Fréttablaðið - 28.10.2005, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 28.10.2005, Blaðsíða 2
2 28. október 2005 FÖSTUDAGUR Alltaf einfalt www.ob.is 15 stöðvar! SPURNING DAGSINS Sjón, ertu sögu ríkari? „Já, því í fyrradag kom út ný bók eftir mig.“ Rithöfundinum Sjón voru afhent verðlaun Norðurlandaráðs á miðvikudag. Sama dag kom bók hans Argóarflísin út. FLUG „Við höfum skipað okkur í fremstu röð í flugafgreiðslu,“ segir Davíð Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Suðurflugs á Kefla- víkurflugvelli. F luga fg reiðslufy r i r tæk ið Suðurflug varð hlutskarpast í útboði um rekstur flugstöðv- ar varnarliðsins. Til stendur að undirrita samning milli flughers- ins og Suðurflugs 7. návember næstkomandi. Í samningnum felst afgreiðsla og þjónusta við allar herflugvélar sem og aðrar vélar á vegum Bandaríkjastjórnar og Atlantshafsbandalagsríkjanna. „Þetta er mjög stór samning- ur vegna þess að það eru yfir 3.000 herflugvélar sem fara í gegnum Keflavík á hverju ári,“ segir Davíð. Samningurinn mun hafa umtalsverð áhrif á rekstur fyrirtækisins og nefnir Davíð sem dæmi að nú þurfi níu manna fyrirtækið að bæta við sig fimmt- án starfsmönnum. Davíð getur ekki sagt til um verðmæti samn- ingsins en ljóst er þó að það hleyp- ur á hundruðum milljóna. Nýlunda er að bandaríski flugherinn gerir samninginn en hingað til hefur þessi þjónusta tilheyrt sjóhernum og flotastöð varnarliðsins. Flotastöðin hefur áður keypt þessa þjónustu af IGS, sem er flugafgreiðsla í eigu Ice- landair. Suðurflug hefur haft sín megin viðskipti af afgreiðslu smærri flug- véla sem leið eiga um Keflavík. Viðskiptin hafa aukist nokkuð að umfangi eftir að móðurfélagið, Air Atlanta, hóf reglulega fraktflutn- inga um Keflavík á Boeing 737 vél. Suðurflug hefur verið starf- rækt síðan 1972 og var upphaf- lega flugfélag sem sá um flug- kennslu og leiguflug. Upp úr 1990 kom til nýtt eignarhald til sögunnar í félaginu þar sem Air Atlanta, Olíufélagið, Eignarhalds- félag Suðurnesja og fleiri aðilar gerðust hluthafar. Um leið var áherslan færð á þjónustu við flug. Suðuflug er að 91 prósenti í eigu Air Atlanta. saj@frettabladid.is Suðurflug semur við bandaríska herinn Suðurflug á Keflavíkurflugvelli skrifar í nóvember undir samning við banda- ríska flugherinn um rekstur flugstöðvar varnarliðsins. Verðmæti samningins hleypur á hundruðum milljóna. Umsvifin munu tvöfaldast með samningnum. FORSETAEMBÆTTIÐ „Frú Vigdís Finnbogadóttir tengdist mjög mikið þessum atburðum og fólk- inu á Flateyri og því var það við hæfi að hún færi þangað við þetta tækifæri,“ segir Örnólf- ur Thorsson, skrifstofustjóri á skrifstofu for- seta Íslands. Ýmsir veltu því fyrir sér af hverju Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti Íslands, var ekki viðstaddur minningarathöfn- ina á Flateyri. Aðspurður hvort ekki hefði þótt við hæfi að bæði fyrrum for- seti og núverandi væru viðstaddir athöfnina sagðist Örnólfur ekkert vilja segja. „Þetta var niðurstað- an,“ bætir hann við. - jse Minningarathöfn á Flateyri: Við hæfi að Vigdís færi ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON, FORSETI ÍSLANDS Forseti Íslands var ekki við- staddur minningarat- höfnina á Flateyri. FÍKNIEFNI Yfirheyrslur í fíkniefna- málinu þar sem póstsendingar koma við sögu héldu áfram í gær. Auk mannsins og konunnar sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna máls- ins hafa fleiri verið yfirheyrðir en enginn handtekinn. Ásgeir Karlsson, yfirlögreglu- þjónn í ávana- og fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík, kvaðst ekki vilja tjá sig efnislega um rann- sóknina meðan hún stæði yfir, en henni yrði hraðað eftir föngum. Lögreglan hafði fylgst með manninum og konunni um skeið og lét til skarar skríða 19. október. Þá höfðu þau farið með umslag af pósthúsinu þar sem konan vann. Umslagið hafði innihaldið kókaín áður en lögreglan skipti um efni í því og áframsendi á pósthúsið. Grunur leikur á allmörgum póst- sendingum með fíkniefnum sem þetta fólk og jafnvel fleiri tengist. Gæsluvarðhald yfir parinu rennur út í dag. - jss Póstsendu fíkniefnin: Fleiri færðir til yfirheyrslu DÓP Í PÓSTINUM Par situr í gæsluvarðhaldi eftir aðgerðir lögreglu. HERÞYRLA VARNARLIÐSINS Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI Suðurflug mun sjá um þjónustu við flugvélar varnarliðsins sem og aðrar flugvélar á vegum Atlantshafsbandalagsins. DAVÍÐ JÓHANNSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI SUÐURFLUGS Davíð segir samninginn hafa mikil áhrif á rekstur fyrirtækisins. SJÁVARÚTVEGUR „Það er einfaldlega skynsamlegra út frá sjónarhóli auð- lindanýtingar, og hagkvæmni, að veiðirétturinn sé skýrt skilgreind- ur og afmarkaður og að hann sé í höndum þeirra sem hafa með nýt- ingu auðlindarinnar að gera. Þess vegna er ég talsmaður þess að nýt- ingarrétturinn sé útvegsmanna,“ sagði Einar K. Guðfinnsson þegar hann mætti útvegsmönnum í fyrsta skipti sem sjávarútvegsráðherra á aðalfundi Landssambands íslenskra útvegsmanna sem hófst í gær. Einar Kristinn sagði dreifingu veiðiréttar í sjávarútvegi miklu meiri en dreifingu eignaraðildar í langflestum stóru atvinnuveg- um Íslendinga. Furðulegt væri ef menn héldu að vá væri af sam- þjöppun í sjávarútvegi en léðu ekki máls á því að setja skorður á eignarhalds fjölmiðla. Björgólfur Jóhannsson, for- maður LÍÚ, líkti nýtingu sjávar- auðlinda við landnám. Forsenda friðsamlegrar sambúðar og hag- sældar hefði verið virðing fyrir réttindum manna til afnota auð- linda. - bg Sjávarútvegsráðherra á aðalfundi Landssambands íslenskra útvegsmanna: Nýtingarrétturinn sé útvegsmanna SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA Á AÐALFUNDI LÍÚ „Það er skynsamlegt við þessar aðstæður að auka gjaldeyriskaup Seðlabankans,“ sagði Einar K. Guðfinnsson, sem vill með því veikja gengi íslensku krónunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ungmenni hanna gervihnött Rússnesk geimflaug á vegum Evrópsku geimferðastofnunarinnar flutti gervi- hnött sem námsmenn höfðu hannað út í geiminn og komu honum á sporbaug umhverfis jörðu í gær. Gervihnötturinn var smíðaður og hannaður af nem- endum í geimvísindum í 23 háskólum í Evrópu og tóku yfir fjögur hundruð nemendur þátt í verkefninu. Vonast var til þess að verkefnið gæti orðið inn- blástur fyrir þá sem eru að íhuga hvaða nám þeir eiga að velja sér og gæti hvatt fleiri til að mennta sig í fræðum á sviði geimvísinda. EVRÓPA ������ ��������� ���� ������ ��������� �� ���������� ������ �� ������������������������������ ������������������������������ ���� ������ ������ ������ ����� ����������������������������� �������� ���� ��������� ������� ��� ������� ��� ������� ������ ���� ���� ����� �������� �������� ��� ���������������������� ����� ������������������������������ ��� ��� ������ ����������� ������ ������� �������������� ��� ���� ���������������������������������� �������� ��� ���������� ���� ���� ��������������������������������� ������������������������������ �� ����� ��������� ����������� ����� ������ �������������� ����� ������������������ ����� ���� �������� ��������� FORVARNARSTARF „Þetta er einstakt tækifæri til að bjóða öðrum þjóð- um upp á það besta úr rannsóknar- starfi íslensku háskólanna,“ segir Dagur B. Eggertsson, formaður stýrihóps nýs alþjóðlegs forvarn- arverkefnis sem ýtt var úr vör á Bessastöðum í gær. Tilgangur verkefnisins er að rannsaka fíkniefnaneyslu ung- menna í tíu borgum, bera saman ólíkar aðferðir í forvörnum og að virkja stofnanir, stjórnvöld, skóla og almenning í þessum tíu borg- um í vánni gegn fíkniefnum. Að verkefninu standa Reykja- víkurborg, Háskóli Íslands og Háskóli Reykjavíkur en Actavis Group styrkir það og Ólafur Ragn- ar Grímsson, forseti Íslands, er verndari þess. Verkefnið er unnið á vegum samtakanna Evrópskar borgir gegn fíkniefnum. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri, Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, og Guðfinna S. Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, undirrituðu samstarfs- samning að Bessastöðum í gær og við sama tækifæri var undirritaður samstarfssamningur milli Actavis og Reykjavíkurborgar. - jse Alþjóðlegt forvarnarsamstarf kynnt á Bessastöðum: Hugvit gegn fíkniefnavánni SKRIFAÐ UNDIR SAMSTARFSSAMNING Borgarstjóri og rektorar Háskólans í Reykjavík sem og Háskóla Íslands undirrituðu samstarfssamninginn að Bessastöðum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN DÓMSMÁL Tveir voru í gær sýknaðir í Hæstarétti af líkamsárás sem þeir höfðu verið fundnir sekir um í hér- aði. Mennirnir voru kærðir fyrir að hafa ráðist á tvo starfsmenn Kaffi Akureyrar í fyrrahaust þegar vísa átti þeim út af staðnum. Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi hvorn um sig í mán- aðar fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár. Þar voru þeir þó sýknaðir af árásinni á annan manninn. Hæstiréttur átelur að tekin skuli hafa verið skýrsla símleiðis í héraðsdómi af mikilvægu vitni í málinu. Horfa þurfi til þess þegar sönnunargildi framburðarins sé metið. - óká Héraðsdómi snúið við: Tveir sýknaðir af líkamsárás
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.