Fréttablaðið - 16.07.2005, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 16.07.2005, Blaðsíða 24
HÁSTEFLINGAR Í fornhandritunum er mikið um að tvöfaldir samhljóðar eins og nn, gg, rr, tt og ss séu táknaðir með hásteflingum sem eru lágir hástafir, t.d. N, G. Hásteflingar voru algengir í skrifum Rómverja en Íslend- ingar nýttu sér þá á nýjan hátt og létu þá tákna tvöfalda sam- hljóða. Þessi tegund styttinga er dæmigerð fyrir íslenska stafsetningu á miðöldum. MiscuN miskunn aNan annan þeSom þessum beGia beggja SKAMMSTAFANIR Skammstafanir voru algengar á tímum Rómverja sem og í ís- lenskum handritum. Hver stafur, eða rún, gat haft ótal- margar þýðingar og staðið fyrir öll föll og skar samheng- ið úr um það. b. borg, búar eða bróður d. dróttinn, dómandi, dagur, dóttir s. sonur, svaraði eða segir Skammstöfunum fylgdu oft ýmist punktur eða lárétt strik sem sett var fyrir ofan stafinn eða í gegnum hann, t.d. „hann“, „maður“. Til að tákna fleirtölu var fyrsti stafur orðsins tvöfald- aður í skammstöfuninni: mm menn, manna eða mönnum kk konungar Í lagatextum voru staðlaðir lagafrasar mikið skamm- stafaðir, til dæmis þýddi t.f.b.s. ‘til fjörbaugssaka.’ Skammstafanir eru mikið notaðar bæði í SMS og MSN en þær eru oftast enskar. Þær algengustu eru: OMG oh my god BTW by the way LOL laughing out loud ROFL rolling on the floor, laughing ASAP as soon as possible CU see you (sjáumst) BRB be right back GN „góða nótt“ VS „við sjáumst“ Fyrir mörgum eru forn- handritin ímynd hreins máls en þar má samt sem áður finna fjölda „slettna“ úr erlendum málum, sérstaklega latínu. Oft voru latneskar skammstafanir notaðar í fornhandritunum, ekki ósvipað enskum skamm- stöfunum í SMS/MSN: n non= eigi l vel = eða FELLT ÚR ORÐUM Mjög algengt var að skrifa einungis fyrsta og síðasta staf- inn í orðum og tákna úrfelling- una með striki fyrir ofan ann- an stafinn: gþ guð gþe guði Kgr konungur Mm mönnum Einnig var hægt að setja stafi í hærra veldi, það er að segja í yfirskrift, til að spara pláss: Ti til va var moþr mánuður Skemmtilegar samsetning- ar gátu þá litið dagsins ljós, til dæmis: drótteN drottinn aNr annar Yngsta GSM-kynslóðin kannast við styttingar á borð við THX, „takk“, þar sem fellt er úr miðju orðsins. Önn- ur dæmi um úrfellingar eru e- ð fyrir ‘eitthvað’ og e-n fyrir ‘einhvern’ en að öðru leyti er þessi tegund styttinga ekki mikið notuð í SMS/MSN heldur eru skammstafanir notaðar meira. Hér er sóknarfæri fyrir GSM-notendur og er hægt að ímynda sér eitthvað á borð við: KæI kærasti KæAn kærastan Skl skóli, skólanum o.s.frv. NASALSTRIK Ein algengasta styttingaleiðin voru svokölluð nasalstrik. Í stað þess að skrifa stafina m og n fullum fetum voru sett strik fyrir ofan stafinn á undan: Ollo öllum Í stað -ng var því stundum skrifað g, t.d. tgl ‘tungl’. Fyrst í stað táknaði nasalstrikið m en síðar n og með tímanum stóð það fyrir meðfylgjandi sérhljóða að auki. BÖND Bönd (eintala: band) kallast ýmis tákn sem stóðu fyrir tvo stafi, oftast sérhljóða og sam- hljóða, t.d. -ar, -er/-ir, – us og - ra. Ef orð innihélt runu sem þessar, t.d. fleirtöluendinguna -ar, var einfaldlega hægt að sleppa þeim og setja táknið fyrir ofan stafinn á undan eða eftir. Eitt þessara tákna líktist tölustafnum 2 á hlið en það var sett í yfirskrift til að tákna -ur: sp~ðe ‘spurði Nútímamenn nota gjarna & fyrir ‘og’ en forfeður okkar táknuðu orðið með tákni sem líkist zetu (z). Bandanotkun hélst allt fram á 19. öld, en mest var um bönd í uppskriftum af fornum textum. LÍMINGARSTAFIR Í stað þess að fella niður stafi úr orðum er líka hægt að líma tvo stafi saman í einn. Hand- ritaskrifarar létu stundum tvo stafi renna saman til að flýta fyrir, en þannig er æ orðið til úr a og e. Algengustu líming- arnar voru samsetningar af a og fylgjandi samhljóða, t.d. an, af og ar. Broskarlar og svipuð tákn eru mikið notaðir í MSN/SMS. Í nýju símaskránni er að finna lista yfir sms orða- forða þar sem meirihlutinn er einhvers konar broskarlar, t.d.: :-@ öskrar :-)) mjög glaður :-C niðurdreginn Í fornhandritununum voru ekki notuð tákn fyrir heil orð eða hugmyndir, eins og SMS/MSN-málið gerir með broskörlunum, þó má finna hliðstæður í notkun merkisins sem stóð fyrir ‘kross’. Það sést í samsetningum á borð við marc ‘krossmark’. Heimildir: Hreinn Benediktsson, 1965. Early Icelandic script, í Íslensk handrit. Reykjavík: Handritastofnun. Handritin heima, vefsíða um íslensk handrit, unnin af Laufeyju Guðnadóttur og Soffíu Guðnýju Guðmundsdóttur. Vefsóð: http://am.hi.is/ handritinheima/index.html 24 16. júlí 2005 LAUGARDAGUR Or›alag og styttingar ‡miss konar í SMS-skilabo›um og á MSN fá hárin til a› rísa á mörgum spekingnum. fia› ver›ur jú a› var›veita ástkæra, ylh‡ra tungumáli› sem hefur fylgt okkur frá landnámi. Færri vita hins vegar a› styttingar voru mjög algengar í skrifum forfe›ra okkar og komst Rósa Sign‡ Gísladóttir a› flví a› fornhandritin og SMS/MSN-máli› eiga margt sameiginlegt. BÖND OG STYTTINGAR Hringur 1. N hásteflingur, „einne“ 2. band fyrir –vi með q (k), „quisl“ 3. band fyrir –er, „hverr“ 4. ur/yr-band, „fyrr“ 5. og- band 6. ar-band, „þar“ 7. band fyrir –ra, „fra“ 8. band fyrir –at, „þat“ 9. nasalstrik, „heimilt“. 10. límingarstafur fyrir a og hásteflinginn N, „þann“. Hin mikla notkun styttinga er einkennandi fyrir skrif Ís-lendinga á fyrri öldum,“ skrifaði málfræðingurinn Hreinn Benediktsson í Early Icelandic Script árið 1965. Styttingar í handritum voru sjaldséðar á 8., 9., og 10. öld en á 11. öld og sérstaklega 12. öld urðu þær fleiri og fjölbreyttari. Handrita- skrifarar notuðu ýmsar leiðir til að spara kálfskinnið og var notkun styttinga nokkuð kerfisbundin. Sumar tegundir stytt- inga má finna í ritum frá tímum Rómverja enda voru skrifar- arnir undir áhrifum frá ritum á latínu og notuðu latínuletur. „Styttingakerfi miðalda nær aftur í forneskju,“ skrifaði Hreinn, en Íslendingar þróuðu einnig með sér nýjar leiðir til að spara tíma og skinn. Samkvæmt könnun Þorbjörns Broddason-ar, prófessors í félagsfræði við HÍ, jókst farsímanotkun tíu til sextán ára barna úr þremur prósentum árið 1997 í 90 prósent árið 2003. Þessi sprengja í notkun far- síma helst í hendur við vinsældir SMS- skilaboða. Yngsta farsímakynslóðin vandist SMS/MSN-styttingunum frá byrjun og notar þær óspart, en fólk yfir tvítugu notar þær minna. Oftast nær er um enskar skammstafanir að ræða sem eru fengnar að láni úr erlendum SMS/MSN-hefðum. Í nýrri símaskrá Símans má sjá lista yfir farsímaorða- forða sem bendir til þess að notkun styttinga í SMS sé mikil. STYTTING FYRIR „MÖNNUM“ MEÐ STRIKI. konungar & konur MSN MESSENGER er forrit sem gerir manni kleift að spjalla við vini og kunningja á netinu. MSN- spjall gengur hraðar fyrir sig en spjall um SMS og því er meira um styttingar í MSN. Einnig er auðveldara að nota broskarla og önnur merki í MSN. M YN D : S TO FN U N Á R N A M AG N Ú SS O N AR /H EI Ð A H EL G AD Ó TT IR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.