Fréttablaðið - 16.08.2006, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 16.08.2006, Blaðsíða 4
4 16. ágúst 2006 MIÐVIKUDAGUR GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 15.8.2006 Bandaríkjadalur 70,9 71,24 Sterlingspund 133,77 134,43 Evra 90,13 90,63 Dönsk króna 12,08 12,15 Norsk króna 11,229 11,295 Sænsk króna 9,781 9,839 Japanskt jen 0,6079 0,6115 SDR 104,99 105,61 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 124,8114 Gengisvísitala krónunnar ����������������������������������������� ������������ ������������� ������������ �������������������� ����������������������������������������������������������������� ���� ����� ����� �� VEIÐI Fiskurinn flundra er orðinn algengur í ám og árósum á Suður- og Vesturlandi. Að sögn Magnúsar Jóhannssonar, fiskifræðings og deildarstjóra á Suðurlandsdeild Veiðimálastofnunar, hefur flundr- an veiðst á stöng, meðal annars í Varmá, og er hún vel æt. „Flundran er kolategund og náskyld sandkola. Þetta er nýbúi hér við land, flundran hefur verið að nema land frá 1999, en var fyrst í Ölfusá. Fiskurinn finnst við strendur Evrópu og við Færeyjar og líklegt er að hann hafi komið til landsins þaðan,“ segir Magnús. Flundran lifir í sjó við strendur en gengur líka í ferskt vatn. -rsg Flundran fjölgar sér: Nytjafiskur erlendis FLUNDRA Flundra þekkist á útstæðum beinkörtum eftir endilöngu bakinu. LÖGREGLA Karlmaður á sextugs- aldri, sem hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn þremur stúlkum á samkomu línudansara um verslunarmannahelgina, hefur ekki verið yfirheyrður vegna málsins. Gils Jóhannsson, varðstjóri lögreglunnar á Hvolsvelli, sem fer með rannsókn málsins, segist vita hver maðurinn er og hann sé ekki í felum. „Það eru ekki allir handteknir eins og skot þegar kæra kemur. Það fer bara eftir eðli málsins. Þessi maður er ekk- ert talinn stórhættulegur. Það er fyrst og fremst horft til hags- muna barnanna og að koma þeim til hjálpar. Hitt kemur svo af sjálfu sér.“ Maðurinn er grunaður um að hafa berað kynfæri sín fyrir framan þrjár 8 til 12 ára stúlkur og leitað á að minnsta kosti eina þeirra á samkomu á Heimalandi í Rangárþingi eystra um verslun- armannahelgina. Hann mun hafa verið ölvaður þegar meint brot átti sér stað. Hann flúði svo af vettvangi þegar ein stúlkan hót- aði að kalla í föður sinn. Gils segir málið í rannsókn. „Það er verið að rannsaka málið á fullu og það er verið að viða að þeim gögnum sem þarf að nota við úrvinnsluna.“ - sh Karlmaður grunaður um kynferðisbrot gegn þremur stúlkum: Ekki búið að yfirheyra manninn HJÁLPARSTARF Ríkisstjórn Íslands hefur veitt 7,1 milljónar viðbótar- framlag til hjálparstarfs Rauða krossins í Líbanon. Hafði ríkis- stjórnin áður sett tvær milljónir króna í hjálparstarfið. Kristján Sturluson, fram- kvæmdastjóri Rauða kross Íslands, segir Alþjóðaráð Rauða krossins og líbanska Rauða kross- inn hafa gegnt lykilhlutverki í hjálparstarfi undanfarnar vikur. Í tilkynningu frá Rauða krossin- um segir að þrátt fyrir vopnahlé haldi hafnarbann Ísraelshers áfram og komið sé í veg fyrir flugsam- göngur. Neyðarástand muni vara áfram næstu mánuði. - öhö Ríkisstjórn Íslands: Styrkir hjálpar- starf í Líbanon BLAÐAÚTGÁFA Allt stefnir í harða samkeppni á dönskum fríblaða- markaði en fyrsta fríblaðið, Centrum Aften, kom út í 65 þús- und eintökum í Álaborg í vik- unni. Dato, fríblað Berlingske Tidende, verður borið út í hús í Árósum og Kaupmannahöfn í dag en það er gefið út í hálfri milljón eintaka. Hugmyndin að baki Dato er að sögn aðstand- enda þess sú að það taki lesendur eina til tíu mínútur að lesa blað- ið, eða jafnlangan tíma og það taki fólk að borða morgunverð- inn. Þá mun 24timer, fríblað Jyll- ands-Posten og Politiken, koma út á morgun í jafnstóru upplagi. Hafa forsvarsmenn fyrirtækj- anna ekki farið leynt með að kveikjan að þessari auknu útgáfu sé væntanlegt fríblað 365 Media Scandinavia. Fleiri sækja á fríblaðamark- aðinn því MetroXpress, sem síð- astliðin fimm ár hefur gefið út samnefnt fríblað, ætlar að gefa út ókeypis síðdegisblað í hundr- að þúsund eintökum í næstu viku. Á föstudögum verða prentuð tíu þúsund fleiri eintök en aðra daga vikunnar. Nyhedsavisen, fríblað 365 Media Scandinavia, kemur fyrst út í september og verður prentað í sjö hundruð þúsund eintökum. Fríblaðastríðið harðnaði enn frekar í vikunni þegar Berlingske Tidende, Politiken og Jyllands- Posten buðu auglýsingar á allt að helmingi lægra verði en áður. Karl Pétur Jónsson, fulltrúi forstjóra Dagsbrúnar, segir að stokka hafi þurft upp í danska dagblaðamarkaðnum sem hafi verið orðinn staðnaður. „Það er greinilega rétt mat því blaðið okkar er ekki komið út en er þegar búið að stokka markaðinn upp,“ segir Karl. Hann bendir á að dönsku blöðin séu full af frétt- um um fríblöðin og greinilegt að menn séu taugastrekktir yfir breytingum á markaðnum. Aðspurður um harðnandi sam- keppni á auglýsingamarkaði segir Karl Pétur auglýsendur leita til þess miðils sem skili mestum árangri. „Menn leita eftir því hversu mörg augu sjá auglýsinguna en ekki hversu ódýr síðan er,“ segir hann. Karl Pétur segir í raun ekki hægt að bera fríblöðin sem til- kynnt hafi um útgáfu saman við Nyhedsavisen. Bæði sé upplag þeirra talsvert minna auk þess sem dreifing þeirra fari fram að degi til að hluta á ákveðnum markaðssvæðum og nái ekki augum allra lesenda. Dreifing Nyhedsavisen fer hins vegar fram yfir nóttina og á morgnana í mun stærra upplagi og verður blaðið í lúgunni á hverjum degi, að sögn Karls Péturs. jonab@frettabladid.is kristjans@frettabladid.is Samkeppnin hörð um danska lesendur Mikil harka er að færast í samkeppni á dönskum fríblaðamarkaði. Dagsbrún segir markaðinn hafa verið staðnaðan og fríblað félagsins hafi þegar hrist upp í honum, þótt útgáfa blaðsins hefjist ekki fyrr en á haustmánuðum. HVOLSVÖLLUR Lögreglan rannsakar málið. BRETLAND, AP Handteknum sak- borningum í rannsókninni á hinu meinta samsæri um að sprengja í loft upp allt að tíu farþegaþotur á leiðinni milli Bretlands og Banda- ríkjanna fjölgaði í gær um einn. Lögreglan í Lundúnum greindi frá því að hún hefði um hádegisbil í gær handtekið 24. manninn í tengsl- um við rannsóknina. Handtakan fór fram í Thames-dalnum, en ekk- ert var nánar gefið upp um hana. Breska rannsóknarlögreglan, Scotland Yard, greindi frá því að í tengslum við rannsóknina hefði húsleit verið gerð í 46 íbúðum og fyrirtækjum. - aa Hryðjuverk í Bretlandi: Einn handtek- inn til viðbótar ÓSK VILHJÁLMSDÓTTIR Ósk vill að ráð- herrum gefist kostur á að sjá landið sem hverfur vegna Kárahnjúkavirkjunar. VIRKJANIR Ósk Vilhjálmsdóttir myndlistarmaður og leiðsögukona hjá Hálendisferðum bíður svara frá ráðherrum sem hún bauð í tveggja daga ferð um Kárahnjúka- svæðið. Ósk sendi ráðherrunum boðskort í pósti og rennur frestur til að staðfesta þátttöku út í dag. „Það er ekki nóg að skoða svæð- ið rétt í kringum Kárahnjúka held- ur verður fólk að meta þetta út frá perlunum milli Kárahnjúka og Brúarjökuls og skoða lónsbotninn almennilega,“ segir Ósk. „Tilgang- urinn er ekki endilega að snúa mönnum, þetta er gert af góðum hug.“ Hún vill ekki upplýsa um svör ráðherranna fyrr en fresturinn rennur út. - rsg Ráðherraboð á Kárahnjúkum: Frestur rennur út í dag Tilræði banar níu Sjálfsmorðs- sprengjumaður banaði níu manns í héraðshöfuðstöðvum stjórnmálaflokks Íraksforseta í Kúrdahéruðunum í Norður- Írak í gær. Götubardagar geisuðu einnig í gær á milli írakskra hermanna og fylgis- manna herskás sjía-klerks í Karbala, sem er helg borg sjía. ÍRAK 10 teknir fyrir hraðakstur Lögreglan á Blönduósi stöðvaði tíu ökumenn fyrir of hraðan akstur í gær. Meirihluti þeirra voru erlendir ferðamenn. Lögregla brýnir fyrir vegfarendum að virða hraðatakmarkanir þar sem framkvæmdir standa yfir. LÖGREGLUFRÉTTIR HÖRÐ SAMKEPPNI Danskir blaðaútgefendur keppast við að kynna nýju fríblöðin. Hér aug- lýsir 24timer á strætisvagnaskýli, en blaðið er gefið út af Jyllands-Posten og Politiken.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.