Tíminn - 17.06.1977, Blaðsíða 10

Tíminn - 17.06.1977, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 17. júni 1977 ÆVINTYRI HANDAN Eftir langa mæöu sluppum viö yfir veginn. Bflarööin sem streymdi framhjá virtist ó- endanleg.Sjálfsagt voru margir bflanna á leiö út úr borginni. Þaö er fagur laugardagsmorg- unn og viö erum þrlr saman, tveir drengir og ég. Leiö okkar liggur út á Alftanes og þangaö er ekki lengi fariö úr þéttbýl- inu á höfuöborgarsvæöinu.... jafnvel fyrir gangandi mann- eskjur. A Alftanesi, hinu láglenda nesi, sem gengur út milli Skerjafjaröar og Hafnarfjarö- ar, eru margir merkir staöir og má þar fyrst nefna Bessastaöi og kirkjustaöinn forna, Garöa. Af Garöaholti rétt ofan viö kirkjustaöinn, má llta byggöirn- ar viö flóann þar sem flestir ís- lendingar búa. Bessastaöir, fornt höfuöból og setur forseta islenzka lýöveldisins er einn sögufrægasti staöur hér á landi. Margt kemur upp í hugann þeg- ar minnzt er þessara staöa... og Alftaness. Bessastaöa er fyrst getiö I fornum heimildum er þeir voru I eigu Snorra Sturlu- sqnar, frægasta tslendingsins. Síöar komst jöröin I konungs- eign og varö höfuösetur æöstu valdsmanna konungs á Islandi og þaö allt til loka 18. aldar. A þeim bæ voru því oft ákvaröanir teknar sem uröu afdrifarikar fyrir þjóöina. I byrjun 19. aldar var þar til húsa læröi skólinn æösta menntastofnun lands- manna, og fram á miöja siöustu öld, hann var fluttur til Reykja- vikur. A leiöinni út nesiö reyni ég aö segja drengjunum sitt af hverju um nesiö og byggöina þar af minni takmörkuöu þekk- ingu. Minnzt er á skáld, sem sátu Bessastaöi eins og Grim Thomsen og Benedikt Gröndal og félagar minir meötaka þekk- inguna af háttvisi sem drengj- um er svo oft lagiö. Þegar rætt er um sjóræningjana frá Norö- ur-Afríku sem nefndir voru Tyrkir meöal landsmanna og strand þeirra viö nesiö, þá lifnaöi yfir svip þeirra. Viö er- um komnir út I Gálgahraun, sem er gegnt Bessastööum, Þar er Gálgaklettur þar sem saka- menn voru hengdir. Líkin voru svo uröuö i hrauninu skammt frá. Taliö er aö mannabein hafi fundizt þar á siöustu öld. t augum margra hvildi lengi ó- hugnan yfir þessum staö. þar sem þessir ógæfusömu menn voru teknir af llfi. Gálgahraun er aö mörgu ieyti áhugaveröur staöur fyrir nátt- úruskoöara. Hrauniö er fram- hald Garöahrauns milli Garöa- holts og Hraunsholts, og gengur fram I sjó út I Lambhúsatjörn. Úr Gálgahrauni skagar mjór hrauntangi, Eskines út í sjóinn milli Arnarnesvogs og Lamb- hústjarnar. Þessi hraun eru tal- in tilheyra svokölluöu Búrfells- hrauni og eiga aö hafa runniö fyrir mörg þúsund árum. Gálgahraun er hvorki viöáttu- mikiö hraun né mikilúölegt á is- lenzka visu, en samt er þar margt aö finna fyrir þá sem njóta vilja útiveru. Þaö er held- ur ekki erfitt aö komast yfir hrauniö. Mosi og berjalyng er mjúkt undir fótum og veöriö er indælt. Alls staöar er lif, fuglar á flugi og suö I skordýrum. Yfir höföi okkar þýtur tjaldur meö miklu gargi, sennilega á hann hreiöur hér i grennd. Mál og myndir: Haraldur Einarsson VEGAR Einhverjir skemmtilegustu feröafélagar, sem hugsazt get- ur, eru einmitt börn og ungling- ar, oft svo einlæg og opin fyrir hinu nýstárlega, sileitandi og alltaf aö uppgötva eitthvaö nýtt. Viö erum komnir aö einni hamraborg I hrauninu. Héöan er dýrölegt útsýni, ekki slöur en af Garöaholti. Víöátta hafsins blasir viö og til lands er mikil- fengleg fjallasýn: Snæfellsjök- ull, Akrafjall, Esja, Vífilsfell, Bláfjöll og Keilir.Skyndilegaeru drengirnir farnir aö prlla upp hamraborgina. Þessi hraunborg gæti minnt á miöaldakastala. Svo frjálsir og óþvingaöir eru drengirnir I leik sinum. Þeir viröast á valdi einhvers ævin- týriseöa sagnar um löngu liöinn atburö eöa.... A meöan dreng- irnir eru önnurri kafnir I leik sln- um tylli ég mér niöur á hraun- brot skammt frá. Vlöa eru kynjamyndir úr hrauni, sann- kallaöur náttúruskúlptúr. A Skerjafiröi blikar á segl tveggja seglbáta og fyrir vestan Alfta- nes öslar flutningaskip til hafs. A þessum staö er auövelt aö komast á fund huldra vætta og losna viö álag hins vélvædda nú- tlmaþjóöfélags. Vlöast hvar hér á landi er auövelt aö komast út I upprunalega og óspillta náttúru og aö þvl leyti eru Islendingar Iánsamir miöaö viö íbúa margra stórborga. Samt höfum viö ekki sloppiö viö mengun og náttúruspjöll og hefur þaö kom- iö berlega I ljós á slöari árum hve viökvæm móöir náttúru er fyrir hnjaski og óhreinindum. Þegar drengirnir hafa feng- iö nægju sina I klettaborg- inni er haldiö áfram I gegnum hrauniö. Skyndilega heyrist garg i æðarfugli, sem þýtur upp rétt fyrir framan okk- ur. Við höfum rekizt á hreiður. Við nálgumst hreiðrið. Anægjan skin úr svip drengjanna er þeir virða fyrir sér eggið og fingerð- an dúninn, ekkert er hreyft.A sjónum ber mikið á æðarfugli. Þegar komið er niður i' fjöruna tekur við annasamur timi hjá hinum ungu náttúruskoðurum. Þaö erengu likara en að hér séu aö verki þaulæföir vísindamenn að rannsóknum. Alltaf er eitt- hvað nýtt að sjá, bóluþang og hrossaþari, sendlingur skýzt framhjá, örskotsgárur á vatni, skuggi af skeri syndir i yfir- boröinu, leifurdrættir i hinu mikla lifsmynztri. Við finnum beitukóng og krissfisk. Ég segi þeim smávegis um krossfiska, hvernig þeir fara aö þvi aö opna harölæstar skeljar og hvernig þeir geta gúlpað innyflunum út úr sér til þess að innbyrða fæð- una — og ef þeir missa arm þá geta jafnvel vaxiö nýir á þá. Þvi er ekki að leyna að f jaran hér er ekki alveg hrein og fjöru- ilmurinn ekki alveg ekta fyrir bragöið. Á þéttbýlissvæöunum er orðin umtalsverð mengun, augu margra hafa opnazt fyrir þessu vandamáli, en þessi mál þarf að taka fastari tökum. Eftir góöa stund i fjörunni er aftur haldið upp i hraunið. A einum staö er hópur máva á hringsóli i kringum hraunturn einn. A breiðum vængjum láta þeir sig svifa hring eftir hring. Einn af mávunum ber af, hann virðist sannkallaöur flugsnill- ingur. Hann hlýtur að vera skyldur Jónatan Living- ston mávi. Ferðinni er haldiö áfram, drengirnir kanna leiöina. Allt I einu er kallað. Viö höfum fundið helli er hrópað i kór. Ég geng til þeirra. Eftir að hafa skoðað staðinn get ég frætt þá um að þetta sé skúti, en þyrfti að ná lengra inn I bergið eða dýpra niður I jörðina til þess að geta kallazt hellir. Þeir verða fyrir talsverðum vonbrigðum og finnst litiðgertúr afreki þeirra,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.