Fréttablaðið - 28.10.2005, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 28.10.2005, Blaðsíða 16
16 28. október 2005 FÖSTUDAGUR 1 Dagur ...hur› DANMÖRK Danskt nautahakk inni- heldur oft töluvert meiri fitu en sagt er til um á pakkningum. Þetta kemur fram í nýrri könnun þar sem meðal annars var mæld fita í nautahakki sem auglýst var að væri að hámarki átta prósent fita. Þriðjungur pakkninganna reyndist hins vegar fitumeiri og mest mældist fitan sautján pró- sent. Þau sláturhús sem komu hvað verst út úr könnuninni hafa verið sektuð og einnig hefur samband slátrara ávítt þau fyrir slæm vinnubrögð. ■ Dönsk matvælakönnun: Nautahakkið reyndist of feitt FJÁRSVIK „Við höfum fengið ný viðskipti frá því að málið kom upp og höfum enga viðskiptavini misst þannig að málið hefur ekki haft tiltakanleg áhrif á rekstur- inn,“ segir Jóhannes B. Skúlason, framkvæmdastjóri Skúlason ehf. Húsleit var gerð í húsakynum fyrirtækisins í byrjun mánaðar- ins að frumkvæði breskrar efna- hagsbrotalögreglu í tengslum við meintar blekkingar í viðskiptum og peningaþvætti. „Það er allt of snemmt að segja til um hvort við höfum undir hönd- um næg sönnunargögn til þess að leggja fram ákærur,“ segir David Jones, upplýsingafulltrúi hjá bresku efnahagsbrotalögregl- unni. „Við höfum ekki enn getað ákveðið hvenær eða hvernig við munum reyna að ljúka málinu, enda virkar það ekki þannig í hlutfallslega stórum málum sem þessum,“ segir Jones. Hann segir rannsóknarlögreglumenn vera upptekna við að fara yfir þau gögn sem safnað var. Jóhannes segist hafa talað við bresku lögreglumennina fyrir viku síðan. „Þeir sögðu mér að rannsóknin gæti tekið allt upp undir tvö ár,“ segir Jóhannes. Hann hefur fengið þau gögn til baka sem tekin voru við húsleit- ina. - saj Skúlason ehf. bætir við sig viðskiptavinum þrátt fyrir lögreglurannsókn: Meira að gera eftir rannsókn JÓHANNES SKÚLASON FRAMKVÆMDA- STJÓRI Skúlason ehf. hefur bætt við sig viðskiptavinum eftir að húsleitin var fram- kvæmd. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR PÓLLAND, AP Viðræður um myndun samsteypustjórnar hægriflokk- anna tveggja sem unnu þing- kosningarnar í Póllandi í síðasta mánuði virðast vera farnar út um þúfur. Donald Tusk, leiðtogi markaðshyggjuflokksins Borg- aravettvangs (PO), segist ekki sjá neina möguleika á að halda við- ræðunum áfram eftir að stærsti flokkurinn, Lög og réttlæti, kom því í gegn að fulltrúi hans yrði þingforseti. Tusk, sem tapaði í úrslitaum- ferð forsetakosninga á sunnu- daginn fyrir frambjóðanda Laga og réttlætis, sagði að stjórnar- myndunarviðræðurnar hefðu siglt í strand eftir að meirihluti þingmanna á pólska þinginu kusu Marek Jurek, þingmann Laga og réttlætis, í þingforsetaembættið. Með þessu hefði óformlegt sam- komulag flokkanna tveggja um skiptingu æðstu embætta verið rofið. Talsmenn Laga og réttlætis sögðu hins vegar að þeir ætluðu sér enn að mynda stjórn með Borgaravettvangi. Samanlagt hafa flokkarnir 288 sæti af 460 á pólska þjóðþinginu. - aa Viðræður um stjórnarmyndun í Póllandi: Uppnám vegna þingforseta TUSK VONSVIKINN Segist ekki sjá neina möguleika á að halda viðræðum áfram. FRÉTTABLAÐIÐ/AP TYRKLAND Dómstóll í Siirit í Tyrk- landi hefur sektað tuttugu Kúrda fyrir að rita stafina Q og W á vegg- spjöld sem rituð voru á kúrdísku og hengd upp í tilefni nýars, sem hófst í mars að okkar tímatali. Þarlend lög banna notkun stafa sem ekki er að finna í tyrkneska staf- rófinu og því var hver og einn Kúrd- anna sektaður um sem nemur fimm þúsund krónum, að því er CNN herm- ir. Kúrdum eru tryggð ýmis réttindi í Tyrklandi en oft er sótt að þeim að sama skapi eins og dæmin sýna. ■ Kúrdar í hátíðarskapi: Sektaðir fyrir notkun Q og W Unglingar grunaðir um spellvirki Eimreið með 66 vöruflutningavagna í eftirdragi fór út af sporinu nærri North- field í Michigan í vikunni. Enginn meidd- ist en farmurinn stórskemmdist. Lögregla telur að unglingar hafi fiktað í útbúnaði sem flytur lestir af einum teinum á aðra. BANDARÍKIN KANARÍFUGLAR Í BANGKOK Í TAÍLANDI Yfirvöld í Taílandi hafa sett reglugerð um dauðan fuglafénað. Reglurnar banna allan flutning, sölu og greftrun fugla sem látist hafa af fuglaflensu og er ætlað að sporna gegn útbreiðslu veirunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ENGLAND Breska ríkisstjórnin hefur fallist á áform um að banna reykingar á öllum opin- berum innan- dyrastöðum í Englandi. Undanþágu frá banninu geta klúbbar og krár feng- ið sem ekki stunda mat- sölu. Í undirbúningi er víðtækara reykingabann í Skotlandi, Wales og Norður-Írlandi. Eftir því sem frá greinir á fréttavef breska útvarpsins, BBC, er þessi niður- staða vonbrigði fyrir heilbrigðis- ráðherrann Patriciu Hewitt, sem barðist fyrir því að jafnvíðtækt bann tæki gildi á Englandi. ■ Reykingabann á Englandi: Öldurhús fá undanþágu REYKLAUS KRÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.