Fréttablaðið - 28.05.2005, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 28.05.2005, Blaðsíða 50
34 28. maí 2005 LAUGARDAGUR Selja átti Landsbankann og Búna›arbankann til almennings og tryggja dreif›a eignara›ild. Daví› Oddsson og Halldór Ásgrímsson skiptu um sko›un og ákvá›u a› selja ríkisbankana til eins fjárfestis, eftir a› Björgólfur Gu›mundsson hringdi í Daví› og vildi kaupa annan hvorn bankann. Mikil átök ur›u ví›a. Sigrí›ur Dögg Au›unsdóttir hefur kynnt sér sölu bankanna, a›dragandann og eftirmál. Fyrsti hluti fréttask‡ringar hennar birtist í dag. Næstu daga birtist sagan öll. Mikil átök voru bak viðtjöldin á milli DavíðsOddssonar og Halldórs Ásgrímssonar í aðdragandanum að sölu Landsbankans og Búnað- arbankans árið 2002, svo við lá að slitnaði upp úr stjórnarsam- starfinu. Einna hörðustu deil- urnar stóðu um sölu Landsbank- ans á hluta sínum í VÍS haustið 2002, en Landsbankinn átti helm- inginn í VÍS á móti S-hópnum, sem síðar keypti Búnaðarbank- ann. Davíð Oddsson og Halldór Ás- grímsson áttu beina aðkomu að sölu beggja bankanna, tóku völd- in af framkvæmdanefnd um einkavæðingu og sáu til þess að bönkunum væri komið í hend- urnar á „réttum“ eigendum; Landsbankinn til Björgólfsfeðga fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins og Búnaðarbankinn til S-hópsins fyrir hönd Framsóknarflokks- ins. Framkvæmdanefnd að einka- væðingu hafði vorið 2002 unnið að því að allur eftirstandandi hlutur ríkisins í Landsbankan- um, þá rétt undir 50 prósentum, yrði seldur á almennum markaði eftir vel heppnað hlutafjárútboð til almennings fyrr á árinu og misheppnaða sölu á kjölfestu- hlut í bankanum til erlends aðila haustið 2001. Ráðherranefndin, sem í sátu Davíð Oddsson forsætisráð- herra, Halldór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra, Geir H. Haarde fjármálaráðherra og Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra, hafði gefið framkvæmdanefnd- inni fyrirskipanir um að undir- búa sölu hlutarins á almennum markaði. Dreifð eignaraðild, sem Davíð Oddsson hafði áður talað fyrir, yrði tryggð með því að leyfa engum að kaupa meira en þriggja til fjögurra prósenta hlut í bankanum. Ekki átti að selja Búnaðar- bankann fyrr en að fenginni reynslu við söluna á Landsbank- anum, en stefnt var að því að sal- an yrði með sama hætti. Björgólfur hringir í Davíð Með einu símtali Björgólfs Guð- mundssonar til Davíðs Oddsson- ar í júní 2002 var einkavæðing- arferli bankanna kippt úr hönd- unum á framkvæmdanefndinni. Ráðherranefndin tók u-beygju í afstöðu sinni til sölunnar og lagði nýjar línur fyrir fram- kvæmdanefndina. Selja ætti all- an eignarhlut beggja bankanna til eins fjárfestis. Bankarnir voru auglýstir og sendu fimm inn tilkynningar um áhuga: Samson, sem samansettur var af Björgólfi Guðmundssyni, syni hans Björgólfi Thor Björg- ólfssyni og Magnúsi Þorsteins- syni; Kaldbakur sem samanstóð af Eiríki Jóhannessyni og Þor- steini Má Baldvinssyni; S-hópur- inn, sem Ólafur Ólafsson stýrði; Íslandsbanki og Þórður Magnús- son fyrir hönd fjárfesta. Samson, Kaldbakur og S-hóp- urinn voru valdir til frekari við- ræðna um kaupin á Landsbankan- um, sem fara áttu fram fyrst. Öllum þeim sem komu að einkavæðingarferlinu, hvorum megin við borðið sem þeir sátu, var frá upphafi ljóst að ætlun ráð- herranna væri sú að Björgólfs- feðgar fengju Landsbankann. Þá gerðu ráðherrar Fram- sóknarflokksins, þau Halldór Ásgrímsson og Valgerður Sverr- isdóttir, ítarlegar tilraunir til þess að fá Kaldbak og S-hópinn til að sameinast um kaupin á Búnaðarbankanum. Halldór Ás- grímsson kom sjálfur til leiðar, og tók þátt í, fundum með Kald- baksmönnum og fulltrúum S- hópsins í því skyni að reyna að koma á samvinnu þeirra á milli. Samson með lægsta tilboðið Samson var valinn til að kaupa Landsbankann þrátt fyrir að hafa verið með umtalsvert lægra tilboð en báðir keppinaut- arnir, Kaldbakur og S-hópurinn. Að auki fékk Samson 700 millj- óna króna afslátt á verðið, sem rætt hafði verið um áður en til- kynnt var að fara ætti í samn- ingsviðræður við hópinn um Landsbankann. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Halldórs Ásgrímssonar tókst honum ekki að koma á samvinnu milli hópanna tveggja, Kaldbaks og S-hópsins, um kaupin á Búnaðarbankanum og fór svo að S-hópurinn keypti bankann eftir að hafa boðið hæsta verðið. Mörgum mánuðum áður en samningar tókust milli S-hópsins og framkvæmdanefndar um kaupin á Búnaðarbankanum var farið að undirbúa hugsanlega sameiningu Búnaðarbankans og Kaupþings. Eftir kaup S-hópsins á Búnað- arbankanum hófust viðræður við Kaupþing fyrst fyrir alvöru. Á sama tíma var S-hópurinn í viðræðum við Samson um hugs- anlega sameiningu Landsbank- ans og Búnaðarbankans og Sam- son var jafnframt í viðræðum við Kaupþing um sameiningu. Bankarnir þrír voru því allir í samningaviðræðum hver við annan. Kaupþing og Búnaðarbankinn sameinuðust fáeinum vikum eft- ir að gengið var frá samningum um kaup S-hópsins á Landsbank- anum, í apríl 2003. Átökin um bankana eiga langan aðdraganda Átök Halldórs Ásgrímssonar og Davíðs Odssonar um bankana tvo áttu sér langan aðdraganda. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsókn- arflokks eftir kosningarnar 1995 kemur fram að breyta skuli rekstrarformi ríkisviðskipta- bankanna þannig að þeir verði reknir sem hlutafélög. Í maí 1997 samþykkti Alþingi síðan lög um stofnun hlutafélaga um Lands- banka Íslands og Búnaðarbanka Íslands og var þá tekið fyrsta skrefið í átt til einkavæðingar ríkisbankanna tveggja, Lands- bankans og Búnaðarbankans. Í júlí 1998 birtust fréttir í fjöl- miðlum um það að sænski bank- inn Skandinaviska Enskilda Banken, SE-bankinn, hefði áhuga á að kaupa hlut í Lands- bankanum og jafnframt lýst sig fylgjandi hugmyndum um að Landsbankinn keypti þann helm- ingseignarhlut í VÍS sem bank- inn ætti ekki þegar. SE-bankinn setti það hins vegar sem skilyrði að hann fengi keyptan hreinan meirihluta hlutafjár í Lands- bankanum eða ráðandi hlut mið- að við dreifða eignaraðild. Á þeim tíma voru framsókn- armenn sagðir hlynntir því að sænski bankinn yrði kjölfestu- fjárfestir í Landsbankanum en sjálfstæðismenn voru sagðir hafa fyrirvara gagnvart því. Stjórnvöld gagnrýnd Ríkisstjórnin var gagnrýnd fyrir að leita ekki til innlendra fjár- festa og sagði Halldór við það tilefni að íslenskum stjórnvöld- um væri skylt að kanna einnig áhuga innlendra fjárfesta svo tryggja mætti að sem hæst verð fengist fyrir bankann. Davíð Oddsson forsætisráð- herra taldi mikilvægt að eignar- hald í bönkunum yrði dreift og þeir yrðu sem hlutlausastir gagnvart viðskiptalífinu. Hann benti á að ef einhverjum aðilum í viðskiptalífinu tækist að ná mjög sterkum tökum á einstök- um bönkum yrði hætt við að einkasjónarmið og skammtíma- hagsmunir gætu bitnað á arð- semiskröfum sem bankinn ætti að lúta. Davíð talaði mjög ákveðið gegn því í fjölmiðlum á þessum tíma að einn aðili eða skyldir að- ilar færu með stóran eignarhlut í bankastofnunum. Hann sagði að það væri nægilegt að stærstu eignaraðilarnir, sem kæmu til með að hafa leiðbeinandi forystu um reksturinn, ættu eignarhluti á bilinu þrjú til átta prósent. Davíð sagði það ekki æskilegt og alls ekki nauðsynlegt að einn aðili eða skyldir aðilar réðu yfir 30 til 40 prósenta eignarhlut í bankastofnun. Þá sagði hann það vel koma til greina að tryggja dreifða eignaraðild í bönkum með lögum. „Íslenska þjóðríkið er þannig vaxið að það er ekki hollt fyrir það að vera í höndunum á mjög fáum aðilum,“ sagði Davíð með- al annars í viðtali í fréttum Sjón- varpsins í ágúst 1998. Stjórnarflokkana greindi á Davíð og Halldór greindi sam- kvæmt þessu á um það hvort æskilegt væri að setja hömlur á eignaraðild í bönkunum. Að lok- um fór svo að stjórnvöld létu af viðræðum sínum við SE-bank- ann og ákváðu að fresta um ótil- greindan tíma sölu hlutafjár rík- issjóðs í bönkunum. Finnur Ingólfsson viðskipta- ráðherra kynnti stefnumótun ríkisstjórnarinnar um sölu ríkis- bankanna í ágústlok 1998, þegar skýrt var frá því að gera ætti bankana að hlutafélögum. Þar voru ástæðurnar fyrir ákvörðun ríkisstjórnarinnar sagðar vera þær að umræðan um hagræð- ingu í bankakerfinu væri skammt á veg komin. Rétt væri að láta reyna frekar á rekstur bankanna í nýju rekstrarformi og nýta betur þau sóknarfæri sem til staðar væru að óbreyttu, svo sem með skráningu á Verð- bréfaþingi. Í lögunum um bankana frá því 1997 var ráðherra heimilt að bjóða út nýtt hlutafé í bönkun- um. Viðskiptaráðherra nýtti þessa heimild haustið 1998 er ný hlutabréf voru boðin út og bank- inn skráður á Verðbréfaþingi Ís- lands. Alls keyptu rúmlega 12 þúsund manns bréf í Landsbank- anum á genginu 1,9 og 93 þúsund í Búnaðarbankanum á genginu Foringjar og fótgönguli›ar Margir komu vi› sögu í bankasölunni, sumir st‡r›u atbur›arásinni – a›rir eltu. Tekist var á um mikla hagsmuni. Hótanir, ósætti, átök eru allt or› sem hægt er a› nota um samskiptin - jafnvel innan ríkisstjórnarinnar. DAVÍÐ ODDSSON » Vildi dreifða eignaraðild bankanna þar til Björgólfur hringdi í hann. GEIR H. HAARDE » Sat í ráðherra- nefndinni og hlutaðist til um sölu bankanna. HALLDÓR ÁSGRÍMSSON » Hótaði Davíð ríkisstjórnar- slitum vegna átaka um VÍS. FINNUR INGÓLFSSON » Var lykilmaður í samskiptum milli Davíðs og Halldórs. VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR » Kennt um að hafa klúðrað sameiningu bankanna. RÁÐHERRANEFNDIN » ÓLAFUR DAVÍÐSSON »Talaði máli ráðherra í nefndinni. HREINN LOFTSSON » Hætti vegna ósættis við Davíð Oddsson. STEINGRÍMUR ARI ARASON » Hætti vegna vinnubragða nefndarinnar. JÓN SVEINSSON » Gætti hagsmuna ráðherra í nefndinni. BALDUR GUÐLAUGSSON » Ráðuneytis- stjóri fjármála- ráðuneytisins. SÆVAR ÞÓR SIGURGEIRSSON » Sat í nefndinni allan tímann. FRAMKVÆMDANEFNDIN » ÓLAFUR ÓLAFSSON » Valdamikill lykilmaður og stjórnarmaður í Keri. ÓSKAR H. GUNNARSSON » Stjórnarfor- maður Andvöku og Samvinnu- trygginga. MARGEIR DANÍELSSON » Framkvæmda- stjóri Samvinnu- lífeyrissjóðsins. GEIR MAGNÚSSON » Forstjóri Olíu- félagsins og síðar Kers. KRISTJÁN LOFTSSON » Stjórnarfor- maður Kers með mikil áhrif. S-HÓPURINN » EIRÍKUR JÓHANNESSON » Vissi alltaf að hann fengi ekki Landsbankann ÞORSTEINN MÁR BALDVINSSON » S-hópurinn vildi ekki vinna með honum BJÖRGÓLFUR GUÐMUNDSSON » Notaði sambönd sín til að fá bankann BJÖRGÓLFUR THOR BJÖRGÓLFSSON » Var ósáttur við pólitísk afskipti MAGNÚS ÞORSTEINSSON » Lét feðgana um kaupin og spilaði með KALDBAKUR » SAMSON » Símtal breytti bankasölunni STRÍÐIÐ UM BANKANA » FYRSTI HLUTI ÞÓRÐUR MAGNÚSSON » Komst ekki í hóp endanlegra bjóðenda. BJARNI ÁRMANNSSON » Bankastjóri Íslandsbanka, sem var útilokaður. HELGI S. GUÐMUNDSSON » Formaður bankaráðs Landsbankans. KJARTAN GUNNARSSON »Lykilmaður í bankaráði Landsbankans. AÐRIR BJÓÐENDUR » BANKARÁÐ LANDSBANKANS »
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.