælast um landið þvert og endilangt, skjóta hver á annan og beita yfirleitt hinum ferlegustu óþokka- brögðum. „Hvilikt og annað eins. Að slikt skuli geta skeð á landinu okkar. Ég er viss um, að eitthvað liggur bak við þetta. Ætli njósnar- arnir séu ekki að vaða uppi á meðal okkar”. Eitthvað á þessa leið hugsuðu kven-kerlingar og karl-kerlingar út um allt land, eftir að hafa lesið bókina. Nóg um það. Það er furðu algengt, að Islendingar beini þeirri spurningu til útlendinga, sem hingað koma, hvernig þeim litist nú á islenzka kvenfólkið. Þeirri grillu hefur nefnilega verið komiö inn hjá fólki, að þetta islenzka af- brigði sé eitt það alfegursta, ef ekki það fegursta, sem þekkist á vorri plánetu. Og það vantar ekki, að Bagley lét eina yndislega blómarós koma fram á sjónar- sviðið i ,,út i óvissuna”. Kvenhetjurnar i bókum hans eru annars næsta aðlaðandi yfirleitt. Athygli vakti, hve skýra og landfræðilega rétta mynd Bagley dró upp af Islandi i bókinni, enda þótt hann hefði aðeins varið fá- einum vikum hér til að kynnast landinu. Kappinn hlýtur að hafa lagt hart að sér þennan tima og vafalaust þanið Broncojeppa sinn vitt og breitt um landið. 1 þvi sambandi má geta þess, að undir- rituðum er kunnugt um, að i einum þessara „njósnaleið- angra” var hann á góðri leið með að lenda niður til helvitis (samkvæmt alþjóðlegri túlkun), eða öllu heldur jeppinn, er hann, missti hann ofan i einn hverinn i Námaskarði i Mývatnssveit. Var jeppinn hífður upp af kranabil, og kappinn þeysti áfram. En þetta er útúrdúr. Heyrzt hefur, að Desmond Bagley hyggist gera kvikmynd um bók sina „út i óvissuna”eða öllu heldur gera samning við kvikmyndafélag um það. Yrði sú mynd þá tekin hér á landi. An þess aö við vitum nokkuö nánar um það, þá hefur þvi verið fleygt, að hann muni koma hingað i sumar ásamt sérfræðingum til að kanna aðstæður og hefja undir- búning myndarinnar. Upphaflega fékk hann tilboð frá kvikmyndafélagi i Hollywood um að gera myndina. Var hann beð- inn að koma til „draumaborgat- innar” til að skrifa kvikmyndar- handritið og ræða viö höfuðpaur- ana. Og þangað fór hann. En „draumaborgin” reyndist honum hið argasta helviti. Eftir að hafa staðið þar i þrefi, þrasi og pexi i nokkurn tima, tók hann saman pjönkur sinar og hélt aftur heim til „gamla, góða Englands”. Og nú hefur heyrzt, að hann hafi gert samning við brezka kvikmynda- félagið Rank. Nei, hánn ber Hollywood ekki vel söguna, og kemur það glögg- lega fram i viðtali, sem norskt blað átti viö hann fyrir nokkru, en hann var þá á ferðalagi i Noregi ásamt konu sinni Joan. Aö lokum veröur hér birt smáglefsa úr þessu viðtali, — i lauslegri snör- un. — Þetta var hræðileg reynsla, sem ég vildi ekki fyrir nokkra muni upplifa aftur. Allt, sem þér hafið lesið um Hollywood er satt. Mér þótti það mikill heiður, er mér var tilkynnt, að kvikmynda ætti bókina og ég ætti aö koma Framhald á bls 39 Allir krakkar vilja verða stórir og sterkir. Hver vill annars láta lemja ' * sig eins og fisk? Já, við skulum borða það ■ hollasta, sem til er. Það má halda langa ræðu um oll vítamínin, próteinin, kalkið, allar þessar orkulindir, sem osturinn geymir. En það er nóg' að vita, að ' :;?;'I ostur gerir mann sterkan. S/lflJÖBsl PPx:::x$ M^x:x:x:x:x:::x8 ■^x-xxxx

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.