Ísafold - 15.09.1894, Blaðsíða 1

Ísafold - 15.09.1894, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist emu siuni eða tvisvar í viku. Verb árg minnst 80 arka) 4 kr.. erlendis 5 kr. eða l1/* doll.; borgist í'vrirmibjan júlimán. (erlend- is fyrir fram). ÍSAFOLD. Uppsögn(skrifleg) bundin yib Aramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir l.oktð- berm. Afgreiöslastofa biabs- ins er i Auitumtrœti 8 Reykjavik, laugardaginn 15. september 1894. XXI. árg. Fjárverzlunin í haust. Heldur er von um, að yflr henni lifni nú •aptur, fjársölunni á fæti til Skotlands og Englands. Er það harla mikilsverður þátt- ur i verzlun landbænda, var áður að kalla ’bin eina peningalind þeirra og er enn, þannig, að þegar fyrir hana tók að mestu fyrir nokkrum missirum, hófst mikið pen- dngavandræðakvein, og eigi um skör fram. Þó að fundið hafl það verið að þeirri 'verzlun, að hún drægi um of frá bændum, ■hollar búsnytjar og nauðsynlegar, þá er iþað ekki verzluninni að kenna í sjálfri sjer, heldur vanbrúkun hennar. Rjett og skynsamlega liagnýtt er hún bændum mik- ið hagstæð. Rjett notuð gæti hún meðal annars orðið til þess, að útrýma einu al- u-æmdu þjóðmeini voru, sem sje heimsku- Ilegri ásetning og þar af leiðandi kvaln- ing á skepnum og horfelli. Því það get- ur engum duiizt, að það er ólík fyrir- 'hygg.ja í því, að verja skepnum sínum í peninga að haustinu og leggja í sparisjóð, ■ef kringumstæður leyfa, heldur én að setja 'þær á vetur á tvær hættur, ef heyföng eru ■tæp. Það er ólíku saman að jafna, að geta gripið í sparisjóðinn aptur að vorinu til þess að auka aptur fjárstofninn, ef það þykir ráð, eða hitt, að eiga þá svo og svo margar beinagrindur hingað og þang- að út um hagann af horföllnum skepnum, eða að eiga þær nær gagnslausar fyrir illa meðferð, þótt tórandi sjeu. En sauð- fjenaði harla fljótgert að koma upp aptur -og fljóttekinn arður af. Varla verður nú fjártakan 1 haust nema lítilræði í samanburði við það, sem gerð- ist þegar þeir Slimon ráku þá verzlun hjer með mestum blóma. En það er minna undir því komið, að lmn sjp svo mikil ár ■og ár í bili, heldur en hinu, að það gæti orðið stöðugt framhald á henni. Nú er nýtt ijárkaupafjelag enskt að "bera hjer niður, þetta sem Mr. Franz er erindreki fyrir, og það^að sögn með miklu meira bein í hendi en dæmi eru til um þá er hjer hafa rekið slíka verzlun áður. Fari nú þau viðskipti vel af stað,er mikii von uim, að í þeím verði mikill veigur í og veru- leg frambúð. Þau eru þannig stofnuð, að ■hönd selji hendi og engin eptirkaup höfð; gjaldið eintómir peningar. En það verða vandaminnstu viðskiptin og liollustu til frambúðar. Er nú líklegt, að almenning- ur sjái það, og hagi sjer þar eptir, að hyggilegast er að hæna þessa nýju við- skiptamenn að sjer með sanngirni og á- reiðanleik í viðskiptum, heldur en að iáta stjórnast af fyrirhyggjulausri græðgi í stund- arhagnað, sem oss er annars svo gjarnt til og mörg dæmi mætti til nefna að vjer höfum gert oss mikinn skaða með, og þau ijót sum. Til dæmis að nota sjer það, að maður er hjer fckominn með stórt skip eptir loforði um vöru, hvort heldur það eru þessi eða önnur, og kúga hann þá til að gefa miklu meira fyrir hana en til stóð og vit er 1 fyrir hann, með því að hóta að láta hann fara með skipið tómt aptur að öðrum kosti. Sam- keppni er að vísu góð að jafnaði og opt nauðsynleg. En hún getur stundum ver- ið svikamylna, sett upp rjett í svip til þess að bola aðra frá ábatavænlegum markaði. Heppnist það og almenn- ingur gangi í gildruna, þá er það hann, sem »borgar gildið«, sem kallað er, með verstu einokunarkjörum eptir á af þess hálfu, er svikamylnuna heflr tilbúið. Hjer er auðvitað átt við samkeppni með jöfnum kostum, peningaborgun út í hönd. Að meira sje boðið gegn vörum — og það talsvert meira — heldur en peningum, það getur engin samkeppni kallazt, með því verði, sem algengast er á útlendum varn- ingi hjer, nefnilega svo framfærðu, að borið geti hinn stórkostlega kaupmannsverzlun- arkostnað og margsinnis of hátt verð á innlendri vöru. Hitt getur auðvitað einnig átt sjer st.að, að vörugjaldið sje fullt eins gott og peningar. Svo mun hafa verið t,. d. með vörufarm þann, er Björn kaup- maður Kristjánsson útvegaði í sumar og ljet mikið af fyrir loforð urn fjárfarm í haust frá bændum, sem sízt ættu að bregðast. Almenningur ætti nú sem endrarnær að hafa það hugfast, að bezt er kapp með forsjá. Það eru betri staðgóð viðskipti en stopul, þótt ábatameiri virðist i svip. Bændur fundu, hvað átt höfðu, þegar misst höföu, er fjárkaupaviðskiptin við Slimon hættu, og einkum er enska markaðinum var allt í einu lokað fyrir skepnum hjeð- an. Þeir ættu því að gera nýja viðskipta- tilraun með líku sniði sem aðgengilegasta og girnilega til frambúðar. Aðsóknin að latínuskólanum. »Hóf er bozt A liverjum hlut«. *Sá tími er að vísu liöinn, að bókleg menntun sje talin ósamrímanleg við hæfi- leika til að vinna hvers konar dagleg störf. Fáum mun nú orðið blandast hugur um, að tó, er notið heflr andlegrar fræðslu, í sambandi við líkamlega menningu, standi betur að vígi í lífsbaráttunni heldur en hinn, er eingöngu styðst við afl handa sinna. En þrátt fyrir það, þótt svo kunni að vera, væri rangt að segja á hinn bóginn, að andleg menntun ein og ekkert annað væri nægileg fyrir almenning til þess aö komast í góða stöðu síðarmeir, þegar náms- árunum lýkur. Með þvi að ekki er rúm nema fyrir tiltekinn fjölda manna að em- bættum landsins, getur svo farið, að í lærða skólann gangi fieiri en likindi eru til að nokkru sinni muni geta komizt í 61. blað. nokkurt embætti. Nú virðist og einmitt sú orðin raunin á. En hver verða svo afdrif þeirra manna, sem einhverra orsaka vegna verða aptur úr að komast í embætti? Því er ver og miður, að ekki er útlit fyrir, að glæsileg kjör biði þeirra. Að vísu hafa þeir hina andlegu mennt- un, er þeir hafa hlotið, og væri rangt að gera ekkert úr henni. En fái þeir enga atvinnu til þess að geta beitt kunnáttu sinni og hæfileikum við, er hætt við, að þekking þeirra og lærdómur verði þeim að minna liði en foreldrar þeirra gerðu sjer í hugarlund, er þeir settu þá til náms. Væri k.jörum manna lijer á landi svo háttað, að þeir hefðu nægilegt fje til að taka fyrir hverja þá atvinnu, er þeim lik- aði bezt, þegar námsárin væru á enda, þá væri ekki ástæða til að kvarta, heldur miklu fremur að fagna því, þótt nokkuð yrði ásett í lærða skólanum. En — segja verður hverja sögu eins og hún gengur, og í þessu máli verður sagan á þá leið, að góðra gjalda vert mætti Þýkja, ef tuttugasti hver námsmaður hefði nokkuð fje aflögum, þegar embættisprófinu sleppir. Þeir hafa ekki að eins eytt ærnu fje til námsins, heldur einnig afarlöngum tima, 9—11 árum að minnsta kosti, ef þeir læra undir embættispróf hjer á landi, en annars jafnvel 12—15 árum eða meiru, fyrir þá óvissu von,að verða á endanum embættis- menn. Sje um gáfaðan pilt að ræða, heyrast raddir úr öllum áttum, að sjálfsagt sje að láta hann í skóla, án þess að gætt sje að því, hvort það svari kostnaði að venja hann frá öllum daglegum störfum, og eiga svo á hæt.tu, hvort hann muni komast á endanum svo langt, að verða sjálfbjarga maður. Sje nákvæmlega aðgætt, eru þau embætti ekki afarmörg hjer á landi, sem ómaksvert er, að leggja mjög mikinn tíma og fje í sölurnar fyrir, hvað þá heldur ef aldrei næst í neitt þeirra, og foreldrar ættu að hugsa sig vandlega um áður en þeir senda syni sína í latínuskólann, og gæta að þvi, hvort þeir kippi ekki fótunum undan framtíð þeirra, í stað þess að leggja grundvöll til gæfu þeirra. Því er ver og rniður, að staða sæmilega efnaðs bónda er vanalega skoðuð miklu arðminni en hún er í raun og veru. Hugs- um oss, að fje það, er nú fer til náms- kostnaðar, væri sett á vöxtu árlega og fengið syninum i hendur, er hann væri 25 ára að aldri; þá væri það sannarlega all- lagleg fjárupphæð og góður styrkur til að byrja með búskap. Þar að auki hefir sonurinn lært alls konar vinnubrögð og er þá búinn að vinna fyrir töluverðu kaupi;

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.