Tíminn - 02.09.1979, Blaðsíða 9

Tíminn - 02.09.1979, Blaðsíða 9
Sunnudagur 2. september 1979. 9 Þórarinn Þórarinsson: ísland og Jan Mayen Jan Mayen Þar sem mikiö hefur verið rætt um Jan Mayen aö undan- fórnu, finnst mér ekki óeölilegt aö rifjauppefni greinar, sem ég skrifaöi um þessi mál 29. októ- ber í fyrra aö loknum fundi haf- réttarráöstefnunnar þá. Efni greinarinnar er enn aö mestu i fullu gildi, og getur orðið til skýringar í sambandi viö þær umræöur, sem ntt fara fram um Jan Mayen-máliö. Saga Jan Mayen var i grein- inni rakin á þennan hátt: „Jan Mayen ereyja, sem hef- ur oröið til viö mikií eldsum- brot.Httnristtr 2000-3000 m dýpi og nær hæsti tindur hennar nokkru meiri hæö en öræfajök- ull. Eyjan er um 380 ferkm. aö flatarmáli. Fyrst fara sögur af henni í byrjun 17. aldar, en yfir- leitt mun taliö aö Hollendingur- inn, sem httn dregur nafn af, hafi fundiö hana 1614, en hann stjórnaði þá hvalveiöileiöangri i Noröurhöfum. Hollendingar munu hafa gert tilraunir til að koma þar upp hvalbækistööv- um, en gáfust fljótt upp viö þaö. Þeir hættu stuttu siðar hval- veiðum á þessum slóðum. Siöan fara ekki sögur af Jan Mayen fýrr en á 19. öld, en þá fóru Norðmenn aö stunda selveiöar i nágrenni hennar. Arið 1921 reisti norskur maöur veöurat- hugunarstöö á Jan Mayen meö aðstoð norska rikisins og var þaö gert i þágu selveiöimanna. Norska rikiö tók viö rekstri stöövarinnar ári siöar. Meö konunglegri tilskipun 8. mai 1929 lýstu norsk stjórnvöld yfir þvi, að Jan Mayen heyröi undir norsk yfirráö og meö annarri tilskipun frá 27. febrúar 1930 var lýstyfirþvi, aö httn væri hluti af Noregi. Ariö 1955 var lýst yfir fjögurra milna landhelgi við Jan Mayen. A Jan Mayen hefur aldrei ver- ið neinn atvinnurekstur, þvi aö rekstur loftskeytastöövar heyr- ir tæpast undir þaö. Þar hafa ekki fundizt nein náttttruauðæfi. Hafnleysi er nær algert. Vetur eru mjög kaldir og stormasam- ir. Engar likurbenda til, aö föst búseta verði á Jan Mayen, byggð á auöæfum, sem er þar aö finna eða i nánd hennar”. JanMayen og 200 milurnar „Þegar Norömenn innlimuðu Jan Mayen fýrir tæpum 50 ár- um, var þaö látiö afskiptalaust af öörum þjóöum, sem töldu eyna verölausa, en mátu rekst- ur norsku veöurathugunar- stöðvarinnar. Meö tilliti til reksturs stöövarinnar, sætti þaö heldur ekki mótmælum, þegar Norömenn lýstu yfir fjögurra mllna landhelgi. Þetta geröist áöur en hugtök eins og efna- hagslögsaga kom til sögunnar. Heföu menn átt von á þvi, aö innlimun Jan Mayen gætitryggt Norömönnum efnahagsleg yfir- ráö á stóru hafsvæöi, myndu viöbrögö annarra þjóöa tvi- mælalaust hafa oröið önnur. Þar sem vegaiengdin milli Is- lands og Jan Mayen er mun minni en 400 milur, kom þaö til álita, þegar fiskveiöilögsaga Is- lands var færö ttt i 200 mflur, hvort taka bæri tillit til Jan Mayen á þann veg, aö miöa viö miölinumilli hennarog Islands, eins og gert var I sambandi viö Færeyjar. Niðurstaöan varö sú, aö ákveöiö var aö færa ttt I 200 milur á svæöinu milli Islands og Jan Mayen og þar meö áréttað, aö Islendingar teldu Jan Mayen ekki eiga rétt til miölinu. Hins vegar var ákveöiö aö fresta um stundarsakir aö framfylgja á- kvæöum fiskveiðilandhelgis- reglugeröarinnar á svæöinu milli 200 milna markanna og miöllnumarkanna milli Islands ogJan Mayen. Þettavar gert af tillitssemi viö Norömenn, sem hélduþá fastfram miðlinukenn- ingunni i deilum viö Rússa og töldu sér óhag aö þvi, ef íslend- ingar höfnuöu henni meö öllu. Meöal þeirra tslendinga, sem um þetta fjölluöu, var þó nokkur ágreiningur um þetta, þótt þetta yröi niöurstaöan”. Meö landhelgislögunum, sem sett voru á þingi sl. vetur, er réttur Islands til 200 mllna marka milli Islands og Jan Mayen gerður ótviræöur og felld niöur sú undanþága, sem áöur gilti um hið svonefnda „gráa svæði” innan islenzku fiskveiði- lögsögunnar. Hvaða rétt á Jan Mayen? I greininni frá 29. október i fýrra er svo vikið aö hugsanleg- um réttindum Jan Mayen til fiskveiðilögsögu og efnahags- lögsögu. Um þaö sagöi á þessa leiö: „Eins og ástatt er um þessar mundir, leikur mitóll vafi á, hver sé eöa veröi réttur Jan Mayen til fiskveiöilögsögu eða efnahagslögsögu. 1 121. grein uppkastsins, sem hafréttarráð- stefnan fjallar um, er eyjum ætlað aö fá landhelgi og efna- hagslögsögu, en hins vegar ekki klettum, sem „eru mönnum ó- byggilegir og hafa ekki' sjálf- stætt efnahagslif”. Spurningin er, hvort þetta nær ekki til Jan Mayen, þótt httn sé meira en klettur, þar sem hún hefur ekki neitt sjálfstætt efnahagslif. Ell- efu riki hafa flutt tillögu um, aö þetta útilokunarákvæöi nái ekki aðeins til kletta heldur einnig til minni eyja og myndi þá Jan Mayen vafalltið flokkast undir þetta ákvæöi. Enn er ekki séö, hvernig deilunni um þetta lykt- En hvernig sem þessi deila leysist, er þaö nokkurn veginn ótvirætt, að samkvæmt 74. grein uppkastsins myndi Jan Mayen ekki fá miðlinurétt gagnvart Is- landi, þótt hún fengi rétt til efnahagslögsögu. Þótt enn sé nokkur deila um 74. greinina, má búast viö, aö httn veröi sam- þykkt óbreytt eöa án teljandi efnisbreytingar. Greinin fjallar um, hvernig ákveöa skuli mörk efnahagslögsögu, þegar skemmra er en 400 milur milli landa. Þar eru nefnd ýmis at- riöi sem til greina komi viö slika ákvörðun, eins og t.d. miölina, en fyrst er nefnt, aö hér skuli fariö eftir sanngirnissjónarmiö- um. Þaðliggur i augum uppi, ef nokkurrar sanngirni er gætt, aö eyöieyja, þar sem ekkert at- vinnulif er ogengir ibúar tengd- ir þvi, hefur ekki sama sann- girnisrétt ogstórteyland, byggt þjóð, sem byggir afkomu sina að miklu leyti á sjávarútvegi. Þegar þetta er athugað, veröur aö telja algerlega (Siugsandi, aö Norömenn krefjist miðlinurétt- inda fyrir Jan Mayen gagnvart Islandi”. Siöan þetta var skrifað 29 október I fyrra hefur engin brejtting oröiö hvaö þetta snert- ir á uppkastinu, sem liggur fyrir hafréttarráöstefnunni, og á- greiningurinn, sem rikir um eyjar, helzt enn óbreyttur. Spitzbergen „I sambandi viö þaö, hvort Jan Mayen á rétt til efnahags- lögsögu, kemur ekki sizt til at- hugunar stt stefna, sem Norö- menn hafa sjálfir mótaö I sam- bandi viö Spitzbergen (Sval baröa). — Norömenn halda þvi fram, aö Spitzbergen eigi engin réttindi til efnahagslögsögu, sökum þess að httn sé á land- grunni Noregs. Þau auðæfi, sem j> sé að finna i hafsbotninum um- hverfis Spitzbergen, tilheyri þvi Noregi einum. Ef Spitzbergen fengi sérstaka efnahagslögsögu, myndu þau riki, sem stóöu aö Spitzbergensamningnum á sin- um tima, eiga sama rétt til nýt- ingar á auðæfum þar og Norö- menn. Hér skal ekki lagöur dómur á þaö, hvort sú kenning Norö- manna fái staöizt, að Spitzberg- en eigi ekki rétt til sérstakrar efnahagslögsögu af framan- greindum ástæöum. En sé httn rétt, fellur einnig niöur réttur Jan Mayen til sérstakrar efna- hagslögsögu. Eins og Eyjólfur Konráö Jónsson bendir á i greinargerð fyrir Jan May- en-tillögu sinni (þessi tillaga lá þá fyrir Alþing-), mun Jan May- en teljast á landgrunni Islands, og Island ætti samkvæmt fram- angreindri kenningu aö eiga rétt til auöæfa hafsbotnsins þar”. Rétt er aö geta þess, aö Norö- menn telj a Spitzbergen hafa rétt til vissrar fiskveiöilögsögu, þótt hún hafi ekki rétt til efnahags- lögsögu og hafa þeir þvi gripið tii vissra fiskverndaraögerða á svæöinu umhverfis Spitzbergen. Deilan um landgrunnið „Arekstrar þeir, sem gætu risiö milli Noregs og Islands snerta miklu meira hafsbotns- réttindi en fiskveiðiréttindi. Ef Norömenn fallast á, að ísland eigi samkvæmt sanngirnissjón- armiöum rétt til 200 milna fisk- veiöilögsögu á svæöinu milli Is- lands og Jan Mayen, skiptir Is- lendinga minna máli, þótt Jan Mayen fái rétt til fiskveiðilög- sögu allt aö 200 mflna mörkum islenzku fiskveiöilögsögunnar. Island getur samkvæmt nýju hafréttarreglunni ekki fengiö meira en 200 milna fiskveiðilög- sögu. Ef Jan Mayen fengi ekki viðurkennd fiskveiöilögsögu- réttindi, myndi svæöið um- menn og málefni hverfis Jan Mayen veröa al- þjóölegt, og Islendingar þyrftu þá aösemja viö alþjóðlega aöila um fiskverndarmál á þvi svæöi. Sennilega væri ekki lakara fyrir þáaösemja viö Norömenneina. Um hafsbotnsréttindi gildir þetta ööru máli. Samkvæmt 76. grein og 77. grein uppkastsins, sem hafréttarráöstefnan fjallar um, eiga strandrikin rétt til nýt- ingar á botnauöæfum þess hluta landgrunnsins, sem nær út fyrir 200 milna efnahagslögsöguna. Enn er hins vegar eftir aö á- kveöa hver mörk landgrunnsins skuli vera, sem þessi réttur strandrikisins nær til. Þaö er hér, sem hagsmunir tslands og Noregs gætu helzt rekizt á, ef Norömenn gerðu kröfu til fullrar efnahagslög- sögu fyrir Jan Mayen. Efna- hagslögsaga Jan Mayen gæti þá náð til landgrunnssvæöis, sem lsland ætti tilkall til utan 200 milna efnahagslögsögu sinnar. Margt bendir til aö talsverö set- lög, þar sem oliu gæti veriö aö finna, séu á þvi svæöi, sem hér gæti oröið deilt um”. Samleið um fiskvernd Iframhaldi af þessu, var taliö eölilegt að Norömenn og íslend- ingar byrjuðu viöræöur um þessi mál. Sföan sagöi: „Fyrir allra hluta sakir væri æskilegast, aö Norömenn færu sér hægt I þessum málum og gripu ekki til aðgerða, sem gætu spillt sambúð þeirra og Islend- inga, t.d. meö þvi aö tilkynna miölinu milli tslands og Jan Mayen eöa meö þvi aö taka sér þarefnahagslögsögu, sem gengi á landgrunnsréttindi Islands. ööru máli gilti, ef þeir gripu til fiskverndaraögeröa, likt og þeir hafa gert viö Spitzbergen. Þar gætu þeir og tslendingar átt samleiö”. Aö verulegu leyti er hér kom- izt aö svipaöri niöurstööu og Gunnar G. Schram kemst aö i grein, sem hann birti i Mbl. 15. ág. siðastl. Þar mótmælir hann harölega ráðagerðum Norö- manna um efnahagslögsögu við Jan Mayen, en telur hins vegar, að fremur mætti fallast á fisk- verndarlögsögu Norðmanna umhverfis eyna til aö koma i veg fyrir, að þar veiddu aörar þjóöir en Norömenn og tslend- ingar, nema meö sérstökum heimildum : „Slik lögsaga á haf- inu”, segir Gunnar G. Schram, „utan efnahagslögsögu Islands, myndi aðeins taka til fiskveiöa og þvr ekki takmarka eða skeröa neitt hafsbotnsréttindi Islendinga”. Styrkið Tímann Fyllið út þennan seðil og sendið til Tímans i pósthólf 370, Reykjavík Eg undirritaður vil styrkja Tímann með því að greiða i aukaáskrift □ heila □ hálfa á máUUÖÍ Nafn ___________________________________ Heimilisf. Sfmi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.