Fréttablaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 14
14 31. maí 2005 MÁNUDAGUR Valger›ur Sverrisdóttir veitti fl‡ska bankanum Hauck & Aufhauser heimild til a› selja Keri flri›jung fless hlutar sem hann keypti í Búna›arbankanum flrettán mánu›um eftir a› kaupsamningur S-hópsins um Búna›arbankann var undirrita›ur. Í samningnum var ákvæ›i um a› ekki mætti selja fyrr en a› 21 mánu›i li›num. Sigrí›ur Dögg Au›unsdóttir segir hér frá lokakaflanum í einkavæ›ingu ríkisbankanna. Fimmtudaginn 29. ágúst 2002var samkomulag S-hópsinsog Landsbankans um kaup S-hópsins á hlut Landsbankans í VÍS gert opinbert. Samkvæmt óskum fram- kvæmdanefndar skiluðu hóparnir þrír inn svörum við spurningum framkvæmdanefndarinnar 2. september og fór nefndin yfir svörin tveimur dögum síðar. Á fundi framkvæmdanefndar 4. september lagði ráðgjafi HSBC áherslu á að fá nokkuð nákvæmar upplýsingar um verð á þessu stigi enda teldi hann það nauðsynlegt við val á þeim sem boðið yrði til beinna viðræðna um kaup. Niður- staða fundarins var sú að hópun- um þremur var sent bréf þar sem óskað er eftir upplýsingum um það verð sem þeir væru tilbúnir að greiða fyrir hlutabréfin í Landsbankanum. Frestur til að skila inn verðhugmyndum var gefinn til 6. september. Þá var skýrt frá því í bréfinu að stefnt væri að því að tilkynna 9. septem- ber hvern yrði gengið til við- ræðna við um söluna. Samson með lægsta tilboðið Kaldbakur skilaði inn hæsta til- boðinu, 4,16 á hlut, S-hópurinn næsthæsta með 4,10 á hlut og Samson var með lægsta tilboðið, sem var á verðbilinu 3,10 til 3,90 á hlut með ýmsum tilgreindum fyrirvörum. Í viðræðum fram- kvæmdanefndarinnar við hópana hafði Samson ítrekað lýst því yfir að hópurinn væri ekki tilbúinn að greiða hærra verð en sem sam- svaraði 3,50 fyrir hlutinn. Fram- kvæmdanefndin og ráðherra- nefndin höfðu þó gert grein fyrir því að ekki yrði hægt að taka til- boði undir 3,90 á hlut. Áður en framkvæmdanefndin tilkynnti að farið yrði í viðræður við Samson um kaupin á Lands- bankanum höfðu farið fram óformlegar viðræður um verð milli framkvæmdanefndarinnar og Samson. Samson stóð þó fastur á því að ekki kæmi til greina að greiða meira en 3,50 á hlutinn. Niðurstöðurnar úr hinum óform- legu viðræðum urðu þær að Sam- son myndi skila inn tilboði á verð- bilinu 3,10 til 3,90 með ýmsum til- greindum fyrirvörum og í samn- ingaviðræðum yrði tekið tillit til þeirra fyrirvara sem settir væru fram í tilboðinu. Reiknilíkan sniðið að tilboði Samson Þegar tilboðin voru komin inn var ljóst að Samson var með lægsta tilboðið. Ekki hafði enn verið ákveðið hvernig meta ætti hvern þátt tilboðsins samkvæmt auglýs- ingunni, það er að segja hvaða vægi hver þeirra fimm þátta sem tilgreindir voru í auglýsingunni ætti að hafa. Leitað var til ráðgjafans, HSBC, til að útfæra matið. Starfs- maður framkvæmdanefndarinn- ar, Skarphéðinn Berg Steinarsson, fór því til London í því skyni og kom til baka með tilbúið reikni- líkan um það hve mikið vægi hver þáttur ætti að hafa. Hinn 8. september kynnti ráð- gjafinn frá HSBC matið og for- sendur þess á fundi fram- kvæmdanefndar. Niðurstaðan var sú að miðað við hinar gefnu for- sendur væri Samson líklegast til þess að uppfylla markmið ríkisins með sölunni. Ágreiningur kom upp í nefnd- inni um matið, ekki síst um vægi verðsins í reiknilíkaninu og hinar huglægu forsendur sem lægju að baki mati annarra þátta líkansins. Bent var á að nær ómögulegt væri að gefa framtíðaráætlunum hóp- anna einkunn út frá öðrum for- sendum en huglægu mati. Því væri óverjandi að þáttur á borð við framtíðaráætlanir yrði jafn- veigamikill í reiknilíkaninu og verð. Verðið hafði þriðja mesta vægið Í áliti HSBC voru eftirfarandi þættir í tilboðum bjóðendanna þriggja teknir til athugunar: Fjárhagsstaða fjárfestis, framtíð- aráform um rekstur bankans, hugmyndir um staðgreiðsluverð, þekking og reynsla fjárfestis á fjármálamarkaði og skilyrði af hálfu kaupenda. Í reiknilíkani HSBC höfðu tveir fyrstnefndu þættirnir, fjár- hagsstaða fjárfestis og framtíðar- áform um rekstur bankans, hlut- fallslega mesta vægið af þáttun- um fimm og jafnframt jafnmikið vægi. Á fundi framkvæmdanefndar var síðasttalda atriðið, skilyrði af hálfu kaupenda, fellt niður sem sérstakt matsatriði áður en reiknilíkanið var sett upp. Þess má geta að Samson hafði sett mun ítarlegri skilyrði en hinir tveir bjóðendurnir um þætti sem gætu haft áhrif til lækkunar á lokaverði á hlut ríkisins í Landsbankanum. HSBC var falið að gera næmni- greiningu á reiknilíkaninu en komst að þeirri niðurstöðu að henni lokinni að tilboð Samson væri það áhugaverðasta að því gefnu að miðað yrði við efri mörk þess verðbils sem fram kom í til- boði Samson, eða 3,90. Í áliti sem HSBC vann fyrir framkvæmdanefndina um niður- stöðurnar úr reiknilíkaninu var lögð rík áhersla á að Samson yrði meðal annars gerð skýr grein fyrir því að að boð sem væri lægra en efstu mörk tilboðs hans, 3,90, yrði ekki talið viðunandi fyrir ríkið. Framkvæmdanefndin lagði niðurstöðurnar fyrir ráðherra- nefndina án þess að gera tillögu um hvaða tilboði skyldi tekið. Í kjölfarið tók ráðherranefndin þá ákvörðun að á grundvalli mats HSBC skyldi Samson boðið til beinna viðræðna um kaup á hlut ríkisins í Landsbankanum. Steingrímur Ari sagði sig úr nefndinni Eftir ákvörðun ráðherranefndar- innar var framkvæmdanefndinni falið að ganga frá bréfi þar að lút- andi. Skoðanaskipti urðu um orða- lag bréfsins og lagði einn nefndar- manna, Steingrímur Ari Arason, áherslu á að í bréfinu yrði sett ákveðið lágmarksverð á hluta ríkisins líkt og HSBC hefði mælt með. Aðrir nefndarmenn vildu ekki fallast á tillögu hans og sögðu að tillaga þeirra, sem síðan varð ofan á, tryggði efnislega það sem Steingrímur Ari vildi segja svart á hvítu, að gengið væri til við- ræðnanna með því skilyrði að ekki yrði samið um lægra verð á hverjum hlut en 3,90, sem voru efri mörk verðtilboðs Samson. Næsta dag, hinn 10. september 2002, sagði Steingrímur Ari sig úr framkvæmdanefnd með bréfi til Davíðs Oddssonar forsætis- ráðherra. Bréf Steingríms Ara var svohljóðandi: „Í framhaldi af þeirri ákvörðun ráðherranefndar um einkavæð- ingu að ganga til viðræðna við Samson ehf. um kaup á umtals- verðum hlut í Landsbanka Íslands hf. hef ég ákveðið að segja mig úr framkvæmdanefnd um einkavæð- ingu. Ástæðan eru þau vinnu- brögð sem viðhöfð hafa verið í að- draganda þessarar ákvörðunar og hafa nú leitt til þess að aðrir áhugasamir kaupendur eru snið- gengnir þrátt fyrir hagstæðari til- boð fyrir ríkissjóð á alla hefð- bundna mælikvarða. Ég hef setið sem fulltrúi fjármálaráðherra í framkvæmdanefnd um einkavæð- ingu frá árinu 1991 og aldrei kynnst öðrum eins vinnubrögð- um. Þar sem ég er bundinn trún- aði um einstaka þætti þessa máls treysti ég því að óhlutdrægur aðili verði fenginn til að fara ofan í saumana á þeim vinnubrögðum sem eru orsök afsagnar minnar.“ Í greinargerð Ríkisendurskoð- unar um Landsbankasöluna frá því í október 2002 kemur fram það samdóma álit fjárfestanna þriggja, Kaldbaks, S-hópsins og Samson, að ekki hafi verið staðið nægilega faglega að verki við söluna. Söluferillinn hafi verið óskýr nánast allan tímann og sömuleiðis markmiðin sem voru að baki. Fjárfestunum þremur hafi fundist að ekki hafi verið full- ljóst í upphafi í hvaða farveg mál- ið færi heldur hafi ferlið jafnvel að einhverju leyti verið spunnið eftir því sem á leið. Björgólfur Thor neitaði að taka við bréfi Sama dag og Steingrímur Ari sagði af sér, hinn 10. september, var Björgólfur Thor kallaður á fund Ólafs Davíðssonar í Stjórn- arráðinu. Ætlunin var að afhenda honum bréf frá framkvæmda- nefnd þar sem tilkynnt yrði um það að nefndin myndi ganga til viðræðna við Samson um söluna á Landsbankanum. Björgólfur Thor mætti í Stjórnarráðið þar sem hluti fram- kvæmdanefndar var staddur. Ólafur Davíðsson rétti Björgólfi Thor umslag með bréfi þar sem tilkynnt var um ákvörðun fram- kvæmdanefndar. Um leið og Ólaf- ur rétti Björgólfi Thor bréfið sagði hann eitthvað á þann veg að það yrði að vera ljóst að Samson þyrfti að greiða 3,90 fyrir hlutinn, annað væri ekki ásættanlegt. Björgólfur Thor ítrekaði þá stefnu Samson að greiða ekki Foringjar og fótgönguli›ar Margir komu vi› sögu í bankasölunni, sumir st‡r›u atbur›arásinni – a›rir eltu. Tekist var á um mikla hagsmuni. Hótanir, ósætti og átök eru allt or› sem hægt er a› nota um samskiptin – jafnvel innan ríkisstjórnarinnar. DAVÍÐ ODDSSON » Hafði bein afskipti af starfi framkvæmda- nefndarinnar í bankasölunni. GEIR H. HAARDE » Ber ábyrgð á afskiptum ráðherra- nefndar af bankasölunni. HALLDÓR ÁSGRÍMSSON » Skipulagði símafund milli Kaldbaks og S- hópsins. VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR » Gaf leyfi fyrir sölu þýska bankans á hlut sínum til Kers. RÁÐHERRANEFNDIN » ÓLAFUR DAVÍÐSSON » Reyndi að fá Björgólf Thor til að bjóða hærra. JÓN SVEINSSON » Fór að fyrirmælum ráðherra í nefndinni. STEINGRÍMUR ARI ARASON » Sagði sig úr nefndinni vegna vinnubragða. BALDUR GUÐLAUGSSON » Fulltrúi fjár- málaráðherra í nefndinni. SÆVAR ÞÓR SIGURGEIRSSON » Hlýddi fyrirmælum ráðherra. FRAMKVÆMDANEFNDIN » ÓLAFUR ÓLAFSSON » Hringdi og skammaði Halldór Ásgrímsson. ÓSKAR H. GUNNARSSON » Stjórnarfor- maður Andvöku og Samvinnu- trygginga. MARGEIR DANÍELSSON » Framkvæmda- stjóri Samvinnu- lífeyrissjóðsins. GEIR MAGNÚSSON » Forstjóri Olíufélagsins og Kers. ÞÓRÓLFUR GÍSLASON » Ekki kært á milli hans og Ólafs Ólafs- sonar. S-HÓPURINN » FINNUR INGÓLFSSON » Forstjóri VÍS og veigamikill í S-hópnum í kaupunum. BJÖRGÓLFUR GUÐMUNDSSON » Fundaði með Ólafi um hugsanlega sameiningu. BJÖRGÓLFUR THOR BJÖRGÓLFSSON » Neitaði að taka á móti bréfi frá nefnd. MAGNÚS ÞORSTEINSSON » Einn þre- menninganna í Samson en nú hættur. SAMSON » Seldu fyrr en kaupsamningur kva› á um STRÍÐIÐ UM BANKANA » FJÓRÐI HLUTI HELGI S. GUÐMUNDSSON » Formaður bankaráðs Landsbankans. KJARTAN GUNNARSSON » Var á fundum um hugsanlega sameiningu bankanna. HALLDÓR J. KRISTJÁNSSON » Fundaði með Ólafi daginn sem tilkynnt var um KB banka. LANDSBANKINN » JÓN HELGI GUÐMUNDSSON » Keypti í Keri og varð valda- mikill í S-hópn- um. » S-HÓPURINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.