Tíminn - 15.01.1976, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.01.1976, Blaðsíða 1
FLUGSTÖÐIN HF Simar 27122-11422 f—_-------------------- . Leiguliug—Neyðarflua HVERT SEAA ER HVENÆR SEAA ER 11. tbl. — Fimmtudagur 15. janúar 1976—60. árgangur Áætlunarstaðir: Blönduós — Sigluf jörður Búðardalur — Reykhólar Flateyri — Bíldudalur Gjögur — Hólmavfk Hvammstangi — Stykkis- ihólmur —Rif Súgandáfj. Sjúkra- og allt land [Simar: 12-60-60 & i 2-60-66 J3I Sex íbúðarhús gjörónýt AAikill óhugur er í fólkinu Gunnar Salvarsson, Kópaskeri. Sex ibúðarhús á Kópaskeri eru talin svo til gjörónýt eftir jarð- skjálftann mikla, sem þar varð á þriðjudag, en ibúðarhús á Kópa- skeri eru innan við 30 talsins. Fimmti hluti alira ibúðarhúsa I þorpinu hefur þvi eyðilagzt i þess- um náttúruhamförum. Það var óskemmtilegt að aka inn i þorpið siðla dags i fyrradag, þegar blaðamaður Timans kom þangað. Flest hús voru almyrkv- uð, sprungur i þeim viða og jörðin var rifin og tætt á við og dreif. Um 100 ibúar Kópaskers hafa verið fluttir burt úr þorpinu og aðeins 28 íbúar dvöldu þar i fyrrinótt. Fólkið fra’ Kópaskeri er nú eink- um á tveim stöðum, Húsavik og Raufarhöfn, en þó munu ein- hverjir hafa haldið lengra. Mikill óhugur er i fólki hér á Kópaskerj og flestir þeir sem við höfum hitt hér virðast vera ör- þreyttir og svefnlausir. Til marks um þann óhug sem er i fólki má nefna að Kristján Ármannsson, kaupfélagsstjóri og formaður al- mannavarnanefndar, sagði við blaðamann Timans i gærkvöldi, að enginn myndi fást til að vinna i frystihúsinu næstu daga.sem voru þar við vinnu þegar jarðskjálftinn reið yfir. Hann sagði að óvist væri þvi hvort vinnu i frystihúsinu verði haldið áfram. Kristján sagði að vatnslaust væri enn i þorpinu og óvist hvenær hægt yrði að fá vatn aftur, en vatnsleysið er mjög bagalegt. I gærdag var unnið að þvi að koma vatni á i frystihúsinu og að sögn Kristjáns var farið i gamlan brunn til að afla vatnsins. Hins vegar kvað Kristján óvist um hvort útskipun verður haldið áfram. 1 gær var ekkert unnið við lag- færingar á skemmdum húsum á Kópaskeri en ástandið kannað. Þá var ástand bryggjunnar einn- ig kannað, en hún er stórskemmd. 1 húsi kaupfélagsins er stjórnstöð almannavarna og eru tveir menn á vakt um nætur ásamt lögreglu- manni. Þess má geta að þegar blaðamaður Timans var að rita þessar linur, fundust allmargir jarðskjálftakippir en enginn þó verulega snarpur. Viðurstyggð eyði- leggingarinnar blasir nú hvarvetna við á Kópaskeri. Þetta er eitt þeirra húsa, sem ónýtt er. Sjá myndir innan úr húsinu á bls. 3 örvarnar benda á stærstu skemmdirnar. Timamynd: Marinó Eggertsson Sjú myndir bls.3 og viðtöl bls. 6 LUNS í REYKJA- VÍK Að loknum fundi Joseph Luns, framkvæmdastjóra NATO með Ólafi Jóhannes- syni og Geir Hallgrimssyni I gær, heimsótti fram- kvæmdastjórinn Einar Ágústsson og ræddust þeir við um stund, og er myndin þá tekin. Einar hefur verið i frii frá stjórnarstörfum vegna lasleika undanfarið, og af þeim sökum sat hann ekki fundinn i Stjórnarráðs- húsinu i gær, en ráðherrann er væntanlcgur til starfa aftur innan fárra daga. Sjá nánar um heimsókn Luns á bls. 2. Timamynd: Gunnar. Síðustu fréttir Seint i gærkvöld hringdi Gunnar Salvarsson, blaðamaður Timans, frá Kópaskeri og sagði að í dag kæmi þangað JUlius Sólnes verkfræðingur. Hann ætti að meta hættuástand húsa en siðan mun ibúunum verða leyft að taka til i þeim húsum, sem ekki eru talin verulega hættuleg iveru. Tjón er ekki hægt að meta fyrr en tjónatímabilið er úti, þ.e.a.s. þegar jarðskjálftahrinan er um garð gengin. Þvi verður fólk að gæta þess að henda engu úr hús- um sinum, hvorki brotnum né fánýtum munum. Talið hefur verið að hættuá- stand sé i fyrstihúsinu og ætluðu menn þvi að vinna i alla nótt við að styrkja það. 160 lestir af kjöti eru enn eftir i frystihúsinu og i morgun voru 30 félagar úr Björgunarsveit Húsavikur væntanlegir til Kópaskers til að vinna við útskiþunina. Samkvæmt upplýsingum al- mannavarnanefndar þar eru 19 Ólafur Jóhann Sigurðsson hlaut bókmenntaverð- laun Norðurlandaróðs ibúar Kópaskers komnir til Reykjavikur og 15 til Akureyrar. Nokkrir hafa flutt á aðra staði en flestir eru þó enn áRaufarhöfn og Húsavik. Almannavarnanefnd Kópa- skers hefur engum bannað að koma til Kópaskers aftur og eng- um skipað að fara. ► ©

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.