Fréttablaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 28
[ ] Ódýr matur og góður Góður matur þarf ekki að kosta mikið. Hægt er að galdra fram góða máltíð án mikillar fyrirhafnar og án þess að þurfa að standa í eldhúsinu í marga klukkutíma. Hér á eftir fer einföld uppskrift sem allir, jafnvel klaufskustu pip- arsveinar, ættu að geta fylgt eftir. Innihaldið er langt í frá heilagt og hægt er að skella hverju sem er í skálina. Sem kjöt má til dæmis nota allt frá Bónusskinku til dýrustu kjötstykkja fyrir sælkera. Skerðu papriku í strimla. Skerðu hvítlauk eftir smekk í þunnar skífur. Ekki skera við nögl því hvít- lauksbragð er gott en hafðu hemil á þér, lyktin er sterk. Skerðu lauk niður í stór brot. Skerðu það kjöt sem þig langar í í strimla. Skelltu öllu á pönnu og steiktu í stuttan tíma. Því næst tekurðu dós með niðursoðnum afhýddum tómötum og skellir á pönnuna. Settu smá slurk af vatni með. Láttu þetta malla í smá tíma við ágætis hita en kosturinn við þennan rétt er að hann getur kraumað eins lengi og hver vill. Kryddið með til dæmis basiliku eða einhverju sem til er í kryddhillunni. Sjóddu penne pasta (fylltu pott af vatni, láttu suðuna koma upp, bættu við salti og einni til tveimur matskeiðum af olíu. Settu svo pastað út í og láttu sjóða þangað til það er hæfilega lint. Það stendur yfirleitt á pastaumbúðum hversu langan tíma það tekur). Núna er maturinn tilbúinn. Bragðast vel, lítur vel út og er ódýr og frekar einfaldur. Það þarf ekki að vera dýrt að borða góðan mat. Avókadó, eða lárpera upp á íslensku, hefur átt vaxandi vin- sældum að fagna hér á landi. Hún er upphaflega frá Mið- Ameríku en vinsældir hennar jukust ekki fyrr en á miðri 20. öld. Lárperan er oft flokkuð sem græn- meti en hún er í raun og veru ávöxtur, eins og endingin pera bendir til. Hún vex á trjám sem kallast avocado og dregur þaðan nafn sitt. Lárperan þroskast ekki fullkomlega á trénu heldur fellur hún niður og verður þar fullþrosk- uð. Stundum eru perurnar þó tínd- ar af trjánum. Hér á landi eru per- urnar oftast mjög lítið þroskaðar í búðunum og því gott að kaupa þær með fyrirvara og geyma þær í nokkra daga. Ávöxturinn er orð- inn fullþroskaður þegar hann er orðinn eilítið mjúkur. Bragðið er oft mismunandi og fer það eftir olíumagni í ávextin- um hvernig hann bragðast. Hýðið er ekki vænlegt til átu og er ávöxt- urinn bestur ferskur og hentar ekki í hitaða rétti. Ef geyma þarf rétti sem innihalda ferska lárperu er gott að setja steinana úr perun- um í réttinn, þá geymist hann betur. Lárperan inniheldur ellefu vítamíntegundir og fjórtán teg- undir steinefna og er því bráð- holl. Íslendingar þekkja líklega lárperuna best í formi Guacamole- salsa sem oft er notað með mexíkóskum mat, en sú sósa er að mestu leyti gerð úr henni. Einnig er hún vinsæl til framleiðslu á andlitskremum enda drekkur húðin í sig olíuna og vítamínin úr henni. Mjög gott er að nota lárper- una í salöt og fylgir hér uppskrift að ljúffengu lárperusalati. Saxið tómata og lauk smátt, skrælið lárperuna og fjarlægið kjarnann. Saxið peruna niður í um það bil 1 cm teninga. Rífið kóríanderlaufin og hrærið öllu saman. Látið standa í ísskáp í klukkustund og hrærið vel upp í blöndunni áður en hún er borin fram. Salatið verður því betra sem peran er mýkri. Berið fram sem meðlæti með kjöti eða fiski, eða eitt og sér með brauði. Hollur ávöxtur í andlitskrem Kíví er einn C-vítamínríkasti ávöxturinn. Hann hét upprunalega kínverskt gæsaber en vegna kalda stríðsins var nafninu breytt í markaðsskyni. LÁRPERUSALAT: 4 tómatar 1 lítill rauðlaukur 1 vel þroskuð (mjúk) lárpera knippi af ferskum kóríander. Veislukaffið frá Te og kaffi er nú fáanlegt aftur en það er komið í fallegar límónugrænar umbúðir. Veislukaffi er árstíðabundin kaffitegund hjá Te og kaffi og er nú fáanlegt í annað sinn. Í kaffið er notuð blanda úrvals kaffi- bauna frá ólíkum kaffiræktunarsvæð- um, meðal annars Ník- aragva og Kosta Ríka. Veislukaffið hefur þétta og góða fyllingu með eftirbragði af rjóma- súkkulaði. Kaffið er góður valkostur í allar veislur, hvort sem tilefnið er ferm- ing eða brúðkaup, en þess má einn- ig njóta í rólegheitum í fámennum og góðum félagsskap heima við. Kaffi í allar veislur Veislukaffið frá Te og kaffi er nú komið í fallegar græn- ar umbúðir. 4 kjúklingabringur 4 sneiðar gæðaskinka að eigin vali (sveitaskinka eða parmaskinka) 300-500 g parmesanostur (má einnig nota gráðost) 1 dós mascarpone ítalskur ostur 15-20 g smjör til steikningar salt og pipar hálfur sítrónubörkur, rifinn Bringurnar eru snöggsteiktar í smjörinu. Skinkan er sett í sneiðum yfir. Parmesan- osturinn er skorinn í grófa bita og settur á pönnuna ásamt mascarpone-ostinum. Lokið sett á pönnuna og látið malla við lágan hita í tólf mínútur. Kryddað til eftir smekk. Sítrónuberkinum bætt við og látið malla í tvær mínútur. Gott er að bera fram réttinn með klettasal- ati og einni peru skorinni í smáa bita með parmesanosti yfir. uppskrift } Parmesan- kjúklingur Ásdísar Ver› fyrir einrétta Ver› fyrir tvírétta Okkar róma›a humarsúpa 990 Steiktur skötuselur 3.390 4.390 me› hvítvínssósu Kjúklingabringa 2.950 3.890 ,,a la Italiana“ Lambafillet 3.390 4.390 me› sherrybættri sveppasósu Nautalundir me› Chateubriandsósu 3.700 4.690 Súkkula›ifrau› 790 Einnig úrval annarra rétta á ,,a la Cartse›li“ ~ ~ ~ ~ ~ Þriggja rétta matseðill Veitingahúsið Madonna / Rauðarárstíg 27-29 Borðapantanir í síma 562 1988 • Madonna síðan 1987 • www.madonna.is Fá›u sætt bros að launum! Skeifunni 11d - 108 Reykjavík Reykjavíkurvegur 64 220 Hafnarfir›i www.aman.is 25-6 0% AFS LÁT TUR Lokadagur útsölunnar 550 5000 Hringdu ef blaðið berst ekki - mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.