Fréttablaðið - 28.10.2005, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 28.10.2005, Blaðsíða 19
 28. október 2005 FÖSTUDAGUR18 nær og fjær „ORÐRÉTT“ UPPÁHALDSBJÓR MARGRA KYNSLÓÐA Tíu sinnum lengur í bruggun Hinn margverðlaunaði Budweiser Budvar er heimsþekktur fyrir gæði og natni í framleiðslu. Budweiser Budvar er bruggaður í 100 daga. Það er tíu sinnum lengri tími en flestir lagerbjórar! LÉ TT Ö L Ef og þegar „Ég ætla að sjá til fram að mánaðamót- um og þá er ég hætt- ur - ef ég hætti.“ Jónatan Garðarsson, dag- skrárgerðarmaður hjá RÚV, er ósáttur við hlut menn- ingarefnis í nýju Kastljósi. Fréttablaðið. Gaman að því „Mér finnst gaman að tala.“ Dögg Hjaltalín, fjárfesta- tengill hjá Avion Group, um áhugamál sín í Morgun- blaðinu. Fréttir af mannskæðum hamförum úti í heimi hreyfa mismikið við fólki. Elías Sveinsson, uppfinn- ingamaður og fyrrum tugþrautarkappi, skellir þó ekki skollaeyrum við slíkum fréttum. Hann hefur boðið Rauða krossi Íslands uppfinningu sína sem hann segir að bjargað gæti þús- undum mannslífa á ham- farasvæðunum í Pakistan. „Við Íslendingar höfum það bara allt of gott til að láta ekki til okkar taka þegar fólk er unn- vörpum að láta lífið,“ segir Elías fullur ákafa. „Þess vegna kom þessi uppfinning mér í hug um leið og ég heyrði að skortur væri á tjöldum fyrir fólkið í Pakistan sem misst hefur allt sitt í jarð- skjálftanum.“ Uppfinning hans er í raun sára- einföld en hún byggist á því að sex spýtur, jafnar að lengd, eru gatað- ar við annan endann, reipi strengt í gegnum götin og þá er hægt að láta þær standa og mynda þær þá stoð fyrir tjald. „Svona gerðu ind- jánarnir þetta og það dugði þeim í margar aldir svo þetta ætti að geta komið hjálparþurfandi fólki að gagni,“ segir Elías meðan hann bregður upp spýtunum sem síðan standa stöðugar. „Við þurfum bara að senda þeim hugvitið því nóg er af tim- bri á þessum slóðum og eins dúkum sem síðan á að bregða yfir stoðirnar og þá er komið hið burðugusta tjald.“ Elías kynnti hugmynd sína fyrir David Lynch, verkefnis- stjóra neyðaraðstoðar erlendis hjá Rauða krossi Íslands. „Þetta virðist ágætasta hugmynd,“ segir David, sem tók mynd af sköpunarverkinu og sendi til höfuðstöðvanna í Genf. „Það eru reyndar reist tjöld á hamfara- svæðunum eftir ákveðnum stöðl- um en það er aldrei að vita hvað mennirnir segja í höfuðstöðvun- um,“ bætir David við. Elías segist ekki vera umhug- að að græða formúu fjár á hug- viti sínu. „Ég bara keppi að því að gera þetta líf aðeins betra fyrir þá sem verst hafa það.“ Og það vantar ekki keppn- isandann í kappann en það vita þeir sem muna eftir Ólympíu- leikunum í Montreal 1976. Elías keppti þar í tugþraut og gerði sér lítið fyrir og vann eina keppnis- greinina. jse@frettabladid.is Íslendingur finnur lausn fyrir fórnarlömb hamfara ELÍAS SVEINSSON Uppfinningamaðurinn stendur stoltur við sköpunarverkið. Hann vonast til að það hljóti náð hjá toppunum í Genf því það geti bjargað þúsundum mannlífa á hamfarasvæðunum í Pakistan. MEÐ DANNEBROG Á HÚDDINU Dönskum ráðherrum á Norðurlandaráðsþingi var ekið á milli staða undir danska fánanum. Bifreiðin er vitaskuld gljáfægð og glansandi. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. „Það er ósköp lítið að frétta, ég sit hér bara og stari í loftið,“ sagði Flosi Ólafsson, hrossabóndi og rithöf- undur, þegar blaðamaður spurði frétta í Borgarfirð- inum í gær. „Eða jú, reyndar á ég afmæli í dag en það er nú kannski ekki fréttnæmt. Nema þá að ég á allt eins von á því að sveitungar kíki inn í heimsókn og þá ber vel í veiði fyrir mig því það er siður hér í sveit að baka pönnukökur og annað góðgæti þegar gesti ber að garði. Það er í einu skiptin sem ég kemst í ætan bita því flest góðgæti er álitið bannvarningur þegar ég er annars vegar.“ Hægt og rólega virðist rifjast upp fyrir Flosa að nóg er að gerast. „Nú er sá tími ársins að við förum að draga undan hrossunum og gefa þeim útreiðarfrí. Það er nú svo komið að ég hef dregið svolítið saman seglin en sonur minn sem býr hér á næsta bæ er í rauninni óðalsbóndi á 300 hektara jörð svo ég hef flest hrossin þar. En það vantar ekki óðalsheit- ið á kotið mitt, þegar ég keypti jörðina hét hún reyndar bara Berg en ég varð fyrir barðinu á þingeysku tilhneigingunni sem er sú að skjóta „Stór“ og „Aðal“ við öll nöfn svo nú er ég orðinn stórbóndi að Stóra Aðalbergi,“ sagði Flosi og hló. Hann skreppur annað slagið í bæinn þó sveitin sé honum kærust. „Ég safna saman erindum og skrepp í bæinn svona á viku eða hálfs mánaðar fresti. Svo er ég nú þannig í sveit settur að það tekur ekki nema hálfan annan klukkutíma að skjótast í bæinn svo ef okkur hjónin langar á leiksýningu, nú þá rjúkum við bara í okkar fjallabíl og förum í leikhús,“ sagði afmælisbarnið. Að lokum mundi Flosi svo eftir helstu tíðindunum. „Það hlýtur nú að teljast til stórtíðinda að engin bók kemur út eftir mig fyrir þessi jól.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? FLOSI ÓLAFSSON HROSSABÓNDI OG RITHÖFUNDUR Stórbóndi að Stóra Aðalbergi „Samkvæmt lögum eiga börnin rétt á einstaklingsmiðuðu námi en það er allur gangur á því hvern- ig það gengur,“ segir Hallfríður Kristinsdóttir, móðir hjartveikr- ar stúlku og gjaldkeri Styrktar- sjóðs hjartveikra barna. Málþing um skólagöngu hjartveikra barna verður haldið í Gerðubergi í dag en af orðum Hallfríðar að dæma er mikilvægt að hlutaðeigendur kippi málum í liðinn. Árlega greinast á bilinu 50 til 60 börn með hjartasjúkdóma og þurfa mörg þeirra að gang- ast undir nokkrar hjartaaðgerð- ir á skólaárunum og missa þá úr námi. „Það er allur gangur á hvað þau eru lengi að jafna sig. Að auki eru þau afar viðkvæm fyrir öllum pestum og ef flensa gengur fá þau hana. Á tíu ára skólagöngu geta fjarvistirnar safnast upp í nokkra mánuði,“ segir Hallfríður og bætir við að börnin glími líka við þreytu og þróttleysi þó ekki sjáist það á þeim og fyrir vikið getur námið reynst þeim enn örðugra. Á málþinginu í Gerðubergi í dag flytja bæði sérfræðingar og foreldrar hjartveikra barna erindi og í lokin verða umræður. Yfirskrift þess er „Mér um hug og hjarta nú“, og er það vísað til ljóðs Steingríms Thorsteins- son. „Kór lítilla hjartabarna söng þetta lag í söfnun á Stöð tvö í mars 1997,“ segir Hallfríður. „Það er svo fallegt og höfðar svo vel til okkar að við notum þessar línur svona.“ HALLFRÍÐUR KRISTINSDÓTTIR, GJALDKERI STYRKTARSJÓÐS HJARTVEIKRA BARNA Rætt um skólagöngu hjartveikra barna á málþingi í Gerðubergi í dag: Lög brotin á hjartveikum börnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.