Fréttablaðið - 28.10.2005, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 28.10.2005, Blaðsíða 56
FÖSTUDAGUR 28. október 2005 27 Þjóðarbókhlaðan, eða Lands- bókasafn Íslands - Háskólabóka- safn er gríðarlega mikilvæg stofnun. Stúdentar og fræðimenn eiga þar greiðan aðgang að hels- tu fræðibókum og -tímaritum og almenningur getur komið að vild og grúskað eða lesið sér til ynd- isauka. Safnið þarf því að þjóna bæði stúdentum og almenningi og gerir það rekstur þess öllu flóknari. Fjárveitingar til safnsins hafa minnkað jafnt og þétt síðustu ár af ýmsum ástæðum. Sá þáttur sem ætlað er að standa straum af öllum almennum bókakaupum safnsins hefur verið óbreytt upp- hæð í fjárlögum síðustu átta ár og hefur því sú tala lækkað mikið að raunvirði, miðað við almennar verðlagshækkanir. Fjármagn til kaupa á fræðibókum hefur ein- nig verið skert mikið og kemur það til vegna þess að fjárhags- staða deilda og skora Háskólans hefur verið gríðarlega slæm í nokkurn tíma og margar þeirra eru reknar með miklum halla. Þær hafa því þurft að hagræða mikið og hefur það bitnað einna mest á því fjármagni sem þær veita til bókakaupa safnsins. Þetta tvennt hefur leitt til þess að bókakostur safnsins er í dag ekki eins og best væri á kosið og kemur það hart niður á nemend- um Háskólans. En safnið þarf ekki bara aukið fjármagn til bókakaupa. Áður fyrr fékk Háskólinn allt- af ákveðna upphæð á hverju ári til að geta haldið safninu opnu utan skrifstofutíma, þ.e. á kvöld- in og um helgar. Þessu hefur nú verið breytt og Háskólinn fær bara greitt fyrir hvern nemanda sem stundar fullt nám og segja ráðamenn að sú upphæð eigi að nægja bókasafninu líka. Þetta hefur leitt til þess að stjórnendur Þjóðarbókhlöðunnar hafa þurft að hagræða gríðarlega í rekstri safnsins og nú er sú staða komin upp að boginn er fullspenntur og ef ekki fæst aukið fjármagn nú þegar hættir safnið að vera opið á kvöldin og um helgar þann 1. desember næstkomandi. Það þarf ekki að fjölyrða um hversu slæmt þetta er, en á Bókhlöðunni er besta lesaðstaða landsins og aðgangur að bókum er hvergi betri. Þetta mun því bitna á öllum landsmönnum, en stúdentar munu sennilega fá hvað harðastan skell. Þessi fjárhagsvandi bókasafnsins er algjörlega óþolandi og þegar stjórnvöld eru innt eftir svörum er lítið um þau. Einna helst benda ráðamenn þó á Háskólann og segja vandann liggja hjá stjórn- sýslu hans. Að sama skapi vísa stjórnendur Háskólans á ríkið og segja að fjármagnið þurfi að koma úr ríkissjóði. Höfuðvandinn virðist þó ligg- ja í því að lögin og reglurnar um Landsbókasafn Íslands - Háskóla- bókasafn eru afar flóknar. Hlut- verk safnsins er gríðarstórt en að sama skapi illa skilgreint. Hagsmunir okkar allra krefj- ast þess að þetta mál verði leyst til frambúðar og það tekst ekki nema með samstilltu átaki Þjóð- arbókhlöðunnar, Háskólans og stúdenta. AF NETINU UMRÆÐAN ÞJÓÐAR- BÓKHLAÐAN DAGNÝ ÓSKARSDÓTTIR LAGANEMI OG FÉLAGI Í RÖSKVU Sami rassinn undir þeim öllum Einhver þrálátasta og kannski með vara- samari grillum samtímans er að sami rassinn sé undir öllum stjórnmálamönn- um – þeir séu allir siðlausir og sjálfsdýrk- andi eiginhagsmunaseggir. Í samræmi við þetta er talað um stjórnmálamenn af djúpri fyrirlitningu; það er sífellt verið að klifa á að völdin séu að færast frá þeim yfir í viðskiptalífið. Stjórnmálamenn eru hæddir og spottaðir, en það komast helst ekki nógu margir að til að sleikja rassinn á viðskiptajöfrunum. Egill Helgason á visir.is Á valdi stjórnmálamanna [N]ýlega varð ritstjóri Morgunblaðsins uppvís að því að ganga erinda sama stjórnmálaflokks og hann marseraði fyrir í Íraksmálinu. ... Fréttaflutningur Morgun- blaðsins af þessari merku þátttöku rit- stjóra blaðsins fólst síðan í miklum lang- lokuhundum þar sem hann gerði grein fyrir sjónarmiðum sínum. Þetta sýnir enn og aftur að allt tal ritstjóra blaðsins um að á milli skrifstofu hans og frétta- manna ríki skýr aðskilnaður er úr lausu lofti gripið. Morgunblaðið sleppti því að grafast fyrir um frétt er varðar valdaskip- an í íslensku samfélagi vegna þess að rit- stjóri þess var viðriðinn málið. Því höfum við enn eitt dæmið þar sem hagsmunir Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokksins eiga undarlega vel saman. Staðreynd sem ætti að vekja athygli þeirra er hafa áhuga á fjölmiðlum á valdi stjórnmála- manna. Huginn F. Þorsteinsson á murinn.is Stöndum vörð um Þjóðarbókhlöðuna Í blaði sunnudagsins féll niður niðurlag lokamálsgreinar í viðtali við Eirík Finn Greipsson og Guðjón Guðmundsson og er beðist velvirðingar á mistökunum. Viðtalið var í tilefni af því að tíu ár er liðin frá því að mannskætt snjóflóð féll á Flateyri. Í heild sinni var síðasta máls- greinin eftirfarandi: Guðjóni er líka ofarlega í huga að menn læri nú af reynslunni og láti af þeim sið að loka augunum fyrir aðsteðjandi vá. „Það þarf að tala um hlutina og gera ráð fyrir þeim. Þetta er svipað og með umræðuna um að flytja Reykjavíkur- flugvöll, að alls ekki virðist mega nefna hættuna á jarðhræringum á Suðurnesj- um í því samhengi. Ef menn eru ekki viðbúnir því versta þá eru þeir bara í vondum málum.“ LEIÐRÉTTING Það er nauðsynlegt fyrir börnin að borða vel á morgnana. Þess vegna viljum við gefa þeim morgunkorn sem þeim finnst gott á bragðið. Weetos eru vítamín- og járnbættir heilhveitihringir með góðu súkkulaðibragði. Þeir eru jafnframt sykurminnsta súkkulaðimorgunkornið sem völ er á. * samkvæmt innihaldslýsingu á Cocoa Puffs pökkum 48% minni sykur en í Cocoa Puffs* Heilhveitihringir Gott súkkula›ibrag› E N N E M M / S ÍA / N M 18 9 4 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.