Fréttablaðið - 28.10.2005, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 28.10.2005, Blaðsíða 6
6 28. október 2005 FÖSTUDAGUR �� �� �� �� �� �� �� �� �� ����������������������������� �������� ����������������� ����������������������� ��������������������� ������������������������ ���������������������� ������������������������ ������������������������ ����������������������������� ���������������������������� ������������������ ������������������������� ����������������������� ���������������������������� ���������������������� ����������������� ���������������������������� ������������������������� ������������������������� ��������������������������� ����������������������� �������������������� ���������������������� Eiga Íslendingar að hækka fram- lög sín til þróunaraðstoðar? Já 58% Nei 42% SPURNING DAGSINS Í DAG: Viltu sjá aukið samstarf milli Norðurlandanna? Láttu skoðun þína í ljós á Vísi.is KJÖRKASSINN DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- ness hefur dæmt 26 ára gamlan mann í fimm mánaða fangelsi, þar af þrjá skilorðsbundna til tveggja ára, fyrir líkamsárás. Maðurinn játaði að hafa ráð- ist á tvo menn á bifreiðastæði fyrir utan heimili sitt í Kópavogi í febrúar á þessu ári, með þeim afleiðingum að annar þeirra nef- brotnaði en hinn rifbeinsbrotnaði og tognaði. Annar mannanna leigði íbúð hjá móður ákærða og upphóf- ust átökin vegna ágreinings um leigu. Honum var ekki gert að greiða mönnunum neinar bóta- kröfur. ■ Dæmdur fyrir líkamsárás: Réðist á tvo og beinbraut Þarf ekki að sitja inni Átján ára piltur sem rauf skilorð í annað sinn þarf ekki að sitja inni, samkvæmt dómi Hér- aðsdóms Reykjavíkur í vikunni. Er það þar sem að brot hans nú varðaði aðeins 170.000 króna sekt. HÉRAÐSDÓMUR Áfram gegn flutningi flugvallar Áfram, hagsmunasamtök Dalvíkurbyggð- ar, standa nú fyrir undirskriftasöfnun gegn flutningi Reykjavíkurflugvallar úr Vatnsmýri. LANDSBYGGÐIN STJÓRNMÁL Ole Stavad, þingmaður danskra jafnaðarmanna, var ein- róma kjörinn forseti Norðurlanda- ráðs áður en þingi þess var slitið í Reykjavík í gær. Danir taka við forystu í Norð- urlandaráði um næstu áramót en Rannveig Guðmundsdóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, gegnir embættinu fram að þeim tíma. Ákveðið var í lok þinghaldsins að næsti fundur Norðurlandaráðs yrði í Kaupmannahöfn í nóvember á næsta ári. Ole Stavad segir gagnrýni á Norðurlandasamstarfið ekki nýja af nálinni. „Frá bæjardyrum fjöl- miðla kann að virðast sem Norð- urlandasamstarfið sé lítið frétt- næmt einmitt vegna þess að málin eru leyst, líka nú þegar við höfum ákveðið að endurskipuleggja starf- semina.“ Ole lítur til þess sem Norðurlönd- in hafa áorkað og hversu framar- lega þau standi í margvíslegu tilliti. „Sérstaða okkar Norðurlandabúa fellur ekki af himnum ofan. Við eigum að gaumgæfa það sem við gerum vel og halda því sameigin- lega á lofti. Það er ótrúlegt að Norð- urlöndin fimm hafa verið mæld og vegin af óháðum aðilum og eru öll á lista yfir þau tíu ríki í veröldinni sem sýna mesta samkeppnishæfni, bestan árangur á tæknisviði eða mestan sköpunarkraft.“ Ole Stavad segir að töluleg gögn, sem Norðurlöndin afla, veiti leið- sögn um það hvernig þjóðirnar geta sameiginlega myndað sigurlið. „Nýjar tölulegar upplýsingar sýna til dæmis að Danir standa Finn- um og Íslendingum langt að baki um þessar mundir á sviði háskóla- menntunar. Ef við gerum ekkert í málinu verðum við Danir ekki í sig- urliðinu eftir tíu ár. En vegna þess hversu lík norrænu þjóðfélögin eru getum við tekið mið af því sem nágrannar okkar gera vel og unnið að sameiginlegum lausnum,“ Ole Stavad segir mikilvægt að halda áfram umbótum á Norður- landaráði. „Við eigum nú að beina sjónum okkar að því að bæta til dæmis stöðu Grænlands og Fær- eyja í samstarfinu, styrkja Norð- vestursvæðið. Sömuleiðis beinum við sjónum okkar að úrlausnar- efnum sem Norðurlöndin þurfa að ræða við Rússa svo dæmi sé tekið,“ segir Ole Stavad. johannh@frettabladid.is Saman erum við í liði sigurvegarans Þingi Norðurlandaráðs lauk í Reykjavík í gær. Danir taka við formennsku í ráð- inu um næstu áramót og var Ole Stavad, þingmaður danskra jafnaðarmanna, einróma kjörinn forseti þess áður en þinginu var slitið í gær. OLE STAVAD ÞINGMAÐUR DANSKRA JAFN- AÐARMANNA ER NÝR FORSETI RÁÐSINS „Norðurlöndin eru öll á lista yfir þau tíu ríki í veröldinni sem sýna mesta samkeppn- ishæfni, bestan árangur á tæknisviði eða mestan sköpunarkraft.“ ÞING NORÐURLANDARÁÐS Á HÓTEL NORDICA VERKALÝÐSMÁL Vinnumálastofnun synjaði beiðni starfsmannaleigunn- ar 2B ehf. um atvinnuleyfi fyrir 36 Pólverja sem hér hafa verið við störf á hennar vegum. Verkamenn á vegum 2B hafa starfað hjá nokkrum fyrirtækjum hér á landi, en án atvinnuleyfa. Slíks leyfis þarf ekki að afla fyrir þá sem hér eru skemur en þrjá mánuði á ferðamannaáritun. Giss- ur Pétursson, forstjóri Vinnumála- stofnunar, staðfestir að ekki hafi verið gefin út leyfi til 2B áður. Sveinn Andri Sveinsson, lögmað- ur 2B, segir fátt að gera við synjun Vinnumálastofnunar, en þó verði skoðað hvort ákvörðunin verði kærð. „Ætli verði ekki bara notað þetta klassíska úrræði að menn fari í helgarferð til Köben og komi svo aftur,“ segir hann, en við það myndi hefjast nýtt þriggja mánaða tímabil ferðamannaáritunar. Fimm félög innan samiðnar hafa krafið sex fyrirtæki um upp- lýsingar um vinnutíma og kjör starfsmanna en þau eru öll með menn frá 2B í vinnu. Fyrirtækin eru Suðurverk á Kárahnjúkum, Dynkur í Mosfellsbæ, Völvusteinn á Akureyri, Timbursmiðjan á Akureyri og svo Fagsmíði í Kópa- vogi og Ístak í Reykjavík, bæði með starfsmenn við Grundartanga. Þá hafa aðildarfélög innan Samiðnar og Starfsgreinasambands Íslands sent frá sér tilkynningu um að þau séu reiðubúin „að gera allt sem í þeirra valdi stendur“ til að liðka fyrir því að erlendu starfsmennirn- ir sem verið hafa hér á vegum 2B fái atvinnuleyfi hjá fyrirtækjun- um sem þeir starfa hjá „eða eftir atvikum öðrum fyrirtækjum.“ Þá segjast félögin tilbúin til samstarfs við Vinnumálastofnun og hlutaðeig- andi fyrirtæki um „farsæla lausn“ mála starfsmannanna. - óká Erlendir verkamenn á vegum starfsmannaleigunnar 2B ehf.: Rétturinn endurnýjaður með helgarferð til útlanda LÖGMAÐUR 2B Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður 2B, segir viðbúið að verkamenn á vegum fyrirtækisins verði sendir úr landi eftir að Vinnumálastofnun neitaði þeim um atvinnuleyfi og snúi svo von bráðar aftur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VEIÐAR Verðmæti síldarafla fyrstu sjö mánuði ársins er tæpum 76 prósentum meira en á sama tíma í fyrra. Munurinn er um 2,5 millj- arðar króna. Alls var aflaverðmæti íslenskra skipa 41,8 milljarðar á tímabilinu, samanborið við 41,7 milljarða í fyrra, en það er 0,2 prósenta aukning. - grs Fá 2,5 milljörðum meira: Síldarafli eykst FJARSKIPTI Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofn- unar, segir unnið að því að fara yfir lagaákvæði sem lúta að vernd fjarskipta og starfsháttum fjar- skiptafyrirtækja með það fyrir augum að búa hugsanlega til vinn- ureglur þar að lútandi. Þetta er gert í kjölfar þess að Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra fól stofnuninni að bregð- ast sérstaklega við vegna frétta í Fréttablaðinu um upphaf Baugs- málsins, en þær byggðu á skjölum sem blaðið komst yfir. Hrafnkell áréttar að hugsan- legum leka á töluvpósti Jónínu Benediktsdóttur hafi ekki verið vísað til stofnunarinnar. „Mér vitanlega hefur hún ekki kosið að kæra ólöglegan aðgang að tölvu- pósti sínum til yfirvalda, hvorki til okkar né lögreglu,“ segir hann. Í vinnu stofnunarinnar er aðallega horft til 47. greinar fjar- skiptalaga um öryggi og þagnar- skyldu. Þar segir að fjarskipta- fyrirtæki skuli gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja öryggi fjarskiptanna. „Við vinnum að því að setja upp annað hvort reglur eða leiðbeiningar um með hvaða hætti við munum framfylgja þessu í framtíðinni.“ Hrafnkell vonast til að þessari vinnu ljúki fyrir áramót, en fyrirtækjum verður gefinn kostur á að koma að athugasemdum áður en nýjar reglur taka gildi. - óká PFS hugar að framkvæmd lagaákvæða um öryggi og þagnarskyldu: Reglur tilbúnar fyrir áramót HRAFNKELL V. GÍSLASON Forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar segir stærri fjarskipta- fyrirtækið meðvituð um skyldur sínar varðandi öryggi fjarskipta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.