Ísafold - 22.08.1883, Blaðsíða 1

Ísafold - 22.08.1883, Blaðsíða 1
Árgangurinn, 32blöð, kostar 3 kr. innanlands, en í Danm., Svíþjóð og Norvegi um 3’/2 kr., í óðruin löndum 4 kr. Borgist í júlím. innanlands, erlendis fyrir fram. ISAFOLD. Auglýsingar kosta þetta inniendar lína : aur. Jmeð meginletri .. 10 \með smáletri.. .. 8 ímeð meginletri. '5 \með smáletri... X 20. Reykjavík, miðvikudaginn 22. ágúslmán. 1883. 77. Innlendar frjettir. Útlendar frjettir. 78. Leiðir. 79. Fjárlagamálið. Frá alþingi VII. 80. Hitt og þetta. Auglýsingar. Skrifstofa ísafoldar er í ísafoldarprentsmið- ju, við Bakarastiginn, 1. sal. Afgreiðslustofa ísafoldar er á sama stað. Afgreiðslust. Isafoldarprentsmiðju er á s. st. Alþingisfundir í neðri deild að jafnaði hvern rúm* helgan dag á hádegi, og í efri deild kl. I e. m. Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I—2. íþökubókasafn opið hvern þrd. og ld. 2—3. Landsbókasafnið opið hvern md., mvd. og ld. 12—3. Sparisjóður Rvíkur opinn hvern mvd. og ld. 4—5. Strandferðaskipið Laura fer af stað frá Rvík 29. ágúst. Uppboð á fatnaði (enskum) m fl. í Glasgow 24. ág. kl. 10. fm. Reykjavík, 22. ágúst. Alþingisfimdir í neðri deild orðnir S6, í efri 47. Tala þingmála 95. Tuttu og fjögur frumvörp orðin að lögum frá alþingi. |>ingi verður slitið annaðhvort 27. eða 28. þ. m. I síðustu Stjórnartíðindum er auglýsing frá stjórnarherranum 16. júlí um að beita skuli hjer á landi fyrst um sinn sóttvarnar- reglunum í lögum 17. des. 1875 gegn kóler- unni á Egiptalandi. þar er og, í innlendu deildinni (B), Svend Foyn frá Noregi svarað þannig af landshöfðingja 24. maí, að það sje nóg til þess að hann megi reka fiskiVeiðar í land- helgi við Island, »að hann byggi hús og setjist að hjer í landi, þannig að hann allt af stöðugt árið um kring haldi hjer dúk og disk, án tillits til þess, hvort hann verður ávallt hjer staddur sjálfur eða ekki«; en að ekki sje enn til fullnaðar leyst úr þeirri spurningu, hvort maður, sem er búsettur á Islandi og þar rekur fiskiveiðar á eigin kostnað, hafi eða hafi ekki rjett til að nota útlend skip til veiðanna, með því að ekki sje búið að afráða, hvort una skuli við landsyfirrjettardóm þann, er viðurkenndi þennan rjett [17. nóv. 1872, í málinu gegn Einari á Hraunum], eða skjóta honum til hæstarjettar. þá hefir amtmaðurinn fyrir norðan farið því á flot við landshöfðingja, að skipaður væri konunglegur kommissarius (erindreki) er falið yrði lögregluvald og dómsvald í öllum þeim málum, er snerta brot gegn lögum þeim, er gilda um fiskiveiðar í land- helgi hjer við land. Landsh. svarar því svo 31. maí, að þar til 'finni hann ekki næga ástæðu að svo komnu, en biður amt- mann að »brýna fyrir hinum reglulega lög- reglustjórum, að þeim beri, hverjum í sínu lögsagnarumdæmi, af fremsta rnegni að vaka yfir því, að lögunum um fiskiveiðar í landhelgi, eins og hverjum öðrum gildandi lögum, sje hlýtt«. Landshöfðingi hefir skipað svo fyrir 20. júní, eptir tillögum amtmannsins fyrir norð- an, að við byggingu á þjóðjörðum, þar sem búast má við að landshlutur kunni að falla af síldarveiði, skuli landssjóði eptirleiðis á- skildir í byggingarbrjefunum f af hlut þess- um, en ábúandi haldi f. Landshöfðingi hefir veitt 15. júni 1000 kr. úr viðlagasjóði til að byggja upp Háfs- kirkju, gegn nægilegu fasteignarveði, vöxt- um og endurborgun á 20 árum. Og Kálfa- tjarnarprestalli 21. júní 2500 kr. lán, sum- part til að fullgera steinhús, sem á að vera fjós og heyhlaða, sumpart upp í kostnað- inn við endurbætur á húsum og jörð stað- arins, gegn vöxtum og afborgun á 28 árum. Af þ. á. búnaðarstyrk handa Isafjarðar- sýslu, 550 kr.,..veittar Agli Guðmundssyni á Laugabóli í Ögurhrepp 50 kr. í verðlaun »fyrir landbúnað#, 50 kr. í styrk handa bú- naðarfjelagi Súðavíkurhrepps, og 450 kr. til að kosta ferð búfræðings um sýsluna á þessu ári. Af þ. á. sýsluvegabótastyrk á aðalpóst- leiðum Gullbr. og Kjósarsýslu veittar 1000 kr. til að leggja tvær trjebrýr yfir Elliða- árnar. Hjeraðslækni dr. med. J. Jónassen veittur styrkur til að gefa út lækningabók handa alþýðu, 25 kr. fyrir hverja prentaða örk (þ. á. 10 arkir eða helming bókarinnar eptir áætlun). Af viðbótarfjenu þ. á. við eptirlaun fá- tækra presta og prestsekna, 2000 kr., var á synodus í sumar helmingnum útbýtt meðal rúmlega 40 prestekkna, 20—60 kr. hverri, og hinum helmingnum meðal þessara upp- gjafapresta: sira Hákoni Espólín og síra Bjarna Sveinssyni 150 kr. hvorum, síra Stefáni Thordersen og síra Magnúsi Gísla- syni 200 kr. hvorum, og síra Guðmundi G. Sigurðssyni 300 kr. Dalasýsla veitt 24. júlí cand. juris Hall- dórþDaníelssyni. I kennaraembættið við latinuskólann settur af stjórnarherranum kand. Björn Jensson. Eyrir viku brá veðráttu til rigninga hjer syðra með austanrosum á stundum.—J>að hefir frjetzt síðast af hafísnum, að hann þokaðist frá landi hægt og hægt austur og norður í haf laust fyrir síðustu mánaðamót. Hákarlsafli afbragðsgóður nyrðra. Um síðustu mánaðarmót komnir 10—15 tunna hlutir af lýsi á þilskip Eyfirðinga og Sigl- firðinga, um 20 alls. Lýsi komið upp í 55 kr. tunnan fyrir norðan.—Hval rak á Býja- skerjum syðra 6. ágúst, hálffertugan. Gjafakornsskipið »Sylphiden« kom hing- að 19. ágúst eins og til stóð, frá Bergen, með 5000 tunnur. Heldur siðan áleiðis vestur fyrir og norður, eins og áður er getið. Með hjer um bil 600 vesturfara fór Craighforth frá Akureyri og austurhöfnun- um í júlí-ferðinni, og 500 lagði Camoens af stað með frá Sauðárkrók 5. ágúst, þaðan og frá Borðeyri. Áður farnir hjeðan með Camoens og með póstskipinu Bomny 30. júní um 100. Samtals 1200. f>ó margir sezt aptur, sem ætluðu. Craighforth kom hingað norðan að, frá Akureyri, 13. ágúst, og fór daginn eptir, með 642 hesta hjeðan, og 50 frá Akureyri, til Skotlands. Camoenskom hingaðfrá Leith 17. ágúst. Með þvi komu þeir cand. philologiæ Geir Zoega og Halldór kennari Briem. Skipið fór aptur 20. ágúst með 310 hesta. Iðnaðarsýningin í Beykjavík stóð til 19. ágúst; byrjaði 2. Sýningarmunirnir voru hátt á ð.^hundrað. Skoðendur urðu 1300— 1400. I forstöðunefnd voru þeir Árni Gísla- son, Helgi Helgason, Jón Borgfirðingur, Páll þorkelsson og Sigfús Eymundarson ;— Sigfús fjarverandi. |>ar til kvödd dómsnefnd dæmdu 31 sýnanda heiðurspening úr silfri, 32 heiðurspening úr bronze og 56 heiðurs- brjef (diplom). Dómnefnd þessi var skip- uð 2 frúm úr Beykjavík og 5 alþingismönn- um. jpað var landshöfðingjafrú Elinborg Thorberg, amtmannsfrú Kristjana Havstein; Jón Sigurðsson forseti, síra Benidikt Krist- jánsson, Einar Ásmundsson, Sighvatur Árnason og Tryggvi Gunnarsson. Útlendar frjettir. Khöfn 3. ágúst. Hægrimenn hjer komnir aptur á mik- inn fundasveim. Matzen prófessor á sí- felldum hlaupum, eða, ef svo mætti segja, á gandreið gufunnar; einn daginn í Borg- undarhólmi, næsta í Odense, þriðja í Thi- sted og þrumar fyrir fjóðabyggjum gegn óvættunum vinstri handar. þeim megin hefir heldur slegið í þögn, og það er sem kapp hinna hafi komið heldur flatt upp á vinstrimenn. Blöð þeirra hafa jafnvel lægra við sig en fyr. Hafa þeir stórræði 1 hyggju? Hugsa þeir með sjer: »metumst heldr at val felldan«? Trúi þeir sem vilja ! Jeg vil sjá hvað setur. Dáinn 24. júlí Jerichau myndasmiður, sem af dönskum mönnum þótti ganga Thor- valdsen næst að mörgu leyti, varð víðfræg- ur af list sinni og hefir látið eptir sig mikið snilldarsmiði. Komst hátt á sjötugs- aldur. Waddington nýorðinn erindsreki Frakka í Lundúnum ; honum treyst til öðrum bet- ur að greiða úr ýmsum snurðum, sem hafa hlaupið á vináttuband Frakka og Englend- inga. Englendingum þykir tortryggilegt um sumt af hinna hálfu, t. d. atfarirnar í Anam og á Madagaskar, og flest blöðin urðu í uppnámi, þegar það heyrðist, að Gladstone hefði samið við Lesseps, höfund leiðarsundsins um Suez-eiðið, um hina nýju skurðargerð, sem nú skal til taka. Af því máli hefir Gladstone fengið hörð á- mæli bæði á þinginu og svo á málfundum og í blöðum Tórýmanna, og þess vegna hefir hann frestað að bera samninginn upp á þinginu. Menn segja, að hann mundi nú hafa orðið honum þar að falli. Tórý- menn og sumir hinna vefengja þann rjett, sem Lesseps var veittur, eða hans fjelagi, til skurðargerðar um eiðið, og þeim þykir öllu í annað horf snúið, síðan Englend- ingar fengu þau tök á Egiptalandi, sem þeir nú hafa. |>essu hefir Gladstone tekið öllu fjarri, en sagðist ekki vilja leggja málið nú til umræðu, þar sem hætt væri við, að ákafi mótmælenda yrði að eins til að spilla góðri og gamalli vináttu með báð- um þjóðunum. þegar Waddington kom til Lundúna, á hann að hafa sagt við ein- hvern blaðamann, sem skundaði á fund hans, að hægt mundi öllum ágreiningi að dreifa, en í skurðarmálinu væri öll franska þjóðin Lesseps sinnandi. Sú fregn barst fyrir skömmu, að einn af höfðingjum Zúlúkaffa hefði veitt Cetewayo konungi atfarir með her og komið honum

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.