Fréttablaðið - 07.01.2006, Blaðsíða 90

Fréttablaðið - 07.01.2006, Blaðsíða 90
50 7. janúar 2006 LAUGARDAGUR KÖRFUBOLTI Fyrir rúmum níu mán- uðum var Melvin Scott að spila fyrir North Carolina í úrslita- rimmu bandarísku háskóladeild- arinnar. 40 þúsund manns mættu á opna æfingu liðsins og í úrslita- seríunni, þar sem North Caro- lina sigraði Illinois í sex leikj- um, mættu að jafnaði 46 þúsund manns á leikina. Eftir stutt stopp í grísku og þýsku úrvalsdeildinni fyrr í vetur er Melvin genginn til liðs við KR-Bumburnar og mun spila með þeim einn leik, gegn Grindavík í bikarkeppni KKÍ og Lýsingar í dag. „Umboðsmaður minn sagði mér frá stöðu KR-B hér á Íslandi, ég er á milli samninga í augnablikinu og hafði engu að tapa ¿ þess vegna ákvað ég að slá til,“ sagði Melvin við Fréttablaðið, spurður um hvað í ósköpunum maður með hans bakgrunn væri að hugsa með því að spila með B-liði KR, KR-Bumb- unni, í einum bikarleik. „Ég er að reyna að fá langtímasamning við eitthvert félag og vonast til að þessi leikur verði til þess að opna einhverja möguleika fyrir mig á Íslandi,“ bætti Melvin við en hann var í æfingabúðum með Utah Jazz í sumar en komst ekki að hjá lið- inu fyrir tímabilið. Ljóst er koma Melvins er mik- ill hvalreki á fjörur KR-Bumb- unnar sem ætlar sér stóra hluti gegn úrvalsdeildarliði Grinda- víkur. Liðið hefur safnað saman gömlum kempum sem spila munu leikinn, menn á borð við Her- mann Hauksson, Ólaf Jón Orms- son, Pál Kolbeinsson og fleiri, og nú síðast bættist hinn meiðslum hrjáði Baldur Ólafsson við í hóp- inn. Þjálfarateymi liðsins er ekki af verri endanum; Hörður Gauti Gunnarsson er aðalþjálfari en honum til aðstoðar verða þeir Ingi Þór Steinþórsson, Einar Bollason og sjálfur Laslo Nemeth, en allir eiga þeir það sameiginilegt að hafa stýrt KR-ingum til Íslands- meistaratitils. „Þetta er orðið hörkulið hjá KR-ingum og þarna eru leikmenn sem ég ber mikla virðingu fyrir,“ sagði Páll Axel Vilbergsson, fyr- irliði Grindavíkur. „Það er ekkert nema gott um þennan liðssöfnuð KR að segja og ég held að þetta geti orðið mjög skemmtilegur og fróðlegur leikur,“ segir Páll Axel. Lárus Árnason, fyrirliði KR-Bumbunnar, segir að lykillinn að sigri þeirra sé að halda hraðanum í leiknum niðri. „Það segir sig sjálft að við erum ekki í jafn góðu formi og leik- menn Grindavíkur en með réttu skipulagi teljum við okkur eiga möguleika,“ segir hann. Melvin segir það vissu- lega skjóta svolítið skökku við að vera að spila með liði sem kennir sig við bumbu því sjálfur er hann í mjög góðu formi. „En mér er sagt að við séum að fara að spila gegn mjög góðu liði svo að ég held að það skemmi ekkert fyrir að hafa einn og einn leikmann sem er ekki með bumbu. En ég er ekki kominn hingað til að láta valta yfir mig. Við stefnum á að vinna þennan leik,“ segir Melvin og Lárus tekur í sama streng. „Það er alveg ljóst að við förum í þennan leik til að sigra.“ vignir@frettabladid.is Gamlar kempur spila með Bumbunni B-lið KR, betur þekkt sem KR-Bumban, hefur safnað saman gömlum kempum félagsins til að spila gegn Grindavík í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar í dag. Þá mun liðið tefla fram mjög öflugum erlendum leikmanni. MELVIN SCOTT Var hluti af sigurliði North-Carolina í háskóladeildinni í Bandaríkjunum síðasta vor. Þannig fetaði hann í fótspor Michaels Jordan sem einmitt varð meistari með North Carolina árið 1982. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES GOTT TEYMI Hér sjást þjálfararnir Einar Bollason og Laslo Nemeth, fyrirliðinn Lárus Árnason, erlendi leikmaðurinn Melvin Scott og Böðvar Eggert Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN UNDIRBÚNINGURINN HAFINN Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari sést hér stjórna lærisveinum sínum í íslenska liðinu á fyrstu æfingunni fyrir EM í Sviss. Fyrsti leikur Íslands á EM er gegn Serbum 26. janúar og hefur Viggó því þrjár vikur til að fínpússa leikkerfin og þjappa mönnum saman fyrir átökin sem framundan eru. Fimmtán leikmenn mættu á þessa fyrstu æfingu liðsins en Jaliesky Garcia var fjarverandi og er ekki útséð hvort að hann geti tekið þátt á mótinu. Landsliðið mun líklega æfa tvisvar á dag fram að æfingaleikjum gegn Noregi og Katar í lok næstu viku. Undirbúningnum lýkur síðan með tveimur æfinaleikjum gegn Frökkum hér heima 19. og 21. janúar áður en haldið verður til Sviss. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, olli miklu fjaðrafoki í knattspyrnuheiminum á Englandi þegar hann sagði leikmenn Chelsea þurfa að veikjast af malaríu ef önnur lið í úrvalsdeildinni ættu að eiga möguleika á sigri í deildinni. „Maður veit aldrei hvað ger- ist í fótboltanum. Kannski gerir malaría vart við sig á æfinga- svæði Chelsea. Það þarf eitthvað svoleiðis að gerast. En ég trúi því að á einhverjum tímapunkti munum við ná Chelsea. Það eru margir ungir leikmenn í hópnum hjá okkur sem eru alltaf að verða betri og betri.“ Yfirburðir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni voru miklir á síð- asta ári en svo virðist sem ekkert félag geti ógnað því eins og staða mála er nú. Ferguson telur þó bilið á milli Chelsea og annarra liða alltaf vera að minnka. „Það er erfitt að halda liði á toppnum ár eftir ár. Ég efast um að Chelsea nái að halda sér í efsta sætinu í mörg ár en það er alveg ljóst að við, líkt og öll önnur lið í deildinni, þurfum að bæta okkur mikið til þess að hægt verði að minnka bilið á milli Chelsea og annarra liða,“ sagði Ferguson. - mh Alex Ferguson að gera allt vitlaust á Englandi með ummælum sínum: Chelsea þarf að fá malaríu ALEX FERGUSON OG CARLOS QUEIROS Ferguson sést hér stýra æfingu hjá Man. Utd ásamt aðstoðarmanni sínu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY KÖRFUBOLTI Allen Iverson hefur lýst því yfir að hann vilji spila með bandaríska landsliðinu á HM 2006 sem og á Ólympíuleikunum 2008. Þessa dagana fara forsvars- menn körfuboltasambandsins á milli borga og ræða við helstu stórstjörnur NBA-deildarinnar um hug þeirra til landsliðsins en ansi stór skörð voru höggvin í lands- liðið sem spilaði á ÓL í Aþenu þar sem liðið beið afhroð. Shaquille O´Neal, Dwayne Wade og Tim Duncan munu gefa svar við því á næstu dögum hvort þeir vilji vera með landsliðinu en fyrir utan Iverson hefur Kobe Bryant þegar gefið jákvætt svar um að spila með landsliðinu. Allen Iverson: Vill spila með landsliðinu ALLEN IVERSON Hefur metnað fyrir hönd landsliðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES TENNIS Tennisdrottningin Mart- ina Hingis frá Sviss tapaði fyrir ítölsku stúlkunni Flaviu Penneta í undanúrslitum á sínu fyrsta móti í þrjú ár. Hin 25 ára gamla Hingis varð að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla á sínum tíma en virð- ist hafa endurheimt heilsuna og árangurinn á þessu móti var framr björtustu vonum en Hing- is tekur í kjölfarið þátt á opna ástralska meistaramótinu sem er fyrsta stórmót ársins. - hbg Martina Hingis: Tapaði í und- anúrslitum NFL Shaun Alexander, hlaupari Seattle Seahawks, hefur verið val- inn besti leikmaður NFL-deildar- innar en hann setti met á leiktíðinni þegar hann skoraði 28 snertimörk. Alexander leiddi einnig deildina með flesta hlaupametra. Hann tekur við titlinum af Peyton Manning, leikstjórnanda Indiana- polis Colts, sem hafði verið valinn bestur tvö síðustu ár. Manning leið nokkuð fyrir það í kjörinu að hafa hvílt síðustu leiki þar sem Colts var löngu búið að rúlla upp deildinni. - hbg Ameríski fótboltinn: Alexander val- inn bestur SHAUN ALEXANDER Hefur farið á kostum í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Franski landsliðs- maðurinn Patrice Evra, sem leikið hefur með Mónakó í frönsku knattspyrnunni, gekk í gær til liðs við Manchester United. Man. Utd. þurfti að greiða fimm og hálfa milljón punda fyrir Evra, eða um 650 milljónir íslenskra króna. Þetta er annar leikmaðurinn sem Manchester United fær til liðs við sig en báðir leikmennirnir eru varnarmenn. „Allt er nú frágengið. Við höfum fylgst með honum síðan í september þegar Gabriel Heinze meiddist,“ sagði Alex Ferguson, en Evra leikur í stöðu vinstri bakvarðar.- mh PATRICE EVRA Evra hefur leikið stórt hlut- verk í landsliði Frakka síðustu mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Man. Utd styrkir vörnina: Evra búinn að skrifa undir FÓTBOLTI West Ham hefur boðið Nikola Zigic, 24 ára gamlan fram- herja Rauðu Stjörnunnar frá Bel- grad. Yfirmaður knattspyrnumála hjá Rauðu Stjörnunni, Stevan Stojanovic, segir þó ekki koma til greina að selja Zigic fyrr en eftir að yfirstandandi keppnis- tímabili lýkur. „Við héldum fund þann fimmta janúar í París með forráðamönnum nokkura liða sem hafa áhuga á því að fá Zigic til liðs við sig. Við greindum frá því að við höfum ekki áhuga á því að selja Zigic fyrr en í vor.“ West Ham hefur gengið vonum framar það sem af er tímabili en Alan Pardew, knattspyrnustjóri félagsins, hefur hug á því að styrkja liðið með tveimur leik- mönnum nú í janúar. - mh West Ham á markaðnum: West Ham á eftir Zigic
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.