Tíminn - 14.01.1976, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.01.1976, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 14. janiíar 1976. TÍMINN 3 Luns kemur í dag: Ræðir við ráðherra í dag og á morgun Skipstjórinn á Ingólfi hlaut 50 þús. kr. sekt: „Sektir fyrir brot sem þessi eru óeðli- ______ \ J____ H —segir dómsmóla- lega lagar rálherra Gsal-Reykjavik. — Skipstjórinn á Ingólfi Arnarsyni féllst á dómssátt I málinu og greiðslu 50 þús. kr. f sekt fyrir brotið, sagði Finnbogi Alexandersson, fulltrúi bæjarfógetans f Hafnarfirði, en lokið er nú máli Halldórs Halldórssonar, skipstjóra á Ingólfi Arnarsyni, fyrir brot á reglum um veiðarfæri, en I skipinu fundust ólögleg veiðar- færi er það kom til hafnar i Ilafnarfirði fyrir skemmstu. Margir hafa orðið til þess að lýsa þvi yfir, að sektir fyrir jafn- alvarleg brot og það sem hér um ræðir, séu alltof litlar, en þær eru frá 1.000 kr. upp i 100.000 kr. eftir þvi hversu alvarlegt brotið er talið. Timinn hafði i gærkvöldi tal af Ólafi Jóhannessyni, dóms- málaráðherra, og innti hann álits á þessum sektum. — Þessar sektir eru óeðlilega lágar að minu mati og það hefur verið til ihugunar að hækka þær, þó enn hafi engin ákvöröun verið tekin i þvi efni, sagði dómsmála- ráðherra. OÓ-Reykjavik. Joseph Luns, framkvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins, er væntanlegur til Keflavikurflugvallar um há- degisbil i dag. Fljótlega eftir komuna til tslands mun hann sitja fund með Geir Hallgrims- syni, forsætisráðherra, og Ólafi Jólia nnessy ni, sem gegnir embætti utanrfkisráðherra I for- föllum Einars Agústssonar. A fimmtudagsmorgun mun framkvæmdastjórinn mæta á fundi með rikisstjórninni. Að öðru leyti er ekki fullvist hvernig dag- skrá framkvæmdastjórans verð- ur meðan hann dvelur hér, en hugsanlega mun hann sitja fund með utanrikismálanefnd alþingis og ef til vill fleiri aðilum. Frá tslandi heldur Luns á föstu- dag. Enn er ekki vitað hvort hann heldur beint til London, en til- kynnt var i fyrradag, i aðalbæki- stöðvum Nato i Brussel, að fram- kvæmdastjórinn mundi ræða við brezku rikisstjórnina um land- helgisdeiluna eftir heimsóknina til tslands. t Reutersfrétt frá Brussel i gærkvöldi sagði, að áreiðanlegar heimildir þar segðu, að Luns muni leggja hart að islenzku rikisstjórninni aö slita ekki stjórnmálasambandi við Breta. Sama heimild sagði, að verði stjórnmálasambandi slitið muni það gera sáttatilraunir fram- kvæmdastjórans mun erfiðari en ella, og muni hann reyna að fá ts- lendinga til aö stilla aðgerðum i hóf til að auðvelda honum sátta starfið. i' n i lhtttíkb<rr \ ^ ■ Wl'* . a I1r* ■:.&* í h T Jirijiiijt lJrr • ll/ltl Hamrtir : Vojjlar', atn/'u (Xbikué? Mrjjk/uSA finhuAirllA HmtntrAjhý 'Á/Srk '1£r '-íihi yjfCi Ttnrnir .1 Háii'ú ISiaJm 114\ Stitur Arummi f W. 'l 11TO N m s tfinrutí. i'jC [ Ipí fCv-- í /’rik/ttkhtr Jinanajt KwLmwrHajM, Sf»‘ Um orkuna, sem kemur úr þessari einuholu er það að segja, að það er eins og fjórðungur úr væntanlegri Kröfluvirkjun. Frá Laugalandi eru ekki nema um 12 km til Akureyrar og er gifurlegur munur að sækja heita vatnið þangað, eða þurfa að sækja það 60-70 km leið austur i Reykja- t: fiZSXÍiinÍM I hverfieinsog áður hafði verið um talað. Eins og horfir eru þvi allar likur á, að Akureyri fái hitaveitu. sem verði hátt i það eins hag- kvæm og hitaveita Reykjavikur, sagði Bjarni Einarsson, bæjar- stjóri(að lokum. Laugaland: Dregið í happ- drætti SÍBS I gær var dregið i Vöruhappdrætti S.í. B.S. og fara hér á eftir númer hæstu vinninga i fyrsta flokki 1976: 11478 kr. 500.000.- Vik i Mýrdal 20037 kr. 500.000.- Borgarnes 12175 kr. 200.000. — Aðalumboð, Suðurg. 10. 11924 kr. 100.000. — Vestmanna- eyjar 55076 kr. 100.0000.- Ólafsvik 61095 kr. 100.000 . — Sauðár- krókur. 64976 kr. 100.000. — Egilsstaðir. (Birt án ábyrgðar) Brezkum togurum f jölgar í 50 — miðað við að sækja vatnið í Reykjahverfi Gsal-Reykjavik. — Sjóprófun- um vegna ásiglinganna á Þór fyrir skemmstu varfram haldið I Reykjavlk f gær f borgardómi og komu þá fyrir réttinn, Bjarni Ó. Hclgason, skipherra á TF-Sú en hann var sjónarvottur að á- siglingu freigátunnar Leander á Þór 9. þ.m. Þá kom einnig fyrir réttinn, Egil Ulateig, norskur blaðamaður, sem var um borð I flugvélinni þann sama dag, en hann sést hér á myndinni fyrir ofan ásamt Jóhönnu Jóhanns- dóttur, löggiltum dómtúlki. Guðmundur Jónsson, borgar- dómari var formaður dómsins. 45 brezkir togarar voru á miðunum i gærdag, og héldu þeir sig allir á Hvalbaks- svæðinu. Atakalaust var á miðunum að sögn talsmanns Gæzlunnar. Tfmamynd: Gunnar Islenzku varðskipin hafa breytt um aðferðir gagnvart brezku tog- urunum, og virðast nú ekki sækj- ast eftir að skera á togvira þeirra, en sigla um á milli togarana og tefja þá frá veiðum. Þetta kemur fram hjá fréttamanni Reuters, um borð i brezkri freigátu á ís- landsmiðum, og sendi fréttastof- an út langt skeyti frá honum i gær. Þar er haft eftir John Tait, yfirmanni freigátanna, að varð- skipin hafi hægt um sig þessa dagana i áróðursskyni á meðan landhelgisdeilan er stórpólitiskt mál. Kapteinninn sagði, að aðferð varðskipanna nú væri að fela sig inni á fjörðum og skjótast þaðan út og sigla þvers og kruss i tog- arahópnum, og sigla siðan inn fyrir 12 milurnar, en þangað fara herskipin ekki, að sögn Taits. Þeir geta haldið þessu áfram i 10 mánuði, og á meðan mokfiska togararnir okkar, sagði kapteinn- inn. Þá heldur hann þvi fram, að þeir 45 brezkir togarar, sem hann er að vernda, hafi fiskað mjög vel siðustu daga, en nú er veiðin að minnka á svæðinu og verndar- svæðið verður fært suður á bóg- inn, þar sem er jafnvel enn betra að vernda togarana fyrir varð- skipunum. Halda brezkir þvi fram, að nú verndi þeir örugg- lega 1000 fermilna svæði. Búizt er við, að innan tiðar verði togararnir á tslandsmiðum 50 talsins. 13 togarar eru nú á leiðinni frá Bretlandi, og nokkrir halda heimleiðis á næstunni með fullfermi, segir fréttaritari Reuters. Mikil ising hefur setzt á vernd- arskipin undanfarið og standa MÓ-Reykjavik. — A fundi bæjar- stjórnar Akureyrar I gær var ákveðiö að vinna að þvf að leiða hitaveitu til Akureyrar, það er i fyrsta sinn, sem slik samþykkt er 'gerð I bæjarstjórninni. Aður hafði oft verið rætt um hitaveitumál I bæjarstjórninni og þá helzt talað um að leiða heita vatnið frá Reykjahverfi i Þingeyjarsýslu. Engin samþykkt hafði þó verið gerð um þau mál, en lausleg kostnaðaráætlun lá fyrir um kostnað við þá hitaveitu. Hljóðaði hún upp á fjóra milljarða króna en hitaveita frá Laugalandi er hins vegar talin kosta um 2,5 milljarða. Ingólfur Arnason rafveitustjóri skipverjar i sifellu ishöggi. Til marks um isinguna segir i skeyt- inu, að 26klukkustundum eftir að Leander lenti i árekstri við Þór hafi flugmaður á þyrlu skipsins séð rifu á stjórnborðssiðu skips- ins. Seitlaði sjór þar inn i stórsjó. Varö ekki vart viö gatið fyrr vegna isingar á siðu freigátunn- ar. Voru trétappar reknir i gatið til bráðabirgða. Oó. á Akureyri sagði i samtali við Timann i gærkvöldi, að hann vonaðist til að framkvæmdir gætu hafist á þessu ári. Nú þegar yrði hönnunaraðferð valin, svo hægt væri að fara að hanna hita- veitu fyrir bæinn. Þá yrði önnur hola boruð á Laugalandi og með tilliti til, hve mikið vatn hún gæfi, gætu jarðfræðingar spáð mjög nákvæmt um svæðið. Mikill sparnaður er fyrir Akur- eyri að fá hitaveitu og má nefna að á siðasta ári var oliu- kostnaðurinn áætlaður nema 400 milljónum króna. Þó er einn þriðji hluti húsnæðis i bænum hitaður upp með rafmagni. Bæjarstjórn Akureyrar fór i gær að Laugalandi og sagði Ingólfur að stjórnarmenn hefðu staðið i frostinu og horft hug- fangnir á lækinn, sem rann frá borholunni . Nú er almenn hamingja rikjandi á Akureyri, sagði Bjarni Einarsson bæjar- stjóri i viðtali við Timann i gær. — Við erum ákaflega bjartsýnir að við fáum nægilega mikið heitt vatn hjá Laugalandi og það kem- ur til með að bæta lifskjör fólks hér verulega. Þetta er likast þvi að vinna stóra vinninginn i happdrætti. Jafnvel þótt ekkert meira vatn finnist en nú er, verður það notað til að hita upp Akureyri, sagði bæjarstjórinn. Hins vegar er engin ástæða til að ætla annað en nægjanlegt vatn finnist á Lauga- landi. Samningar milli leikrita- hötunda og leikhúsanna Nú hafa i fyrsta skipti verið undirritaðir samningar milli leik- húsanna i Reykjavik og leikrita- höfunda um greiðslu og Hutning á islenzkum leikritum, en áður hafa ekki verið til formlegir samning- ar milli þessara aðila. A með- fylgjandi mynd eru leikhús- stjórarnir Sveinn Einarsson og Vigdls Finnbogadóttir ásamt Sigurði A. Magnússyni, formanni Rithöfundasambands tslands og örnólfi Arnasyni, formanni Félags Islenzkra leikritahöfunda við undirritun samninganna. Heita vatnið sparar hálfan annan milljarð

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.