Fréttablaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 70
54 12. maí 2005 FIMMTUDAGUR Sunnudagsþátturinn á Skjá einumfer brátt í sumarfrí eins og aðrir góðir þættir. Hinn fjölhæfi Guðmund- ur Steingrímsson, sem starfar sem pistlahöfundur, tónlistarmaður og sjónvarpsmaður, hefur verið einn þáttastjórn- enda í Sunnudags- þættinum og er þegar farinn að hugsa sér til hreyfings. Hann mun taka við nýjum skemmtiþætti á veg- um 365-ljósvakamiðla sem verður einhvers- konar sambland af spjall- og magasín- þætti. Auk Guðmundar munu þar stjórna Halldóra Rut Bjarna- dóttir, fegurðardrottn- ing og þáttastjórnandi af Popptívi, og Sigríður fyrrum ritari innlendrar dag- skrárdeildar á Sjónvarpinu. Lárétt: 1 í fjósi, 5 loka, 6 keyri, 7 enskt smáorð, 8 vætla, 9 konungur hafsins, 10 silfutákn, 12 í Hveragerði (skst.), 13 gugg- in, 15 fimmtíu og einn, 16 dani, 18 lengdareining. Lóðrétt: 1 á Þingvöllum, 2 heppni, 3 ár- mynni, 4 sjófuglinn, 6 fornt skáld, 8 beita, 11 tímgunarfruma, 14 fiskifæða, 17 á fæti. Lausn. 1 5 6 87 9 12 15 10 13 16 17 11 14 18 2 3 4 – hefur þú séð DV í dag? Dýrasta jörð á Íslandi Leirubakki seldur á 210 milljónir Þjóðverji að baki kaupum Anders Hansen Hljómsveitin Hjálmar mun spila á tónlistarhátíðinni G! Festival í Fær- eyjum í sumar en hátíðin er haldin dagana 22. til 23. júlí. Á heimasíðu hátíðarinnar, www.gfestival.com, er tilkynnt hátíðlega um komu sveitar- innar og hún sögð ein vinsælasta og stórkostlegasta hljómsveit Íslands. „Hjálmar hafa hlotið mikla athygli fyrir frábæra sviðsframkomu sem og góða dóma fyrir þeirra fyrstu plötu. Hjálmar spila alvöru reggí, jákvætt og ástríðufullt reggí með lífrænum hljóðum. Andi Hjálma rís hærra en fjöllin og rætur þeirra ná jafn djúpt og rætur trjánna,“ segir á síðunni. Hjálmar eru nú nýkomnir frá Svíþjóð þar sem þeir spiluðu í Stokkhólmi og Malmö. „Þetta gekk mjög vel og við höfðum gaman að þessu,“ segir Guðmundur Kristinn Jónsson gítarleikari. „Það var rosa- lega sérstakt í Malmö að staðurinn sem við spiluðum á var gömul kirkja sem búið var að breyta í tón- leikastað. Það var mjög skemmti- legt.“ Hjálmarnir stoppa stutt á Ís- landi eftir Svíþjóðarförina því um næstu helgi munu þeir spila á tón- listarhátíðinni Nordbeat í Rúss- landi. Aðaláhersla hátíðarinnar er vinsæl popptónlist frá Norður-Evr- ópu. Hugmyndin á bak við hátíðina sem nú er haldin í fyrsta sinn er að gefa tónlistarmönnum og hljóm- sveitum frá Norðurlöndunum tæki- færi til að spila í St. Pétursborg. Þó svo að Hjálmarnir fari nú um víða veröld með tónleikahald þá gleyma þeir ekki íslenskum aðdá- endum sínum og munu næst spila hérlendis 3. júní í Hveragerðis- kirkju og 4. júní á Nasa. ■ Hjálmar spila í Rússlandi og Færeyjum Nýr þáttur er í deiglunni hjá Sjón- varpinu sem er ætlað að fylla skarð Gísla Marteins á laugardagskvöld- um næsta vetur. Eins og kunnugt er hefur Gísli Marteinn sagt skilið við sjónvarpið að sinni þar sem hann ætlar að einbeita sér að stjórnmál- um. Nýi þátturinn mun væntan- lega fá nafnið Hljómsveit kvöldsins þar sem vinsælar hljómsveitar munu koma fram, ein hvert kvöld. „Við erum að forma þennan þátt. Grunnhugmyndin er að kynna hljómsveit kvöldsins sem spilar í 25 mínútur. Þetta verð- ur ekki viðtalsþáttur heldur á tón- listin að fá að njóta sín,“ segir Rún- ar Gunnarsson dagskrárgerðar- stjóri Sjónvarpsins. Þátturinn fer væntanlega í loftið í haust, um svipað leyti og Spaugstofan. Ljóst er að fleiri breytinga er að vænta í Sjónvarpinu næsta haust. Birta og Bárður halda göngu sinni áfram í Stundinni okkar en þetta er fjórða árið í röð sem þau eru þar við stjórnvölinn. „Það verða nýmæli í Stund- inni okkar og munu koma inn nýjar fígúr- ur, þar á meðal sérsmíðaðar brúð- ur,“ segir Rúnar, sem einnig mun kynna breytt Óp næsta haust. „Ópið verður áfram en allir þættir þurfa að taka breytingum. Þátturinn verð- ur unninn öðruvísi og stjórnendur verða þær Þóra Tómasdóttir og Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir.“ Kristján Ingi Gunnarsson stjórn- aði Ópinu með þeim Þóru og Ragn- hildi síðasta vetur en verður ekki með í næstu þáttaröð. Þá mun Egill Eðvarðsson sjá um framleiðslu þátt- anna. Kallakaffi, tólf leiknir þættir, verða teknir til sýningar í byrjun október og standa fram til jóla. Þá hefjast loks sýningar á Latabæ en nú er unnið að talsetningu þeirra undir styrkri stjórn Sigurjóns Sig- urðssonar. kristjan@frettabladid.is ÓPIÐ Ragnhildur Steinunn og Þóra Tómasdóttir verða áfram með Ópið næsta haust. Kristján Ingi mun hins vegar hverfa á braut. SJÓNVARPIÐ: NÝR ÞÁTTUR Í BÍGERÐ Á LAUGARDAGSKVÖLDUM Hljómsveitir í stað Gísla FRÉTTIR AF FÓLKI ...fá dr. Yngvi Björnsson og dr. Kristinn R. Þórðarson sem munu fóstra nýtt gervigreindarsetur Háskólans í Reykjavík. HRÓSIÐ GÍSLI MARTEINN BALDURSSON Vinsælustu hljómsveitum landsins er ætlað að fylla skarð Gísla Mart- eins næsta vetur í Sjón- varpinu. Lárétt: 1flór, 5lás,6ek,7on,8aga,9 ægir, 10ag,12NLF, 13grá, 15li,16jóti, 18alin. Lóðrétt: 1flosagjá, 2lán,3ós,4skarf- inn,6egill, 8agn,11gró, 14áta,17il. AÐ MÍNU SKAPI VIGNIR GRÉTAR STEFÁNSSON NORÐURLANDAMEISTARI Í JÚDÓ TÓNLISTIN Ég er mjög hrifinn af íslenskri tónlist, við eigum svo mikið af frábærum hljómsveitum. Hjálmar eru til dæmis að gera frábæra hluti og í miklu uppá- haldi, en síðan eru það snillingar eins og Rolling Stones og Nirvana sem verða alltaf í spilaranum hjá mér. BÓKIN Ég er ekki mikil bókamanneskja, fyrir utan það að lesa syrpuna ef það telst með, og les helst ekki bækur nema ég sé neyddur til. Mér var samt gefin bókin Da Vinci-lykillinn um daginn. Hún greip mig strax og kláraðist á mettíma. BÍÓMYNDIN Fear and Loathing in Las Vegas er mynd sem ég get horft á aftur og aftur. Frábærir leikarar, klikkaður leikstjóri og handritið er snilld. Ein flottasta myndin með Benicio Del Toro. BORGIN Tókýó er borg sem ég væri til í að skoða betur. Ég var þar í tvær vikur að æfa júdó og skoða mig um, og kúltúr- inn er mjög frábrugðinn Evrópu. Maður þyrfti að vera þar í langan tíma bara til að skilja hvað þetta er allt stórt. Eini gallinn er að lestarkerfið er allt á japönsku og það þýðir ekkert að spyrja til vegar. BÚÐIN Abercrombie & Fitch er flott búð, en annars er ég ekki með mikla þolin- mæði í fatainnkaup. VERKEFNIÐ Ég er nýkominn heim frá Bandaríkjun- um þar sem ég er í skóla og er þessa dagana að undirbúa mig undir kom- andi átök í júdóinu sem verða á smá- þjóðaleikunum, og þá kemst lítið ann- að að. Ég er samt að reyna að leika mér í ljósmyndun og að fljúga flugmód- elum og fer dágóður tími í að líma vél- arnar aftur saman. Hjálmar, Tók‡ó, ljósmyndun og flugmódel HJÁLMAR Strákarnir halda áfram að ferðast um heiminn og spila bæði á tónlistarhátíðum í Rúss- landi og Færeyjum í sumar. Þeir skilja þó Íslendinga ekki útundan og spila hér í byrjun júní. [ VEISTU SVARIÐ ] Svör við spurningum á bls. 8 1 3 2 Georgía. 71.412. 1.594 ellilífeyrisþegar. » FA S T U R » PUNKTUR Danski skákstórmeistarinn HenrikDanielsen ætlar að gera tilraun til að slá Íslandsmetið í blindskák í dag þegar hann mun tefla 18 blindskákir sam- tímis í höfuðstöðvum Ís- landsbanka á Kirkjusandi. Núverandi Íslandsmet var sett af Helga Áss Grét- arssyni stórmeistara árið 2003 en þá tefldi hann við ellefu mótherja þannig að Danielsen stefnir að því að bæta metið um sjö blindskákir. Fyrra Ís- landsmet, tíu blindskákir samtímis, setti Helgi Ólafs- son stórmeistari en árið 1997 var met hans jafnað af sænsk-íslenska meist- aranum snjalla, Dan Hansson. Það eru Hrók- urinn og Íslandsbanki sem standa fyrir viðburðinum en hægt verður að fylgjast með þrekraun Henriks í beinni útsend- ingu á netinu á slóðinni www.hrok- urinn.is. Mótið hefst klukkan 15 en teflt er fyrir luktum dyrum þar sem fjöltefli af þessu tagi krefst mikillar einbeitingar og næðis. Mótherjar Henriks verða þeir átján knáu krakk- ar sem unnu sér rétt til að tefla á úrslitamóti Tívólísyrpunnar 2005 en það fór fram á sunnudaginn í höfuðstöðvum Íslandsbanka og lauk með sigri Ingvars Ásbjörnssonar úr Rimaskóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.