Tíminn - 17.04.1977, Blaðsíða 1

Tíminn - 17.04.1977, Blaðsíða 1
„Ég drekk ekki í dag” — bls. 10-11 jÆNGIRf Aætlunarstaðir: Bíldudalur-Blönduós-Búðardalur Flateyri-Gjögur-Hólmavík Hvammstangi- Rif - Reykhólar Sigluf jörður-Stykkishólmur : Súgandaf jörður Sjúkra- og leiguflug um allt land 'Simar: 2-60-60 oq 2-60-66 fc3 Slqngur — Barkar — Tengi SAAIÐJUVEGI 66 'Kópavogi — Sími 76-600 Þessi mynd hefur liklega verib tekin 1. april. Eins og mönnum ætti að vera i fersku minni, flutti rikisútvarpið þær fréttir þann dag, aö aðdráttarafl jaröar væri stórlega skert vegna afstöðu hennar til annarra hnatta. Við Reykjavíkurhöfn hefur það sýniiega ekki aðeins verið skert, hcld- ur aigcricga upphafið. Jafnvei lyftararnir lyftust, og maðurinn, sem þarna sést á göngu — hann verður að einbeita sér svo að ekki fari eins f jrir honum. —Timamynd: Róbert. Esperantistar halda alþjóðaþing sitt hér JB-Rvik. — í»aðer rétt að þing Alþjóölega esperantista- félagsins verður haldið hér á iandi I sumar. Það hefst 31. júli og stendur til 6. ágúst, og verður haldið i húsakynnum Háskóla islands. Félagið hefur aðalstöðvar slnar i Rotterdam og eru áriega haldin þing á vegum þess. Þetta er I 62. sinn, sem það er haldiö, og I fyrsta sinn, sem það er haldið á islandi. Þegar hafa um eitt þúsund manns látið skrá sig til þátttöku, sagði Baldur Ragnarsson, er Tlminn hafði tal af honum, en Baldur er formaður undir- búningsnefndar fyrir þingið. Að sögn Baldurs verður þetta fyrst og fremst menningarlegsamkoma. Rætt verður um stjórnarstörf Alþjóða-esperantistafélagsins og starfsemi sumarháskóla þess, en vlsinda- og fræðimenn hvaðanæfa aö úr heiminum koma og flytja erindi og fyrir- lestra um hin margvlslegustu efni á esperantó. Einnig veröa haldin menningarkvöld, lista- kvöld, sérstök þjóöakvöld og þess háttar. island verður meö ákveöna dagskrá til aö kynna land og þjóð. Meðal annars verður þar sýnd myndin Jörð úr ægi eftir Ósvald Knúdsen með esper- antotali. Þá verða kynnt úrslit úr bókmenntasamkeppni, sem efnt er tíl árlega innan félagsins og bókasala veröur á þinginu. Baldur sagði, að útgáfu- starfsemi væri mjög mikil i félaginu og færi ört vaxandi. Bæöi væri þar um að ræöa frumsamdar bókmenntir á esperanto svo og þýddar bækur. Þingvikuna verður efnt til skemmtiferöa um Reykjavlk og nágrenni og vikuna eftir þingið til lengri ferða, m.a. til Vestmanna- eyja. Verndari þingsins verður forseti Islands dr. Kristján Eldjárn, en I heiðurs- nefnd eru m.a. Geir Hallgrlmsson forsætis- ráðherra, sr. Sigurbjörn Einarsson biskup og nokkrir þingmenn. Glfurleg vinna liggur að baki undirbúnings þings sem þessa og sagði Baldur, að allt er þetta gert I sjálfboöavinnu. Þingtlðindi verða gefin út þrisvar fyrir þingiö, og hafa þau þegar komið út tvisvar. Þaö fyrra er mikiö kynningar- rit fyrir landið. Þaö var gefið út I 20000 eintökum og dreift um allan heim. Þá var einnig mikið rætt um Island í seinna ritinu, en von er á þvi þriðja júní. Auk þess hafa 'verið birtar greinar um ísland I aðalriti AE, og sagði Baldur aö samskipti Islenzkra esper- antista viö erlenda væri mjög góð kynning fyrir land og þjóö. Innan íslenzka esperantista- sambandsins eru nú um hundrað manns. Þó eru miklu fleiri á landinu, sem tala máliö eða hafa lært eitthvað I þvl, en esperanto hefur veriö kennt við Menntaskólann I Hamrahllö og I námsfíokkum Reykjavlkur. Tvö félög eru innan sambandsins. Eitt á Akureyri og annað I Reykjavlk. VEGSVALIR í MÚLANN gébé Reykjavlk — A hinni nýju vegaáætlun, sem gildir fyrir næstu þrjú árin, gefur að iita einn lið framkvæmda, sem ekki hefur áður sest á sllkri áætiun. Þetta er tiu milijón króna fjárveiting tii geröar vegsvala I ólafsfjaröarmúla. Vegsvalir eru byggöar yfir vegi, þar sem mikil hætta er á grjóthruni og snjóflóðum. Þetta mun veröa f fyrsta skipti sem þetta veröur reynt hér á landi, en er býsna algengt viöa erlendis, t.d. I Noregi. Einnig mun hafa komið tii tals, aö byggja sllkar vegsvalir á Ós- hilö, milli tsafjaröar og Bolungarvikur, en ekki er nein fjárveiting áætluö þangaö enn sem kotniö er. Fjárveiting til byggingu vegsvala I ólafsfjarðarmúla er þó ekki fyrr en árið 1979, svo enn mega Ólafsfirðingar sætta sig við núverandi ástand — Þessi fjárveiting er mjög Jltil og nægir tæplega nema til byrjunarframkvæmda. Þetta er miklu fremur viljayfirlýs- ing Alþingis um að eitthvað eigi aö gera í þessum málum, sagði Jón Birgir Jónsson hjá Vegagerð rlkisins. Hann kvaö ekki ákveðið, á hvaða stað I Ólafsfjaröarmúla fyrrnefndar vegsvalir ættu að koma, en þar eru ákveðnir staðir öðrum verri, svo ekki ætti að vera vandkvæðum bundið aö finna staöi. Oft hefur legið við stórslys- um I ólafsfjaröarmúla sökum grjóthruns eða snjóflóöa og eru til ófáar sögur manna um hvernig bifreiðar, fullar af fólki, hafa sloppið naumlega við fljúgandi grjót, eða stór snjóflóð, sem falliö hafa á veginn. Þá eru fjárhæðirnar miklar, sem vegagerðin hefur þurft að inna af hendi vegna hreinsunar Múlavegar sök- um grjóts og snjóflóða. Ef vegsvölum væri komið fyrir á þeim stöðum, sem mesta hætta er talin á hruni, myndi það auka öryggi á veginum að miklum mun og spara auk þess mikil útgjöld. Kynningarkvöld nátt úruverndar - samtakanna I kvöld kynna Hjörleifur Guttormsson Björn Björns- son og Sigurður Blöndal náttúruverndarstarf, fuglalif og gróðurvernd og áhrif friðunar á Austurlandi og sýna litskyggnur og myndir i Nor- ræna húsinu. Kynningar- kvöldið hefst klukkan hálf-niu. A mánudagskvöldið verður á sama tima kynnt náttúru- vernd á Suðvestur- og Vestur- landi og þá verða og pall- borðsumræður, sem stjórn náttúruverndarsamtaka á Suðvesturlandi efnir til um ál- ver og mengun, og hafa Einar Valur Ingimundarson og full- trúi frá álverinu framsögu. Agúst H. Bjarnason stýrir um- ræðum, en þátttakendur eru Eyþór Einarson, Hörður Þormar, Hrafn Friðriksson, Eyjólfur Sæmundsson, Jónas Jónsson og Sveinn Guðbjarts- son. • Kópasker og Kópaskersbúar > sjá baksíðu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.