Ísafold - 04.09.1885, Blaðsíða 4

Ísafold - 04.09.1885, Blaðsíða 4
156 himin, og húsin hverfa nærri innanum olíu- við og ávaxtatrje; á hömrunum vaxa ag- avejurtir með þykkum, safamiklum blöðum og hjer og hvar skringilegar kaktusplöntur með göddum út úr sjer á alla vegu, en vín- viðarfljettur eru bundnar upp á milli trjánna, rósir, liljur og önnur litfögur blóm vaxa milli húsanna og vafningsviðir og bergfljett- ur vaxa upp með veggjunum og vinda sig kringum gluggana. þegar sunnar dregur verður ófrjórra, hamrarnir berir fram að sjónum, hrjóstur og klungur hjer og hvar. Fyrir sunnan Spezia liggur járnbrautin fjær sjó og sjet þá til Apenninafjalla, háir tindar og kambar og snjór á sumum. Við stóðum svolítið við í Massa rjett hjá Carr- ara. Carrara er nafnkunnur bær fyrir n\armarann, er þar fæst í fjöllunum. Marmarinn er þar í stórum lögum, fjöllin eru brött og allstaðar stórkostlegar marm- araskriður, mjallahvítar í hlíðunum; er það tilsýndar að sjá einsog snjóskaflar liggi í hverju gili. í Carrara vinna 6000 vinnu- menn að því að taka upp marmarann, flytja hann og saga. Hvítur marmari er notaður til listasmíða og er hann í Carrara seldur eptir gæðum fyrir 15—60 krónur hvert teningsfet, mislitur marmari er ódýr- ari. í Carrara og Massa eru margar marmara-verksmiðjur, þar eru gjörðir úr honum legsteinar, borðplötur o. m. fl. Marmarinn er fluttur frá námunum í sterk- um kerrum og vögnum og ganga naut fyrir þegar nær kemur Pisa er land orðið flatt með sjónum og mýrar og flóar hjer og hvar. þaðan liggur leiðin austur með Arnó til Florenz. Florenz liggur við Amó í dæld milli hálsa; bærinn hefir eins og alkunnugt er haft stórkostlega þýðingu fyrir listir og vísindi og þegar Medici-ættin sat þar að völdum var blómi listanna þar meiri en í nokkurri borg annari. Listasöfnin eru stór- kostleg t. d. Galleria degli Ufíizi, Galleria Pitti og ótal fleiri, þar eru saman komnar myndir eptir frægustu málara heimsins og fjöldi af listaverkum fornaldarinnar. Af byggingum vil jeg aðeins nefna dómkirkj- una, sem er einhver hin fegursta og mikil- fenglegasta á Italíu. Kirkjan er öll þakin að utan mislitum marmaraplötum, og er þeim raðað niður með tnestu list; við ann- an endann er ferhyrndur geisimikill turn (il campanile) 260 fet á hæð, era 414 þrep upp að ganga og þaðan er hin feg- ursta útsjón yfir bæinn, Arnódalinn og háls- ana fram með ánni; á hinum endanum er stórkostleg hvelfing; að innan er kirkjan hátíðlega fögur og full af listaverkum; en hjer sem annarsstaðar á Italíu hefir mað- ur varla frið til þess í næði að skoða lista- verkin og dást að þeim fyrir allskonar slæp- ingjum, er bjóða þjónustu sína, og svo bæt- ir ekki messuvælið í prestunum úr, það er opt eins og ljelegur grallarasöngur í sveita- kirkju á íslandi. Meðal annars skoðaði jeg höll þá, sem Victor Emanuel bjó í meðan hann hafði aðsetur hjer, þar er svo mikið í borið af gulli, silfri og dýrum stein- um að furðu gegnir, það er eins og höll Aladdíns í þúsund og einni nótt; í höll þessa hefir verið safnað saman hinum dýr- ustu og fásjenustu gripum sem til voru í Florenz. Arnó rennur eptir bænum þver- um; hún er lygn og mórauð af mold og leir og hjerumbil 50 faðmar á breidd; yfir ána eru margar og stórar brýr og ein þeirra gömul sett smáhúsum eins og tíðkaðist á miðöldunum. Florenz er mjög lík öðrum Evrópuhæjum, full af glæsilegum búðum °g byggingum; búningar manna og hættir eru sem í stórborgum er títt, og fátt ein- kennilegt, eins og í sumum öðrum bæjum á Italíu. *Hinn 4. dag febrúarm. |). á. andaöist i Ö- feigsfirði i Árnessókn konan Elizabet porkells- dóttir, kona (luðmundar hreppstjóra Pjeturssoi)- ar. Hún dó úr brjóstveiki; hún var fædd í Ó- feigsfirði 21. dag sept. 1850, giptist árið 1875. þeim hjónum varð auðið 5 barna, af þeim eru dáin 3, en lifa 2 dætur. Blisabet sál. var merk kona, stillt og vönduð í öllu bæði tíl orða og verka; tryggfiist eiginkona. ástrík móðir, og hið bezta barn foreldra sinna, og ráðdeildar- söm húsmóðir. Hún ávann sjer virðingu allra, er við hana kynntust, og var innilega elskuð af öllum vandamönnum sínum; hennar er því sárt sakað eigi að eins af hinum nánustu, held- ur og af öllum er hana þekkt.u, því hún kom jafnan svo fram, að öðrum var óhætt að taka tiana sjer til fyrirmyndar. — Minning hennar mun lengi lifa í blesBun í þessu byggðarlagi. Drottinn gaf, Drottinn burttók, lofað sje nafn- ið Drottins! — *Árni Guðmundsson á Kaldrananesi. þessi merkismaður, er deyði 23. desembr. 1884, er fæddur í Kaldrananesi ár 1828, og dvaldi þar alla æfi sína; hann giptist ár 1855 sinni eptir- lifaudi ekkju, heiðurskonunni Önnu tíuðmunds- dóttur, og varð með henni tveggja barna auð- ið, sem dóu ung. Hin nefndu hjón tóku til uppfósturs hinn mannvænlega yngismann þur- stein Guðbrndsson, sem þau hafa ávalt gengið í foreldrastað, og arfleitt að öllum efnum sín- um. Hinn framliðni hafði að allra áliti þegið farsælar gáfur af skaparans hendi og sinnugar, svo að honum vannst vel að sjer i öllu, sem hann tók sjer lýrir hendur, og blessun Drottins fylgdi störfum hans; hann var maður trúrækinn, friðsamur, góðgjörðasamur, starf- samur, trúvirkur og vandvirkur, og allt hans dagfar leynt og ljóst lýsti anda ráðvendninnar og geðprýðinnar. í fráfalli hans er mikill sökn- uður skyldum og vandalausum, ekkjan grætur ljós augna sinna, uppeldissonurinn ástríkisins leiðtoga, hjúin elskuseminnar húsföður — hann var Ijós og prýði heimilisins, og ættingjum og vinum sannur bróðir og sannur vinur leynt og ljóst. Minning hans lifi í heiðri hjá öllum, er hann þekktu! þannig minnast hans ættingjar og vinir. AUGL.YSINGAR í samleldu máli m.snúleh knsta l a. (þakk.aráv. 3a.) averl or! 15 slala Irelasj in. óíni leln e8a selning 1 kr. I.rir þumlung dálta-lenjdar. Borgirn út i hönd Helgi snikkari Helgason í Beykjavík hefir nýlega scemt Bessastaðakirkjn nýju og vönd- uð'u Harmonio. Fyrir þessa ncergcetnu og höfðinglegu gjöf er mjer sönn ánægja, kirkj- unnar, sóknarinnar og sjalfs min vegna að votta gefandanum mitt innilegt þakklœti. p. t. Reykjavík, 3. sept. 1885. Gríinur Thomsen. Stjórnarskrá íslands, endurskoðuð af alþingi 1885 og á að leggjast fyrir aukaþing að sumri, fæst á afgreiðslustofu ísafoldar, fyrir 10 aura; sömuleiðis send hvert á land sem er fyrir sama verð, ef pöntuð eru og borguð fyrirfram eigi færri en 4 eintök í einu. „Við afhjúpun minnisvarða Hallgrims Pjeturssonar“, ræða biskups Dr. P. Pjeturs- sonar við afhjúpunina og kvæði Stgr. Thor- steinsens við sama tækifæri, prentuð hvort tveggja í einu lagi, fæst á afgreiðshistofu ísa- foldar fyrir 10 aura, og sent með póstum með sömu kjörum og Stjórnarskráin. Til alinennings! Læknisaðvörun. þess hefir verið óskað, að ég segði álit mitt um „bitter-essents'1, sem hr. C. A. Nissen hefir búið til og nýlega tekið að selja á íslandi og kallar Brama-lífs-essents. Ég lieli komizt yfir eitt glas af vökva þessum. Ég verð að segjs, að nafnið Braina-lífs-essents er mjög vill- andi, þar e i essents þessi er með öllu ólikr inum ekta Brama-iífs-elixir frá hr. Mans- feld-Bullner & Lassen, og því eigi getr haft þ.i eiginlegleika, sem ágæta inn egta. þar eð ég um mörg ár befi haft tækifæri til, að sjá álirif ýmsra bittera, en jafnan komizt að raun um, að Brama-lífs-elixír frá Mansfeld- Búllner & Lassen er kostabeztr, get ég ekki nógsamlega mælt frarn með honum einum, umfram öll önnur bitterefni, sem ágætu meltingarlyfi. Kaupmannahöfn 30. júlí 1884. E. .7. Melchior, læknir. Einkenni ins óekta er nafnið C. A. NISSEN á glasinu og miðanutn. Einkenni á vorum eina egta Brama- lifs-elixir eru firmamerki vort .1 glasinu, og á merki-skildinum á miðanum sest blátt ljón og gullhani, og innsigli vort MB & L í grænu lakki er á tappanum. Mansfelcl-Búllner & Lassen, sem einir búa til inn verðlaunaða Brama-lífs-elixir. KAUPMANNAHÖFN. [4r. Hitstjóri Björn Jónsson, oand. phil. Prentsmiðja ísafoldar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.