Tíminn - 28.06.1978, Blaðsíða 3

Tíminn - 28.06.1978, Blaðsíða 3
Miövikudagur 28. júni 1978 3 Mývatnssveit: VERÐUR NÆSTA HRINA í KRINGUM 10. JÚLI? — Fátt sem bendir til að þá verði eldgos GEK— „Eftir þvi sem nú horfir má búast við næstu hrinu i Mý- vatnssveit i kringum 10. júll næst komandi,” sagöi Guð- mundur Sigvaldason forstöðu- maöur Norrænu eldfjalla- stöðvarinnar i samtali viö blm. Timans i gær. Sagði Guðmundur, að landris á Kröflu- og Mývatnssvæöinu væri nú komiö i svipað horf og fyrir hrinuna i janúarmánuði siðast liðnum. Fyrir rúmri viku fór að draga úr hraða landrisins og má segja að ris hafi nú nánast stöövazt. Svipaö gerðist fyrir hrinuna i janúar s.l. þvi þá fór að draga úr landrisi 20 dögum fyrir sjálfa skjálftahrinuna. Aö sögn Guð- mundar, hefur jaröhiti aukizt jafnt og þétt bæði á Leirhnjúks- og Námafjallssvæöinu. Þannig hefur vatnshitinn i Grjótagjá aukiztúrþvi að vera I kringum 41 gr. á Celsius I 60 gr. á Celsius. Það kom fram i máli Guð- mundar Sigvaldasonar, að ekki eru neinar sérstakar vis- bendingar um aö eldgos verði á svæöinu i næstu hrinu. Sagði Guömundur aö fyrir tvö siöustu eldsumbrot á Kröflusvæðinu hefði oröiö vart breytinga á efnasamsetningu gufuút- streymis nokkru áður en hrin- urnar byrjuöu. Engra slikra breytinga hefur orðiö vart við mælingar þar nyröra nú. Póstbruni í Reykjavík í gær GEK— Um klukkan 16 i gærdag var kveikt i póstkassa i pósthús- inu i Pósthússtræti I Reykjavik. Póstkassi sá sem hér um ræðir er innanhúss en bréfalúga kassans opnast út i litið skot sem myndast á mótum gömlu lögreglustöövar- innar og pósthússins. Talið er aö talsvert af bréfum sem i kassanum voru hafi brunnið og þvi er þeim sem létu bréf i hann eftir hádegið i gær bent á að fylgjast með þvi hvort þau berist á áfangastaði næstu daga. Auk bréfanna uröu nokkrar skemmdir inni i pósthúsinu. Ekki haföi i gærkvöldi tekizt aö hafa upp á þeim sem þetta spellvirki unnu. Sýning Vigdísar opin til mánaðar- móta Sýning Vigdisar Kristjáns- dóttur „Islenzkar jurtir og blóm” sem sett var upp i Bókasafni Nor- ræna hússins i tilefni Listahátiöar i Reykjavik 1978 verður opin til mánaðamóta. Sýningunni átti aö ljúka 18. þessa mánaðar, en vegna mik- Ular aðsóknarhefur veriö ákveöiö að hún verði opin i tvær vikur til viðbótar. A sýningunni eru 16 vatnslitamyndir af Islenzkum villiblómum.og voru tiu þeirratil sölu. Allar myndirnar seldust fyrstu daga sýningarinnar. Þá eru og seld kort i bókasafninu með myndum eftir Vigdísi, og áritar listakonan kortin, þegar áýningargestir óska eftir þvi. Sýningin er opin á venjulegum opnunartima Bókasafns Norræna hússins, þ.e.a.s. frá kl. 14-19 dag- lega, nema á sunnudögum, þá frá kl. 14-17. Aðgangur er ókeypis. Hólmavík: Útlit Frá sveitar - stjórnar- kosningum i Skagafirði Ætla að aka á milli Hallgrimskirkjuturns og Iðnskóla Eins og öllum ætti að vera kunnugt þá verður haldin hér á næstunni heljarmikil sirkus- sýning og eru flestir sirkus- manna komnir hingað tii lands. t sambandi við þessa sýn- ingu hefur verið ákveðiö að fitja upp á fifldirfsku utanhúss annaö kvöld ef veður leyfir, þvi að nú er i athugun aö nokkrir meðlimir sirkussins sem nefna sig Cimarro bræð- ur, haldi smá sýningu fyrir borgarbúa. Atriði þeirra er fólgið iþvi að aka á mótorhjóli eftir streng, sem komið hefur verið fyrir hátt yfir jörðu og i þessu sambandi þá kemur helzt til greina að lina verði strengd á milli Hallgrims- kirkjuturns og turnsins á Iðn- skólanum og munu þá þessir fifldjörfu bræður aka eftir lín- unni og leika listir sinar. Tim amynd Róbert íslátt Kás- Loksins er veðrið farið að batna og hlýna hjá okkur sagði Jón Alfreðsson, kaupfélagsstjóri á Hólmavik, i stuttu samtali við Timann i gærdag og er þetta raunar fyrsti almennilegi hlý- indadagurinn á þessu sumri. Aðspurðursagði Jón, að spretta væri enn mjög takmörkuð, og sum staðar nokkurt kal i túnum. Von væri þó fyrir þvi, að eitthvaö rættist úr þessu ef hlýindin héldust áfram, en hitt væri þó ljóst, að langt yrði i slátt. Allir bátar á Hólmavik eru komnir á „skak” og hafa þeir aflað nokkuð þokkalega. I ár byrjuðu þeir óvenjusnemma, og þvi dauöi tlminn i stytzta lagi, sagði Jón að iokum. ÁS-Mælifelli Að þessu sinni komu fram tveir listar I sveitar- stjórnarkosningum I Akrahrqjpi. Af B-lista hlutu kosningu: Fri- mann Þorsteinsson, Syðri-Brekk- um, Gunnar Oddsson, Flatar- tungu, Jóhann Lárus Jóhannes- son, Silfrastöðum og Pálmi Runólfsson á Dýrfinnsstöðum. Af D-lista hlaut kosningu Jón Gisla- son, Réttarholti, Til sýslunefndar var kjörinn Konráð Gislason á Frostastööum af B-lista. 1 Lýtingsstaðahreppi var kosn- ing óhlutbundin og voru þessir kosnir: Marinó Sigurðsson, Alf- geirsvöllum, Jóhannes Guö- mundsson, Ytra-Vatni, Guðrún Lára Asgeirsdóttir, Mælifelli, Rósmundur Ingvarsson, Hóli og Borgar Simonarsön, Goðdölum. Til sýslunefndar var kjörinn séra Agúst Sigurðsson, Mælifelli. I Seyluhreppi var kosning einnig óhlutbundin. Kjörnir voru séra Gunnar Gislason, Glaumbæ, Benedikt Benediktss on, Stóra-Vatnsskarði, Sigurður Haraldsson.Grófargili, Guðmann Tóblasson, Varfnahliö, Halldðr Benediktsson, Fjalli. Til sýslu- nefndar var kjörinn Jónas Har- aldsson, Völlum. veiðihornið Mjög góð veiði i Grimsá Veiði I Grimsá hófst nokkru siðar I ár en venja er eöa þann 24. júni. Það var happdrættis- hollið, sem hóf veiði að venju I Grimsá og fyrsta sólarhringinn veiddust 31 lax á 5 stangir og á hádegi á mánudag höfðu veiözt 64 laxar. Stangveiöifélag Reykjavikur heldur árlegt happdrætti og 1. vinningur er fyrstu 3 veiðidagar I Grimsá. Vinningshafinn að þessu sinni var Hans Óliver Friðriksson, húsvörður, og bauð hann nokkr- um vinum sinum I veiðitúrinn. Sjálfur veiddi hann 8 laxa. — 64 laxar á tveimur og hálf- um degi er mjög góð byrjun og við gerum okkur miklar vonir um mjög góða veiði i Grimsá I sumar. Ain er full af laxi, um 400 laxar hafa komiö i gegnum teljarann, sagöi Friðrik Stefánsson hjá Stangveiðifélagi Reykjavikur. 60% aukning á veiði í Elliðaám Ahádegiigærhöfðuveiözt 152 laxari Elliðaám frá þvi að veiði hófst þann 10. júni. Að sögn Friðriks Stefánssonar er þetta mun meira en hafði veiözt á sama tima i fyrra, þá haföi veiðzt 91 lax, þetta er þvi um 60% aukning. Það hefur gerzt oftar en einu sinni nú að veiðzt hafa um 20 laxar á einum degi I Elliðaám, en þaö geröist ekki i júnimánuði I fyrra. Mjög góðar laxagöngur hafa nú gengið i ána. 400 laxar úr Norðurá A veiöisvæði I og II i Norðurá höfðu veiðzt 304 laxar á hádegi i fyrradag og á svæðinu fyrir neöan Stekk, Norðurá IV, þar sem veitt er á eina stöng höfðu veiözt um 100 laxar um hélgina, svo aö heildarveiðin i Noröurá er um 400 laxar. Veiðin er mjög svipuö og hún var i fyrra, en sérstaklega kalt hefur veriö i ánni i júni. Óvenju smár lax i netin —Nú eru komnir um 200 laxar i netin og er þaö svipuö hausatala og verið hefur, en iaxinn hefúr verið óvenjusmár. Þetta viröist vera smálaxaár, eins og viö köllum það, sagði Kristján i Ferjukoti i gær. Kristján sagði að mikill lax hefði gengið i ána um helgina, en áin er nú óvenju vatnslitil vegna kuldanna i vor. Laxinn sér vel og foröast netin. Meöalþyngdin á netaveiöalaxi er nú 3.5 til 4 kg., en venjulega er hún yfir 4 kg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.