Ísafold - 15.07.1896, Blaðsíða 1

Ísafold - 15.07.1896, Blaðsíða 1
Kemtu- ót ýmist eirin sinni eða tvisy. 1 vika. Verð árg.(90arka wiriEst) 4 br... erlendis 6 k:c. eða 1 */* ð-olí.; borgist fyrir midjaiv júii (öiIíibÆs í.yfi' fra/a). ÍSAFOLD. Uppsögn(skrifleg) bundin vi& áramót, ögild nema komin sje til útgefanda fyrir l.oktober. Afgreiðslustofa blaðsins er f Austurstrœti 8. XXHI. árg, Reykjavik, miðvikndaginn 15. júli 1890. 49. biað I»eir kaupeudur Stjórnartíðindanna, sem ekki hafa borgað árg. 1896, eru látnir vita, að þeim verða eigi send tíðindin með næstu póstum nje fram- vegis, fyr en borgun skeður. Eeykjavík 15. ,júlí 1896. Kristján Þorgrímsson. Vænlegar horfur í botnvörpu- málinu. Eptir samkomuíagi við landshöfðirigja hefir yfirforingi hinnar brezku herflotadeild- ar, er hjer hefir verið um hrið, gefið út svo látandi auglýsingu eða umburðar- brjef: Til brezkra botnvörpuveiðimanna, sem fiskiveiðar stunda við ísland. Svo heflr um samizt með herra lands- höfðingjamim yflr ísiandi, Magnúsi Step- hensen, og hommádfír Georg Lambert Atkin- son, er rœðnr fyrir skólaflotadeild Hennar brezku Hdtignar, þangað til frekari sdttmáli verður gerðnr milli Bretastjórnar og Dana- stjómar, að brezkum botnvörpuskipum skuli frjálst að koma inn á og nota hverja höfn á íslandi, frá 10. júlí 1896 hjer á ströndinniog frá 25. júlí 1896 á austurströndinni, og að nota siglingaleiðina milliVestmanneyja ogíslands og ^Milteykjaness og Fuglaskerja,svo framarlega sem þeir hafa botnvörpur sinar i búlka og ekki búnar til flskidráttar. Hjer í móti kemur það, að botnvörpuskipin mega ekki veiða með botnvörpum fyrir aust- an línu, sem dregin er frá Ílunýpu (nœrri Keflavík) i Bormóðssker, og fara ekki i bága við lóðir eða net, sem íslendivgar leggjafyr- ir austan þessa línu. Lan dshöfðinginn hefir heitið mjer því, að ef þessi sammngur sje haldinn, þá skuli 3 gr. hinva íslenzku laga gegn botnvörpuveið- unum ekki verða beitt af islenzkum valds- mönnum. George L. Atkinson kommódör, yfirráðandi skóiaflotadeiidarinnar við Reykjavík 10. júli 1896. Eins og gefur að skiija og umburðar- brjef þetta með sjer ber, fer fjarri því, að fyrir það sje neinn góðnr og gildur samn- ingur á kominn um að marka hinum brezku botnvörn .möhnum bás við veiðar þeirra bjer í fioanum, þannig, að þeir bagi ekki veiðar landsmanna á þeirra venjulegu, eld- gömlu fiskimiðum. Hvorki hefir lands- höfðingi embættisvald nje heldur umboð til að gera slíkan samning, og því síður þe.s'.j flotaforingi fyrir hönd sins rikis. El<>' aforinginn getur ekki einu sinni lagt fy- ú’ botnvörpumennina að hlýðnast því, sem segir i umburðarbrjefi hans. En hins vegar getur iandshöfðingi sjeð urn, að skil- yrðinu frá þessa lands háifn sje fullnægt: að ekki sje amazt við botnvörpumönnum, þó að þeir skreppi hjer inn á hafnir í mein- leysi. Hið eina, sem flotadeiidarforinginn gctur gert og gerir, er að hlutast til um, að botnvörpumennirnir segi af eða á um, hvort þeir viija aðhyllast þennan sáttmála og ritað síðan hjá sjer til minnis og frek- ari athugunar, ef þeir vanhalda hann. svo að hann fái vitneskju um. Mætti því í fljótu bragði virðast, sem lít- ið sje áunnið með þessu nýmæii. En það er tvennt, sem því ve!dur, að svo er ekki heldur eru miklar, mjög mikla líkur til, að vjer sjeum upp frá þessu lausir við botnvörpuófögnuðinn hjer á algengum fiski- miðum vorum. Botnvörpuskipin meta svo mikils þau hlunnindi, að mega koma hjer inn á hafn- ir í friði,afla sjer þar iss og annars nauðsynja, að þau vilji vinna þetta fyrir. Þau viija vinna það til, að hætta að veiða á Bolla- sviði og öðrum fiskimiðum þeim austan fyrnefndrar línu, sem þeir hafa hafzt við á í allt vor og sumar. Herskipaliðið enska hefir haft tal af öllum botnvörpu- skipstjórum hjer úti í flóauum þessa dag- ana og fepgiðþað svar hjáþeim öllum,aðþeir gengju að þessum kostum. Tveir afþeim, er sektaðir höfðu verið hjer í sumar, höfðu að sögu afsagt það fyrst; en horfið frá þeirri þverúð aptur. — Aðvitað má imynda sjer sitt hvað um það, hvort muni nú efnaheit. sin. En geri þeir það ekki, eru þeir óð- ara af þeim hlnnnindum, að mega leita h.jer hafna óáreittir; þeir verða þá sektað- aðir fyrir það eptir sem áður samkvæmt lögum frá 10. nóv. 1894 3. gr. Þeir bera einnig, sem nærri má geta, töluverða virð- ingu fyrir hinum ensku fiotaforingjum, og gera varla leik til þess að fótum troða heit sín og samkomulag við þá. Fyrir því er það, að þótt samningsgerð þessi milli lands höfðingja og hins brezka yfirforingja hafi ekki meira gíldi en fyr var á vikið,jmá samt mikið vera, ef hún losar oss ekki við botnvörpuskipin hjer á miðunum það sem eptir er sumars. Hitt atriðið, sem gefur von um friðun fyrir þeim til frambúðar, er það, að hinn enski skipaliðsforingi hefir aðhyllzt fyr- nefnd takmörk, að undangengnu viðtali við nokkra af botnvörpuskipstjórunum, og heldur henni síðan eindregið fram í tillög- ntn sínum til flotastjórnarinnar í Lundúu- um, og er þá ekki annað líklegra en að hún fallist á hansmál, vegna kunnngleika hans hjer o. fl., svo framarlega sem hún annars vill þýðast nokkurt samkomulag i þessu máli. Það var ekki fyr eneptir talsverða reki- stefnu milli landshöfðingja og flotadeildar- foringjans, er áminnzt takmarkalína varð að samkomulagi. Landshöfðingi fór fram á, að hún lægi miklu utar eða vestar, frá Garðskaga að Álptanesi á Mýrum. En flotaforinginn vildi hafa hana miklu innar, nefnilega milli Keilisness og Akraness. En það kvað landshðfðingi frágangssök, og væri þá eins gott að allt stæði við sama: hotnvörpumenn hjeldu uppteknum hætti með veiði sína og sættu sektum lögum samkvæmt, ef þeir kæmi í landhelgif£í meinleysi. En heldur en að þola þær bú- sifjar áfram vildi fiotaforinginn færa sig þetta út eptir: ílunýpu í Þormóðssker. Vjer erum og óneitanlega góðu bættir, ef vjer fáum þessa takmarkalínu samn- ingi bundna og helgaða eptirleiðis. ílu- nýpa, er sjómenn hjer mtrnu anrsars kalla Brennunýpu,er innri höfðinn á Hóimsbergi, rjett fyrir utan Keflavík. Þormóðssker kannast allir við. Fyrir innan (austan) þessa línu er Bollasvið allt og Seltirninga- svið, og öll venjnleg mið Akurnesinga að sögn,nema djúpmiðin.Það eru þau, sem eptir þessu ekki fást friðuð, og ekki heldur Garðsjór og Leiru; en þar er sú bót í xnáli, að venjuleg fiskimið þar eru í land- helgi, og djúpmiðin, »Setur«, að kunnugra sögn svo vaxin, að botnvörpumenn leita þangað varla, — botninn nefnilega mjög grýttur. Hvernig til hagar í því efni á djúpmiðum Akurnesinga, höfum vjer ekki sögur af. En ekki mun vera til neins að gera sjer vonir um, að þau verði friðuð, með öðrum orðum: að takmarkalínan fáist höfð vestar en í Þormóðssker. Sennilega verður afleiðingin af því, að botnvörpumenn hætta við Bollasvið og önnur inn-nesjamið hjer, að þeir fara að leita fyrir sjer norðar í flóanum, úti fyrir Mýrum t. d., líklega dýpra en þar er róið að jafnaði; og má þá kallast vel hafa skip- azt, úr því sem komið var. — Þess má geta, að hinn brezki konsúll hr. Paterson, heflr gert sjer mikið far um að beina máli þessu braut, og leggja þar allt hið bezta til, einsog fyr, — siðastífjár- flutningsmálinu 1 vetur. Fari svo, að hjer verði lengur tjaldað en til einnar nætur, og að sjávarlýðurinn hjer megi vera í sæmilegum friði með at- vinnu sína eptirleiðis eins og að undan- förnu, og þurfl hvorki að þyrpast jafnvel svo þúsundum skiptir í aðra landsfjórð- unga sjer til atvinnu um bjargræðistímann, og þvi siður að flýja óðul sín fyrir fullt og allt, þá má segja, að betur skipist en margur bjóst við, og fyr heldur en efbíða hefði átt eptir hentugleikum stjórnargarp- anna fyrir utan pollinn, ef til vill svo mörgum missirum skipti. Nú er annað- hvort um það, að málið verður útkljáð frá þeirra hendi fyrir næsta þing, svo undir það (aiþingi) verði borin ákveðin skilyrði fyrir þeirri tilslökun, sem til er ætlazt af því, nefnilega að fallast á afnám 3. grein- arílögunum frá 10. nóv. 1894—, um sektir fyrir að láta sjá sig f meinleysi nokkurs- staðar í landhelgi.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.