Ísafold - 24.08.1880, Blaðsíða 2

Ísafold - 24.08.1880, Blaðsíða 2
82 sænskum konungum. |>ar sem kirkjan nú stendur, var á 13. öld grábræðraklaustur, og við það ljet Magnús Hlöðulás gjöra kirkju, síðan hefir kirkjan tekið mörgum hreyting- um, seinast eptir brunann 1835; þá var járnturninn uppsettur. Afastar við kirkjuna eru margar kapellur með ýmsu byggingar- lagi, gjörðar yfir bein merkra manna. |>ar hvílir Magnfis Hlöðulás, Magnús Birgisson, Gustaf Adolf, Carl X. Gustaf, Carl 12., Gustaf 3., Carl Johan, Lennart Thorstens- son, Banér ogmargir fleiri af merkustuhetj- um Svía; yfir öllum þeirra eru stórir minnis- varðar, sumir mestu listaverk. |>ar hanga í hvelfingunum skildir, merki og herfánar útlendra þjóða, sem teknir hafa verið í ótal mannskæðum orustum. þessi kirkja er fastlega tengd við sögu Svía um margar ald- ir, og það er því eigi að undra, þó mörgum Svía hitni um hjartaræturnar, er hann kem- ur inn í þetta stóra musteri, sem svo berlega minnir á stórvirki þjóðarinnar, er hún stóð framar flestum þjóðum í hervaldi og her- frægð; nú standa Svíar í fremsta flokki með- al þjóðanna í menntun og andlegu atgjörvi; hvort ætla sje betra? Fyrir norðan sundin í yngri hluta Stokkhólms eru flest hin nýju stórhýsi. Austast á tanga (er áður var hólm- ur, Blasieholmen), er Nationalmuseum Svía, stórkostlega fögur bygging, með miklum og ágætum söfnum, þar eru sjaldgæfar egyptsk- ar fornleifar, fornmenjar sænskar, steinvopn og eirvopn þau, er notuð voru áður en sögur gjörðust á norðurlöndum, járnvopn frá forn- öldinni og alls konar menjar eptir merka menn í sögu Svía; þar eru föt og herklæði Gustaf Adolfs og hesturinn, er bar bann, er hann fjell við Lútzen, blýkúlan, er drap Karl 12., klæði hans og vopn, grímuklæði þau, er Gustaf 3. var drepinn í, strengleikur Bell- manns o. m. fl. þar eru stór peningasöfn frá ýmsum öldum, málverk, myndastyttur o. m. fl., er hjer yrði oflangt upp að telja. Hús visindaf jelagsins sænska geymir og mikil gripasöfn, dýr, steina og bergtegundir, allt í fegurstu röð og reglu undir forstjórn Norden- skiölds; þar er og bókasafn með náttúru- fræðislegum bókum (35000 bindi) o. m. fl. «Geölogiska byran» hefir að geyma ágæt steinasöfn frá Svíþjóð undir forustu Otto Torells. þaðan eru sendir vlsindamenn á hverju sumri út um allt land, til þess að rannsaka jarðveg og bergtegundir, og svo eru gefin út landabrjef og bækur, er sýna rannsóknirnar, til stórmikils hagnaðar fyrir akuryrkju, grasrækt og námugröpt. Svíar leggja auðsjáanlega meiri rækt við skóla sína og alþýðumenntun en Danir, það þarf ekki annað en líta á þau stórhýsi, sem eru reist hjer í Stokkhólmi fyrir ýmsar kennslugrein- ir. Tekniska högskolan er ákaflega mikil höll, búin að öllu leyti sem bezt má fara, latínuskólar, iðnaðarskólar, gagnfræðisskólar og alþýðuskólar í Stokkhólmi eru að öllu leyti stærri og betri en í Kaupmannahöfn; hýhýli flestra þessara skóla eru stórar og skrautlegar hallir. I Stokkhólmi eru ótal merkar stórbyggingar, er hjer verður eigi lýst, t. d. konunglega bókasafnið (250,000 prentaðar bækur og handrit), musik-akade- mien, jámbrautargarðurinn, pósthúsið, sjó- foringjaskólinn (við hann er reistur stór steinn til minningar um Vega - ferðina), sjúkrahúsin, kirkjur o. fl. Eitt hið merk- asta safn í Stokkhólmi er safn Dr. Hazeli- usar, er sýnir alþýðuh'f á norðurlöndum, búninga, búshluti, verkfæri, o. s. frv. Mest þótti mjer í það varið að sjá hinn norska hluta safnsins, og sjá hve mikill skyldleikur í öllu er á milli alþýðu í Noregi ogáíslandi, búshlutir, reiðtýgi og áhöld dalamanna í Noregi er allt með sama sniði og það, sem tíðkast hjá alþýðu á Islandi. Um þessar mundir er nokkuð dauflegra í Stokkhólmi en vant er, því heitustu sum- arvikurnar flytja flestir, sem vetlingi geta valdið, út á landsbyggðina. A sumrin er miklu meiri mannfjöldi á götum og borgum Kaupmannahafnar en (S'tokkhólms, einkum fyrri hluta dags. |>ó er hjer fjörugt þjóðlíf á milli, þó um þennan tíma sje. I Stokk- hólmi eru víða trjágarðar með myndastytt- um og blómreitum, þangað safnast fólk seinni hluta dags til þessaðganga sjer til skemmt- unar og hlusta á hljóðfæraslátt, því við flesta slíka trjágarða eru stórir veitinga- og skemmtistaðir, þar sem hljóðfærasláttur skemmtir gestunum allt kvöldið. Helztir þeirra eru Blauch-café, Bernssalon og Ström- pasteren við Norrström. Stærstur garður- inn í bænum, er Kungstrádgárden við Blauch-café. f>ar er myndastytta af Karli 13., og framar nær sjó af Karli 12.; þar stendur hann kempulegur með sverðíhendi, og bendir austur til Kússlands. Trjágarður- inn er mjög fagur og alþakinn yndislegum blómreitum, þar er gosbrunnur úr eir, eitt hið fegursta listaverk á norðurlöndum (Mo- linska fontánen). A kvöldin er hjer fullt af fólki, sumir sitja og hlusta á hljóðfæraslátt- inn í kvöldkyrðinni, aðrir eru á gangi fram og aptur, talast við og skemmta sjer á ann- an hátt. I landnorður frá Stokkhólmi er «Djur- gárden», aðalskemmtistaður Stokkhólmsbúa, þar er Hasselbacken, Bellmannsro og ótal aðrir veitinga- og söngstaðir, stórar flatir, trjárunnar, klettar og brekkur; þar var mik- il gleði í gærkveldi, því hjer á Stokkhólmi er á hverju ári 26. júlí mikil hátíð í minn- ingu Bellmanns; myndastytta Bellmanns var hulin blómsveigum og vínviðarblöðum, þar söfnuðust saman hin helztu söngfjelög, og sungu Bellmannssöngva; allt í kring höfðu safnazt margar þúsundir manna til þess að hlusta á sönginn og hljóðfæraslátt- inn og skemmta sjer í skóginum við fegurð náttúrunnar og allan þann fagnað, sem þar er á boðstólum. Hasselbacken og allir skemmtistaðir í kring voru troðfullir af fólki langt fram yfir miðnætti, og alstaðar mátti heyra söngva og gleðióp í skógunum, í veit- ingastöðunum og gufubátunum, sem troð- fullir af fólki fóru fram og aptur frá Stokk- hólmi. þorvalcLur Thoroddsen. LEIÐRJETTING. — í byrjuninni á fyrra brjefinu frá Sviþjóð, i síðasta bl., bafði misprentazt mannsnafn, þar stendur Tries, en á að vera Pries. Ár 1879 rnúnudaginn 20. október- mán. var í hinum konunglega yfirdómi í málinu nr. 21/i879- Rjcttvísin gegn prestskonu ElinborgiL Kristj'ánsdóttur kveðinn upp svo látandi DÓMUIl: í máli því, sem hjer er áfrýjað, og sem höfðað er í hjeraði að boði amt- mannsins í suður- og vesturamtinu gegn prestskonu Elinborgu Kristjánsdóttur á Staðarhrauni út af því, að hún háfi haft um hönd skottulækningar og ó- leyfilega meðalasölu, hefir hin ákærða játað, að hún um síðastliðin 6 ár hafi fengizt við lækningar bæði eptir regl- um homöopatha og allopatha, og styðst þessi játning hennar af samhljóða fram- burði allmargra vitna. þ>að er ekki sannað, að lækningatilraunir hinnar á- kærðu hafi orðið nokkrum að meini, en nokkur vitni hafa borið, að þær hafi orðið sjúklingnum að liði. Undirdómarinn hefir álitið, að hin ákærða, sem ekki hefir leyst af hendi opinbert próf í læknisfræði, nje heldur á annan veg fengið leyfi til að fara með lækningar, hafi brotið gegn fyrir- mælum tilskip. 5. septbr. 1794, 5. gr., sbr. tilskip. 24. janúar 1838, 1. gr., og geti það ekki leyst hana undan sekt, að hún, svo sannað verði, hafi ekki valdið neinu tjóni með lækningatilraunum sín- um, og með dómi, gengnum fyrir aulca- rjetti Mýra- og Borgarfjarðarsýslu 26. dag aprílm. þ. á. hefir hann dæmt hina ákærðu fyrir óleyfilegar lækningatil- raunir í 40 kr. sekt, er renni í sveitar- sjóð Hraunhrepps, og til að greiða all- an kostnað af máli þessu. Á hinn bóginn hefir undirdómarinn dæmt hina ákærðu sýkna að því snertir óleyfilega meðalasölu, með því að það er ekki sannað, að hún hafi heimtað eða tekið við borgun fyrir lyf þau, sem hún hefir látið úti, þótt hún að vísu hafi þegið borgun fyrir átroðning og ónæði, er samfara var meðalaútlátum hennar, þegar hún var boðin fram. Á þessa niðurstöðu, sem undirdóm- arinn hefir komizt að í máli þessu, verður yfirdómurinn að öllu leyti. að fallast, eins og líka á ástæður þær, sem hún er byggð á, og ber því að stað- festa undirrjettardóminn með þeirri breytingu, að sektin samkvæmt tilskip- un 24. janúar 1838, 3. gr., einungis verði 20 krónur, og ber hinni ákærðu einnig eptir málavöxtum að greiða allan af á- frýjun málsins löglega leiðandi kostn- að, þar á meðal til sóknara og svara- manns fyrir yfirdóminum, 10 kr. til hvors, í málaflutningslaun. þ>ess ber að geta, að málið í hjer- aði hefir verið nefnt: „Hið opinbera gegn prestskonu Elinborgu Kristjáns- dóttur“, en með því annars aðölluleyti er farið með málið sem sakamál, þá getur þetta atriði ekki haft nein áhrif á úrslit málsins, og því vottast, að með- ferð málsins í hjeraði og sókn og vörn þess fyrir yfirdómi hefir verið lögmæt.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.