Tíminn - 21.06.1977, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.06.1977, Blaðsíða 1
 Hátiðarsvipurinn á þessu fóiki leynir sér ekki þar sem það hvílir sig frá önn og áhyggjum hversdagsins á sjálfan þjóðhátiðardag isiendinga, 17. júni. A slikum stundum eru það ekki sizt börnin sem njóta góðs af, athyglin beinist fremur að þeirra hugðarefnum og það er svo gaman að fara i bæinn með pabba og mömmu og horfa á fullorðið fólk finna upp á hinum ótrúlegustu hlutum þvi til skemmtunar. — Timamynd: Gunnar. — KEJ Orkubú Vestfiarða — Undirbúningsstofnfundur haldinn í næsta mánuði ATH-Reykjavik. — Iðnaðar- ráðherra hefur boðað til fund- ar með viðkomandi sveitar- stjórnum um miðjan næsta mánuð og verður það undirbúningsstofnfundur um Orkubú Vestfjarða, sagöi Jóhann T. Bjarnason fram- kvæmdastjóri Fjórðungssam- bands Vestfjarða, er Timinn spurðist fyrir um framgang þess máls. — En áður munu sveitarstjórnarmenn koma saman og ræöa málin, en ekk- ert í tillögunum hefur breytzt, frá þvi að þær voru kynntar á sinum tima, þannig að gera má ráð fyrir að tillögurnar verði samþykktar. Eins og flestum mun vera i fersku minni, þá voru á Alþingi samþykkt lög i fyrra um orkubú á Vestfjörðum. Þar var iðnaðarráðherra falið að hafa forgöngu um að ganga til samstarfs við sveitar- stjórnir á Vestfjörðum. Mikið hefur verið unnið að málinu siðan, og m.a. gerðar tillögur um yfirtöku á eignum og skuldum Rafmagnsveitu rikisins og sveitarfélaganna á Vestfjörðum. Um er að ræða Mjólkárvirkjun eitt og tvö, Þverárvirkjun i Steingrims- firði, Rauðhjallavirkjun i Bol- ungarvik, disilrafstöövar og dreifikerfi, en framangreint er i eigu Rafmagnsveitna rikis’ins. t eign sveitarfélag- anna eru Rafmagnsveita Isa- _ fjarðar, Rafmagnsveita Pat- reksfjarðarhrepps, Rafveita Snæfjalla og Rafveita ögur- og Reykjafjarðarhrepps. Þá kemur hitaveita Suðureyrar- hrepps einnig inn i dæmið, en ekki einkaveita Jóns Fann- bergs i Mjóafirði. — Þaðeruheimamenn, sem hafa haft áhuga á að þetta mál næði fram að ganga, sagði Jóhann, og gert er ráö fyrir að haga þessum málum með nokkuð öðrum hætti, en almennt gerist. Þarna er ekki bara um raf- veitu að ræða, en orkubúið á lika að reka hitaveitu og kyndistöðvar. Þetta er þvi fjölþættara verkefni en nokkur svipaður aðili hefur haft með höndum hér á ts- landi. Það sem skiptir ef til vill meginmál fyrir okkur eru þau verkefni, sem orkubúið kemur til með að takast á hendur i framtiðinni, og vist er að einn aðili getur betur átt við þau, en ef fleiri væru um hit- una. Svæði orkubúsins nær yfir Vestfjarðarkjördæmið, en einnig er nyrzti hluti Dala- veitu tengdur við kerfið. Þarna fáum við vissa sjálf- stjórn i okkar málum og hver veit, ef vel tekst til, að meiri starfsemi verði flutt vestur. Yfirvinnubanni aflýst verkföllum frestað gébé Reykjavik — Á fundi sinum i gærkvöld, ákvaö að- alsamninganefnd Alþýðu- sambands islands, að aflýsa yfirvinnubanni því, sem staðið hefur sfðan 2. mai s.l. Jafnframt æskti nefndin þess að dagsve'rkföllum aðildar- félaga ASÍ, er hefjazt áttu á miðnætti s.l., verði aflýst af verkalýðsfélögunum. Strax snemma i gærkvöld höfðu fjölmargar tilkynningar frá verkalýðsfélögum viða um tandið borizt þess efnis að dagsverkfalli væri frestað og fallið frá yfirvinnubanninu. ið frá yfirvinnubanninu. Þá Þá var ákv frestun á verk- iöllum þeim er hefjast áttu á morgun við hafnarvinnu og flugafgreiðslu, og verður þeim frestað til föstudagsins 24. júni. Frestun þessi var viðurkennd af samtökum at- vinnurekenda, án þess að til nýrrar verkfallsboðunar þurfi að koma. Mikil spenna rfkir nú i fundarsölum samninga- nefnda á Hótel Loftleiðum, þar sem fundir hafa staðið iinnulitið undanfarna sólar- hringa. A sunnudag og i fyrrinótt var samið um sér- kröfur nokkurra félaga, þ.á.m. Félags verzlunar- manna Hins isl. prentarafél., Félags leiðsögum anna og nokkurra bílstjórafélaga. Fundir stóðu til klukkan fimm á mánudagsmorgun og hófust að nýju kl. 13 i gær- dag og stóðu enn þegar blað- iðfór í prentun. Eftir þvi sem næst verður komizt, er það aðeins timaspursmáí hvenær aoalsamningarnir verða undirritaðir, og virðast menn nokkuð bjartsýnir á að það verði mjög fljótlega. Enn er eftir að semja við ýmis sérfélög, svo sem bók- bindara, grafiska sveinafé- lagið, verkalýðsfélagið Hörð i Hvalfirði og siðast en ekki sizt, byggingarmenn og raf- virkja. Er jafnvel talið, að tveir þeir siðastnefndu geti komið til með að tefja samn- ingagerðina eitthvað. Bygg- ingarmenn vilja t.d. fá sömu hækkun á grunnlaun i upp- mælingu og aðrir fá á sin grunnlaun. Þeir hafa gert gagntilboð til atvinnurek- enda, þar sem þeir lækka fyrri kröfu sina, en ekki hef- ur orðið samkomulag þar um enn. Iðnaðarmenn vilja halda álögum sinum i hlutföllum, sem i raun þýðir ekkert ann- að en að þeir fá meiri hækk- un í krónutölu en aðrir. Þessi hlutföll voru enn óafgreidd þegar siðast fréttist, en iðn- aðarmenn voru á löngum fundum i gærdag. Um siðustu helgi gaf rikis- stjórnin út yfirlýsingu um t.d. skattamál, lifeyrissjóðs- mál, og húsnæðismál. Helztu breytingar eru þær, að 30% skattaþrep bætist við skatt- stigann og á það aö koma til framkvæmda við álagningu skatta nú, sem leiðir til nokkurrar lækkunar skatta á meðaltekjur. Fjölmörg félög höföu þeg- ar i gærkvöld fallið frá yfir- vinnubanninu, svo og aflýst dagsverkfallinu sem átti að vera i dag. Fundir voru boö- aðir i stjórnum og trúnaðar- mannaráðum fleiri félaga i gærkvöldi, þar sem ræða átti frestun eða aflýsingu verk- fallanna. Þau félög sem vit- að var um, að þegar höföu aflýst dagsverkfallinu og samþykkt frestun á verkfalli við hafnarvinnu og flugaf- greiðslu, voru þessi: Iöja i Reykjavik, Hlif i Hafnar- firði, Dagsbrún Reykjavik, Verkakvennafélögin Fram- sókn og Framtiðin, svo og nokkur félög úti á landi. Rætt við sendiherra Búlgaríu - sjá bls. 1 mmm

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.