Tíminn - 02.11.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 02.11.1975, Blaðsíða 13
TÍMINN 13 bæði prentaðar með nútima- stafsetningu og stafrétt eftir handriti frá þvi um 1600. Texta- skýringar eru i bókarlok. Út- gáfu þessa annaðist Arni Björnsson cand. mag. Hugsun og veruleiki nefnist ný bók eftir Pál Skúlason, ný- skipaðan prófessor i heimspeki við Háskóla Islands. Fjallar hún um ýmsar ráðgátur, sem á flesta leita og orðið hafa við- fangsefni heimspekinga. Um efnið er fjallað af fræðilegri ná- kvæmni, en þó á einfaldan og auðskilin hátt. Hentar bókin þvi jöfnum höndum sem lestrarefni handa almenningi og handbók við heimspekinám. Sigurjón Björnsson. Aeftir Sigurjón Björnsson prófessor er komin út Sálar- fræði II. Fjallar þetta bindi um þróunar- og þroskaferil manns- ins frá vöggu til grafar. Ræki- lega er fjallað um fósturskeið, bernsku, unglingsár og fullorðinsár, en auk þess eru sérstakir kaflar um málþróun barna og þróun siðgæðiskennd- ar. Um nokkurt skeið hefur verið haldið uppi kennslu i vistfræði i framhaldsskólum en skortur kennslubóka verið til baga. Nú hefur Agúst H. Bjarnason menntaskólakennari samið bók um uridirstöðuatriði vistfræð- innar, og nefnist hún Almenn vistfræði. Agúst H. Bjarnason. (íuðrún llelgadóttir. Loks má geta þess, að væntanlega kemur út fyrir jól kennslubók i skák handa byrj- endum með nokkuð nýstárl. sniði. Er hún eftir danska skák- meistarann Jens Enevoldsen, sem kunnur er hér á landi. Barna- og unglingabækur eru allmargar, en þó nokkru færri en stundum áður. Ný bók kemur um Jón Odd og Jón Bjarna eftir Guðrúnu Helgadóttur, en bókin um þá bræður, sem út kom á siðast liðnu ári, hlaut sem kunnugt er verðlaun sem bezta frumsamda barnabókin það ár. Eftir Njörð P. Njarðvikkemur út barnabók, sem nefnist Sigrún fer á sjúkra- hús.Báðar þessar bækur mynd- skreytir Sigrún Eldjárn. Fyrir siðustu jól kom út bókin Afram Hæöargerði eftir hinn kunna barna- og unglingabóka- höfund Max Lundgren. Nú kem- ur út önnur bókin i þessum fl., Hæðargerði á uppleið. Þá kemur út þriðja og siðasta bókin um Húgó og Jósefinu eftir Marie Gripe. Nefnist hún Húgó. Þessar bækur hafa alls staðar hlotið mikið lof og var höfundur- inn sæmdur H.C. Ander- sens-verðlaununum fyrir þær, auk annarra verðlauna og viðurkenninga. Handa yngstu börnnunum koma út allmargar litprentaðar bækur. Þeirra á meðal má nefna: Kalli og Kata i leikskóla og Kalli og Kata á ferðalagi, eina eða tvær bækur eftir sænska listamanninn og barna- bókahöfundinn Ulf Löfgren um Albin.sem aldrei var hræddur. En eftir Ulf Löfgren hefur Iðunn áður gefið út 4 bækur i flokkn- um: „Leikur að læra”. Þá er að nefna mjög fallega mynd- skreytta bók, Benni og gæsirnar hans.og ef til vill koma eitthvað fleiri bækur af þessu tagi. Nýr áfangi á Kanarí blómaeyjan Tenerife Reynsla okkar af óskum íslendinga undanfarin 5 ár og sá frábæri árangur sem náöst hefur í Kanarí- eyjaferöum okkar, er þaö sem nú hvetur okkur til aö færa enn út kvíarnar. Við höfum nú skipulagt feröir til blómaeyjunnar Tenerife, sem af mörgum er talin fegurst Kanarí- eyja, en hún er granneyja Gran Canaría, þar sem þúsundir íslendinga hafa notið hvíldar og hressing- ar á undanförnum árum. I vetur veröa farnar 7 feröir til Tenerife. Hin fyrsta 14. desember en hin síðasta 4. apríl og er hún jafnframt páskaferö. Dvalið veröur í íbúöum og á þriggja og fjögurra stjörnu hótelum og verðió í tvær vikur er frá 47.900 krónum, sem er þaö hagstæðasta sem býóst. Sért þú aó hugsa um sólarferó i skammdeginu, þá snúöu þér til okkar. flucfélac LOFTLEIBIR LSLANDS Fýrstir með skipulagðar sólarferðir i skammdeginu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.