Tíminn - 06.01.1976, Blaðsíða 1

Tíminn - 06.01.1976, Blaðsíða 1
Leiguf lug—Neyðarf lug HVERTSEM ER HVENÆR SEM ER FLUGSTÖÐIN HF 4 3. tbl. —Þriðjudagur 6. janúar 1976 —60. árgangur Fluavél eyðileaast í nauðlendinau — Flugmaðurinn slapp ómeiddur J.K.-Egilsstöðum. Nýleg eins hreyfils flugvél af gerðinni „ „„ K"tx’ Cessna J80 eyðilagðist á Borgar- firði eystra i gær. Véiin var á leið með varning frá Egilsstöðum til Borgarfjarðar, en vegna élja- gangs gat hún ekki lent á Borgar- firði, og sneri þvi aftur áleiðis til Egilsstaða. Rétt þegar flugmað- urinn hafði snúið við, missti hann skyggnið og nauðlenti innst i Borgarfirði hjá bænum Hvann- stóði. Var hann einn I vélinni og slapp ómeiddur, en vélin er talin ónýt. Flugvélin var i eigu flugfélags Austurlands og hefur verið notuð til áætlunar-, sjúkra- og leigu- flugs. Þegar óhappið varð, var Útgerðarmenn loðnuveiðiskipa: Hóta stöðvun loðnuveiði 18. jan. — verði ekki búiðað ákveða loðnuverð þá hið fyrsta. Þá var samþykkt að verði ekki búið að ákveða loðnu- verð 18. janúar verði loðnu- veiðarnar stöðvaðar. Tvö eða þrjú loðnuveiðiskip eru þegar farin til veiða og næstu daga munu fjölmörg skipanna fara að tinast út. Allt útlit er á að mikið verði gert út á loðnu á þess- arri verti'ð en það fer eftir verði loðnunnar og fleiru. En þess ber einnig að gæta, að nótaskipin hafa varla önnur verkefni en loðnu- veiði. fslenzk' skip munu ekki stunda sfldveiðar i Norðursjó i ár, þar sem sjávarútvegsráðuneytið hefur bannað þær veiðar og sókn- in i þorskinn er svo ásetin, að stóru nótaskipunum er þar ofauk- ið. Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson er farið norður til ao rannsaka loðnugöngurnar suður með Austurströnd.inni. Leiðangursstjöri er Hjálmar Vilhjálmsson. OÓ-Reykjavik. A fundi útgerðar- manna loðnuveiðiskipa, sem haldinn var i gær, var samþykkt að fara þess á leit við Verðlagsráð sjávarútvegsins, að loðnuverð fyrir janúarmánuð verði ákveðið ASI skorar á aðildarfélög að afla verk- fallsheimildar hið fyrsta gengið vel i hinum fyrri tveimur. Ungir vegfarendur i Breið- holti reyndu að aðstoða leigubilstjóra þar efra í gær- kvöld og gekk litt þrátt fyrir góðan vilja. Fjöldi bila var skilinn eftir mannlaus fyrir utan veginn upp i Breiðholt, en fólkið flutt uppeftir i bil- um hjálparsveitanna. Snjó- bill var i gærkvöld útbúinn sem sjúkrabill til að vera til taks, ef óhöpp hentu. Slikt mun ekki áður hafa verið gert i höfuðborginni. Timamynd: Gunnar. Mikil ófærð í Reykjavík og hjálparsveitir önnum kafnar Snjóbíll útbúinn sem sjúkrabíll og hafður til taks í nótt MÓ-Reykjavik. Vonzkuveður var á höfuðborgarsvæðinu i gærkvöld og urðu miklar tafir á umferð. A timabili lokaðist leiðin upp i Breiðholt og ófært varð til Hafn- arfjarðar. Viða um borgina voru bilar fastir og lögregla og Hjálp- arsveit skáta og Björgunarsveit Ingólfs voru á ferðinni til að reyna að hjálpa vegfarendum. Seint i gærkvöldi var snjóbill skátanna útbúinn sem alhliða sjúkrabill og var hafður upp við Artúnshöfða i nótt til að vera til taks ef slys eða óhöpp ættu sér stað. Veður þetta náði upp i Borg- arfjörð og um Suðurland allt austur i Mýrdal. Sem dæmi um ófærðina i Reykjavik má nefna, að kl. 19.30 i gærkvöldi var sjúkrabill sendur i Breiðholtshverfi og kom hann ekki úr þeirri ferð aftur fyrr en kl. 21,30. Stuttu siðar þurfti hann aftur uppeftir, en þá var færðin farin að skána og var billinn þá ekki nema þrjá stundarfjórðunga i förum. Fjallabilar frá Hjálpar- sveit skáta og Björgunarsveitinni Ingólfi fluttu fjölda fólks upp i Breiðholt, en fólksbilum var alveg ófært þangað frá klukkan að ganga sjö i gærkvöldi og langt fram eftir kvöldi. Þegar Timinn var að fara i' prentun klukkan að ganga ellefu var verið að reyna að opna leiðina uppeftir, en allt óvist, hvenær það tækist. Hafnarfjarðarvegur var lokað- ur milli klukkan niu og tiu i gær- kvöldi, en þá tókst að opna hann aftur fyrir umferð. Eitthvað varð um árekstra og óhöpp, og á Digranesvegi i Kópavogi var ekið á dreng, en ekki var vitað um meiðsli hans. Hjörleifur Ólafsson vegaeftir- litsmaður sagði i gærkvöldi, að veðrið hefði verið verst á höfuð- borgarsvæðinu og i . næsta ná- grenni. Ekki hefði nein fyrirstaða þó verið á vegum austur um sveitir, nema einhver snjór hefði verið i Rangárvallasýslu. Hins vegar var þar ekkert ferðaveður. Sömu sögu er að segja um Hval- fjörð og upp Borgarfjörð. Austur i Mýrdal var einnig blindhrið og þar er kominn mikill snjór. Norður yfir HoltavöVðuheiði var fært i gær og allt til Akureyr- ar. Flugumferð um Keflavíkurvöll minnkaðí um 11 % á érinu 75 VERNDARSKIPIN ORÐIN 10 — HAFA ALDREI VERIÐ FLEIRI OÓ—Reykjavik —■ Landhelgis- gæzlan telur, að nú séu 32 brezk- ir togarar að ólöglegum vciðum á svæöinu frá Glettinganesi norður aö Melrakkasléltu. Tog- aranna gæta 10 brezk skip, og hafa þau aldrci veriö fleiri. Þarna er um að ræöa fjórar freigátur, þrjá stóra dráttar- báta og þrjú aöstoðarskip. Landhelgisgæzluflugvélin Sýr flaug yfir svæðið i gær, og var þá sæmilegt veður á miðunum og flestir togaranna að veiðum. Greinilegt er, að Bretum f>yk- ir mikið við liggja að verja veiðiþjófana, og herskipum og öörum aðstoðarskipum togara- flotans fjölgar á Islandsmiðum. Lætur nú nærri, að verndarskip sé fyrir hverja þrjá togara, sem varla dugir, þvi eins og kunnugt er, skar varðskipið Ægir á tog- vira tveggja togara á laugar- dagskvöld. Heldur betur hvein i talstöðvum togaranna og vernd- arskipa þeirra eftir þann at- burð, og kenndi hver öðrum um, togaraskfpstjórarnir þóttust ekki haía næga vernd og her- skipamenn sendu þeim tóninn afturog skömmuðu karlana fyr- ir að veiöa ekki á fyrirfram ákveðnum verndarsvæðum. BH-Reykjavik. — í ársyfirliti flugmálastjórnar segir, að flug- umferðin um islenzka flugstjórn- arsvæðið hafi minnkað um 5,2% á siðasta árí, en verulegur sam- dráttur varð á árinu i öllu flugi yfir Norður-Atlantshafið. Um 80% flugumferðarinnar er þotu- umferð. Um áramótin 1975/76 tók islenzka flugstjórnarmiðstöðin við flugumferðarstjórn iefra loft- rými Grænlandssvæðisins, þannig að flugstjórnarsvæðið er nú i reynd orðið þrefalt stærra. Á Keflavikurflugvelli hefur lendingum farþegaflugvéla i millilandaflugi fækkað um 11.0%. Á Reykjavikurflugvelli er fjöldi lendinga svo tii hinn sami og varð árið áður, en hreyfingum. þ.e. samtals fjölda lencíinga og flug- taka, hefur fækkað um 16%. eink- um vegna samdráttar i kennslu- og æfingaflugi. Um 6,9% aukning hefur orðið i áætlunarflugi innan- lands, en reglubundið áætlun- arflug er nú stundað til 36 flug- valla utan Reykjavikur. Flestar lendingar utan Reykjavikur voru á Akureyri. eða 3.268, og nemur aukningin 16%. næstflestar lendingar eru i Vest- mannaevjum 2.744. þá koma Egilsstaðir með 1.37-1 og loks Isa- fjörður með 1.109. Á þessum stöð- um eru lendingar nokkuð færri en árið áður. og nemur fækkunin nærri 20%> i Vestmannaeyjum. Hins vegar hefur lendingum fjölgað á Höfn. og heldur betur á Sauðárkróki. þar sem aukningin nemur 57,4% og voru þar 351 lending á s.l. ári.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.