Tíminn - 14.12.1978, Blaðsíða 1

Tíminn - 14.12.1978, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 14.desember 1978 279. tölublaö — 62. árgangur Forseti FIDE tekinn á beinið. Bls. 10-11 Síðumúla 15 • Pósthólf 370 ■ Reykjavík • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsimar 86387 & 86392 Og þá er komið að þvl að velja jólatréð. Fjölskyldan hér á myndinni hefur haft vaöið fyrir neöan sig og gert kaupin I tlma og ekki verður annað séð en allir viðstaddir telji sig hafa rekist á hið eina og rétta tré. Myndina tók Róbert I jólatréssölu Landgræöslusjóðs I gær. „Vá fyrir dyrum fáist ekki svigrúm til iðn- w m '9* '9* segir Haukur þróunaraðgerða ssa Kás— „Við höfum ekki fengið nein ákveðin svör við tillögum okkar, en þessi mál eru nil f já- kvæðri skoðun og tillögugerð stendur yfir. Auðvitað vonum við, að okkar tillögur verði teknar til greina”, sagðiHaukur Björnsson, forstjóri Félags fsl. iðnrekenda i samtali við Timann. En f sfðustu viku kynntu Fll tillögur sinar um nauösynlegar iönþróunaraö- gerðir svo og aðgeröir I stað tolla- lækkana. Er i þeim gert ráö fyrir 6.1% hækkun jöfnunargjalds, og 6% innflutningsgjaldi. „Þaö gefur auga leið”, sagði Haukur, „að þar' sem tollalækk- unin nemur einhvers staöar á bil- inu 2 - 2.5 milljarða kr. mun hiln þyða verulega tekjuskerðingu fyrir þann hluta iðnaöarins sem á isamkeppni. Viöhöfum lagt fram tillögurumaöaf þessu verði ekki, því enn er mikið ógert i iönþróunarmálum innanlands. Mikil vá er fyrir dyrum fáist ekki svigrúm til að hrinda i fram- kvæmd iönþróunaraögeröum.” Þegar Haukur var spurður um hvernig honum litist á þær hug- myndir sem nvl væru á lofti i þessu efni, t.d. innborgunar- skyldu og sælgætisskatt, sagöi hann: „Okkur hafa borist til eyma slíkar hugmyndir, og erum við vægast sagt lltið hrifnir af þeim. Teljum viö með þeim ansi mikil afturför frá Friverslunar- hugsjóninni, aö ekki sé meira sagt”. Sagði Haukur, að iönrekendur gætu ekki gert ráð fyrir öðru, en hlustaöværiáhvað þeir legðu til málanna. Nefndi hann i þvi sam- bandi ákvæði I samstarfsyfirlýs- ingu stjórnarflokkanna, þar sem talaö er um frestun tollaladikana. Þar væri um greinilega stuöningsyfirlýsingu viö iönaöinn að ræöa. ,,Ég held, að það sé alveg fræöilega ómöglegt, aö rikisstjórnin gangi á bak þeirra orða sinna”. Þó væri ekkert hægt að segja með vissu I þessu efni, þvi geysi- legt annrlki væri á Alþingi dag- ana fram að jólum, ogmætti lfkja þvi viö óveöur, þar sem ekki væri vitaö fyrir hvaða afleiöingar hefði, eða hvar maður stæöi þegar að leikslokum drægi. Samkomulag um fjárlögin — 2. umræða fer fram á laugardag og atkvæðagreiðsla á sunnudag Akveðið er að fjárlagafrum- varpiö verði afgreitt fyrir jól og fer önnur umræða um þaö fram á laugardag og þriðja umræða ogatkvæðagreiöslaá sunnudag. Stjórnarflokkarnir hafa náö samkomulagi um tekjuöflunar- liöi frumvarpsins, þótt ekki sé búiö að ganga frá þeim nema I aöalatriðum. Nokkur skoðanamunur hefur veriö undanfariö meðal stjórnarliða um tekjuöflunina og þingflokkafundir veriö langir og strangir en samkomulag hefur nú náðst.oger nú unnið að útreikningum á þeim liöum frumvarpsins sem breytinga þurfa við. Eins og fyrr segir eru það einkum tekjuöflunarliðirnir sem ágreiningi hafa valdið og hefur staðið i mörgum þing- manninum að ljá þeim sam- þykki sitt. Fisklandanir erlendis í desember orönar 2000 tonn Söluverðmæti nemur 730 milljónum króna AM —Að sögn Agústs Guömunds- sonar, fulltrúaFlB hjá Landsam- bandi Isl. útvegsmanna, I gær munu fisksölur erlendis I þessum mánuði þegar vera komnar 1 2000 tonnogsöluverðmæti 730 milljón- ir. Þegar þessar upplýsingar voru gefnar, kvaðst Agúst enn eiga eft- ir að fá fréttir af tveim sölum i gærdag. Þá sagði Agúst, að eftirtalin skip hefðu selt I gær erlendis þaö fiskmagn og fyrir þá upphæð, sem á eftir greinir: Sigluvik, Grimsby, 100 tn. fyrir 43.7 millj. meðalverð 434 kr. Arsæll Sigurös- son, Hull, 49 tn. 28.2 millj. meö- alv. 366 kr. Gullberg, Fleetwood, 85 tn. fyrir 32.5 millj. meöalverð 370 kr. Geirfugl, Cuxhaven, 41.2 tn. 15.2 millj. 369 kr. Sementsverksmiðjunnar á Akranesi? ESE — Eftir mjög áreiöanlegum heimildum, sem blaöiö hefur afl- aösér, þá bendirnúallt til þess aö rekstur Sementsverksmiöjunnar á Akranesi stöövist einhvern næstu daga. Stjórn Sementsverksmiöjunnar hefur slöan I ágúst óskað eftir þvi við Iðnaöarráðuneytið aö fá verð- hækkun á sementi, en án árang- urs, og stefnir nú allt i það að hallinn á rekstri verksmiðjunnar á þessuári veröi um 230 milljónir króna. Slöasta hadtkun á sementi var heimiluð 12. mars s.l. en siöan hafa oiðiö gifurlegar hækkanir á kaupgjaldi, hráollu, rafmagni og yfirleitt öllum rekstrarvörum verksmiðjunnar. Einhverjar viðræður munu hafa átt sér stað á milli stjórnar Sementsverksmiðjunnar og rikis- valdsins, en ekki er vitaö hvern árangur þær hafa boriö.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.