Fréttablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 MIÐVIKUDAGUR DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG HVASSVIÐRI Á LEIÐINNI Fer að rigna og hvessa sunnan og vestan til eftir hádegi. Víða mjög hvasst í nótt og í fyrra- málið. Milt. Sjá síðu 6 15. september 2004 – 252. tölublað – 4. árgangur KEYRT Í ÞROT Barist er um innviði fyrir- tækisins Vélar og þjónusta sem er gjald- þrota. Starfsmenn fyrirtækisins hafa fengið vinnu hjá sömu eigendum. Óánægja með vinnubrögð KB banka. Sjá síðu 2 HÆGT AÐ AFSTÝRA VERKFALLI Kennarar verða að fresta umræðu um vinnutíma og kennsluskyldu vilji þeir leysa kjaradeiluna, segir fyrrverandi formaður Kennarafélags Reykjavíkur. Sjá síðu 4 ÍRAKAR VILJA AUKNA AÐSTOÐ Forseti Íraks hefur óskað eftir að NATO og Evrópusambandið aðstoði enn frekar við að binda enda á stríðsástandið í Írak. Tugir létust í gær. Sjá síðu 6 DEILT UM GATNAMÓT R-listinn felldi tillögu sjálfstæðismanna í samgöngunefnd Reykjavíkur um að ráðast í gerð mislægra gatnamóta við Miklubraut og Kringlumýrar- braut. Sjá síðu 2 Ólöf Kristín Sigurðardóttir: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Goya fyrir skólakrakka ● nám 36%50% Kvikmyndir 26 Tónlist 27 Leikhús 27 Myndlist 27 Íþróttir 22 Sjónvarp 28 NEYTENDUR „Við eigum heimsmet- ið,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Félags ís- lenskra stórkaupmanna, um áfeng- isskatta á Íslandi í samanburði við önnur lönd. Skattar á sterk vín og léttvín eru hvergi hærri en hér. Að- eins Norðmenn eru fyrir ofan okk- ur í álagningu á bjór. Þau tíðindi hafa undanfarið borist frá Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi að skattar á áfengi fari lækkandi. Fyrir tæpu ári lækkuðu Danir áfengisskatta á sterk vín um 40%. Um helmingur áfengis- innkaupa var þá farinn úr landi, yfir til Þýskalands, og var lækk- unin til að mæta því. 1. mars voru svo skattar lækkaðir verulega í Finnlandi, ekki síst í kjölfarið á inngöngu Eystrasaltsríkjanna í ESB, og nú síðast hafa Svíar til- kynnt að þeir hyggist lækka skatta á sterkum vínum um 40%. Athyglin beinist nú að Noregi og Íslandi. Ljóst er að mikill þrýstingur er á að lækka álagn- ingu í Noregi, þar sem viðbúið er að Norðmenn leiti í auknum mæli yfir landamærin til áfengisinn- kaupa. Staða Íslands, sem eylands, er öðruvísi. Andrés segir þó Félag íslenskra stórkaup- manna „eiga erfitt með að sjá að íslenskir stjórnmálamenn geti staðið mikið lengur frammi fyrir íslenskum neytendum með þá of- urskatta sem hér ríkja“. ■ EFNAHAGSLEG ÁHRIF SPORT- VEIÐI Þóra Helgadóttir frá Hagfræðistofn- un flytur erindi um „Efnahagsleg áhrif sportveiði“ í málstofu sem Hagfræðistofn- un og Viðskiptafræðistofnun standa sam- eiginlega að í Odda. Málstofan hefst klukk- an 12.15. STJÓRNMÁL Ríkisráð Íslands hefur verið boðað til fundar klukkan eitt í dag og lætur Davíð Oddsson þá af embætti forsætisráðherra eftir 13 ára starf. Samkvæmt venju er síðan strax haldinn nýr ríkisráðsfundur þar sem ráðu- neyti Halldórs Ásgrímssonar tek- ur formlega við. Davíð Oddsson verður utanríkisráðherra í því ráðuneyti. Jafnframt leysir Sig- ríður Anna Þórðardóttir, Siv Friðleifsdóttur af hólmi í um- hverfisráðuneytinu. Davíð Odds- son stjórnaði sínum síðasta ríkis- stjórnarfundi í gær og sagðist hann kveðja starfið með söknuði en það yrði þó ekki erfitt verk að afhenda Halldóri Ásgrímssyni stjórnartaumana: „Ég held að það verði ekki erfitt fyrir mig, heldur þvert á móti auðvelt að starfa málefna- lega sem utanríkisráðherra og formaður stjórnmálaflokks undir forystu nýs forsætisráðherra,“ segir Davíð. „Það verður ekkert vandamál. Það er ekki eins og ég sé að afhenda öðrum bú eða jörð sem ég eigi, þótt ég hafi fengið að sitja óvenjulega lengi.“ Í viðtali við Fréttablaðið sagði Halldór undirbúning að hugsan- legum aðildarviðræðum um inn- göngu Íslands í Evrópusambandið þegar hafinn þótt ekki væri enn víst hvenær eða yfirleitt hvort af þeim yrði. „Það liggur fyrir að minn flokkur hefur lagt í þetta mikla vinnu og mikla umræðu. Við verðum að hafa burði til að takast á við þetta, ef við getum það ekki getum við ekki tekist á við fram- tíðina.“ Hann segir að fyrir liggi að rík- isstjórnin hafi ákveðna stefnu varðandi ESB. Hann vill þó ekki segja að skoðanaágreiningur sé um málið milli ríkisstjórnarflokkanna. sda@frettabladid.is arni@frettabladid.is Sjá síður 10 til 13 Forsætisráðherrabókin: Bjarni Ben hótaði úrsögn úr NATO ● Var fylgst með pólitískum andstæðingum? SÍÐA 18 ▲ Gunnar Guðbjörnsson: ● syngur í ými í kvöld SÍÐA 27 ▲ Meistarakeppni HSÍ: ÍBV vann eftir framlengingu ● Góð byrjun hjá stúlkunum SÍÐA 30 ▲ Álagning á áfengi á Íslandi: Heimsmet í áfengissköttum Halldór forsætisráðherra Halldór Ásgrímsson tekur við embætti forsætisráðherra í dag. Davíð Oddsson verður utanríkisráðherra. Halldór segir undirbúning að aðildarviðræðum um inngöngu Íslands í Evrópusambandið þegar vera hafinn þótt ekki sé víst hvenær af þeim verði. Ofurhugar í Öskjuhlíð: Stökkva í hring HJÓLREIÐAR Ungir ofurhugar hafa síðustu daga sýnt listir sínar á reiðhjólum í Öskjuhlíðinni. Ofurhugarnir hafa reist stökkpalla til að f r a m k v æ m a atriði sín en meðal þess sem þeir gera er að sleppa höndum og fótum, snúa sér í heilan hring og fara jafnvel heljarstökk aftur á bak. Sjá síðu 30 ÁFENGISSKATTUR Á LÍTRA AF 11% RAUÐVÍNI: Ísland 462 kr. Noregur 417 kr. Svíþjóð 208 kr Danmörk 92 kr. Frakkland 3 kr. Þýskaland 0 kr. Spánn 0 kr. Stóð í sporum Corleones HALLDÓR ÁSGRÍMSSON OG DAVÍÐ ODDSSON Halldór Ásgrímsson tekur við embætti forsætisráðherra í dag og Davíð Oddsson verður utanríkisráðherra. Halldór hefur starfað lengst allra utanríkisráðherra og Davíð lengst allra forsætisráðherra og því eru tímamót í íslenskum stjórnmálum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N K AR LS SO N

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.